Dagur - 05.01.1966, Page 8

Dagur - 05.01.1966, Page 8
SMATT 00 STORT Fuglarnir eru taldir hinn 26. desember ár hvert Athugunarmenn á Akureyri sáu 21 tegund fugla FUGLATALNINGADAGUR- INN er 26. desember ár hvert. Trúnaðarmenn Náttúrugripa- safnsins gera þá allsherjartaln- ingu fugla, hver á sínu svæði. Fuglatalið er sjálfsagt ekki nákvæmt eins og manntalið. Engu að síður segir það þó til um sveiflur í styrkleika hinna einstöku fuglastofna, ennfrem- ur um nýja fugla. Fuglalífið er ekki óvenjulegur þáttur í lífi Enn gos við Surtsey JAFNFRAMT boðskap síðustu jóla bárust af því fréttir, að á annan dag jóla hef^i gosið neð- ansjávar við Surtsey og kollur nýrrar eyjar náð upp að yfir- borði sjávar. Gosið var 800 m. suðvestur af Surtsey, eða í gagnstæðri átt við Syrtling, eða Litla-Surt, sem reis úr sæ og hvarf síðan. Jarðfræðingar telja, að hér sé um að ræða gos út frá Surts- ey sjálfri, þ. e. neðansjávarhlið- um hennar. Á mánudaginn var feiknamik- ið gos á hinum nýja stað, og þar var þá komin ný eyja, 100 m. löng og 50 m breið. □ ELDUR varð laus í Lækjargötu 2 á Akureyri, hinn 27. desem- ber sl. stuttu eftir hádegi. Kvikn að hafði í geymsluherbergi. En slökkviliðið slökkti eldinn á lít- illi stundu, og hafði þá rofið gat Sýningin gaf 800 þús. AFMÆLISSÝNING á málverk- um Kjarvals var haldin í októ- ber í haust. Heildarágóði af henni var rúmlega 800 þús. kr. Ágóði þessi rennur til bygg- ingar myndlistahúss á Mikla- túni í Reykjavík. Q náttúrunnar og fjölmargir fylgj- ast með fuglum af áhuga, taka enda mark á háttalagi þeirra enn þann dag í dag, einkum í sambandi við veður. Hins veg- ar þurfa þeir, sem sjá einkenni- Heildarafli 20% EFTÍR þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um fiskafla íslend- inga á árinu 1965 má gera ráð fyrir, að heildaraflinn hafi orð- ið um 1.166 þús. lestir. í árinu 1964 varð heildaraflinn 972 þús. lestir og nemur því aukningin á árinu 194 þús. lestum, eða tæplega 20%. Afli þessi skiptist þannig, að af síld komu á land 753 þús. lestir, sem er 209 þús. lestum meii-a en á árinu 1964 eða 38% aukning en hins vegar minnkáði aflinn á þorskveiðun- um og nam aflinn þar í heild 361 þús. lestum, sem er 54 þús. lestum eða 13% minna en á ár- inu 1964. Þá voru veiddar nær 50 þús. lestir af loðnu, sem er mikil aukning frá fyrra ári þeg- ar aðeins veiddust rúmlega 8 þús. lestir og loks hátt á 4. þús. lestir af krabbadýrum (humar á þak hússins. Skemmdir urðu nokkuð miklar, einkum af vatni og reyk svo þar var ekki íbúð- arhæft. Lækjargata 2 er gömul tveggja hæða timburbygging, áföst við fleiri byggingar. Þann hluta, er hér um ræðir, á ekkj- an Aðalheiður Albertsdóttir og bjó hún og hennar fólk, sjö manns, í húsinu. Fóik þetta var fyrstu nóttipa eftir brunann hjá Ola klæðskera Daníelssyni en flutti síðan á Hótel KEA. Talið er ljklegt, að kviknað hafi í út frá rafmagni eða reyk- háfi. □ lega eða sjaldgæfa fugla, að láta um það vita og fylgjast með háttalagi