Dagur - 27.11.1965, Síða 8

Dagur - 27.11.1965, Síða 8
8 Ilér birtast mj-ndir af stjórnar- mönnum F.U.F. á Akurej’ri, sem kjörnir voru á aðalfundi félags- ins, sem haidinn var fyrir skömmu. — Að ofan frá vinstri: Karl Síeingrímsson, formaður, Rafn Sveinsson, ritari, Hákon Hákonarson, gjaldkeri. Að neð- an: Svavar Oííesen, varaformað- ur og Þórarinn Magnússon spjaldskrárritari. — Meðstjóm- endur voru kjörnir: Jóhann Æ. Jakobsson og Gunniaugur Guð- mundsson. Varamenn í stjórn: Óiafur Axelsson og Guðjón Baidursson. Mjólkurlaust og vatnslítið á Seyðisfirði SMÁTT OG STÓRT Egilsstöðum 26. nóv. Fúlviðri síðustu daga, kominn snjór og skaflar, sem torvelda flutninga að mestu. Allir fiallvegir eru lokaðir. Fjarðarheiði lokaðist fyrst og Oddsskarð og Fagri- dalur í gær. Mjólkurflutningar lágu að mestu niðri í gær. Á Seyðisfirði er búið að vera mjólkurlaust í þrjá daga. Þar verða menn að væta kverkam- ar með brennivíni og gosi því vatnsskortur er þar tiifinnan- legur. Enn er óvíst hversu úr rætis með flutninga til Seyðis- fjarðar og er það alvarlegt mál. Enginn snjóbíll er þar nú. En Nýr flugvöllur við Pafreksf jörð Á FÖSTUDAGINN var nýr flugvöiiur vígður á sandodda við Patreksfjörð. Er hér um að ræða völl með 1400 metra flug- braut og annarri 540 metra langri. Kostnaður var um 6,8 milljónir króna. Þangað hefst reglulegt áætl- unarflug hjá Flugfélagi íslands snemma í næsta mánuði. Flug- völlurinn er í landi hins forn- fræga staðar, Sauðlauksdals og er þriðji stærsti flugvöllur landsins. Flugvöllurinn og áætlunar- ferðir þangað gjörbreyta sam- göngum fyrir allstórt svæði þar vestra, og er það fagnaðarefni. um vatnið er það að segja, að miklar endurbætur á vatns- kerfinu hafa staðið yfir, en asbeztrör í stofnleiðslu springa stöðugt og virðast ekki þola vatnsþrýstinginn. Til Reyðarfjarðar kom skip með 150 hesta af heyi, sem fara átti upp á Hérað. Fagridalur var þá að lokast og var heyinu skipað upp í Neskaupstað. V. S. Ávarp vegna fjársöfnunar fyrir börn í Víef-Nam í LáNDI okkar ríkir friður, við höfum nóg að bíta og brenna, og börn okkar leika sér án ótta við ófrið. Langt í fjarska er annað land, þar sem styrjöld hefur geisað fjölda ára. Daglega berast okk- ur fregnir af bardögum og sprengjuregni. Þar er hvergi friður, hvergi öryggi. Við vitum líka að það eru börnin, sem líða mest, saklaus börn, sem allar hörmungar ófrið ar bitna fyrst og fremst á. Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna hrinda nú af stað fjársöfnun fyrir þau börn, sem eru fórnarlömb styrjaldar- innar í Víet-Nam. Framar öllu öðru vantar peninga til kaupa á lyfjum og lífsnauðsynjum. Stofnað hefur verið til hjálp- arstarfsemi fyrir Víet-Nam um allan heim, meðal annarra aðila af Alþjóða-Rauða-krossinum. Sérstök alþjóðleg nefnd hefur starfið með höndum og starfar hún sjálfstætt. Ráðstafar hún því fé, sem inn kemur. Ennfrem ur hefur Rauði Kross íslands fúslega tjáð sig reiðubúinn að senda fyrir hönd MFÍK söfnun- arféð beint til Víet-Nam. Við skírskotum til allra ís- lendinga að bregðast vel við og sanna með framlagi sínu, að við (Framhald á blaðsíðu 5) MOLDIN SVÍKUR EKKI „í moldinni höfum vér, einnig rætur. Ilún er jarðvegurinn hins líkamlega lífs. Því meira sem við fjarlægjumst liana, því öryggislausari og óstöðugri verð um við. Af jörðinni kemur allt, sem hið líkamlega líf þarfnast. Og moldiii hefur engan svikið hvorki urh rótfestu né fæðu. Hún breiðir faðm mót öllum, sem heiðra hana á réttan hátt með hug og höndum. Hún brú- ar höf af fjárhagsvandamálum, ef rétt er á haldiö. Enginn trygg ingarsjóðuír verkamanna getur jafnazt á við samning þann, sem bóndinn gjörir við jörð sína. Það er bóndinn, sem öllum öðr- um fremur fæðir þjóðina í rækt- unarlöndum. Borgin er fyrsti staður fjrir hungrið. Sveiíin, — moldin annast sín böm.