Dagur - 24.11.1965, Blaðsíða 4
4
5
'Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Framkvæmdaáætl-
un íyrir Hcrðurland
RÍKISSTJÓRNIN gaf um það yfir-
lýsingu í vor, er yfir stóðu samning-
ar um kaup og kjör, að láta fram
fara athugun á atvinnumálum norð-
anlands og gera framkvæmdaáætlun,
sem hrundið yrði í framkvæmd með
fjármunum, er stjórnin aflaði. Yfir-
lýsing um jretta efni og áður hefur
verið birt hér, var út gefin 7. júní sl.
Alþýðusamband N orðurlands
gerði í haust tilliigur, sein j>að taldi
nauðsynlegt að leggja áherzlu á til
aukins atvinnulífs á Norðurlandi.
Meðal jieirra var bent á uppbætur á
fiski, stofnað verði félag allra eig-
enda síldarverksmiðja og síldarsölt
unarstöðva til að kaupa og reka
hentug skip til síldarflutninga til
vinnslustöðva á Norðurlandi, aukin
verði lán til kaupa á bátum, sem dag
lega leggi afla sinn upp á norðlenzk-
um liöfnum, hafinn verði undirbún-
ingur að endurnýjun togaraflotans
á þann liátt, sem bezt hæfi staðhátt-
um og í samræmi við nýjustu tækni,
unnið verði kappsamlega að mark-
aðsleit fyrir niðurlagða síld og nið-
urlagðar fiskafurðir og fleiri niður-
lagningarverksmiðjur byggðar á
Norðurlandi. Þá er tillaga um, að
tunnuverksmiðjur ríkisins verði
starfræktar með fullum afköstum 6
—7 vetrarmánuðina og komið verði
upp húsnæði til að geyma tunnurn-
ar í, haldið verði áfram við bygg-
ingu liafna, svo að jjær verði sem
fyrst nothæfar fyrir bátaflotann og
til afgreiðslu fyrir farskip, opinber
aðstoð verði veitt til að tryggja skipa
smíðaiðnaðinn og að tryggð verði
nægileg raforka, sem fullnægi iðnað-
inum á hverjum tíma, lnaðað verði
framkvæmdum við tengingu raf-
veitna á Norðurlandi og rafvæðingu
Norður-Þingeyjarsýslu, gengið verði
nú þegar frá nauðsynlegum undir-
húningi og útvegnn fjármagns til
byggingar nýrrar raforkustöðvar við
Laxá í Þingeyjarsýslu, og að j>ví
verði keppt, að byggingarfram-
kvæmdir geti hafizt á næsta vori.
Starfað verði að j>ví að komið
verði á stofn fullkominni veiðar-
færagerð á Nórðurlandi, og þeim
iðnaði valinn staður j>ar, sem þörfin
telst mest fyrir slíkt iðnfyrirtæki frá
atvinnulegu sjónarmiði og önnur
skilyrði eru fyrir hendi.
Efnahagsstofnuninni hefur verið
falið að framkvæma áætlunargerð
fyrir Norðurlandsáætlunina. Sveita-
stjórnir norðan lands hafa látið sig
mál }>essi miklu skipta og haldið um
}>au ráðstefnur.
-Skotta
Viðtal við Gumiar Gíslason bónda á Sólborgar-
hóli í KræklingaMío
NÝLEGA hitti ég að máli bónda einn, sem stóð við veginn ofan við
Sólborgarhói í Kræklingahlíð og beið hann eftir bíl. Það var Gunn-
ar Gíslason, Skagfirðingur að ætt, kominn á áttræðisaldurinn, fædd.
ur 1894, ekki mikill að vallarsýn, en vel á sig kominn, þrekmikill og
hraðvirkur verkmaður á yngri árum. Hann liefur búið á Sólborgar-
hóli í 15 ár en undi fyrrum vestur í Skagafjarðardölum og dvaldi
þá m. a. einn á afskekktum bæ í átta vetur og hirti þar fé sitt.
Sjálfur tók hann á móti fimm yngri börnum þeirra lijóna. Sumt
af þessu hafði ég heyrt og bað Gunnar að segja mér við tækifæri
frá einhverju, sem á dagana hefði drifið. Áttum við síðar tal saman.
