Dagur - 05.01.1966, Page 1

Dagur - 05.01.1966, Page 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) r, .......... Dagur kemur út tvisvar í viku j og kostar kr. 30.00 á i mán. í lausasölu kr. 5.00 v --------------------- 1 VEXTIR HÆKKAÐIR - SPARI- FJÁRBINDING AUKIN í FRÉTTATILKYNNIN GU frá Seðlabankanum síðasta dag árs ins 1965 segir svo: „í fyrsta lagi er skylda banka og annarra innlánsstofnana til að binda fé í Seðlabankanum aukin úr 25% í 30% af innláns- aukningu, en hámarksbindi- skylda hverrar stofnunar hækk uð úr 18% í 20% af heildar- innistæðum. í öðru lagi hefur bankastjórn- in ákveðið, að innlánsvextir skuli hækkaðir almennt um 1%, svo að þeir verði hinir sömu og giltu fram til ársloka 1964. Hlið stæðar hækkanir eru ákveðnar á útlánsvöxtum, þó þannig, að mjög lítil hækkun verður á vöxt um af afurðalánum með veði í NÝÁRSGJAFIR PÓSTGJÖLDIN hæklvuðu um þessi áramót, svo og afnota- og stofngjöld sínians. Innanbæjar- símtöl á sjálfvirkum stöðvmn hækka um 18%, en stofngjöid um 40% eða upp í kr. 5000.00 á sjálfvirkum stöðvum. Auk þess bætist enn við hækkun á rafmagnsverði, er munar verulcga. Þessar „glaðn- ingar“ eru einskonar nýársgjaf- ir stjórnarvaldanna til viðbótar jólagjöfum þeim, sem fólust í fjárlagafrumvarpinu og frá var sagt fyrir jólin, að ógleymdri vaxtahækkun og aukinni spari- fjárfrystingu. Þá hefur benzín hækkað um nær 20% og kostar nú kr. 7.05 lítrinn. útflutningsframleiðslu, og hækka vextir af slíkum lánum sem endurkaupanleg eru af Seðlabankanum um y4%, en af viðbótarafurðalánum um V2%. í þriðja lagi hefur banka- stjórn Seðlabankans beint þeim tilmælum til bankanna, að þeir gæti hófs í útlánum á komandi ári, en leggi jafnframt kapp á að láta rekstrarfjárþörf atvinnu veganna, og þá einkum sjávar- útvegsins, sitja fyrir um lán- veitingar. Mjög er brýnt fyrir bönkunum að takmarka lán til fjárfestingar, einkum bygging- arframkvæmda og fasteigna- kaupa“. í fréttatilkynningunni scgir, að þensla í efnahagsmálum inn á við hafi farið sívaxandi og hafi hún lýst sér bæði í miltlum vinnuaflsskorti og tilhneigingu til verðhækkana, ekki sízt á íbúðum -og öðrum fasteignum. Um orsakir þenslunnar segir, að þær séu margar, „þar á með- al áframhaldandi halli á fjár- málum ríkisins á árinu 1965, samfara almennu kapphlaupi um framkvæmdir' og fjárfest- ingu, bæði á vegum einstakl- inga og opinberra aðila. Við þetta hefur svo bætzt, einkum síðustu mánuðina, stórfelld út- lánaaukning bankakerfisins, sem hætt er við að valdi enn aukinni þenslu á næstunni, ef elvkert er að gert“. Segir síðan, að takmark ofan- greindra aðgerða sé að draga úr útlánaþens'unni og því efnahags lega jafnvægisleysi, sem hún skapi. Sparifjárskuldbinding eigi að draga úr útlánaaukningu bankanna en vaxtahækkunin eigi að draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Segir, að þetta ætti að stuðla að betra jafnvægi í efna- hagsmálum en ríkt hefur um skeið. □ ■ "****'.:» v. ' •>** * L Bíll dreginn upp úr Akurcyrarhöfn á gamlársdag. (Ljósm.: E. D.) TVÖ BANASLYS URÐU Á AK- UREYRI UM ÁRAMÓTIN AÐ MORGNI síðasta dags árs- ins varð dauðaslys við Torfu- nefsbryggju á Akureyri. Þrítug- ur maður, Heimií- Baldvinsson Ásbyrgi í Glerárhverfi, starfs- maður Olíuverzlunar íslands, lenti fram af bryggjunni í bíl sínum og drukknaði. Hann var staddur nálægt Sjöfn, er hann skyndilega missti stjórn á bíln- um. Rann bíllinn allt til sjávar en rakst þó á tvær byggingar á leið sinni. Talið er, að maðurinn hafi fengið aðsvif eða krampa við stýrið. Öryggisbúnaður bíls- ins reyndist í fullkomnu lagi. Heimir heitinn var ættaður úr Bárðardal og var heill heilsu og við vinnu sína um morgun- inn, en slysið varð á níunda tímanum. Kaíari, Gauti Gesísson náði líkinu og bíllinn var síðar tek- inn upp með krana. Á gamlárskvöld eða nýárs- nótt drukknaði Jón Hjaltalín, 29 ára gamall Akureyringur. Sást til ferða hans í bænum um ltl. 10 sama kvöld, en lík hans