“ (Henry Ford.) BARN ALEIKFÖNG Ef að vanda lætur fá börnin leik föng af ýmsum gerðum í jóla- gjöf, og af mörgu er að velja til slíkra gjafa. Horft hefi ég í búð- arglugga þakinn margs konar „drápstækjum“ handa börnum, en þar voru skotvopn í meiri- hluta. Þessi gluggi var hörmu- legur. Dönsk blöð segja frá nýjung- um í Ieikfangagerð, m. a. fall- öxi með fórnardýri, meira að segja fötu fyrir höfuðið, er það fýkur af bolnum. Verð 80 krón- ur íslenzkar. Selt ósamansett! Það er viðurstyggð að gefa böm um eftirlíkingu drápstækja og getur liaft varanleg áhrif. BANKARNIR OG SKATTA- LÖGREGLAN Fyrir skömmu óskaði ríkisskatt stjóri þess, að sakadómur felldi um það úrskurð, hvort bönkun- um bæri skylda til að Iáta í té við yfirvöld skattamála ýmsar llnglingabókin SONUR VITAVARÐARINS Maðurinn fannst á fjöllum uppi FAGNAÐAR ALDA fylgdi þeirri útvarpsfrétt á miðviku- daginn, að Jóhann Löve lög- regluþjónn frá Reykjavík væri fundinn í Þjófahrauni næstum heill heilsu. En Jóhann fór til rjúpna á sunnudaginn og hafði legið úti þrjár nætur. Um 400 manns tóku þátt í leit að Jó- hanni og 9 flugvélar flugu yfir leitarsvæðið. Úr þyrlu frá varn- arliðinu sást Jóhann og var hann þegar fluttur á sjúkrahús og er eitthvað kalinn, en heill að öðru leyti. Þykir hin mesta furða, jafnvel ganga kraftaverki næst, að hann fannst lifandi eft- ir svo langa útilegu. Q í GÆR barst fréttamönnum á Akureyri í hendur ungl- ingabókin, Sonur vitavarðar- ins, eftir séra Jón Kr. ísfeld. Útgefandi er Bókaútgáfa Æ.S.K. í Hólastifti. Formað- $ ur bókaútgáfunefndar er séra Jón Bjarman en fram- kvæmdastjóri hennar er Gunnlaugur P. Kristinsson fulltrúi. Þessi bókaútgáfa hef ur það að markmiði, að efla f; siðgæði og sanna menningu. Útgáfan hafði ekki annað fé handbært en 10 þúsund króna gjöf frá Menningár- sjóði K.E.A. Séra Bolli Gúst- afsson skreytti bókina teikn- ingum, og -kostar hún 168 krónur í bókabúðum. í þessari bók segir frá hetjudáðum drengs og allt er efni hennar góður lestur. Á myndinni er höfundur og tveir drengir úr Æskulýðs- félaginu á Akureyri. Q upplýsingar um þau mál, er skattaj-firvöldin þörfnuðust — í þessu tilfelli tilgreindar upp- lýsingar um tilgreinda aðila. En svo sem augljóst er, hlýtur það að vera veigamikið nauðsynja- atriði í meðferð skattarann- sókna, að bankarnir setji ekki stólinn fyrir dyrnar, en veiti þær upplýsingar, sem skatta- rannsókninni er þörf á. En fram að þessu hafa bankastjórarnir talið sér skj’Idara að hugsa um liag sinna viðskiptavina en rík- isskatístjóra og skatta-„Iög- reglu“, og talið sig bundna þagn arskyldu. BANKASTJÓRARNIR FÓRU HALLOKA Bankastjórar voru síðan kallað- ir til yfirheyrslu í sakadómi og hvort sem þeir hafa kunnað þar vel við sig eða miður vel, sem er Iíklegra, felldi sakadómur úrskurð um upplýsingaskyldu bankanna um þau atriði, sem til umræðu voru. Með úrskurði þessum ætti skattarannsókn að vera auðvelduð til muna og er það vel. Hins vegar láta kunn- ugir menn sér það um munn fara, að rannsókn á bankastarf- seminni væri þörf, ekki síður en að fá þar upplýsingar um viðskiptaleg atriði hinna ýmsu borgara. BANKASTJÓRAR NEITA Bankastjórar una ekki úrskurði sakadóms og hafa skotið mál- inu til Hæstaréttar, og er búizt við að þar verði mál þctta af- greitt í næsíu viku. MIKILL ER SÁ ÁVÖXTUR! Þegar vel aflast minna stjórnar blöðin á blessaða ríkisstjórnina og viðreisn hennar. Þegar illa gengur er Ej’steinn skammaður, og svo náttúrlega kommúnistar. í vikunni segir stjórnarblað: „Útflutningsframleiðsla íslend- inga mun á þessu ári verða meiri en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar er góð og íslendingar eiga nú stærri gjaldeyrissjóði en nokkru sinni fyrr. Allt er þetta ávöxtur hyggilegrar stjómarstefnu“.! ÁTTA BÁTAR RÓA FRÁ SKAGASTRÖND Skagaströnd 26. nóv. Hér er vetrarlegt um að litast. Um síð- ustu helgi byrjaði að snjóa og er kominn þæfingssnjór og ófært fyrir smærri bíla um kaupstaðinn og nágrenni. En nú er stytt upp. Fiskveiðin er heldur treg. Mb Sigrún, eign Útgei’ðarfélags Höfðakaupstaðar bættist í hóp línuveiðibáta í gær og róa héð- an því 8 bátar, stórir og smáir. Tveir þeirra verka fiskinn sjálf- ir, Vísir og Farsæll, en hinir leggja aflann upp hjá hraðfrysti húsum Hólanesi og Höfðaveri, og er þar nú nokkur vinna. Annars eru margir menn héðan ennþá i síldarvinnu á Austur- landi og síldarskipunum. H.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.