Er‘“
Þú ert Skagfirðingur, Gunn-
ar?
Já, fæddur á Minni-ökrum í
Blönduhlíð 24. okt. 1894, þar
sem Bólu-Hjálmar talaði sem
fallegast við Sölva Helgason
forðum daga! En ég flutti ungur
með foreldrum mínum að Mið-
húsum í sömu sveit og þar voru
pabbi og mamma til æviloka.
En hvenær fórstu sjálfur að
búa?
Eiginlega ekki fyrr en ég
byrjaði að búa á Ábæ í Aust-
urdal vorið 1929, en áður var ég
búinn að halda heimili í átta ár,
en var þau árin mikið í vinnu
hjá öðrum. Fyrstu árin fékk ég
í kaup tvær krónur á dag að
vorinu, en 3 krónur yfir slátt-
inn og _við erfiðustu verkin,
svo sem við að rista torf og
stinga hnausa til vegghleðslu.
Þá kostaði fiskpundið 6 aura og
karamellan 1 eyri! Við fláningu
vann ég eitt haust í sláturhúsi
og hafði 25 aura á tímann.
Stundum vann ég í ákvæðis-
vinnu, t. d. við slátt, og fékk 5
krónur fyrir dagsláttuna og
jafnmikið fyrir að rista ofan af
100 ferföðmum í túni.
Og j>á voru kaupakonur í sveit-
um, Gunnar?
Já, og það var munur eða
traktorarnir nú, að vélunum ó-
lostuðum þó. Það er illt að geta
ekki veitt sér hvort tveggja.
Einu sinni man ég, að ég batt
hey fyrir Björn í Stóru-Seylu.
Með mér var ein sú harðdugleg-
asta stúlka, sem ég hef unnið
með. Við bundum 125 hesta yf-
ir daginn og sagði Björn þá, að
bindingsmaður hefði mest kom-
izt í 104 hesta hjá sér áður.
Stúlkan, sem með mér var,
heitir Lára Ágústsdóttir, þá um
tvítugt eða yngri, Ijómandi fal-
leg stúlka, og var ekki í neinum
vandræðum með að lyfta bögg-
um til klakks. Síðar varð hún
landskunn undir nafninu Lára
miðill og býr nú á Akureyri.
Stundum var tekið lagið á engj-
unum, enda vantaði ekki for-
söngvarann þar sem var Sigurð
ur Skagfield, eins og þetta
kvöld.
Svo fluttist þú að Ábæ?
Já, og þá með 2 kýr, 22 kind-
ur og 2 hryssur með veturgöml
um hesttryppum. Mér var sagt
að ég gæti ekki komizt af með
þennan bústofn og var ekki vel
spáð fyrr mér. Svo fékk ég 12
ær með jörðinni. Ég fór föstu-
daginn fyrstan í sumri af stað
með kindurnar, óð allar ár og
kom að Ábæ á þriðja degi, hafði
þá ekki komið þar áður. Gist-
ingu fékk ég hjá Jóhanni Eiríks
syni á Tyrfingsstöðum. Síðar
fór ég með flutning á sjö hest-
um fram að Stekkjarflötum og
var Jón bróðir minn með mér
og átti hann nökkuð áf hestun-
um. Hrólfur, þá í Ábæ, bauðst
til að flytja dótið þaðan að Ábæ
um leið og hann flytti sína bú-
slóð í burt.
í fimmtu viku sumars lagði
ég svo af stað með tvær kýr á
undan mér suður Blönduhlíð-
ina, fram að Silfrastöðum. Norð
urá var þá í vexti og kolmó-
rauð. Á Silfrastöðum fékk ég
hesta og fylgd yfir ána morg-
uninn' eftir. Hélt ég að Gils-
bakka og gisti þar hjá Hjörleifi
skálai Jónssyni. Þriðja daginn
hélt ég enn áfram, fór yfir
Merkigilsá, sem var hátt á síðu
á stórum hesti. Kýrnar stóðu
sig vel í straumnum og kom ég
þeim fyrir á Merkigili, sem er
10 km. frá Ábæ og fékk þar lán
aða hesta til flutninga á dóti,
sem eftir var að flytja heim.
