Dagur - 10.11.1965, Síða 7
7
- Ferðasögubrot . , .
(Framhald af blaðsíðu 4).
mál, gift ítölskum lækni. Hún
vildi fyrir hvern mun fara að
sýna mér kvikmynd af mér og
hrossunum á Laugalandi, sem
hún tók fyrir nokkrum árum,
en ég þakkaði henni kærlega
fyrir og sagði sem satt var, að
ég hefði engan áhuga á því.
Svo fór hún með okkur upp í
kaffistofu til diplomatanna og
þar drukkum við kaffi innan
um alla þessa frelsara heimsins.
Skýrði Mrs. Cucci okkur frá
því, að þennan morgun hefði
sér verið fengið til þýðingar
bréf frá manni > nokkrum á
Kleppi, sem leitað hefði ásjár
Sameinuðu þjóðanna vegna ógn
ana og ofsókna á hendur sér.
Sagðist hún að vísu haía fjallað
um mörg slík bréf áður, en þetta
væri fyrsta bréfið þessa efnis,
sem bærist frá íslandi, og taldi
hún með þessu sannað, að færri
vitleysingar vaeiu á íslandi en
annars staðar. Er hún, svo frétti,
að íslendingur hefði verið að
spyrja eftir sér, datt henni i
hug að Kleppsbúinn væri þang-
að kominn og brá því í
brún þegar hún sá mig.
Þegar við gengum út mættum
við Steindóri Steindórssyni, en
hann var þá orðinn svo þrung-
inn af heimspólitíkinni að hann
þekkti okkur varla.
Við kvöddum Mrs. dr. Cucci
með kærleikum, en hún sagði
mér, að óhætt mætti finna sig
hjá Sameinuðu þjóðunum allt
til sextugs-aldurs, og þar geymdi
hún alltaf myndina af mér og
hrossunum.
Eftir það fór Sigrún með mig
heim til sín út í Brooklyn, þar
sem hún átti fallegt heimili, og
um kvöldið óku þau þjónin mér
á Bus-terminalinn. Flugvélin
átti að fljúga kl. 10, en sökum
stórrigningar og þrumuveðurs
dróst flugtakið til kl. 3 um nótt-
ina. Þegar við loksins fórum upp
var ókyrrð í lofti og lét flug-
farið heldur illa annan sprett-
inn. En ég var orðinn svo grút-
syfjaður að ég steinsofnaði hér-
umbil strax og vaknaði ekki
fyrr en komið var undir íslands
strendur. Jú, einhvern tímann
um nóttina var maður vakinn
til að borða, en ég opnaði aldrei
augun nema til hálfs.
TIL SÖLU:
EINBÝLISHÚS á Svðri-Brekkunni. Húsið er tæplega
tveggja ára. 5 herbergi, eld'hús, bað, þvottahús og
geymsla, allt á einni hæð.'Gólfflötur um 120 fermetr-
ar. Húsið er frágengið að utan og með vel ræktaðri lóð.
O O O
Upplýsingar gefur
RAGNAR STEINBERGSSON, HRL.,
Símar 11459 og 11782
Biðjið um það bezta
Fæst í öllmn sælgætisverzlunum á Akur-
eyri og í Matvörubúðum K.E.A.
Eiginmaður minn og bróðir,
ODDUR DANÍELSSON,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahús’nu á Akureyri
þriðjudaginn 2. nóvember, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 10. nóv. kl. 2 síðd.
Sigurhanna Sigurðardóttir, María Daníelsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir samúð, vinarhug og tryggð,
við andlát og jarðarför,
RÓSU JÓNSDÓTTUR frá Yztabæ, Hrísev.
Börnin hennar, tengdadæturnar, ömmubörnin
og langömmubömin.
EFTIRIMALI
Hér hefur verið drepið á fátt
eitt úr ferðarollunni til gamans
og þó miklu fleira ósagt látið.
Þú spyrð að lokum, hvenær bók
in komi út? Ef maður hefði
ekkert annað að gera en vinna
við þetta, kynni það að gert orð-
ið á næsta ári. En hvort tveggja
er, að það er talsvert verk að
skrifa 450 blaðsíðu bók, þó að
allt lægi ljóst fyrir. Þurfi mað-
ur hins vegar að leita í skjala-
söfnum og bera fjöldamörg
atriði saman við aðrar heimild-
ir og kirkjubækur og skrifa
fjölda bréfa, verður þetta tals-
vert tafsamara. Loks þarf að
semja einlægar nafnaskrár til
að hafa heimildir á takteini. Ef
þetta verk ætti vel að vinnast
þyrfti helzt á vinnuafli margra
manna að halda. Undirbúning-
ur mynda og sjálf prentunin
getur tekið hátt upp í ár. Próf-
arkalestur er seinlegur og
vandasamur. Maður verður
samt að vona að ekki líði of
langur tími þangað til III. bind-
ið kemur, og er nú mál að rabbi
þessu linni. q
Get tekið nemendur í
PÍANÓLEIK.
Kristinn Gestsson,
sími 1-25-94.
ÓSKILAFÉ!
Á sl. hausti voru mér und-
irrituðum dregin 2 lömb
með markinu Blaðstýft
framan hægra, sneitt aft-
an vinstra. Lömbin eru
bæði með aluminíum-
merki í eyra. Lömb þessi
á ég ekjci og getur réttur
eigandi vitjað andvirðis
jreirra til mín að frádregn-
um áföllnum kostnaði.
Baldur Snorrason,
Vestara-Landi, Öxarfirði.
TIL SÖLU:
Hoover þvottavél og
barnarúm.
Uppl. í síma 1-14-60.
KVÍGUR TIL SÖLU.
Steingrímur Guðjónsson,
Kroppi.
