Dagur - 03.11.1965, Qupperneq 7
7
Nýja drátfarhraufin
(Framhald af blaSsíðu 1.)
50 og 60 þús. kr., þannig a'ð 120
metra kantur (eitt skipspláss)
mundi kosta 6—7 millj. króna.
Ennfremur var rætt um mögu
leika á byggingu nýrrar báta-
kvíar. Engar ákvarðanir voru
teknar í þessum málum.
Ný dráttarbraut.
Vitamálastjóri reifaði undir-
búning málsins og þær helztu
lausnir, sem kæmu til greina
miðað við 500 þungatonna skip,
með stækkunarmöguleika.
Miðað við þverslipp og hliðar
færslu fyrir 4 skip, með mögu-
ieikum á stækkun (fleiri hliðar-
færslum), taldi vitamálastjóri,
að áætla mætti að heildarbygg-
ingarkostnaður yrði ca. 30 millj.
króna.
Er hér var komið mætti á
fundinum Skafti Áskelsson for-
stjóri Slippstöðvarinnar. Lýsti
hann því yfir, að núverandi
leigutaki slippsins, Slippstöðin
h.f. mundi óska eftir því að taka
á leigu hina nýju dráttarbraut
og væri hann samþykkur þeirri
tilhögun á framkvæmd, er að
framan greinir. Taldi hann, að
Slippstöðin h.f. mundi ganga að
þeim leigumála, sem rætt var
um á fundinum.
Það var sameiginlegt álit
hafnarnefndar og bæjarráðs, að
bæjarstjórn samþykki, að ráð-
ist verði í byggingu nýrrar
dráttarbrautar miðað við þá til-
högun, er að framan greinir,
enda náist samningar við Slipp-
stöðina h.f. um leigusamning
varðandi hina nýju dráttar-
braut.
Verði vitamálastjóra falið að
vinna að fullnaðaruppdráttum
og áætlunum um verkið.
Jafnframt verði sótt um leyfi
til samgöngumálaráðuneytisins,
að framkvæmd þessi verði styrk
hæf framkvæmd samkvæmt
hafnarlögum.
Nánari ákvarðanir um tilhög-
un á framkvæmd verksins verði
teknar, þegar fullnaðaruppdrætt
ir og kostnaðaráætlanir liggja
fyrir. □
- Frá aðalfimdi Rækt-
unarfélags Nl.
(Framhald af blaðsíðu 1).
horna biðu greiningar, bændur
væru mjög áhugasamir um, að
notfæra sér þekkingu, sem fóð-
ur- og jarðvegsrannsóknir gætu
veitt í framleiðslustörfunum.
Hina miklu fjármuni, sem nú-
tímabúskapur krefst, bæði í
ræktun, byggingum og vélum,
þarf framleiðslan að greiða. Er
því mikils um vert, að nota, svo
sem kostur er, vísindin í þágu
þessa atvinnuvegar. Efnarann-
sóknarstofan á Akureyri hefur
því þýðingarmiklu hlutverki að
gegna, sem allir vona að beri
sem giftudrýgstan árangur.
Stjórn Ræktunarfélags Norð-
urlands skipa: Steindór Stein-
dórsson, Ólafur Jónsson og Jón-
as Kristjánsson. □
- Sóttu fé í tunguna
milli Kreppu og
Jökulsár
(Framhald af blaðsíðu 1).
hvítur hrútur og mórauð gimb-
ur, vænt fé. Eigandi Sveinn
Jónsson.
Kindunum var nú tosað nið-
ur að ánni og allt selflutt vest-
uryfir. Komst allt slysalaust
vesturyfir. ,
í þessari sömu ferð var kinda
leitað í Grafarlöndum og Herðu
breiðarlindum. Neðst í Grafar-
löndum voru nýlegar kindaslóð-
ir. Var þar hafin leit og innan
stundar var seppi búinn að
finna svarta veturgamla á og
þvældi henni til leitarmanna.
Voru kindurnar þá orðnar fjór-
ar og allgott dagsverk unnið.
Það hafði verið ráðgert, þegar
til kinda þessara fréttist, að
flytja vatnabát eða pramma
austur til flutninganna yfir ána.
Gúmmíbáturinn reyndist hið
ágætasta tæki og mun auðveld-
ari í meðförum. P. J.
SNJÓDEKK
Til sölu eru 4 stk. snjó-
dekk á felgum fyrir
Volkswagen.
Gunnar Þórsson,
sími 1-25-00 og 1-20-45.
TIL SÖLU,
sem nýtt golfkylfusett
(komplet) með poka og
vagni.