Þetta kvöld fór ég að Brekku-
koti. Sigríður kona mín og
fimm börn okkar höfðu farið
að Miðhúsum og gist þar nótt-
ina áður. Öll komumst við heilu
og höldnu í áfangastað. Einn af
þeim góðu mönnum, sem lán-
uðu mér hesta í þetta ferðalag
var Lárus Lárusson söngmaður
og dúllari úr Blönduhlíðinni,
þarfur maður á marga lund.
Og þér búnaðist sæmilega?
Heyskapurinn gekk sæmilega
strax fyrsta sumarið og ég setti
allar gimbrarnar á, og keypti
auk þess lömb og var með rúm-
lega 60 fjár á fóðrum um vet-
urinn. Þetta fyrsta ár mitt
þurfti ég að taka 500 króna lán
í Sparisjóði Sauðárkróks. Næsta
vor urðu hrossin fimm, auk
þess gaf Óskar bróð'ir minn mér
nýtaminn reiðhest, ærnar áttu
lömb og sumar tvö og búskap-
urinn blessaðist á hinni af-
skekktu jörð.
Ilvenær fluttist þú til Eyja-
fjarðar?
Það var árið 1950 og þá frá
Bústöðum í Lýtingsstaðahreppi.
Ég keypti Sólborgarhól í Eyja-
firði fyrir 50 þúsund krónur en
seldi Bústaði, sem er margfalt
stærri jörð, fyrir 16 þúsundir.
Af jarðarverðinu gaf ég þúsund
krónur í vegarspotta, sem ég
hafði áhuga fyrir að gerður væri
frá Goðdölum yfir í Austurdal-
inn, og var fyrsti maðurinn, sem
Gunnar Gíslason.
styrkti hann þannig, þótt ég
nyti hans ekki — var þá farinn.
Ég borgaði Sólborgarhól, án
þess að taka lán og kom svo
þangað með 3 kýr, 3 hross og
tvær kvígur. Fyrir vestan seldi
ég 80 ær veturgamlar á 300
krónur hverja og keypti lömb
þegar hingað kom, nærri jafn-
dýr. Hrossakynið að vestan á ég
ennþá.
Þú munt hafa haft gaman af
hestum?
Ég átti einu sinni gráan hest,
sem var mikill fjörhestur, fljót-
ur með afbrigðum og öruggur
vatnahestur. Ég hef aldrei, fyrr
eða síðar eignast hans líka.
Hann var töluverður ofsi í geð-
inu. Jónas læknir Kristjánsson
fékk hann stundum, en hann
fór jafnan geyst og ekki sízt á
þeim gráa. Hann hafði oft orð á
fjöri og flýti hestsins. Við vor-
um einu sinni samferða við Jón-
as í Vallholti. Hann var með
tvo brúna, skínandi hesta. Svo
hleyptum við og Gráni va'rð á
undan. Vegurinn var rennandi
blautur. Að sprettinum loknum
sá varla i Jcnas fyrir aurslett-
um. Hann bölvaði og sagði: „Ég
óskaði að helvítis klárinn færi
á hausinn. Þá hefði ég riðið yfir
þig.“
Ég fór oft á Grána yfir Vötn-
in og sjaldnast á þeim vöðum,
sem flestir fóru og fataðist hon-
um aldrei sundið.
Ilve marga vetur varstu einn
í Ábæ?
Ég bjó á Ábæ í 12 ár en flutt-
ist þá að Víðivöllum. En ég
tímdi ekki að yfirgefa jörðina
alveg, svo ég heyjaði þar og
hafði þar á fóðrum 100—120
fjár, sem ég hirti þar í 8 vetur
oftast aleinn. Ég fór til fjár-
gæzlunnar svona hálfan mánuð
af vetri og var þar þangað til
fénu var sleppt. Þetta þætti víst
einhverjum dauft. Hvorki hafði
ég síma eða útvarp, eins og nú
er í hverju húsi. En mér leidd-
ist aldrei verulega, þótt ég sakn
aði auðvitað fjölskyldu minnar.
Ég matreiddi handa mér og fór
heim öðru hverju og stundum
til næstu bæja, mér til skemmt-
unar, bæði í Skatastaði og fyrir
kom, að ég færi alla leið út í
Gilsbakka.
fóta
Var nokkur draugagangur á
Ábæ?
