Dagur - 20.11.1965, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
KIRKJAN
AKUREYRINGAR minnast þess á
morgun, að kirkja þeirra er 25 ára
um þessar mundir. Akureyrarkirkja
naut strax margra dugandi manna,
sem í senn voru framkvæmdamenn
og skildu menningarhlutverk henn-
ar. llæjarbúar voru svo gæfusamir að
eiga kirkjustað, sem var eins og sjálf-
kjörinn grunnur nýs guðshúss, og
velja kirkjubyggingunni þar stað.
Auk forystunnar í framkvæmdum
við kirkjubygginguna á sínum tíma,
störfuðu öflug samtök kvenna að því
að auka veg hennar og virðingu, og
búa hana góðum munum.
Okkur finnst kirkjan óaðskiljan-
legur hluti af bænum, svo samgróin
er hún honum og gnæfir þó yfir
hann. Hún gefur bænum aukinn
svip og reisn.
Á yfirstandandi ári hafa nær 3000
ferðamenn dregið skó af fótum sér
og gengið í Akureyrarkirkju til að
sjá hana og tala við guð sinn, utan
messu, en á þeim tíma, sem kirkjan
stendur opin gestum og gangandi.
Þetta mun vera eina kirkja landsins,
sem verulegur fjöldi manns heim-
sækir á þennan hátt. Akureyrarkirkja
nýtur þeirrar helgi í hugum fólks,
sem fornfrægar kirkjur og fræg lista-
söfn njóta meðal annarra þjóða, og
þó er kirkjan okkar aðeins 25 ára
gömul. Það er gæfa bæjarbúa, að
eiga slíka stofnun, en um leið nokk-
urt umhugsunar- og undrunarefni,
sem þó mun sjaldan á dagskrá meðal
sóknarbarna.
Guðjón Samúelsson húsameistari
teiknaði Akureyrarkirkju. Hann
braut um það heilann í fleiri mán-
uði, hvernig hið nýja guðshús í höf-
uðstað Norðurlands ætti að líta út,
áður en hann setti nokkurt strik á
teiknipappírinn. Húsameistarinn var
staddur á Laugarvatni þegar mynd-
in kom fullmótuð fram í huga hans.
Sú mynd var síðan mótuð, fyrst á
pappír en síðan í stein á höfðanum.
þar sem víðsýni er fegurst. Hið
listræna stuðlabergsform nýtur sín
fullkomlega hið ytra, og að innan er
kirkjan einföld, sviphrein og nú
mjög vel búin fögrum kirkjugrip-
um. Byggingin, sjálfur steinninn,
eignaðist sál, sem talar til fólksins
þótt aldir renni.
Þótt fréttir hermi 50 þús. mála
síldveiði á hverjum morgni, bæjar-
mál og landsmál liggi laus á tungu
og flestir séu sjálfum sér næstir á
hinni löngu hlaupabraut veraldar-
hyggjunnar, munu menn á morgun
minnast kirkju sinnar þegar klukk-
urnar hringja.
Skipulagsbundin uppbygging
Norðurlands
Við skulam gæta þess að að-
eins er um þrjátíu og fimm ár
til nr.-stu aldamóta. Á þessum
fáu árum er spáð að þjóðin muni
tvCfaldast að fólksfjölda. Nú
mun vera í dag nálægt 31 þús-
und manns á Norðurlandi. Sam
kvæmt þessari spá ættu að vera
um 60 þús. um næstu aldamót,
ef landshlutinn héldi eðlilegri
fólksfjölgun. Höfuðmarkmið
skipulagsbundinnar uppbygg-
ingaráætlunar er að kerfis-
birtda úrbætur bæði félagslegs
og efnahagslegs eðlis, þannig að
Norðurland hafi upp á að bjóða
velmegunarskilyrði er tryggi að
eðlileg fólksfjölgun verði í lands
hhrtanum. Verði þessu marki
náð hefur skapazt jafnvægi, sem
byggist á þeim mótvægisráðstöf
unum, sem kæmu i kjölfar
kerfisbundinnar svæðisáætlun-
ar fyrir Norðurland. Þetta er
meira átak en sýnist í fljótu
bragði. Hlutfall Norðurlands í
íbúafjölda hefur lækkað úr 25%
1930 og í 22% 1940, síðan í
19% 1950 og nú í 16% af heildar
íbúafjöldanum. Byggðaröskun-
in nemur % á rúmum 35 árum.