Uppl. í síma 1-2S-55
á skrifstofutíma.
Vel með farinn
BARNAVAGN
til sölu.
Verð kr. 2.600.00.
Uppl. í síma 1-18-35.
DÍVAN TIL SÖLU
Uppl. í síma 1-22-97.
TIL SÖLU
vegna brottflutnings:
Rafeldavél, rafþvotta-
pottur og lítill ísskápur.
Uppl. í síma 1-10-71.
TIL SÖLU
Tvö KVENREIÐHJÓL
og kvikmvndavél.
Uppl. í síma 1-23-31
á matartímum.
TIL SÖLU:
Silver-Cross
SKÝLISKERRA.
Einnig lítið notuð KÁPA
Uppl. í síma 1-29-22.
TIL SÖLU:
Haglabyssa nr. 12 og
riffill.
Tómas Eyþórsson,
Veganesti.
BÓMULLAR-TVINNI
SILKI-TVINNI
STOPP-TVINNI
BRODER-T VIN NI
MEZ er góður tvinni.
MEZ fæst í mörgum litum
og mörgum rúllustærðum.
Höfum mikið af
SMÁVÖRUM
til sauma.
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61
? &
^ Intiilegar þakkir til allra, sem glöddu okkur með =t
^ heimsóknum, gjöfum og kveðjum á silfurbrúðkaups- S
£ daginn og brúðkaupsdaginn okkar, 27. október sl
4 Gcefan fylgi ykkur öllum.
I
| SIGRUN og MARINO.
| RÓSA og HJÖRTUR.
I GUÐRÚN og FINNUR.
I
I
I
£
I
&
I
1
LILJA og ÞÓRODDUR.
Þökkum inntlega auðsýnda sainúð og alla aðstoð við
andlát og jarðarför
ELÍNAR GRÍMSDÓTTUR, Þórisstöðum.
Sérstaklega þökkum við Stefáni Jónssyni Skjaldarvík
og starfsfólki hans, fyrir margra ára hjúkrun og að-
hlynningu á Elliheimilinu í Skjaldarvík.
Vandamenn.
□ RÚN 59851137 = Frl.
I.O.O.F. — 147U58y2 —
IMESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 2 eh.
(Ahra heilagra messa).
Minnst verður látinna. Sálm-
ar: 54 — 182 — 316 472 —
196. B. S.
Möðruvallaklaustursprestakall.
Aftansöngur. á Möðruvöllum
á allra sálna méssu 7. 'nóv. kl.
9 e. h. Kirkjukór Möðruvalla-
sóknar syngur undir stjórn
Guðmundar Þorsteinssonar
organista. Dr. María Beyer
Júttner kennari ' leikut, á
fiðlu. Sóknarprestúr.
SUNNUDAG »5KÓLI Akureyr
srkirkju er á sunriud. kemur.
Yngstu börnin í kapellunni
eldri börnin í kirkjunni, á
báðum stöðum kL 10.30 fi h.
Drengjadeild. Sveit
Eiríks Stefánssonar
sér um fundinn kl. 8
á fimmtudagskvöldið.
Framhaldssaga — kvikmynd
— veitingar. Stjómin.
ZION. — Sunnudaginn 7. nóv.
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. —
Oll börn velkomin. Almenn
samkoma kl. 20.30. Benedikt
Arnkelsson og Gunnar Sigur
jónsson tala. Allir hjartanlega
velkomnir.
BAZAR Kvenfélags Akureyrar-
kirkju verður í kirkjukapell-
unni n. k. laugardag, 6. nóv.
kl. 4 e. h. Margt góðra muna
eins og venjulega. Nefndin.
HJÓNABAND. Laugardaginn
30. okt. sl. voru gefin saman
í hjónaband af sóknarprest-
inum í Grundarþingum ung-
frú Steinunn Ragnheiður
Gísladóttir frá Sámsstöðum
og Ottar Björnsson, Syðra-
Laugalandi.
BRÚÐHJÓN. Nýlega voru, gef-
in saman í hjónaband á Ak-
ureyri ungfrú Hildur Svava
Karlsdóttir Víðimýri 11 Ak-
ureyri og Örvarr Kristjáns-
son bifvélavirki Nönnugötu
16 Reykjavík. Heimili þeirra
verður að Nönnugötu 16.