Ja, nei nei, ekki svo heitið
gæti. Þó bar það stundum við,
að það var bankað þótt enginn
væri gesturinn sjáanlegur. En
þá brást það ekki, að einhver
kom skömmu síðar. En gesta-
gangurinn var nú ekki mikill.
Hundurinn Lappi, sem fylgdi
mér lengi, var eitthvað við-
kvæmur fyrir gestum, því hann
varð alltaf hálf hræddur og lét
illa þegar einhver var að koma.
Það vissi á gestakomu þótt þá
væri hún lengra undan en svo
að sæist til mannaferða. Ég
neita því ekki að hafa fundið
einhvern fiðring í mér, svo sem
lítilsháttar aðsókn eða í líkingu
við það, stundum.
En Ábæjarskotta?
Á hana er logið eins og fleiri.
. Ég var einu sinni staddur hjá
þeim nöfnum Hjörleifi Jónssyni
og Hjörleifi Kristinssyni á Gils-
bakka. Þá var mikið skrafað,
eins og oftar. Hjörleifur Jóns-
son fór þá að tala um það, hvort
ég gæti ekki látið Skottu hirða
fyrir mig féð á meðan ég væri
að flækjast þetta. Ég sagðist
ekki vita það, en sama væri mér
og kvaðst ekki hræddur við
hana. Hún mætti meira að segja
sofa hjá mér ef hún vildi, og
fleira var gálauslega talað. Hjör
leifi Kristinssyni var nóg boðið.
Hann sagði að Skotta væri
draugur og ekki að vita upp á
hverju hún gæti tekið. Svo fór
ég heim og þegar ég var búinn
að gera mín verk, fór ég að
heyra einhver dump eða bank.
Ég gerði lítið með það fyrst,
þangað til ég fór þó út til að
vita hvort nokkur væri kominn.
En það var enginn og bærinn
lokaður. Svo háttaði ég og ætl-
aði að fara sofa, þá hélt þetta
áfram. Það var bankað og rjálað
við hurðir, fyrst frammi og svo
var barið í hurðina á eldhús-
inu, þar sem ég svaf. Datt mér
þá í hug, að einhver hefði leynzt
í bænum áður en ég lokaði úti-
dyrum. Ég opnaði nú hurðina og
sagði, að ef einhver væri þarna,
væri bezt fyrir hann að koma
innfyrir. En ég fékk ekkert svar.
Ég fór svo aftur upp í rúm,
gramur yfir þessu ónæði en
ekki hræddur. Ekki átti ég sök-
ótt við Skottu eða aðra, og
fannst ég ekki hafa unnið til
áreitni. En ekki hafði ég lengi
legið þegar komið er við sæng-
ina og eitihvað lagðist þvert yf-
ir fætur mér. Þetta þótti mér
illt. Ég var að reyna að hreyfa
fæturna, en gat það ekki. Liggi
það þá, hugsaði ég og víst datt
mér Skotta í hug. Ef ég hefði
orðið hræddur, hefði ég misst
vitið, lield ég. En þannig áhrif
hafði þetta ekki. Mér fannst ég
svo sofna út frá þessu, en veit
það þó ekki með vissu. En hvort
sem það heldur var í draumi
eða vöku yrðir Skotta nú á mig
og kynnir sig, segir flest rang-
hermt, sem um sig sé sagt. Hún
sagðist vera norðan fyrir fjall
að uppruna. Ekki hefði ég nú
gert raikið með þetta. En þegar
hún lýsti mér og ýmsum ná-
grönnum; ásamt sjálfri séf, fór
ég að taka mark á, svo vel lýsti
hún ýmsum, og af miklum kunn
ugleik.
Hún liefur svo ekki ónáðað
þig meira?
Nei, hún er víst ekki verri en
aðrar þær verur, sem í kring
um mann eru. Ég er viss um, að
hún hefur aldrei verið vond
manneskja, sú er þarna heim-
sótti mig og sagði skilmerkilega
til sín.
Nokkuð fleira um þá, sem
gengnir cru?