Hér á Norðurlandi ætti í dag að
vera búsett miðað við hlutfalls-
tölu 1930 alls 47 þúsund manns
eða búseturöskun er sem svarar
alls 16 þúsund manns. Þessa
framhaldsþróun verður að
stöðva með kerfisbundnum ráð-
stöfunum og stefna að því að
vinna inn á aftur til mótvægis
á næstu 35 árum.
Margur einblínir um of á þá
leið eina, að nógsamlegt sé að
byggja upp atvinnulífið eitt til
þess að sporna við fólksflutning
um. En því miður hefur reynsl-
an sýnt Ijóslega, að úrræði á
efnahags og atvinnuástandinu
eru ekki ncgsamleg. Félagsleg
skilyrði og menntaaðsetur eru
ekki síður þungt lóð á vogar-
skálinni, þegar fólk ákvarðar bú
setu. Ekkert sannar þetta betur
en það, að þau byggðalög utan
Faxaflóa-svæðisins, sem búa við
mesta hagsæld gera ekki meir
en að halda hlut sínum í heildar
fólksfjölgun þjóðarinnar. Kerf-
isbundin uppbygging á þessum
sviðum verður að eiga sér stað
samhliða uppbyggingu bjarg-
ræðisveganna.
Svo að framkvæmda- og fram
faraáætlun fyrir einstaka lands
hluta verði lífræn og raunhæf
er nauðsynlegt að þeir menn er
móta hana og framkvæma verði
búsettir meðal þess fólks, sem á
að búa við gjörðir þeirra. Þess
vegna lagði Akureyrarráðstefn-
an til að komið verði upp á Ak-
ureyri deild í tengslum við t. d.
Efnahagsstofnunina eða væntan
legt hagráð, sem annist athug-
anir og uppbyggingu á félags-
legri og hagrænni þróun á Norð
urlandi. Auk þeirra verkefna
að annast stjórn uppbyggingar-
áætlunarinnar og móta starfs-
hætti hennar verði þetta eins-
konar byggðastofnun fyrir Norð
urland, er annist frumrannsókn-
ir á skilyrðum til atvinnurekstr
ar og könnun á náttúruauðlind-
um í hinum ýmsu byggðalög-
um.
Með þessari stofnun ætti að
vera brotið blað í þróunarsögu
Norðurlands. í kjölfarið ætti að
koma það, sem Akureyrarráð-
stefnan lagði ríka áherzlu á, að
þjónustustofnanir fyrir Norður-
land væru staðsettar á Akur-
eyri. Þetta er gífurlega þýðing-
gert af ásettu ráði til þess að
vekja umræður um þessi mál,
sem eiga að verða ofarlega á
baugi meðal Norðlendinga á
næstunni. Við verðum að vera
þess minnug að skipulagsbund-
in uppbygging Norðurlands í
formi framkvæmdaáætlunar er
umfangsmesta og áhrifaríkasta
viðleitni þjóðfélagsins til þess
að jafna metin dreifbýlinu í
hag. Það er mjög mikilsvert fyr
ir Norðlendinga að stuðla að
$^x$^«$x$x$x$x$>$x$<$x$x$x$>$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$^x$^x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$<
Eftir ÁSKEL EINARSSON, bæjarstj., Húsavík
- SÍÐARI HLUTI -
armikið grundvallaratriði til
þess að rétta við hlutdeild lands
hlutans í stjórnkerfinu.