þeirra og viðdvöl. Fuglateljarar á Akureyri eru þeir Guðmundur Karl Pétui-s- son, Friðþjófur Guðlaugsson og Jón Sigui-jónsson. Þeir fundu (Framhald á blaðsíðu 5). meiri en í fyrra og i-ækju), sem var lítið eitt meira en á fyrra ári. Af heildaraflanum á þoi-sk- veiðum öfluðu togararnir 75 þús. lestir, sem er um 10 þús. lestum meira en á árinu 1964. (Frétt frá Fiskifélaginu) Klausturseli 3. jan. Hinn 22. des. sl. fóru 5 menn í fjárleit frá Vaðbrekku. Aðalsteinn Aðal- steinsson Vaðbrekku, Einar Pálsson Aðalbóli, sem voru á sínum jeppánum hvor, og svo þrír 16—18 ára unglingar, þeir Páll og Baldur Pálssynir Aðal- bóli og Hrafnkell Jónsson Klausturseli. Klukkan 5 að morgni var lagt af stað og kl. 10 voru þeir komn ir á Búrfell á Vesturöræfum. Þaðan sáu þeir fé hingað og þangað í sjónauka. Skiptu menn sér þá, hófu smalamennsku og náðu-saman 32 kindum, og Bald ur fann 3 kindur á öðrum stað. Flest var féð hjá Fífuleii-uvatni. Hrafnkell og Páll héldu með féð í átt til Hrafnkelsdals og ráku fram í myrkur. En féð var þá orðið þreytt. Síðan var bíl- anna leitað, en án árangurs, enda skall á dimm hrímþoka. Gengu þeir félagar þá til byggða og náðu til Aðalbólg eft- ir 11 klst. göngulag, þ. e. frá því þeir yíirgáfu bílana um morguninn. Baldur var þangað komimi litlu fyrr. Þessir sömu, ungu menn sóttu féð næsta dag. JÓLAKVEÐJURNAR Biskup landsins sendi landslýð sínar jólakveðjur og boðskap sinn í prédikun. Bílasalar sendu líka sínar jólakveðjur í hverja sveit og almenningur sendir jólakveðjur sín í milli á öldum Ijósvakans. Svo komu íslend- ingar erlendis með sínar kveðj- ur — eftir jólin —. Líklega hafa þeir fengið afslátt á þeim, þar sem þær voru ekki fluttar í tæka tíð. En hvað um það, jóla- kveðjurnar eru alltaf fallegar hvort sem þær koma í pósti eða í útvarpi, og livort sem þær berast deginum fyrr eða síðar. LOKSINS HÆTTIR JAKOB Ó. PÉTURSSON? Um þessi áramót lætur Jakob Ó. Pétursson af ritstjómarstörf um við íslending. En útgáfa blaðsins hefur gengið skrykkj- ótt og í sumar féll útgáfa þess niður um skeið vegna óánægju og fjárhagserfiðleika. Margir héldu að það væri dautt og voru farnir að birta eftirmælin. En Eyjólfur liresstist í það sinn og ritstjóraskipti urðu ekki fyrr en nú. Jakob Ó. Pétursson hef- ur um fjölda mörg ár annazt ritstjóm íslendings, stundmn horfið þaðan en jafnan komið að blaðinu á ný, eftir skamman tíma. Hvort svo verður enn, skal ósagt látið og er ekki áhyggjuefni Dags. VANMETIN RITSTJÓRA- STÖRF Án þess að leggja dóm á störf Jakobs Ó. Péturssonar, má á það minna, að hann hefur verið flokki sínum trúr starfsmaður. — Hins vegar hefur liann oft mæít van- þakklæti sinna maima, umfrani Féð leit ágætlega út. í hópnum voru 11 kindur veturgamlar, 6 dilkar og svo ær. Margt af fé þessu hafði ekki komið í réttir í haust. í fyrra var gerður út svipaður leiðangur með þeim ái-angri, að rúmlega 20 kindur fundust. Sennilegt er að eitthvað af fé (Framhald á blaðsíðu 