Sennilega bezt að vera fáorð-
ur um þá hluti, sem maður skil-
ur minnst. Þó get ég sagt þér
atvik frá búskaparárum mínum
í Ábæ, sem ég minnist alltaf
með glöðu hjarta. Við vorum í
vegavinnu í Kjálkavegi. Stein-
hrúga var við veginn, nokkuð
stór, á gilbarmi, þrem steinum
átti hver að kasta þar á, ef
þeim átti vel að farnast. Sagt
var að þar hvíldi ung stúlka frá
Merkigili, sem drepin var og
þarna dysjuð. Vegagerðarmenn
köstuðu steinum í grjóthrúg-
una, nema ég. Þegar vinnutíma
lauk gekk ég niður í gilskriðuna
og valdi mér þrjá steina, alla
aflanga og einn lengstan. Þá
var hlegið að mér. En ég gekk
að kumlinu, gjörði krossmark á
það með steinunum. Þá urðu
félagar mínir hljóðir. Um kvöld
ið, þegar ég var nýsofnaður
dreymdi mig unga stúlku, ein-
kennilega klædda, föla og
grannvaxna. Hún ávarpaði mig
á þessa leið: Ég þakka þér fyrir
krossinn, Gunnar minn, og
hvarf síðan. Oftar hefur mig
dreymt stúlku þessa og ætíð
mér til hjálpar. Gæti ég nefnt
dæmi um það. Og stundum hef-
ur mér fundizt þessi stúlka
vera hjá mér, þegar vanda hef-
ur borið að höndum.
Er það rétt Gunnar, að þú
liafir tekið á móti börnum þín-
um sjálfur?
Já, af vissum ástæðum kom
það í minn hlut að taka á móti
fimm yngstu börnunum. Þetta
var náttúrlega nokkuð djarft,
enda ekki laust við að ég kviði
fyrir. Hins vegar var konan mín
óhrædd og vildi mína aðstoð
fremur en Ijósmóðurinnar. Og
þrjú þessi börn eru nú búsett á
Akureyri eitt í Reykjavík, lög-
regluþjónn, og stúlka, sem er
húsmóðir suður í Árnessýslu,
segir Gunnar að lokum og þakk
ar blaðið viðtalið. E. D.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
bættisveitingar hans í Hafnar-
firði, sem talin er misnotkun
veitingavalds. Greinilegt sýnist
mönnum, að þar sem Alþýðu-
flokkurinn með formann sinn
Emil í broddi fylkingar, hefur
vítt verknað þennan liarðlega,
yrði ríkisstjórnin í minnihluta
á Alþingi, ef um atkvæða-
greiðslu um vítur eða vantraust
á hendur dómsmálaráðherra
væri að ræða. En þótt meim
ræði þetta fram og aftur, vilja
Sjálfstæðismenn lítinn þátt taka
í þeim umræðum!
Stofna þarf neytenda-
samtök á Akureyri
--- d
NÝKOMINN FRÁ Akureyri
sendi ég þangað beztu kveðjur
og þakkir. Erindi mitt v'ar að
kynna markmið og starfsemi
Neytendasamtakanna og kanna
horfur á stofnun deilaar á Ak-
ureyri. Allir, sem orðnir eru 16
ára, geta orðið félagsmenn sam-
takanna, hvar sem þer búa á
landinu. Af um 6000 félags-
manna munu um 1500 búa utan
Reykjavíkur. Mörg rök hníga
að því, að deildir verði stofnað-
ar víðsvegar á landinu, til þess
a'ð samtökin geti betur þjónað
tilgangi sínum. Það er meira
en æskilegt, að fulltrúar félags-
manna utan Reykjavíkur sæki
aðalfund samtakanna, og nauð-
synlegt er, að hægt verði að
veita þá þjónustu sem víðast,
sem skrifstofa samtakanna í
Reykjavík veitir félagsmönnum
persónulega. 3. gr. laga Neyt-
endasamtakanna hljóðar svo:
„Markmið samtakanna er: að
gæta hagsmuna neytenda í þjóð
félaginu. Tilgangi sínum hyggj-
ast samtökin ná m. a. með því:
a) að vaka yfir því, að sjónar-
mið neytenda almennt séu virt,
þegar ákvarðanir eru teknar
eða reglur settar, er varða hags-
muni neytenda.
b) að reka útgáfu- og fræðslu
starfsemi til aukningar á verð-
og vöruþekkingu neytenda og
til skilningsauka á málum, er
varða hagsmuni þeirra.
c) að veita félagsmönnum sín
um leiðbeiningar og fvrir-
greiðslu ef þeir verða fyrir tjóni
vegna kaupa á vörum og þjón-
ustu.