Ekki er vafa undirorpið að
skipulagi skólamála á Norður-
landi er ábótavant. Endurskip-
an þessara mála er verkefni er
hlýtur að snerta gerð fram-
kvæmdaáætlunar. Það er alveg
óhætt að fullyrða að menntun-
araðstaða og þá ekki síður heil-
brigðisþjónusta orkar miklu um
búsetuna. Samgönguaðstaða er
ennfremur stór þáttur, er ráð-
ið getur miklu um alla hag-
ræna þróun á Norðurlandi, og
getur oft haft úrslitaáhrif um
búsetu í hinum blómlegustu
byggðalögum. Rafvæðingarmál
in eru grundvallaratriði um
iðnvæðinguna, en á henni verð-
ur atvinnuuppbyggingin að
hvíia í einni og annarri mynd.
Benda má á í þessu sambandi
tillögur Knúts Otterstedt, raf-
veitustjóra á Akureyri um raf-
væðingu Norðurlands, sem
margir telja skynsamlegustu
leiðina í rafvæðingarmálum
landshlutans. Stóraukin raf-
orkuvinnsla er frumskilyrðið,
að Norðurland geti haslað sér
völl í atvinnuþróun þjóðfélags-
ins, sem er undirstaða þess að
það haldi fólksfjöldahlutfalli.
Um þetta atriði verður fram-
kvæmdaáætlun að fjalla og
gera ráð fyrir að hinn staérri
iðnaður verði staðsettur í Norð-
urlandi. Við verkaskiptingu
milli byggðalaga um staðsetn-
ingu iðnfyrirtækja verður að
gæta þess að fullvinnsla hrá-
efna fari sem mest fram á þeim
stöðum, er þau falla til vinnslu.
Fullvinnsla afurða til sjós og
lands er sennilega einhver á-
hrifaríkasta leiðin til iðnvæð-
. ingar í hinum dreifðu kaupstöð
um og kauptúnum á Norður-
landi. Jafnhliða þessu þarf að
gæta þess við dreifingu þjón-
ustuiðnaðar, að lögð verði á-
herzla á að auka fjölbreytnina
í þeim byggðalögum er nú ein-
göngu búa við misgjöfulan sjáv
arafla. F ramkvæmdaáætlunin
verður einnig að taka til land-
búnaðarins og verzlunardreif-
ingarinnar.
Hér hefur verið rætt um á
nokkuð lausbeizlaðan hátt þau
helztu atriði, er borið hafa á
góma við tilkomu framkvæmda
áætlunar Norðurlands. Þetta er
eftir föngum að þetta áformaða
uppbyggingarstarf takist sem
giftusamlegast. Hér á Norður-
landi eru mestar líkur til þess,
vegna landkosta og annarra
skilyrða, að hinn langþráði
draumur og baráttumarkmið
um jafnvægi í byggðinni geti
orðið að staðreynd. Misheppnist
hin norðlenzka tilraun, er
stærsta tækifæri dreifbýlisins
kastað á glæ. Það hlýtur því að
verða sameiginlegt baráttumál
Norðlendinga að haldið verði á
fram á þeirri braut er Atvinnu-
málaráðstefnan markaði í vor,
sem er skipuleg heildaruppbygg
ing Norðurlands. Q
ICELAND REVIEW
NÝTT hefti af ICELAND
REVIEW er komið út, vandað
að efni og útliti eins og áður.
Að þessu sinni er það helgað ís-
lenzkum frímerkjum að nokkru
og birtir viðtal við póst- og
símamálastjóra, Gunnlaug
Briem, flytur grein um íslenzk
frímerki — fyrr og nú, eftir
Jónas Hallgrímsson, stutt við-
tal við bandarískan frímerkja-
kaupmann um íslenzk frímerki
og segir frá frímerkjasölu póst-
þjónustunnar. Ennfremur birt-
ist í ritinu heil síða litmynda af
íslenzkum frímerkjum, m. a.
Surtseyjarseríunni, og mun það
í fyrsta sinn að slík litprentun
birtist í blaði útgefnu á íslandi.
