Dagur - 06.11.1965, Síða 2
2
Frumvarp um breylingu á íþróftalögum
- Bygging oriofsheimiiis nyrðra
(Framhald af blaðsíðu 1).
stjórnendur: Freyja Eiríksdótt-
ir og Jón Helgason, öll frá Ak-
ureyri.
Varamenn í miðstjórn: Þor-
steinn Jónatansson Akureyri,
Jón Ásgeirsson Akureyri,
Margrét Þorgrímsdóttir Hofsósi,
Helga Þórarinsdóttir Raufar-
höfn, og Skafti Jónasson Skaga-
strönd.
Endurskoðendur: Sigurður
NÝLEGA var í efri deild Al- fulltrua og íþrottanefnd með yfir
þingis flutt frumvarp til laga
um breytingu á íþróttalögunum
frá 1956. Flutningsmenn eru:
Páll Þorsteinsson, Karl Kristj-
ánsson, Ásgeir Bjarnason, Her-
mann Jónasson, Olafur Jóhann-
esson og Helgi Bergs.
Aðalatriði frumvarpsins eru
þau, að skipta landinu í íþrótta-
umdæmi, og í hverju umdæmi
starfi íþróttanámsstjóri.
íþróttanámsstjóri skal hafa á
hendi þessi störf:
1. Að vera íþróttafulltrúa og
íþróttanefnd til aðstoðar um
stjórn og framkvæmd íþrótta
mála í íþróttaumdæminu.
2. Að efla frjálsa íþróttastarf-
semi og veita íþróttafélögum
og einstaklingum aðstoð og
leiðbeiningar um íþróttamál.
3. Að hafa eftirlit með íþrótta-
námi í skólum og vinna að
því að gera það sem fjöl-
breyttast.
4. Að leitast við að efla hollt
félagsstarf og reglusemi
æskufólks.
Lög þessi öðlist þegar gildi.
Greinargerð.
Með íþróttalögunum 1940 var
stigið stórt skref og heillaríkt
á sviði uppeldismála. Tilgangur
íþróttalaganria er að auka heil-
brigði manna og hreysti, lík-
amsfegurð, vinnuþrek og táp.
Síþan íþróttalögin voru sett„
hafa verið gerð með fjárhags-
legum stuðningi íþróttasjóðs
margs konar íþróttamannvirki.
Við það hafa skilyrði til íþrótta
iðkana batnað að miklum mun.
Kostað er kapps um að miða
húsnæði skólanna við það, að
nemendum gefist kostur á
íþróttanámi, enda hefur sund
verið gert að skyldunámi ungl-
inga, svo og fleiri íþróttir. Af
hinu almenna íþróttanámi
sprettur áhugi og þjálfun þeirra,
er fram úr skara og unnið hafa
iþróttaafrek á undanförnum ár-
um, bæði á innlendum og er-
lendum vettvangi.
íþróttir auka vissulega heil-
brigði og táp hinnar ungu kyn-
slóðar. Atvinnuhættir þjóðarinn
ar taka breytingum, þannig að
þeim mönnum fjölgar sífellt, er
vinna innanhúss, annaðhvort
þjónustustörf, skrifstofustörf
eða við iðnað, en þeir verða æ
færri í hlutfalli við fólksfjölda,
er hafa við störf sín útivist og
hreyfingu. Af því leiðir, að
íþróttir hafa nú og framvegis
mikilvægu og auknu hlutverki
að gegna á sviði uppeldis og
menntunar þjóðarinnar og að
þær þarf að efla.
Samkvæmt íþróttalögunum er
stjórn íþróttamála falin íþrótta-
umsjón menntamálaráðuneytis.
Til þess hafa valizt áhugasamir
menn, og hefur starf þeirra þeg
ar borið góðan árangur. En á
sviði íþrótta eins og annarra
kennslumála er ekki um það
að ræða að ná lokamarki í eitt
skipti. í þeim efnum þarf að
vera samfelld þróun, þar sem
hæfilegt tillit sé tekið til breyt-
inga á þjóðlífinu og þess jafnan
gætt að veita uppvaxandi kyn-
slóð sem bezta aðstöðu til
menntunar og þroska.
