Dagur


Dagur - 20.11.1965, Qupperneq 2

Dagur - 20.11.1965, Qupperneq 2
2 Sfofna þarf Bræðrafélag Um 200 skólanemar koma dag- lega í Stmdlang Ak. Rætt við Hauk Berg Bergvinsson, nýráðinn sundlaugarstjóra viðESiradÍáug Akureyrar SUNDLAUG AKUREYRAR uppi á Brekkunni kannast allir bæj- arbúar við, þvi flestir hafa komið þar, og aSt- yngra fólk bæjarins lært þar sund, síðan sundið var gert að skyldunámsgrein í skólun- um. Ég hitti hinn nýráðna sundlaugaFstjóra, HauJí 'Berg Bergvins- son íþróttakennara, að máli fyrir skömniu til að forvitnast um sundáhuga bæjarbúa og allan aðbúnað við súhdlaugina. Kæmi ekki jtil greina að setja Hvernig líkar þér nýja starfið, Haukur? Mér líkar það ágætlega, en þó er lítil reynd komin á það enn, þar eð ég hef starfað svo stutt- an tíma. Hvað vilfu segja um sund- áhuga almennings í bænum? Almenningur hefur mjög tak- mörkuð afnot af lauginni á vet- urna, því segja má að innilaug- in sé yfirtekin af skólunum, fyr- ir sundkennslu. Tímar fyrir al- menning eru aðeins kl. 8—9 f.h. og frá kl. 8—10 e.h. alla virka daga, nema á laugard. kl. 4—7 e.h. og á sunnud. kl. 9—12 f.h. Sértími karla er kl. 9—10 f.h. á sunnudögum, en sértími kvenna er á fimmtudagskvöldum kl. 7— 10. Mest af því fólki sem í laug- ina kemur á almennum tímum eru þó unglingar, 12—16 ára, og mikið til þeir sömu. Fullorðna fólkið notar meira gufuböðin, en notar laugina lítið, enda erfitt að synda í innilauginni þegar margt er. Er engin sundkennsla á veg- um sundlaugarinnar? Eina sundkennslan á vegum laugarinnar er, að Ásdís Karls- dóttir kennir í kvennatímunum á fimmtudagskvöldum. — Sjö kennarar starfa á vegum skól- anna í bænum við sundkennslu í lauginni, en það eru: Þórhalla Þorsteinsdóttir, Margrét Hjalta dóttir, Hermann Stefáns- son, Magnús Ólafsson, Harald- ur M. Sigurðsson, Einar Helga- son og Kári Árnason. Um og yfir 200 nemendur koma dag- lega í laugina. Hafa ekki íþróttafélögin æf- ingatíma í Iauginni? Eina íþróttafélagið, sem hef- ur æfingatíma í lauginni er Sundfélagið Óðinn, og eru þeir með þrjú kvöld í viku (mánud. þriðjud. og miðvikud. kl. 7—8) og Óli G. Jóhannsson er þjálfari þeirra. Því miður er innilaugin full- lítil til æfinga fyrir sundkeppni, enda ekki lögleg sem keppnis- laug. Hún er aðeins 12,5 m. á lengd, en yfirleitt er keppt í 25 —50 m. laugum, og væri æski- legt að gerðar yrðu ráðstafanir til að hægt væri að stunda sund iðkanir í útilauginni að vetrin- um. plasttjald yfir útilaugina að vetrinum? Jú, það er mjög líklegt. Farið er nú að framleiða tjöld úr plasti, svo stór, að hægt væri að setja slíkt tjald yfir útilaugina á veturna, en taka það niður yfir sumarið. Hve margir eru fastráðnir við Sundlaug Akureyrar? Við eru fjögur, sem erum fastráðin við laugina og vinn- um á tveim vöktum, en það eru auk mín, Sigríður Björgvinsdótt ir, Tómasína Hansen og Ingólf- ur Kristinsson. Að lokum, Haukur. Hvemig Haukur Berg Bergvinsson. er umgengni þeirra, sem koma í laugina? Segja má að umgengnin sé yfirleitt mjög góð, en erfitt er oft að koma unglingunum í skiln ing um það, að þeir eiga að sápuþvo sig í hvert skipti áður en þeir fara í laugina, segir Haukur, og þakka ég honum fyrir spjallið. S. O. VIÐ nokkrar kirkjur starfa svo