Þá er í ritinu grein um Slysa-
varnafélag íslands og hið giftu-
drjúga starf þess eftir Elínu
Pálmadóttur blaðakonu.
f heftinu er einnig grein um
stærsta jökul Evrópu, Vatna-
jökul. Viðtal er við bandaríska
sendiherrann, James K. Pen-
field, um ferðalög hans á ís-
landi. Heimsókn bandarísku
geimfaranna og ferð þeirra að
Öskju er einnig gerð góð skil í
þessu hefti Iceland Review.
í þessu hefti er einnig ís-
lenzkt fréttayfirlit síðustu mán-
aða. Björgvin Guðmundsson
skrifar ýtarlega grein um utan-
ríkisviðskipti íslendinga og fylg
ir henni tölulegt yfirlit.
Á kápusíðu þessa heftis af
Iceland Review er mynd af frí-
merki því, sem gefið var út í
tilefni 20 ára afmælis lýðveldis-
ins. Ritið er prentað á góðan
myndapappír.
Bækur Kvöldvökuútgáfunnar
ÁGÚSTDAGAR heitir hin nýja
ljóðabók Braga Sigurjónssonar,
eftir samnefndu kvæði, sem bók
in hefst með, en jafnframt er
heiti bókarinnar ef til vill tákn-
rænt um aldur höfundarins og
þann síðsumarblæ, sem ein-
kennir sum kvæðin:
Húmblá nótt um hæðadrög
hljóðum daggarskrefum stígur.
Ég á vesturvegi er,
veit, að bráðum dagur hnígur.
Bi-agi hefur áður gefið út
nokkrar ljóðabækur, sem vakið
hafa athygli þeirra, sem ljóðum
unna og bera skynbragð á þau.
Hann er gæddur viðkvæmum
og veðurnæmum hug, orðfær og
smekkvís í bezta lagi, og eru
náttúruljóð hans mörg með
ágætum. Tilfinning hans fyrir
því, sem ungt er og fagurt,
minnkar ekki né sljóvgast, held-
ur vex og verður næmari, eins
og sjá má t. d. í kvæðinu: Nýtt
blóm hefur vaxið:
Skynjar þú ekki skaparans
dásemd í dráttum
duftsins, sem tók á sig reisn
í ungmeyjarfasi?
Gatan syngur og fagnar við
fótatak hennar
svo fimlegt og mjúkt, eins og
vordagsins þytur í grasi.
Sérðu ekki, hvemig sólin
dansar og ljómar
við sjáöldur dökk og skær?
Skynjar þú ekki, að lífið
leikur á strengi
ljúfar og dýpra en í gær?
Nýtt blóm hefur vaxið í jarð-
lífsins jurtagarði
jarðneskt og himneskt í senn
úr skaparans hendi,
svo finndu til, dáðust, fagnaðu,
sölnandi gras,
fegurð þess blóms, er höfund-
ur lífsins sendi.
En auk hinna fögru, ljóðrænu
kvæða gætir nú meiri íhygli og
djúpskyggni í ljóðum hans en
áður og bregður fyrir mildum
og angurværum streng, sem
gerir þau ljúf og hugþekk. Það
er komin meiri kyrrð yfir hug-
ann og gerist þá allt heiðara og
stjörnubjartara en áður:
Gullið, grænt og blátt.
Okannanlega djúpt,
óendanlega vítt,
ómælanlega hátt.
Fagurker
fullt á barma
unað hins Ijúfa lífs,
Drekk, mannsbarn,
í djúpri lotning
af hinum bjarta bikar.
Víða mætti grípa upp fagrar
og spaklegar hendingar úr ljóð-
um Braga, en þessi sýnishorn
verða að nægja. Bragi ber nafn
með rentu. Ágústdagar er góð-
ur skerfur til íslenzkrar skáld-
menntar.
SKÁLDIÐ FRÁ FAGRA-
SKÓGI. Endurminningar sam-
ferðamanna um Davíð Stefáns-
son.
