Dagur - 06.11.1965, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON -
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Nv stefna
J
STEFNULEYSI og móttleysi hafa
verið mjög leið og áberandi ein-
kenni þeirrar ríkisstjórnar, sem nú
situr. Um eiginlega stefnu hefur vart
verið að ræða, þótt stefnuyfirlýsing-
ar hafi verið gefnar út, og er það
sitt hvað.
Framsóknarflokkurinn hefur í
stórum dráttum markað þá stefnu,
sem hann telur nauðsynlega í fram-
kvæmdum. Um þetta sagði Eysteinn
Jónsson form. Framsóknarflokksins
m. a. á Jiessa leið hinn 1S. okt. sk:
„Grundvöllurinn verður að vera
sá að gera sér grein fyrir því, hvernig
þjóðin á að beita framkvæmdaafli
sínu, vinnu og vélaafli. Hver séu
Jjýðingarmestu verkefnin, sem þarf
að leysa á þjóðarbúinu, til þess að
efla ]>róttmikið atvinnu- og menn-
ingarlíf í landinu. Þá kröfu verður
að gera að hægt sé að láta sitja fyrir
að vinna þau verk á Jjjóðarbúinu,
sem þegar fram í sækir, eru undir-
staða nálega allra annarra verka. Má
í Jjví sambandi minna á skólamál,
heilbrigðismál, rannsóknir og til-
raunastörf og samgöngur á sjó og
landi sem dæmi, en fjölmargt fleira
kemur til. Ekki má sætta sig við, að
Jjýðingalmikil framleiðslustarfsemi í
landinu sé í mörgum greinum íöm-
uð og á ringulreið vegna skorts á
mannafla og rekstursfé, en verðbólgu
framkv. sogi til sín vinnuaflið. Menn
mega ekki halda að liægt verði að
leysa Jjessi höfuðmálefni með nýjum
álögum, meiri lánsfjárhöftum,
minnkuðu rekstrarfé og ráðstöfun-
um til Jjess að lialda kaupmætti kaup
gjaldsins óbreyttum, þrátt fyrir
hækkun þjóðartekna eða með Jjví að
þjarma að bændum.
- Það verður að fara aðra leið og
nálgast Jjessi mál frá nýjum sjónar-
hól. Endurskoða Jjau frá rótum og
grundvöllurinn verður að vera áætl-
un um framkvæmdaafl Jjjóðarinnar,
og hvernig Jjví skuli beita, til Jjess
að Jjau verkefni sitji fyrir sem mesta
Jjýðingu hafa fyrir Jjjóðarbúið og al-
manna heill. Með Jjví móti verður
að tryggja að þýðingarmestu þjón-
ustuframkvæmdir verði framkvæmd-
ar, og víki ekki fyrir öðrum, og að
sjáifri framleiðslunni verði ætlað Jjað
svigrúm, sem hún þarf, til þess að
geta notið sín. Verðbólga verður ekki
læknuð með öðrum aðferðum en
Jjessum, Jjví ekki eiga aðrar aðferðir
að korna til mála en Jjær sem leiða
til fullrar atvinnu og fyllstu nýting-
ar vinnuaflsins. Slíkar áætlanir um
skynsamlega niðurröðun verka á
Jjjóðarbúinu verður síðan að fram-
kvæma.
Framhald á bls. 7.
VESTUR UM KLETTAFJÖLL
Klukkan var sjö að morgni,
þegar við Bjarni lögðum af stað
áleiðis til Klettafjalla, eftir að
hafa borðað sæmilegan morgun
verð í matstofu Grey-hundanna.
Veður var hið fegursta og
hlýrra en áður og við vorum í
bezta skapi. Fjöllin voru tigu-
leg til að sjá, hrímguð niður til
miðs og Ijómaði af þeim eins og
á sól sæi. Vestur að fjöllunum
var vítt land og fagurt, en að
því er virtist fremur lítið byggt
og urðum við alteknir af bú-
mannlegum þönkum.