fannst á nýársdag við bryggju niðursuðuverksmiöjunnar á Oddeyri. Jón Hjaltalín var ókvæntur maður, heilsuvfeill og var lengi hafnarverkamaður hér í bæ. □ Banaslys urSu 95 á árinu Tjón aí umferðarslysum 250 millj. kr. á einu ári BIFREIÐATR Y GGIN G AFÉ- LÓG landsins gáfu blaðamönn- um nýlega þær upplýsingar, að þau myndu greiða 120—130 millj. kr. í fébætur vegna marg- TUTTUGU BRENNUR SAMKVÆMT upplýsingum lög reglunnar voru jól og áramót róleg á Akureyri. Tuttugu brennur voru á gamlárskvöld víðsvegar í úthverfum bæjar- ins. Safnaðist þangað fjöldi fólks. Óspektir voru engar eða skrílslæti af nokkru tagi um áramót, svo heitið gæti. Dans- leikir voru á 6 stöðum í bænum. Ölvun var nokkur, en til veru- legra átaka kom ekki, en all- marga menn þurfti þó að að- stoða til að komast heim til sín eða í aðra vörzlu. Smáárekstrar urðu í umferðinni en án meiðsla á fólki. □ víslegra tjóna í umferð á ár- inu 1965, sem þá var ekki út runnið. Þess var þá jafnframt getið, að ekki fengjust tjón bætt að fullu, svo heildarupphæð tjóna, sem þó væri hægt að meta til verðs, yrði samanlögð allt að 300 milljónir króna. Með þessar háu tölur í huga, er auðsætt hve umferðarslysin eru gífurlega frek til fjármagns, og að ástandið í umferðarmá!- um er gjörsamlega óviðunandi. Heilsutjón og dauði bætist svo við hinar tölulegu upplýsingar. Þriðja hver bifreið á íslandi lendir árlega í umferðarslysi af einhverri tegund, móti einum bíl af hverjum tíu í Svíþjóð og einum af hverjum sex í Dan- mörku. Vondir vegir eiga minni þátt í umferðarslysunum, en lát ið er í veðri vaka. Vöntun á umíerðarmenningu almennt, er höfuðorsök slysanna. Aukning liennar þyrfti að vera í réttu hlutfalli við bílaaukninguna í landinu, en gerði það ekki og gerir ekki enn. Try-ggingafélögin telja þrjú atriði mikilvæg til bættrar um- (Framhald á blaðsíðu 2.) SAMKVÆMT opinberum upp- lýsingum ur&u 93 banaslys hér á landi á liðnu ári. Þau skiptast þannig: Sjóslys og drukknanir: 35 manns, þar af fórust 7 með skip um, 2 féllu útbyrðis, 26 drukkn uðu í ám, vötnum eða höfnum. Banaslys í umferð: alls 24, þar af var ekið á 9 vegfarendur, 3 létust við veltu ökutækja, 3 við veltu dráttarvéla, 3 íslend- ingai- fórust erlendis, 4 í árekstr um og 1 varð á milli ökutækja. Bæjarstarfsmenn fengu 1% STARFSMENN fimm bæjarfé- laga fá nú 7% launahækkun, að úrskurði Kjaradóms, sem féll 29. des. sl. Eru það starísmenn kaupstaðanna á Akureyri, Hafn arfirði, Keflavík, Vestmanna- eyjum og ísafirði. Launastigi var ákveðinn allur hinn sami hjá þessum bæjarfélögum og Kjaradómur hafði áður dæmt hjá ríkisstarfsmönnum. Einn DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 12. janúar. kiaradómari, Eyjólfur Jónsson skilaði sáratkvæði um launa- stigann. U.m vinnutíma, yfirvinnu o. fl. hafði náðst samkomulag milli aðila, sem byggt var á dómi Kjaradóms um þessi atriði í máli ríkisstarísmanna. • Varðandi röðun starísheita byggði Kjaradómur á fyrri samningum við bæjarstarfs- menn með nokkrum tilfærslum til hækkunar, sem voru þó all- mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum. v □ Banaslys af ýmsum orsökum: alls 34. Af rafmagnslosti fórst 1, af hrapi og byltu 8, á vinnu- stað og heimilum 12, af bruna og reyk 2, af eitrun 2, úti urðu 2, af voðaskoti 2, í flugslysum 5 allir varnarliðsmenn, sem fór- ust með þyrlu á Reykjar.es- skaga. Á árinu var 118 manns bjarg- að frá bana, þar af 70 úr skip- um, sem fórust á rúmsjó, 1 úr strönduðu skipi, 30 frá drukkn- un nærri landi, 12 úr eldsvoða, 2 frá því að verða úti, 2 frá köfnun og 1 úr sjálfheldu í klettum. Auk þessara slysa urðu tvö banaslys á Akureyri á gamlárs- dag. □ FR AMSOKN ARMENN! FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri halda fund á Hótel KEA mánudaginn 10. janúar kl. 8.30 e. h. Umræðucfni: Fjár- hagsáætiun bæjarins fyrir árið 1966. Allir síuðnmgsmenn flokks- ins velkoinnir. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.