Þetta er dýrmæt bók og verð-
ur án efa mörgum harla kær-
komin. Það var ágæt hugmynd
að fá þessar frásagnir um skáld-
ið frá mönnum, sem honum
voru nákunnugir, einmitt nú,
jj Séra BENJAMÍN jj
skrifar um
Ibækur
meðan allir þessir atburðir eru
enn í fersku minni. Hugsum
okkur hvers virði það hefði ver
ið, ef slík bók hefði t. d. verið
skrifuð um Jónas Hallgrímsson
strax að honum látnum, en þar
er nú um fátt að velja nema
grein Konráðs um hann og frá-
sagnir Páls Melsteðs. Það er svo
margt sem gleymist með hverri
kynslóð af því, sem vér þó
gjarnan vildum vita meira um,
er frá líður, og getur varpað
ljósi yfir atburði úr lífi merki-
legra manna, skýrt skapferli
þeirra eða aðdraganda að verk-
um þeirra.
Þessar ritgerðir, sem yfirleitt
eru prýðisvel skrifaðar og marg
ar bráðskemmtilegar, varpa
margvíslegum hliðarljósum á líf
og starf hins ástsæla skálds,
sem seint verður ofmetið. Auk
þess er bókin skreytt mörgum
ágætum myndum af skáldinu
við ýmis tækifæri, frá ýmsum
tímum ævinnar. Ég er viss um,
að allir hinir mörgu vinir
Davíðs vilja eignast þessa bók,
og hún mun verða kær öllum,
sem Ijóðum hans unna.
Ekki þarf að lesa nema for-
málann að endurminningabók
séra Sveins Víkings: Myndir
daganna, til að sannfærast um
að þar heldur óvenjulega gáfað-
ur maður á penna. Þarf samt
meira en vitsmuni til að skrifa
skemmtilega bók. Til þess þarf
líka listræna hæfileika, og ekki
hefur höfundurinn heldur farið
varhluta af þeim.
Ef um sjálfsævisögu er að
ræða, yrði hún fremur ópersónu
leg og þunnildisleg, ef rakin
væri aðeins hin ytri atburðarás.
Kjarni þess konar sögu gerist
ávallt hið innra. Það skiptir
mestu máli, hvernig atburðirn-
ir speglast í sálardjúpinu. En
hvað menn raunverulega sjá og
skynja er bæði komið undir at-
hyglisgáfu og eðlisgerð. Má það
vera rétt, sem höfundurinn seg-
ir, að slík rit verði hvorki flokk-
uð undir sagnfræði né skáld-
skap í venjulegri merkingu þess
orðs. Þó mundi þar vera nokk-
uð af hvoru tveggja. Skáldskap
og sannleika nefndi Goethe end-
urminningabók sína.
Séra Svein Víking þarf
naumast að kynna fyrir lands-
fólkinu. Hann er fyrir löngu
kunnur öllum lýð af ritum og
af rabbi sínu í útvarpi, sem afl-
að hefur honum óvenjulegra vin
sælda. Er honum sú list léð að
geta leikið á mörgum strengj-
um gamans og alvöru, jafnframt
því sem hann er gæddur ríku
hugmyndaflugi og orðin liggja
honum létt á tungu. Að vera
rithöfundur er meðal annars
fólgið í þessu, en undirrót þess
er að hafa næma skynjun og
tilfinning af lífinu í þess marg-
víslegu blæbrigðum.
í þessari bók dregur höfundur
inn upp af mikilli snilli lifandi
myndir frá bernskudögum sín-
um fyrir meira en hálfri öld.
Þessar myndir gætu ekki hafa
varðveitzt í huganum nema at-
hyglisgáfan hafi verið mikil og
næmleiki sálarinnar fyrir sorg
og gleði, því kímilega og alvar-
lega, frábær. Heilt byggðarlag
stígur fram úr minningardjúpi
höfundarins sveipað sól og
myrkri dægranna.
Þetta er ein skemmtilegasta
bók af þessu tagi, sem ég hef
lengi lesið, og svo Ijómandi fal-
lega skrifuð, að unun er að.