Að þessu hafa Neytendasam-
tökin unnið eftir mætti á víð-
tækasta verksviði, sem hugsazt
getur. En einnig með tilveru
sinni einni og viðbúnaði þjóna
þau tilgangi sínum. Þau hafa
sagt álit sitt varðandi setningu
ýmissa laga og reglna, en einn-
ig haft afskipti af framkvæmd
þeirra, sem gilt hafa. Þau hafa
ekki liika'ð við að leita tl dóm-
stólanna, þótt opinber eða hálf-
opinber fyrirtæki ættu í hlut.
Fyrst var þeim sjálfum stefnt
fyrir að g£fa neytendum upp-
lýsingar opinberlega, og þau og
stjórnendur þeirra persónulega
voru dæmdir til stórfelldra
skaðabóta fyrir undirrétti, en
sýknun í Hæstarétti skapaði
þeim réttargrundvöll. Síðan
hafa þau stefnt. Fulltrúa hafa
þau átt og eiga í ýmsum opin-
berum nefndum, sem fjalla um
mikilsverð hagsmunamál neyt-
enda. Sem dæmi má nefna, að
Neytendasamtökin eiga fulltrúa
í nefnd, sem borgarstjórn hefur
skipað og fjallar um afgreiðslu-
tíma verzlana í Revkjavík.
Einnig í nefnd, sem atvinnu-
málaráðuneytið hefur skipað til
að enduskoða lög um verzlunar
atvinnu o. fl.
Sem dæmi um almenn hags-
munamál, sem samtökin hafa
barizt fyrir, éru vörumerkingai'.
Þau vilja, að sett verði lög um
merkingu vara, þannig að neyt-
andinn fái allar þær upplýsing-
ar um vöruna, sem auðvelt er
að gefa og hann á skýlausa
kröfu á, áður en kaup eru gerð,
og þær skriflegar. Dæmi: Vefn-
aðarvörur. Það eiga að fylgja
upplýsingar um samsetningu,
siitþol, ljósþol, hvort efnið
hlaupi eða krumpist, meðhöndl-
un við þvott eða hreinsun o. s.
frv. Annað stórvægilegt mál er
réttleysi neytenda í reynd, þar
sem leiðin til dómstólanna er í
fæstum...tilfellum fær vegna
þess, hversu löng, dýr, erfið og
áhættusöm hún er.
Um b-li'ð: Neytendasamtökin
hafa gefið út Neytendablaðið og
og íjölmarga leiðbeiningabækl-
inga frá upphafi. 1962 var Neyt-
endablaðið stækkað og efni
leiðbeiningabækiinganna feilt
inn í það. Hefur það komið út
eftir efnum og ástæðum, 3—5
á ári.
Um c-lið: Neytendasamtökin
hafa haft opna skrifstofu dag-
lega í 12 ár, þar sem félagsmenn
hafa fengið leiðbeiningar og að-
stoð vegna kaupa á vörum og
þiónustu án sérstaks endur-
gjalds. Þessa þjónustu þarf að
veita sem víðast á landinu, og
það er m. a. þess vegna, sem
stofnun deilda utan Reykjavík-
ur er nauðsynleg. Sérstakur lög
fræðingur samtakanna annast
þessi mál, sem skipta orðið þús-
undum. Það er ekki einungis
til að aðstoða menn persónu-
lega, sem reynt hefur verið að
veita þessa þjónustu, svo tíma-
frek sem hún er, heldur hafa
afskipti samtakanna af þessum
málum víðtæk áhrif á viðskipta
háttu. Seljendum er svo oft al-
gjörlega ókunnugt um þá
ábyrgð, sem þeir bera lögum
samkvæmt, en fá ítarlega
fræðsiu um það við meðferð
málsins, Einnig lærist neytand-
anum væntanlega að gæta sín
við kaup síðar meir. Hann má
vita, að það er ekki nóg, að
sagan sé sönn. Það þarf að
sanna hana. Hann þarf að hafa
eitthvað í höndunum, en ekki
aðeins munnlega gefnar upplýs-
ingar hljómandi í eyrunum.