Með aukinni íþróttastarfsemi
og vaxandi fólksfjölda verður
það fyllt starf fyrir íþrótta nám-
stjóra að hafa á hendi stjórn
íþróttamála. Að dómi flm. er
rétt að ráða' til starfa menn með
sérþekkingu á íþróttum, einn I
hverjum landsfjórðungi, er
gegni þar námsstjórastarfi í
þeirri grein með umsjá og eftir
nánari fyrirmælurp íþróttafull-
trúa.
íþróttanámsstjóri mundi veita
íþróttafúlltrúa og íþróttanefnd
aðstoð við Stjórn og framkvæmd
íþróttamála í umdæminu, þar
sem hann - starfar og er búsett-
ur. Starf hans ætti og að vera
í i>ví íójgtð að efla frjálsa
iþróttasterfs&mi og veita íþrótta
félögum og einslaklingum að-
stoð og,leiðbeiningar við íþrótta
iðkanir. Hann ætti einnig að
háfá“ertmif með íþróttanámi í
skólum- og vinna að því að gera
það sem fjölbreyttast og vera
í hvívetna forustumaður íþrótta
málð á* síriú svæði. ”
Áfengisnautn fer vaxandi með
þjóðinnj og héfur í.för með sér
margvísleg vandamál. Ekki er
þess að vænta, að ein ráðstöfun
eða aðferð reynist fullnægjandi
- Ford-dráttarvélar
(Framhald af blaðsíðu 8).
Hingað til lands komu Ford-
son dráttarvélarnar með allra
fyrstu vélum, og ollu þar með
byltingu í íslenzkum landbún-
aði á þeim tíma. Síðan hafa
flutzt hingað til lands nokkur
hundruð Fordson dráttarvéla,
og hafa þær reynzt vel.
Ford dráttarvélarnar, sem nú
koma á markaðinn eru sérstak-
lega glæsilegar og traustar og
eiga eflaust eftir að koma á
mörg sveitaheimili á næstunni
og létta undir störfin með bónd
anum. Ford traktoraumboðið
Þór h.f. mun gefa bændum kost
á að sjá og kynnast þessum nýju
dráttarvélum á næstunni.
F ramanskráðar upplýsingar
veittar á blaðamannafundi hjá
Þór h.f. í tilefni af því, að það
fyrirtæki hefur tekið að sér um-
boð fyrir Ford dráttarvélarnar.
til þess að koma í veg fyrir
áfengisnautn æskufólks. En
íþróttaiðkanir hafa mikil áhrif
og góð í því efni. íþróttamaður,
sem stefnir að því að auka
hreysti sína, vinnuþrek og táp,
á ekki samleið með þeim, er oft
neytir áfengis. Alkunnugt er, að
félagsskapurinn, sem æskumað-
urinn tekur þátt í, er áhrifa-
ríkur. Samkvæmt frv. ber
íþróttanámsstjóra að leitast við
að efla hollt félagsstarf og reglu
semi æskufólks. Flm. telja, að
það geti samrýmzt öðrum störf-
um hans og að af því megi
vænta góðs árangurs.
Það mun vera fastur liður í
skólalífi Gagnfræðaskólans á
Akureyri að gefa nemendun-
um kost á að koma saman inn-
an skólaveggja öðru hverju til
að skemmta sér við dans og
leiki. Eru slíkar skemmtanir
undir stjórn skólans og eftirliti
kennara, og er aðeins gott um
þetta að segja.
Ein slík skemmtun fór fram í
skólanum síðastliðið laugardags
kvöld, 30. október, og héldu ung
mennin þangað með leyfi for-
eldra sinna. En ekki mun hafa
verið liðið langt á kvöldið, er
hópur þessa fólks ákvað að leita
sér annars skemmtistaðar. Nið-
urstaðan varð sú, að hópurinn
fór að Freyvangi, en hann er
eitt hinna ágætu félagsheimila
í byggðarlaginu, og þar var
þetta kvöld almennur dansleik-
ur. Upga fó.lkið mætti engri fyr-
irstöðií hjá vörðum laganna,
sem við dyrnar stóðu, og var
því hleypt inn viðstöðulaust. En
óheimilt er fólki innan 16
ára aldurs að sækja opinbera
dansleiki. Þessir ungu gagn-
fræðaskólanemendur, sem eru
á 14 ára aldrinum, urðu vitni
að slagsmálum og ölæði.