Þarna væri bærilegt að nema
land fyrir góðan kúabónda, og
var sem við sæjum í huganum
baulandi hjarðir draga júgrin
yfir hrísmóana og stóð spræna
úr hverjum spena. Þegar maður
væri orðinn gamall og nennti
ekki að búa lengur væri ekkert
auðveldara en selja óendanlega
margar ekrur af landi fyrir lóð-
ir, því að borgin hlyti að þenj-
ast út á næstu áratugum og
gleypa inn í sig þetta dásamlega
land smám saman.
Svona vorum við miklir bú-
menn þennan dýrðarmorgun, er
við hófum ferð okkar upp
Bægisár-dal (Bow River
Valley). En brátt urðum við
hugfangnir af þeirri dásamlegu
náttúrufegurð, sem þarna blasti
víð augum, enda þykir hvergi
fegurra í Vesturheimi en í
Banff. Þar er saman komin á
einn stað öll hugsanleg náttúru-
undur í úrvali. Þar er margur
Miðdegishnjúkur, Þyrill og
Baula, undarlegustu álfastapar,
tindar og tröllkirkjur. Barrtré,
tignarleg og beinvaxin, prýddu
alla útsýn, og þessi tré klifruðu
upp snar'oratta hamraveggina
upp á eggjar og bar þar við
himin eins og risar væru þar á
kreiki. En á milli trjánna sást
glampa á ljósleit klettaþil eða
jökulbreða. „Welcome to
Mountain View“, stóð einhvers
staðar höggvið í stein. Víða voru
spegilslétt vötn í dalbotninum,
og þar var margt Ásbyrgi og
Hólmatungur.
Nú upphófumst við félagar í
skáldlegar stemningar og ort-
um þessa vísu:
B'ikar sól um Bægisárdal,
brennur risafjallsins hryggur,
þó er fátt um vífa val,
hvað varð um allar Siggur?
Þetta kom okkur í hug vegna
þess, hvað útsýnin var snöggt
verri inni í vagninum en fyrir
utan hann. í kringum okkur
sátu eintómar grýlur með slap-
andi hatta, eldgamlar hrokkin-
skinnur og króknefjur, eins og
nornir úr Grimms ævintýrum.
En úr þessu rættist bráðlega, er
við komum inn í kaffistofuna í
Banff hjá Tunnel Mountain.
Þar gengu fimm þokkadísir um
beina, hver annarri fallegri og
bar þó ein langt af öllum liin-
um, sú er þjónaði okkur til
borðs. Hún var fríð og ítursköp
| ÞRIÐjA GREIN |
uð með glampandi augu, björt
mey og hrein. Var sem þangað
væri komin Gerður Gýmisdótt-
ir, og hér væri hólmurinn Barri.
Birtust af henni allir heimar.
Hefðum við viljað þennan dag
lengstan milli guls viðar og blás,
en ökuþórinn gaf engin grið og
rak okkur af stað eftir hálf-
tíma.
„Ég skal borga“, sagði Bjarni.
Það var seinasta tækifærið að
tala við gyðjuna.
Allan daginn fórum við um
fjöll og firnindi, undurfagra
staði með síbreytilegum töfrum.
Þarna við fjallavötnin fagurblá
býr gamall kunningi minn, sem
heitir Jón Ólafsson, kallaður
Jón Stál í daglegu tali, af því
að hann var sérfræðingur í stál
gerð. Hann fór vestur 1913 og
byrjaði að vinna í stálverk-
smiðju. En af því að hann lét
sér ekki nægja að vinna hugs-
unarlaust, heldur las allt sem
hann náði í um stálgerð, varð
hann brátt svo slyngur í iðn
sinni, að hann var gerður að
yfirmanni í stórri verksmiðju.