Benjamín Kristjánsson.
Góubeillar
FYRIR FÁUM dögum kom út
bók með því sérkennilega nafni
„Góubeitlar“. Hefur hún að
geyma allmörg kvæði og eina
smásögu. Höfundur bókar þess-
arar er þingeyskrar ættar, Sig-
urður Vilhjálmsson, fæddur á
Geirastöðum við Mývatn 13.
nóv. 1880. Síðar bóndi í Máskoti
í Reykjadal og einnig á Illuga-
stöðum í Fnjóskadal. Búsettur
á Akureyri frá 1934, og dó þar
9. marz 1948.
Sigurður var, eins og segir í
inngangsorðum að bókinni
„maður fróðleiksfús og prýði-
lega sjálfmenntaður". Hann var
barn gróandans, unnandi hinni
djúpu kyrrð og tign háfjalla og
heiðalauta — aðdáandi alh'ar
fegurðar. Sigurður hafði næma
tilfinningu fyrir tungunni og
töfrum orðs og óms. Hann var
söngvinn í bezta lagi og bar í
brjósti ríka skáldæð, en hélt
kveðskap sínum lítt á lofti og
mun nú ýmislegt glatað af ljóð-
um hans, sem ávinningur hefði
verið að varðveita. Gróubeitlar
hefir því ekki að geyma nema
hluta af ljóðum Sigurðar. Nokk
ur kvæði eftir hann hafa áður
birzt í tímaritum, þar á meðal
ferðakvæðin Sólskinsblettir, er
komu í Óðni og voru síðan sér-
prentuð (1909), en í litlu upp-
lagi og munu í fárra eigu. Vinir
Sigurðar Vilhjálmssonar munu
því taka þessari nýju bók hans
tveim höndum og njóta hennar
af einlægni og þakkarþeli og
hverjum ljóðaVini, sem les hana
niður í kjölinn mun hún bera
ljúfa geisla,
Kvæðin eru kliðmjúk og blæ-
falleg og rím og mál vandað og
í fyllsta samræmi. Hins vegar
er ekki um að ræða stórbrotin
viðfangsefni né mikla fjöl-
breytni. En strengjatökin eru
mild og listræn, svo að harpan
ómar sætlega og seiðir þann
sem nýtur.
Eða hverjum mun ekki hlýna,
sem les t. d. hið fallega kvæði
„Vor í lofti“, sem hefst þannig:
„Vertu kátur vinur,
vorið kemur bráðum,
þræðir grænum þráðum,
þegar fönnin hrynur.
Ut við ósa bjarta,
inn við hraunageiminn,
leiðir ljúfa hreiminn
létt að hverju hjarta“.
Hugþekkt er kvæðið „Ertu að
koma“? En þar er að finna þessi
erindi:
Við sem bíðum verðum glaðir
við að líta þíða tó
þegar okkar yndisstaðir
eru á kafi í djúpum snjó,
OG SVO vill „gamall sjómaður“
fá orðið um stund. Hann segir:
Kjöt af sjálfdauðu hefur aldrei
verið talin gæðavara, enda ekki
til í nokkurri verzlun. Öðru
máli gegnir um fiskinn, sem
drepst í netunum eða er svo illa
með farinn, að hann er naum-
ast eða ekki mannamatur, en
seldur samt, sem fyrsta flokks
vara.
Ég er, eins og fleiri, orðinn
leiður á þessu óæti, sem þeir
hérna í verzlununum kalla fisk.
Að sjálfsögðu eru þó til undan-
tekningar og ber að viðurkenna
það og virða.
Hérna um daginn, heldur
„gamli sjómaðurinn“ áfram,
keyrði þó um þverbak. Á mínu
heimili hafði verið soðin „ný
ýsa“. En slíkur matur er góður,
að mínum dómi. En hér var
ekki um góðan mat að ræða..