Ég vil, sem faðir eins nem-
andans, sem hér um ræðir, víta
það harðlega, að unglingum inn
an 16 ára aldurs sé leyfður að-
gangur að samkomu, sem þess-
ari.
Heimilisfaðir.
- Fékk 130 rjúpur
(Framhald af blaðsíðu 1).
hrossum í sumar en meira úr
Skagafirði. Keypt voru band-
vön hross og var verðið um 10
þúsund krónur eða meira.
Menn virðast mjög sólgnir í
hrossakjöt nú í haust og það er
af sem áður var, er hrossakjöt
þótti víða naumast mannamat-
ur, og eru ekki mörg ár síðan
sala þess var treg. Framboð og
eftirspurn hefur skapað það
verð, sem nú er á kjöti af hross-
um. Ó. S.
Arnfinnur Arnfinnsson Akur-
eyri, og Jón Pálsson Dalvík.
í sambandsstjórn auk mið-
stjórnar voru kjörin: Oskar
Garibaldason Siglufirði, Guðrún
Albertsdóttir Siglufirði, Hulda
Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki,
Líney Jónasdóttir Ólafsfirði,
Guðrún Sigfúsdóttir Húsavík,
Kristján Larsen Akureyri, Páll
Árnason Raufarhöfn, Valdimar
Sigtryggsson Dalvík, Björgvin
Jónsson Skagaströnd, og Páll
Ólafsson. Akureyri.
Varamenn í sambandsstjórn:
Sveinn Júh'usson Húsavík, Kol-
beinn Friðbjarnarson Siglufirði,
KEPPNISTIMA knattspyrnu-
manna er lokið í ár og friðar-
tími framundan í þeirri grein.
Knattspyrnan er vinsælasta
íþróttagreinin, sem nú er stund-
uð á íslandi og áhugi almenn-
ings fyrir henni mjög mikill
um land allt. Allir þátttakend-
ur eru „áhugamenn", sem kall-
að er, gagnstætt atvinnumönn-
um, sem lengst ná í íþróttinni
meðal annarra þjóða.
Framundan er tími skíðanna
og:skíðaíþróttar, strax og snjó
gefur í fjöll, sem getur orðið
fyrr en varir. Akureyringar
eiga sitt skíðahótel og vinna að
því að koma upp skíðalyftu.
Skíðamenn þurfa að sýna það í
verki, að þeim hefur verið búin
góð aðstaða til skíðaiðkana. Og
í Hlíðarfjalli er einnig aðstaða
Rósmundsson og Sigurður Karls
son Akureyri.
Allar ályktanir þingsins voru
gerðar samhljóða og einnig kjör
miðstjórnar og sambandsstjórn-
ar. (Fréttatilkynning)
- Vegamálin á íslandi
(Framhald af blaðsíðu 8).
erlend lán og byggðir vandaðir
vegir á fjölförnum leiðum, og
innheimtur tollur af vegum þess
um til greiðslu á vöxtum og af-
borgunum lána, en þá verði
jafnframt fellt niður aðflutnings
gjald af bifreiðum og tollreglum
breytt. Q
fyrir borgara á öllum aldri, til
að njóta hollustu fjallalofts,
gönguferða á skíðum eða án
skíða og til áð sækja skíðamótin
þar efra.
Ekki er lengur auðséð á höf-
uðhárinu hverjir eru piltar og
hvað stúlkur. Bítlahár strák-
anna er óvinsælt og jafnvel í
sumum skólum bannað. Hvort
það er fagurt eða ófagurt er
auðvitað smekksatriði, eins og
syo margt annað. En ekki getur
það kallast skaolfegra fyrir
stráka en stelpur, að láta sér
vaxa hár, svo sem náttúran vill
vera láta. Hins vegar virðist
nauðsynlegt, að gera lágmarks-
kröfur til hreinlætis fólks á
vinnustöðum og í skólum og
meiri kröfur um fágaða fram-
komu en nú eru gerðar.
Skrifstofustulka
Óskum að ráða skrifstofustúlku.
Prenfverk Odds Björnssonar hf.
AKUREYRI
LAKALÉREFT
mislitt
LAKALÉREFT
styrkt í miðju.
VEFNAÐARVÖRUDEILD
Nýkomnar! Alpahúfur (spanjólur)
HERRADEILD
JMr
i—III i ■
■ ■ iratriir-*. -4 *. v.