Ég tefldi stundum við hann í
gamla daga, en kona hans söng
og spilaði fyrir okkur skozka
söngva, og svo sendi hann mér
epli, sem hann hafði ræktað á
búgarði sínum í Salmon Arm.
og þau voru góð. Þarna hefði
verið dásamlegt að taka sér
slæpu, en Grey-hundurinn
þandi sig allt hvað af tók, svo
að ég gat ekki svo mikið sem
kastað kveðju á Jón, þar sem
hann bjó í sveitasælunni, eins
og Odysseifur hjá Kalypso.
Enn lengra vestur í fjöllun-
um í borg þeirri sem Kamloops
heitir í British Columbia, situr
ungur og fallegur maður við
prentvél, ættaður úr Eyjafirði
og úr Reykjadal. Forfeður hans
og frændur voru prestar hér í
Eyjafirði fyrir hundrað árum,
vel lærðir og hinir merkustu
menn. Sjálfur er hann fæddur
vestra, en hefur komið hingað
heim að minnsta kosti tvisvar
og var t. d. úti í Grímsey á sl.
sumri við fuglatekju og undi
sér þar hið beza úti við heim-
skautsbauginn. Ég hef hálfvegis
dregizt á það við móður hans,
að útvega honum konu úr Eyja
firði, ef hann mætti þá staðfest-
ast á fornum ættarslóðum. En
hræddur er ég við að segja
brúðarefninu frá því, livað
geysilega er fallegt þarna vest-
ur frá, því að hver veit nema
hún stökkvi þá líka úr landi.
KYRRAHAFSSTRÖNDIN
Ég hef oft sagt, að ef ég byggi
ekki á íslandi, vildi ég hvergi
búa í víðri veröld annars stað-
ar en á Kyrrahafsströndinni,
við hafið mikla þar sem sólar-
lagið er líkast því sem það er
við Eyjafjörð á blíðum sumar-
kvöldum, þar sem fjallasýnin er
stórkostleg, og laxinn gengur
með sporðaköstum upp í belj-
andi stórfljót, og fjallahnjúk-
arnir hafa það til að falda hvítu,
þegar vel liggur á þeim.
Þarna eru stórborgir með ið-
andi lífi, en þeirra á milli hrein-
ir Edenslundir, þar sem kyrrð-
in ríkir eins og t. d. við Sooke
Lake Road á Vancouver eyju,
þar sem skáldið dr. Jóhannes
Pálsson situr eins og yogi inni
í frumskóginum og er hætt-
ur öllum veraldarumsvifum
öðrum en þeim, sem Voltaire
taldi upphaf og endi allrar
vizku, að rækta garðinn sinn.
Lengi barðist Jóhannes eins og
Ijón gegn hleypidómum og
kreddum hvers konar í auðvalds
ríkjum vestursins. En með því
að mannssálin er ólæknanlega
trúhneigð, fór honum líkt og
mörgum öðrum, að hann tók að
byggja von sína á kreddusmið-
um austursins og hélt að þeir
mundu verða til að endurreisa
menninguna, enda lofuðu þeir
miklu og voru langt í burtu. En
varla fékk það lengi dulizt svo
gagnrýnum hug, að sáluhjálpin
sú hin nýja var ekki annað en
sama hras í öðrum myndum.
iFætur hinna nýju skurðgoða
voru úr leir engu síður en þeirra
gömlu, enda hrundu þau hvert
af öðru af stalli hraðar en auga
yrði á komið.
Frá Banff — einum fegursta stað Klettafjallanna.