kölluð Bræðrafélög, sem hafa það takmark að efla virka þátt- töku í safnaðarstarfinu. Þó að borizt hafi í tal að stofna slíkt félag við Akureyr- arkirkju, hefir ekki orðið úr framkvæmdum enn. Eigi að síð ur vinna leikmenn fagra þjón- ustu við okkar kirkju. Er þar fyrst að nefna meðhjálparastarf ið. Sú nýbreytni var tekin upp, að hafa fleirj en einn meðhjálp- ara, sem hver um sig hafa þjón ustuskyldur visst tímabil árs- ins. Nú eru meðhjálparar þessir menn: Björn Þórðarson verzl- unarmaður, Jón Kristinsson - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). SIÐLEYSI UPPBÓTA- KERFISINS Einnig það skyldi upprætt og atvinnuvegum landsmanna feng inn fastur grunnur til að standa á í stormum viðskiptalífsins. En uppbótakerfið er enn í fullum gangi og vaxandi. Áfram skal stefnt á sömu braut segir ríkis- stjórnin, því stefnan er harla góð og hefur heppnast í megin- atriðum! Margir efnilegir unglingar æfa sund á Akureyri Spjallað við Óla G. Jóhannsson, formann Sundfélagsins Óðins á Akureyri UM ÞAÐ var rætt hér í blaðinu í haust, að Akureyringar ættu lélega sundmenn og hefðu Skagfirðingar hlotið miklu fleiri stig en þeir á Norðurlandsmóti í sundi, sem fram fór í Ólafsfirði. — Mér fannst því sjálfsagt að spjalla við Óla G. Jóhannsson, formann Sundfélagsins Óðins, og vita hvað hann Jhefði að segja um sund- íþróttina hér á Akureyri. Er sundíþróttin i öldudal á Akureyri núna, ÓIi? Ég vil ekki segja það. Þetta géngur svona upp og ofan, eins og í öðrum íþróttagreinum. Það er erfiðast að fá sundfólkið til að halda áfram æfingum og keppni þegar það er orðið 16— 17 ára, Mjargir hætta því þegar þeir eru á góðri leið með að ná beztum árangri. Sérstaklega hef úr o-kku^- yarrtað stúlkur, óg stigamunurinn á Norðurlands- mótinu í haust lá aðallega í því, pð Skagfirðingry- áttu sigurveg- kra l kvennagréinunum. s Við Óðinsltiehn Tiöfum sett 7 Akureyrarmet sl. 2 ár og jafnað 1, og sýmr það að; sundmenn á AKureyjrt eru.'ekkj verri nú en þeir voru áður. * Æfa margir sund hjá Óðni? Já, þeir eru allmargir eða um 30 þegar flest er. Þetta er mest ungt fólk, og má mikils af því vænta, ef það stundar kappsam- lega 'æfingar næstu ár. — Það er bara erfiðast við að eiga, að margt af þessu unga fólki fer úr bænum yfir sumarið og æfir því ekki fyrr en það byrjar í skólun um á haustin. Og auðvitað næst ekki jafn góður árangur og ef æft væri allt árið. Æfa engir sund hjá Þór og K.A.? Nei. Síðan við stofnuðum Óð- in, árið 1961, hafa engir æft sund hjá K.A. og Þór, og er það slæmt, því keppni verður ekki skemmtileg ef allir keppendur eru úr sama félagi. Hvernig er aðstaðan til æfinga í Sundlaug Akureyrar? Hún er nokkuð góð, en inni- laugin er bara svo ósköp lítil, að hún kemur ekki að fullum notum þess vegna. Það er verst, að ekki skuli vera hægt að nota útilaugina á veturna til æfinga og keppni. Hún er alveg lokuð yfir veturinn. Þið hafið tekið þátt í mótum á þessu ári, Óli. Já. Við tókum þátt í Norður- landsmótinu og Unglingameist- aramóti íslands, og stóðum okk- ur sæmilega, að mér finnst. Hafa nokkur sundmót verið haldin hér á Akureyri? Ja, ekki nema 3 innanfélags- mót í fyrra, og núna er meining- in að koma á skólasundmóti. Eru ckki einhverjir fullorðnir ykkur til