FRÁ LEIKFÉLAGI AKUR-
EYRAR. Fastir frumsýninga-
gestir L.A. vitji frumsýninga-
miða sinna, að Skrúðsbóndan-
um, í Samkomuhúsið, sunnu-
daginn 7. og mánudaginn .8.
nóv. n. k. kl. 2—5 s. d. Tekið
verður við nýjum frumsýn-
ingargestum daglega þessa
viku í síma 1-14-43, kl. 2—6
s. d. nema á lagardag kl. 10—
12 f. h. Á þriðjudag og mið-
vikudag 9. og 10. nóv. verður
aðgöngumiðasalan í Sam-
komuhúsinu opin kl. 2—5 s. d.
og þá seldir þeir aðgöngumið-
ar, sem óseldir kunna að vera.
Aðgöngumiðasalan verður
ekki opin á fimmtudag —
frumsýningardaginn.
PRENTVILLUPÚKINN lækk-
aði meðalvigt dilka á Þórs-
höfn um tvö kíló. Þar reynd-
ust þeir 15,41 kg. en ekki
13,41 kg. eins og fyrir skömmu
var frá sagt hér í blaðinu.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99
heldur fund að Bjargi fimmtu
daginn 4. þ. m. kl. 8.30 e. h:
Dagskrá: Venjuleg fundar-
störf. Inntaka nýliða. Eftir
fund, kaffi og skemmtiatriði.
Æ. T.
HLÍFAR KONUR. — Fundur
verður haldinn fimmtudaginn
4. nóv. kl. 20.30 í Sjálfstæðis-
húsinu (litla sal). Skýrsla
dagheimilisstjórnar og fleira.
Kaffi á staðnum. Mætið vel
og stundvíslega. Stjómin.
FRAMSÓKNARFÓLK! Munið
aðalfund Framsóknarfélags
Akureyrar annað kvöld
(fimmtudag) kl. 8.30 e. h. á
skrifstofu flokksins, Hafnar-
stræti 95. — Félagar fjöl-
mennið.
GJAFIR og áheit til Munka-
þverárkirkju. Frá ónefndum
kr. 500, frá S. H. kr. 200, frá
H. J. kr. 150, frá ónefndum
kr. 100. — Kærar þakkir. —
Sóknarpresíur.
JÓLAMERKI Framtíðarinnar
eru komin. Fást á Pósthúsinu.
MUNIÐ minningarspjöld Elli-
heimilis Akureyrar. Fást í
Skemmunni.
TIL fólksins á Gilsbakka. Frá
N. V. kr. 100, G. J. 200, B. V:
300, og Guðrúnu Guðnadóttir
Brekkugötu 31 kr. 50. —
Gjöf til Hins ísl. Biblíufélags
kr. 200 frá N. N. — Gjöf til
Akureyrarkirkju frá S. G. kr.
100. — Beztu þakkir. Birgir
Snæbjörnsson.
GJÖF til Hólakirkju. Við guðs-
þjónustu í Hólum sl. sunnu-
dag afhenti sóknarpresturinn
kirkjunni þar kr. 4000, sem
var gjöf frá Kjartani Júlíus-
syni bónda á Skáldsstöðum til
minningar um bróður hans
Bjartmar Júlíusson, sem lézt
árið 1949. Kjartan hefur áður
gefið rausnarlega til kirkjunn
ar í minningu um foreldra
sína.
MINNINGARSPJÖLD kvenfé-
lagsins Hlífar. Öllum ágóða
varið til fegrunar við barna-
heimilið Pálmholt. Spjöldin
fást í bókabúð Jóhanns Valde
marssonar og hjá Laufeyju
Sigurðardóttur Hlíðargötu 3.
ÍSLENZK - AMERÍSKA
F É L A G I Ð. Lesstofan er
opin sem hér segir: Mánu-
daga og föstudaga kl. 6—7.30
e. h. Þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 7.30—10 e. h. Laugar-
daga kl. 4—7 e. h. Mikið kom-
ið af nýjum hljómplötum.
Talkennsla í ensku: Mánu-
daga og miðvikudaga kl. 7.30
—10.15 e. h. Föstudaga kl.
7.30—9.15 e. h.
LAUGARBORG
Dansleikur 6. nóvember
kl. 10.30 e. h.
COMET leikur.
U.M.F. Framtíð og
kvenfélagið Iðunn.
ELDRI-DANSA
KLÚBllURINN
Dansað í Alþýðuhúsinu
laugardaginn 6. nóv.
kl. 9 e. h.
Húsið opnað fyrir miða-
sölu kl. 8 sama kvöld.
Þeir, sem ætla að taka
fasta miða, vitji þeirra á
föstudagskvöld milli kl.
8—10. Áríðandi að mæta
eða hringja. Tryggið ykk-
ur borð og miða.
NEMÓ leikur.
Stjórnin.