Evu, hún fyllist óstjórnlegri
ergi og lætur alls konar herfi-
legum látum til að skemmta
gestunum. Það er eins og mað-
ur sé kominn inn í fjallið til
Dofrans, þar sem öll virðing
gengur niður á við, og trölla-
slagir jassins hljóma í eyrum
eins kveinstafir fordæmdra úr
undirheimum. Þegar hún kem-
ur niður aftur spyrjum við
hana, hvort þyki gaman að
þessu. „Þeim þykir gaman að
Einn daginn hittum við Sturlu
Einarsson, stjörnufræðing, við
Berkeley háskóla. Hann er
bróðursonur Indriða Einarsson-
ar skálds, og kenndi þarna
stjörnufræði svo áratugum
skiptir. Hann er nú hniginn að
aldri og hættur störfum en hef-
ur þó enn sína gömlu skrifstofu
í háskólanum og dvelur þar
löngum. Hann bauð okkur til
hádegisverðar með sér í há-
skólaklúbbnum, og sáum við
Francisco. Var hann að námi
vestra og bauðst atvinna þar,
er hann hafði lokið skóla og
mun nú vera orðinn háskóla-
kennari í Salt Lake City eða
Pasadena. Þetta varð til þess,
að frú Tove fór vestur um haf,
og rugluðu þau saman reytun-
um frændsystkinin. Að koma á
heimili þeirra var eins og að
koma á listasafn, og þyrfti um
að skrifa lengri grein en unnt
verður að sinni.
FERÐASÖGUBROT AF SLOÐUM
iSLENDINGA I VESTURHEIMl
Viðtal við séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON og BJARNA SIGURÐSSON
því, segir hún og kinkar kolli
til áhorfendanna, sem klappa
eins og óðir séu, og á einhverju
verður maður að lifa“. Þegar við
Bjarni göngum út í kvöldsval-
ann á ný, er okkur orðið það
ljóst, að þessir atburðir gerast
eftir syndafallið.
San Francisco er annars fal-
leg borg og ekki sízt útborgirn-
ar t. d. San Carlos, þar sem
séra Octavíus býr. Hann var
óþreytandi að aka okkur um
kring og fræða okkur, enda víð
förull og má'agarpur mikill
jafnt í fornum málum sem nýj-
um. Hann sýndi okkur Stcnes-
town, sem er sérstakur borgar-
hluti í San Francisco, byggður
af íslenzkum mönnum: Henry
og Ellis Stoneson, er voru synir
Þorsteins Þorsteinssonar og
konu hans, sem fcru vestur um
aldamót. Þau voru vinnuhjú
séra Gísla í Stafholti og giftust
þar og fluttust fyrst til Victoria,
B. C. síðan til Blaine, Wash. og
loks til San Francisco laust eft-
ir 1920. Ekki áttu þeir annað
en sög og hamar, er þeir komu
þangað, og tóku þeir sár það
helzt fyrir hendur að kaupa
gömul hús, gera við þau og
selja þau aftur. Græddist þeim
fljótt fá á þessu, svo að þeir
gátu bráðlega keypt sár stói’a
landspildu og þar byggðu þeir
á nokkrum árum heilt borgar-
hverfi með stórverzlunum, veit
ingahúsum, félagsheimilum,
bönkum og fjölbýlishúsum, og
er öllu fyrir komið með miklu
hugviti, smekk og fyrirhyggju.
Byggingafélag þeirra: Stone-
sons Development Corporation
er efalaust hið stærsta, sem
menn af íslenzkum ættum hafa
nokkru sinni staðið fyrir, enda
hafa þeir byggt hús fyrir fé,
sem skiptir hundruðum millj-
óna dollara.
þar glöggt, hvei’su vinsæll hann
er og mikils virtur í þessari
virðulegu menntastofnun.
VALHÖLL
Ekki ~ verður nema fátt eitt
sagt af ævintýrum okkar
Bjarna, sem eðlilegt er, þar sem
við hittum á degi hverjum um
tveggja mánaða skeið fjölda
manna og vorum alltaf á-'férð
og flugi. En varla get ég þó
skilizt svo við Vesturströndina,
að ég minnist ekki á Gustaf
Iwersen. Við hittum hann á
Point Roberts, en þangað fórum
við með dr. Sveini Björnssyni
einn gcðan veðurdag til að sjá
íslendinga.
Gustaf var fæddur á Seyðis-
firði og var í Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri um 1909, en fór
vestur um haf 1912. Stundaði
hann ýmsa vinnu eftir að hann
kom vestui’. En árið 1934 kom
hann ásamt bróður sínum upp
bjórstofu mikilli og skemmti-
stað þarna á ströndinni og
nefndu hann Tlie Breakers
(Boða eða Brimgarð). Minnir
þessi staður einna helzt á Val-
höll eins og henni er lýst í forn
um sögum. Þar geta þúsund
manns setið að drykkju í einu,
og skoi’tir eigi Heiðrúnardropa.