Ég læt þetta nægja til að gefa
mönnum nokkra innsýn í mark-
mið og starfsemi Neytendasam-
takanna. Okkur hefur að sjálf-
sögðu þótt eðlilegast að gera
fyrst tilraun með stofnun deild-
ar á Akureyri. Fyrst þarf að
stórfjölga félagsmönnum þar, en
þeir voru aðeins um 60, er ég
hélt þangað. Þeir eru nú orðnir
mun fleiri, en margir áhuga-
menn og konur eru með áskrift-
arlista þar nú, og við bíðum með
eftirvæntingu eftir árangrinum,
Það er sérstakt kostaboð, sem
við getum veitt um 300 manns
Það er, að þeir sem gerast fé-
lagsmenn 1965 fyrir árgjalc
kr. 100.— fá eldri Neytenda-
blöð eftir að það var stækka'í
póstsend frá skrifstofu samtak
anna. Allar bókaverzlanir á Ak
ureyri annast innritun og af
greiða skírteini sem og skrif
stofa DAS og SÍBS í Hafnar
stræti 96. Auk þess munu ofan
nefndir listar væntanlega konn
fyrir sjónir margra þessa dag
ana.
Þeim mun fieiri sem félags
menn eru, þeim mun meirí
síarf megna Neytendasamtökir
að inna af hendi í þágu neyt
enda almennt. Þeim mun fleir
tölublöð Neytendablaðsins á ár
hverju. Þeim mun meiri aðstoi
við einstaklinga. Þeim mui
þyngra á metunum verður sión
armið neytenda í þjóðíélaginu
Sveinn Ásgeii-sson.
ARBOK F. I.
ÁEBÓK Ferðafélags íslends
1965 er nýlega komin út, og er
að þessu sinni helguð Norður-
Þingeyjarsýsiu, Tjörnesi og
Strönd, með nálega 150 bls. rit-
gerð eftir Gísla Guðmundsson
alþingismann. Sýslulýsing Gísla
er fróðleg mjög og auk þess
hreinn skemmtilestur. □
m lilbúna áburoinn, sem
noiaour vero
í TILiEFNI af auglýsngu frá
Kaupfélagi Eyfirðinga' hér' í
blaðinu um áburðarpantanir,
snéri blaðið sér til Aðalsteins
Einarssonar gjaldkera í KEA og
spurðist fyrir um horfur á út-
vegun tilbúins áburðar á næsta
ári. Aðalsteinn lánaði blaðinu
tilkynningu þá, sem Áburðar-
sala ríkisins hefur sent kaup-
félögum o. f. aðilum, og fer hún
hér á eftir:
„Nú fer í hönd sá tími, sem
nota þarf til að gera sér ljósa
þörf landsins fyrir tilbúinn
áburð á árinu 1966.
Ráðstafanir hafa nú þegar
verið gerðar til að tryggja að
áætlaðri þörf fyrir áburð á
næsta ári verði fullnægt.
Að þessu sinni verður landið
minna háð erlendu framboði á
köfnunarefnisáburði, en verið
hefir í þrjú síðastliðin ár. Þetta
er í fyrsta lagi vegna þess að
Áburðarverksmiðjan hefir get-
að unnið á fullum afköstum síð
an í febrúarbyrjun þessa árs,
vegna innflutnings á ammoníaki
eftir því sem þörf hefir verið a
til viðbótar eigin ammoníak-
f ramleiðslu, sem er ' beint háð
raforkuframboði, svo og í öðru
lagi vegna óseldra birgða í lok
síðasta sölutímabils, þar sem
aukning á notkun köfnunarefn-
is varð því nær engin miðað við
notkun ársins 1964.
Áburðarverksmiðjan mun því
sjá fyrir um 86% af áætlaðri
þörf köínunarefnisáburðar fyr-
ir árið 1966, en inn mun þurfa
að flytja um 14% af áætlaðri
þörf. Hér er að sjálfsögðu mið-
að við hreint köfnunarefni.
Á liðnum árum hafa komið
fram í ræðu og riti óskir um að
kalkblandaður áburður yrði á
boðstólum í ríkari mæli en ver-
ið hefir. Á síðastliðnu ári var
hann ekki fáanlegur, nema í
mjög takmörkuðu magni (Nor-
egssaltpétur).