Fiskurinn var brúnleitur með
blóðrákum hér og þar. Upp af
pottinum lagði óþef mikinn. Það
hafði enginn lyst á fiskinum og
var honum fleygt, því bragðið
var ekki betra en þefurinn.
Samskonar atvik hefur áður
skeð á mínu heimili og ég efast
ekki um, að fleiri hafi sömu
sögu að segja. Ég nennti nú ekki
að taka þessu með þögninni,
fór til þess, er verzluninni
stjórnaði og bar fram kvörtun.
Hann taldi sig ekki bera ábyrgð
á hinni lélegu vöru, heldur sjó-
mennirnir. Ef ég væri óánægð-
ur, skyldi ég verzla annarsstað-
ar, og svo sannarlega hefi ég
líka gert það, þótt hver verzlun
sé annarri lík í þessu efni.
Það væri nú sök sér ef
skemmdur fiskur væri seldur
við vægu verði. En hann er seld
ur fullu verði og það er skömm.
Mér hefur aldrei tekizt að verka
fisk eins illa og sumt af þeim
fiski, sem fólki er boðinn fyrir
fullt verð, og-hefi ég þó lengi
unnið við fisk, bæði á sjó og
landi. Mál er að þessu linni.
Einu sinni voru menn, sem
seldu forfeðrum okkar maðkað
mjöl og gleymast ekki í sögunni.
Vonandi líður ekki á löngu
áður en öflug neytendasamtök
og finna efst við ásaraðir
auðan blett og viðarkló.
En — mig vantar eitthvað núna,
undur hlýjan geislafoss.
Glaða morgna, gulli búna,
gróðurilm og fleiri hnoss.
Og á vanga veðurbrúna
vorsins mjúka heita koss.
Sérstæða töfra ber hið litla
ljóð „Holtasóley" og get ég ekki
stillt mig um að taka það upp:
Við melanna eyðilönd ævin
var téhgd
og öll hennar lífsvon bundin,
en aldrei hafðl hún óskað sér
í ylinn við birkilundinn.
‘t ir'
Hún þekkti ekkert betra en
f skúraskin
og skortinn og melinn auðan,
með bjartsýni lífsins að bezta
vin
þar barðist hún fram í dauðann.
Þó skildi hún eftir .örsmá fræ
í urðinni á dauðastundu,
þau áttu að breyta möl í mold,
og melnum í blómagrundu.
uppræta þann ósóma hér fyrir
norðan, sem hér hefur verið
gerður að umtalsefni.
Gamall sjómaður.
Mikli tíðindi gerast i landi
okkar síðustu vikurnar. Má þar
nefna úrskurð menntamálaráð-
herra um, að tiltekinn hópur
Framsóknarmanna, sem á Al-
þingi situr, hafi sagt „skilið við
skynsemina11. Ráðherrann varð
þessa vís við umræður á þingi
um landbúnaðarmálin, en í slík
um umræðum tekur þessi ráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, jafnan
mikinn þátt og á þann hátt, að
sögur fara af!
íhaldið fór til læknis nú á
dögunum og varð gamall og
gunnreifur Norðlendingur, Páll
Kolka, fyrir valinu og gaf hann
þegar út sjúkdómsgreiningu
sína á prenti í Morgunblaðinu.
Sjúkdómurinn, sem við var að
stríða, var misheppnuð embætt-
isveiting í Hafnarfirði. En lækn
irinn fór húsvillt og; fór ekki í
stjórnarráðið' heldur til fólks-
ins, sem var óánægt með veit-
inguna og sagði það hafa fengið
andlega farsótt, sem hann flokk
aði undir Psyko-somatiska sjúk
dóma og stafaði af skorti. á
aðlöðunarhæfni!