Við komum þarna að mox'gni
dags, þegar Emherjar voru allir
úti að berjast og gátum því skoð
að höllina í góðu næði. Eftir að
húsbóndinn var búinn að gæða
okkur á Gamla Carlsberg, bauð
hann okkur heim til sín, og var
ekki í kot vísað. Kona hans er
Tove Ingólfsdóttir, mikil lista-
kona og eru þau hjónin bræði’a-
böx-n. Hún var áður gift Oscar
Juul greifa og heildsala í Kaup-
mannahöfn, sem einnig átti
plastvei-ksmiðju, en hann dó um
það bil 1947. Þeirra sonur er
Paul Juul, verkfræðingur í San
Eftir því sem sunnar dregur
á sti’öndinni verður hraðinn
meiri og glaumurinn trylltai’i.
Það gæti komiö fyrir þig, ef þú
værir á gangi úti í kvöldblíð-
unni, t. d. í San Francisco, að
þér yrði gengiö fram hjá hress-
ingarskála, þar sem dyrnar
stæðu opr.ar og glymjandi hljóm
list bærist út á götuna. Þér dytti
í hug að líia inn og fá þér bjór-
glas. Þegar þú kemur inn úr
dyrunum mætir þér brosandi
tatara-stelpa, stælt í kroppnum
og mjúk í hreyfingum eins og
pardusdýr. Hún er ekki íklædd
öðru en sakleysinu og kannske
örlitlu fikjulaufi. Hún leiðir þig
til sætis, sækir fyrir þig.drykk-
inn og ræðir við þig alúðlega,
fer jafnvel að lesa í lófa. Manni
gæti dottið í hug, að það kunni
að hafa verið nógu gaman í
Paradís, þegar Adam og Eva
voru að stríplast þar endur fyr-
ir löngu.
Allt í einu þarf stelpan að
fara upp á pallinn til að sýna
listir sínar. Þá dettur öll hæ-
verska af þessari brosmildu
Iwersen í skrúðgarði sínum í Point Roberts.
eldfljót að átta sig á þeim. Hún
í SEATTLE
Við vorum staddir í bókasaln
um á hinu fagra heimi'i frú
Jakobínu Johnson í Seattle,
Wash. Þar voru margir gim-
steinar bókmenntanna saman
komnir, en dýi’gripux’inn mesti
í þessum sal var þó hin ástúð-
lega persóna skáldkonunnar
sjálfrar, Enda þótt aldurinn fær
ist yfir hana og kraftarnir séu
farnir að þverra, er þessi smá-
vaxna og fíngerða kona, sem
lifir og hi’ærist í skáldskapnum
og lætur sig enn þá dreyma um
íslenzkar vornætur, alltaf jafn-
töfrandi.
Ég var að horfa á myndirnar
á veggnum af Stephan Jóni, sem
fórst tvítugur af kafbát á Kyrra
hafi, efnilegasti maður, og af
Maríu, dótturinni fögru, sem
hún missti tuttugu og níu ára
gamla. Vissulega var hún eins
og „norræn drottning djörf og
hi-ein“, og ég var að hugsa um
það, hvílík huggun það væri
harmi gegn, að lamandi hönd
ellinnar og eyðingarinnar skyldi
aldrei fá að þurrka litinn og
ljómann af þessai’i brosandi
. ásjónu, heldur geymist hún
þannig til eilífðardags.
Mai’ga og efnilega niðja á þó
frú Jakobína á lífi og einn
þeii’ra, Kári, var með okkur um
kvöldið, vel gefinn maður, ljúf-
ur og listelskur. Hann býr með
mcður sinni.