Til þess að mæta slíkum ósk-
um, hefir því allur köfnunar-
efnisáburður sem inn þarf að
flytja til grasræktar verða keypt
ur sem 26% N kalkammon
áburður og nokkuð af Noregs-
saltpétri. Kalkammon inniheld-
ur 9.2% calcium, en Noregssalt-
péturinn 35% calcium. Ætlunin
er að þessum áburðartegundum
verði dreift hlutfallslega jafnt
til allra landshluta.
Pantanir þurfa því að miðast
við að S6% hreins köfnunarefn-
is verði afgreiddar í Kjarna, en
14% í kalkammonáburði 26%
N, og að einhverju litlu leyti
með Noregssaltpétri 15.5% N,
eins og verið hefir.
Fosfcrsýruþörfinni mun verða
fullnægt eingöngu með 45%
Po03 þrífosfati.
Kalí, 50% KoO mun verða á
boðstólum eins og fyrr.
Blandaður garðáburður 9-14-
14 mun einnig verða á boðstól-
um eins og verið hefir.
Ýmsar smátegundir, sem not-
aðar hafa verið í litlu magni
ur a næsta ari
verða til staðar, svo sem áburð-
arkaik o. fl.
Þar sem innkaupasamningar
fyrir áburð til notkunar á næsta
ári hafa verið gerðir nú sem
fyrr á grundvelli áætlaðrar þarf
ar, er nauðsynlegt að hinar
raunverulegu þarfir komi sem
fyrst í ljós með pöntunum allra
þeirra er með áburð verzla, svo
unnt verði að vinna að breyt-
ingum, er lúta að magni, sem
afgreiða þarf frá útlöndum. Til
þess þurfa pantanir'að hafa bor-
izt oss eigi síðar en 15. desem-
ber n. k.
Rétt er að taka hár fram, að
vænta má einhverrar hækkunar
á áburði á næsta ári frá þessa
árs verði. Nægir í þessu sam-
bandi að benda á síhækkandi
tilkostnað hér á landi, svo og að
enn er ósamið um flutnings-
gjöld, sem e. t. v. má búast við
að hækki frá því sem síðast var
samið um.
Þó erfiðleikum sé háð að hafa
á boðstólum allar þær sérteg-
undir áburðar, sem ýmsum ein-
staklingum kann að vera hug-
leikið að fá, þá viljum vér gera
vort ýtrasta til að mæta slíkum
óskum eftir því sem þær berast
oss og unnt er að verða við, inn-
an þeirra takmarka sem rædd
hafa verið hér að framan, og
innan ramma þeirra innkaupa-
samninga sem gerðir hafa ver-
ið“. □
- Iðnaðarbankinn
(Framhald af blaðsíðu 1).
Akureyri er hlutfallslega
mesti iðnaðarbær landsins. Má
því álykta sem svo, að iðnaðar-
banka væri þörf. Ekki verður
í efa dregið að óreyndu, að iðn-
aðarbankaútibú sé þörf stofn-
un við Eyjafjörð, og í því
trausti flytur blaðið því hinar
beztu árnaðaróskir. Q
- Rafiína í Laxárdal
(Framhald af blaðsíðu 1).
Mælt hefur verið fyrir nýjum
vegi frá Reykjahlíð til Laxa-
mýrar eða Húsavíkur um Laxár
dalsheiði og Hólasand og hann
boðinn út. Veg þennan á að
hyggja vegna kísilgúrframleiðsl
unnar. Margir hafa komið hing-
að til að kynna sér vegarstæðið,
væntanlega með það í huga, að
gera tilboð í vegagerðina. Því
miður á vegur þessi ekki að
þjóna hagsmunum bænda í Lax
árdal jafnframt, því hann ligg-
ur svo austarlega, t. d. 3 km.
fi'á Kasthvammi og toi'leiði að
komast þangað.
Silungsveiði í Laxá í sumai',
var sú minnsta, sem vitað er
um. Sumir kenna hóflausu
veiðiálagi uppi í Mývatnssveit
og efst í Laxárdal um þetta, en
margir Mývetningar halda því
fram, að orsakanna sé að leyti
til breytinga við Mývatnsósa,
sem gerðar voru fyrir nokkr-
um árum. G. G.