5.) Karlmennirnir fara - Skagaströnd 4. jan. í fyrradag fóru héðan 16 menn áleiðis til Reyðarfjarðar til ýmissa starfa og Akureyi-ar. Síðar munu margir fai-a suðui-, þegar neta- veiði byi-jar því á Skagaströnd vantar atvinnu. Hér vei-ða Sig- rún og Húni á veiðum þennan mánuð og einnig minni bátar. Margir hafa nú hug á að not- færa sér nýfundin rækjumið í Hrútafirði. Um áramótin var hér mikil brenna og fjölmennur dansleik- ui-, sem fór vel fram. í dág er hér barnaskemmtun. Mikill snjór er hér en vegin- um til Blönduóss er haldið opn- um. H. það, sem réttlátt er, og ekki fengið þá starfsaðstöðu, sem lík leg var til meiri álirifa og nauð- synleg er hverjum ritstjóra. Við þessi þáttaskil sendir Dagur Jakobi Ó. Péturssyni þakklátar kveðjur fyrir margt það, sem vel hefur verið í sameiginlegu starfi blaðamanna og fyrir sam- skiptin í heild, og ámar lionum velfarnaðar í nýju starfi. ÞORSKAFLINN MINNKAR. Þótt sjávarafli hafi aldrei verið eins mikill og sl. ár, eða 1.166.000 tonn, sem er 20% aukning frá metárinu 1964, var þorskaflinn 13% minni en árið áður. Nem- ur sá mismunur 54 þús. tonn- um og þykir mörgum það ískyggileg þróun. Þá vekur það og nokkum ugg, að samkvæmt áliti fiskifræðinga eru íslenzku síldarstofnamir nú mjög veikir, en norska síldin var uppistaða síldveiðamia á síðastliðnu ári. ÖRYGGISLJÓS SKIP ASKOÐUN ARST J ÓRI hefur hvatt skipstjóra á síld- veiðiskipum, til að setja upp öryggisljós eftir ákveðnum regl um, sem Rússar og Norðmenn hafa lofað að vii-ða. í gi-einar- gei-ð skipaskoðunarstjóra segir m. a.: „Vélknúið skip að fiskveiðum með herpinót og kraftblökk má hafa tvö i-afgul ljós hvort þráð- beint upp af öðru á þaki stýi-is- hússins. Neðra ljósið á að vera minnst 5 fetum og efra ljósið minnst 8 fetum ofar en hliðar- Ijósin, ennfremur skulu þau sjást, hvaðan sem litið er 2 sjó- mílur álengdar að minnsta kosti. Ljós þessi skulu þannig gerð, að þau tendrist og slokkni á víxl með um það bil einnar sekúndu millibili, þannig að efra ljósið tendrist þegar slokkn ar á því neðra og öfugt. Þessi ljós má aðeins sýna meðan veiðafærið er í sjó og eiga þau að vara önnur skip við að fara of nærri“. □ ÞEIR KUNNA AÐ KRAFSA SNJÓ Blönduósi 3. jan. Hér og í naer- sveitum hefur allt vei-ið með kyrrð og spekt um jól og ára- mót. Samgöngur hafa verið sæmilega góðar, miðað við árs- tíma, snjór yfir öllu en stillt veður. Jólaös var meiri hjá kaupfélaginu en nokkru sinni fyi-r og vei-zlun mikil í hinum nýju húsakynnum félagsins. Bænduj- munu telja hesta- göngu sæmilega ennþá, enda vanir að láta hrossin bjai-ga sér og hestarnir kunna að krafsa snjó, hvað sem annai-s má um stóðið og meðferð á því segja. En um það munu ekki allir á einu máli. Samkomur um jól og nýár fóru fram að venju, bæði hér og á öðrum stöðum í nági-enninu, og allt fór þar vel fram og slysa laust. Ó. S. Eldur í Lækjargöfu 2 á Akureyri Fundu 35 kindur á Vesturöræfúm

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.