Allt í einu kom ég auga á
mynd, sem vakti athygli mína,
af ungum og glæsilegum brúð-
hjónum, og spurði skáldkonuna
um þau. Þetta er hún Inga og
hann Jón, sagði hún. Þau giftu
sig hérna í stofunni, og ég var
svaramaður. Þau búa skammt
frá. — Við skulum fara og hitta
þau, sagði ég, svona mynd þarf
að komast í skrárnar.
Og við Bjarni rjúkum af stað
eins og eldibrandar og stöndum
innan skamms inn á stofugólíi
hjá þessum ágætu hjónum.
Tóku þau okkur með mikilli |
alúð. John, sem er af íslenzk-
um ættum, er prentari og á
prentsmiðju sjálfur. Höfðu þeir
Bjarni því mörg sameiginleg
áhugamál. En frúin sneri sér að
ættartölunum með mér og var
er í’eyndar ættuð frá Reykja-
vík, systir frú Elsu Guðjónsson,
sem er þjóðkunn kona og bráð-
gáfuð, og var þessari systur
hennar heldur ekki fysjað sam-
an. Hún er stúdent frá Reykja-
vík 1942, fór síðan vestur og
stundaði nokkur ár háskóla-
nám í Chicago, en giftist síðan
Jóni og eiga þau börn nokkur.
Eftir ágætan kvöldverð hjá
Jóni Magnússyni og frú hans,
sem er systir Waltei’s Lindal
dómara, sóttu Johnsons hjónin
okkur aftur til að sýna okkur
eitthvað af borginni. Skoðuðum
við skemmtibátahafnir Seattle-
búa og fiskasafn nokkui't, sem
er 10 fetum neðan við yfii’borð
Kyi’i-ahafsins, þar sem þorskar,
kax’far og hákai’lar sveimuðu í
djúpinu og jafnvel áttfætingai’,
sem er krabbategund með átta
örmum. Allt í einu er kominn
þax-na kafai-i með sundfit og
súi-efnisdunk á bakinu. Hann
sveimaði stundarkoi’n innan um
þorska og flatfiska, togaði í
skötubörð og leiddi lúður við
hönd sér.
Þegar hér var komið sögu,
var kominn í hópinn Hai’old
Johnson fi-ændi prentai’ans
ásamt konu hans Laufeyju.
Hann er formaður íslendinga-
klúbbsins þarna í borginni og
er mikið líf og áhugi í þeim fé-
lagsskap. Þau buðu okkur heim
í kvöldkaffi og var dvalið þar
til kl. 1 um nóttina. Síðan fylgdi
allur hópurinn okkur á hótelið,
þar sem við bjuggum, og var
enn rætt um ísland fram eftir
nóttinni. Þetta var dæmalaust
skemmtilegt fólk og elskulegt.
Hef ég aldrei verið bjartsýnni á
það en nú, að niðjar íslands
muni enn um langan aldur bera
ræktarhug til ættjarðarinnar og
vilja halda einhverju sambandi
við hana.
SS$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$1
|
| SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON:
Hart er víða í Jieimi
Hart er víða í heimx,
hugir daprir mæðast.
Svipir eru á sveimi,
svartar vofur læðast.
Fyrir handan höfin
hungruð börnin falla.
Dauði og dimma gröfin
dag livem á þau kalla.
Hvergi er fró né friður;
fátækt barnið grætur.
Er sem elfarniður
ymji daga og nætur.
Viltu veikan styðja?
Vannærð börnin hljóða,
og þau biðja og biðja
um brauðið mjúka, góða.
Þótt Jjú gangir glaður,
gleym ei vegferð Jjungii.
Minnstu Jjess, ó, maður,
að margir Jjjást af hungri.
Sjúkum samúð veittu,
sýn Jjeim góðan vilja.
Böli þeirra breyttu
í blessun, sem Jjeir skilja.
Metr en heiminn hálfan
hungurvofan treður.
Gleður sig mest sjálfan,
sá sem aðra gleður.
Lítur til Jjín löngum
litla barnið kæra.
Brosið bjart á vöngum
blessun mun þér færa.