KAPUR
NÝ SENDING
TERYLENE
í pils og drengjabuxur
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61
□ RÚN 596511107 — 1 •. Atkv.
I.O.O.F. — 14711128Ví — II.
I.O.O.F. Rb. 2 — llSinoSifi —
E. T — II.
MESSA í Akureyrarkirkju kl.
2 næstk. sunnudag. Æskuíýðs-
messa. Sálmar: 528 - 304 - 280
420 - 424. Sóknarprcstarnir.
FERMINGARBÖRN. Börn sem
fermast eiga í Akureyrar-
kirkju á næsta ári éru beðin
að koma til viðtals í kirkjú-
kapelluna sem hér segir: Til
séra Birgis Snæbjörnssonar
fimmtudaginn 11. nóv.,' og til
séra Péturs Sigurgeirssonar
föstudaginn 12. nóv. klukkan
5 báða dagana.
Sóknarprcstarnir.
A Ð A LK EILDí
Fundur verðup hald-
inn fimmtudaginn 11.
þ. m.: kl. 8.30 e. h. í
kapellunni. Fjölbreytt fundar
störf. Veitingar. Gamlir félag-
ar kvattir til að niæta. Auk-
um félagsstarfið. Stjórnin.
ZION. Sunnudaginn 14. nóvem-
ber. Sunnudagaskóli kl. 11
f. h. Oll börn velkomin. Sam-
koma kl. 8.30 n. h. Allir vel-
komnir.
TIL BARNA í Sunnudagskóla
Akureyrarkirkju. Kvíkmynd'a
sýning í Kapellunni kl: 5 síðd.'
í dag (miðvikudag) fyrir telp-
ur í bekkjunum 10 til 20.
. i ■ ,..l h
,, Unglingadansleikur í
Freyvangi n. k. laugar-
dagskvöld. Comet leik-
ur. Bára Magnúsdóttir
sýnir listdans og jassballet.
BÆJARSKRIFSTOEAN vérð-: .
ur opin til áramóta kl. 5—7
e. h. á föstudögum, tif mót-
töku á bæjargjöldum. ;
Ung stúlka óskar eftir
HERBERGI til leigu.
Helzt á Suður-Brekkunni.
Uppl. í síma 1-11-99.
WILLY’S JEPPI,
árgerð 1946, til sölu.
Uppl. í Hafnarstræti 35,
uppi, kl. 7—8, síðdegis.
Jóhann Aðalsteinsson.
TIL SÖLU.
Willy’s jeppi, árg. 1962.
Ekinn 60 þús. km.
Einnig nýr heyvagn.
Gestur Jónsson,
Víðivöllum 6,
sími 1-22-42.
TIL SÖLU:
Volkswagen sendill,
árgerð 1954.
Tækifærisverð.
Upplýsingar gefa
Ragnar H. Bjarnason,
Hríseyjargötu 21,
eða Gvlfi Svavaísson,
sírni 1-28-67.
BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 6.
nóvember voru gefin saman
í hjónaband í Akureyrar-
kirkju ungfrú Þórveig Bryn-
dís Káradóttir og Hreinn
Tómasson sjómaður. Heimili
þeirra verður að Helgamagra
stræti 46 Akureyri.
Leikfélag Akureyrar
frumsýnir SKRÚÐS-
BÓNDANN fimmtu-
daginn 11. nóvember.
Næstu sýningar laug-
ardag og sunnudag.
Aðgöngumiðasala í leikhúsinu.
S. K. T. Síðasta spilakvöldið fyr-
ir jól verður föstudag 13. þ. m.
kl. 8.30 í Alþýðuhúsinú. Indr-
iði Indriðason rithöfundur
flytur stutt ávarp. Munið
kvöldverðlaun og heildarverð
laun af hent. S. K. T.
LIONSKLUBBUR
fQfB AKUREYRAR
^ Fundur í Sjálfstæðis-
húsinu fimmtudaginn
11. nóv. kl. 12.00.
FÉLAGSTVIST. —
N æ s t a spilakvöld
Sjálfsbjargar hefst að
Bjargi föstudaginn 12.
þ. m. kl. 8.30 e. h. —
Hlægileg kvikmynd. Félagar
, takið með ykkur gesti.
Nefndin.
FRÁ Þingeyingafélaginu á Ak-
ureyri: Munið bazarlnn í
Verzlunarmannahúsinu sunnu
daginn 14. nóv. kl. 4 siðdeg-
is. Nefndin.
ll. O. G. T. st. Ísafold-Fjallkonan
no 1. — Fundur að Bjargi
fimmtudag 12. þ. m. kl. 8.30.
Fundarefni: Vígsla nýliða.
Indriði Indriðason st. kansl-
ari flytur erindi um táknmál
■ > Reglunnar. Eftir fund: Kaffi
og Jenkaæfing. Æ. T.
GJÖF til Hallgrímskirkju kr.
1000 frá K. P. — Beztu þakk-
ir. Rirgir Snæbjörnsson.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
Þeir liafa mokað auglýsingum
sínum í blaðið og gert að stór-
veldi. Þannig hcfur Sjálfstæðis-
flokkurinn með peningamagni
sínu tryggt sér aðstöðu til áhrifa
á skoðanamyndun landsfólks-
ins, sem enginn annar flokkur
hefur. Hér er ekki um val fólks-
ins að ræða. Peningarnir
tryggja sér og flokki sínum að-
stöðu til áframlialdandi valda“.
Hér er vissulega orð í tíma
talað og túlkar að líkindum sárs
auka ýmissa manna, sem sjálfir
hafa gegn vilja sínum, orðið að
styðja Sjálfstæðisflokkinn til
valda í seinni tíð.