í þekktu fei-ðamannalandi var
það nýlega tekið til umræðu,
segir í sunnanblaði, hvaða skaða
það gæti valdið, ef innfæddir
menn klipu erlendar ferðakon-
ur um of í sitjandann á almanna
færi og án undangenginnar lág-
markskynningar, svo sem vérið
hefur. Bent var á, að þetta væri
gamall siður þar í landi og enda
keppikefli ungra stúlkna, að
geta sýnt fjölda aðdáenda sinna
svart á hvítu og talið marblett-
ina. Væri því ástæðulaust að
amast við þessu tjáningarformi
þegar innfæddar ættu í hlut, en
þar sem erlendar konur hefðu
ekki talið slíkt við hæfi, bæri
að taka það til greina.
Leiklistin á Akureyri hefur
staðið í stað í 30 ár, sagði góð-
borgari einn nýlega. Hér léku
áhugamenn fyrir 30 árum og
' Fegurð máls og ríms og lit-
auðgi í náttúrulýsingum fær
ekki dulizt í erindum eins og
þessum:
Sviptir blæju af mánamynd
málar svellin rósum.
Björtum jökli, bláum tind,
bindur krans af ljósum.
(Úr kvæðinu ,,Nótt“) bls. 27.
Og —
Beint úr norðri — nær við haf
náttsól rennir geislastaf
inn á flóann opinn, breiðan
eins og þræddan gulli í traf.
Fyrir norðan himin heiðan
hafmeyjarnar tjöldum raða,
— aftanglóð er uppistaða,
árdagsroði fyrir vaf —.
(Úr kvæðinu „Júlínótt á
Hvammsheiði“ bls. 58).
Einhver beztu kvæði bókar-
innar, auk þeirra sem hér hefir
verið vitnað til, finnst mér
þessi: „Gamlar götur“, „Hugleið
ingar um Dal“, „Þú og ég“,
„Straumur", „Skammdegisnótt"
Framhald á blaðsíðu 7.
hafa gert það enn. Fleira sagði
hann máli sínu til sönnunnar
og vitnaði m. a. í sjónleiki, sem
hér voru sýndir fyrir löngu.
Góðborgarinn hefur mikið til
síns máls, því Akureyrarbær
hefur aldrei haft flokki lærðra
leikara á að skipa, svo sem
Reykjavíkurborg hefur nú,
samanber Þjóðleikhúsið og
Leikfélag Reykjavíkur. Með
mörgum kunnáttumönnum, sem
hafa leiklist að aðalstarfi og
þeirri aðstöðu til starfa, sem þar
er nú, hefur leiklistin dafnað.
En eigum við þá að leggja ár-
ar í bát, ef við getum ekki keppt
við það, sem bezt er í þessu efni
hér á landi? Eða eru leikhús-
störf almennings ekki nokkurs
verð þótt ófullkomin séu? Ekki
er spurningum þessum vand-
svarað, og hefur Leikfélag Ak-
ureyrar fyrir sitt leyti svarað
þeim, svo og allur almenningur,
sem leikhús sækir og leikhús
styrkir á annan hátt. Hins veg-
ar er augljóst, að til þess að
skapa þróttmikið leiklistarlíf
hér í bæ þarf meira en aðfengna
leikstjóra tíma og tíma og meira
en áhugamenn á leiksviði. Það
þarf duglegt og menntað og
starfandi leiklistarfólk.
En á meðan við eigum það
ekki, verða kröfurnar að vera
skynsamlegar, þegar um leik-
húsið er að ræða. Sem betur
fer, eru mikilsverðir leikkraftar
hvarvetna fyrir hendi, og marg-
ir clærðir leikarar ná furðu
langt á listabraut þótt ekki hafi
í skóla gengið. Það sýna margir
sjónleikir, sem hér eru sýndir,
m. a. nú um þessar mundir.
Enn eitt bankaútibú verður
opnað á Akureyri í dag. En þótt
peningastofnanir séu margar,
hafna þær viðskiptum við fjölda
fólks, segjast ekki eiga það, sem
um er beðið. Einn maður í
hverju bankaútibúi velur sér
viðskiptavinina og er það furðu
legt fyrirkomulag. Maður, sem
biður um 5 þúsund krónu lán
fær e. t. v. það svar, að peningar
séu ekki til. Sá næsti fær eina
milljón.