hjálpar við félags- starfið? Það er nú gallinn. Við erum flestir ungir að árum, sem stjórn um þessu, og okkur vantar full- orðið fólk, sem hefur áhuga á sundíþróttinni, og vill hjálpa okkur við félagsstarfið. Hafa einhverjir Óðinsfélagar orðið íslandsmeistarar? . Já, einn, Jón Árnason. Hann varð sveinameistari árið 1962, og er einn okkar bezti sundmað- ur, en er fótbrotinn eins og er og getur því ekki æft. Þú er bjartsýnn á framgang sundíþróttarinnar á Akureyri, Óli. Já, ég er það. Ef unga fólkið, sem æfir núna, heldur áfram að æfa næstu ár af fullri alvöru og slakar hvergi á, þá þurfum við Akureyringar engu að kvíða, því þar eru margir efnilegir unglingar á ferðinni. rakarameistari og Þorleifur Ágústsson yfirfiskmatsmaður. Ekki er vitað að þetta fyrir- komulag sé við neina áðra kirkju en Akureyrarkirkju. — En það er vissulega til eftir- breytni, því á þennan hátt koma fleiri leikmenn í starfið. Á þessum tímamótum þykir rétt að vekja enn athygli á hug- myndinni um Bræðrafélag- HAPPDRÆTTI H. í. 11. flokkur (Akureyrarumboð). 10.000 kr. vinningar: 7117, 25961, 52596. 5.000 kr. vinningar: 13163, 17053, 31586, 47462, 49090, 56207. 1.000 kr. vinningar: 224, 2144, 2145, 2928, 3581, 3839, 3967, 3972, 5945, 6010, 7030, 7109, 7384, 7502, 8283, 8285, 8842, 9761, 9848, 10146, 11313, 12095, 12259, 12267, 12692, 13174, 13243, 13631, 13783, 14180, 14785, 14795, 14947, 15001, 15235, 15552, 16942, 16944, 17309, 17875, 17933, 18204, 18461, 18997, 19432, 19579, 19597, 21746, 21749, 22140, 22146, 22234, 23565, 25585, 28681, 28698, 28872, 29318, 30503, 30506, 30551, 30571, 30593, 31147, 31576, 31599, 33199, 33428, 33509, 35051, 37007, 40576, 40579, 40580, 41171, 42010, 42823, 44584, 44814, 44815, 44827, 44836, 45311, 46807, 46985, 49065, 49104, 49289, 52144, 52506, 52508, 52516, 52986, 53224, 53803, 53916, 53938, 53946, 59567, 59592, 59593. (Birt án ábyrgðar.) - Herferð gegn rottum (Framhald af blaðsíðu 8). eru mikil mistök, að brenna hvorki eða grafa þau ósköp af rottumat, sem þarna gefur að líta, á sama tíma og herferð gegn rottunum stendur yfir. f gær, eftir að framanskráð var ritað, hafði blaðið fregnir af því, að loks væru vinnuvélar komnar á öskuhaugana, vænt- anlega til að bæta úr margra vikna vanrækslu þar. □ JARNHJOLBORUR tvær stærðir JARNVORUBILAR hræódvrir Sigursveitin í drengjaboðsund- inu í Norðurlandsmótinu 1965. Frá vinstri: Magnús Þorsteins- son, Jón Árnason, Orvar Ingólfs son, Hólmsteinn Hólmsteinsson. Ég þakka Óla fyrir rabbið. Af því, sem hann hefur sagt hér á undan, sést, að Akureyringar eiga nokkuð góða sundmenn, að minnsta kosti á norðlenzkan mælikvarða, en þurfa að eign- ast sundmenn, sem hklegir eru til afreka á íslandsmótum. Nú þyrftu þessir ungu menn, sem halda uppi sundíþróttinni í bæn um, að fá aðstoð hjá fullorðnum unnendum sundíþróttarinnar. Það er nauðsynlegt, svo vel fari, að hinir eldri séu með í ráðum. Sundfólkið þyrfti nú að fá góð- an þjálfara um tíma, og efast ég ekki um að Akureyringar munu eignast fullboðlega sundmenn á næstu irum. - ..... S.O. .. Tómsfundaverzlunin STRANDGOTU 17 og GEISLAGÖTU 12 Pósthólf 63 Sá hlýtur viðskiptin, sem atíiygli vekur á þeim.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.