Dagur


Dagur - 19.01.1966, Qupperneq 2

Dagur - 19.01.1966, Qupperneq 2
2 Höfðingleg gjöf til skógtilraunastöðvarinnar á *ils« fyi Mógilsá til minningar um Guttorm Pálsson ^rrum skógarvörð á Hallormsstað Skíðamót í Slöllum í Húsavíkurfjalli Húsavík 17. jan. íþróttafélagið Völsungur á Húsavík hélt skiða mót á Húsavík í gaer, 16. janú- ar. Formaður félagsins, Þormóð ur Jónsson, setti mótið kl. 13 með stuttu ávarpi. Keppendur voru nær 40 talsins, frá Akur- eyri, ísafirði, Siglufirði og Húsa vík. Nokkrir skíðamenn ætluðu að koma frá Reykjavík en gátu ekki komið því við. Keppt var í svigi eingöngu í 4 flokkum: Karlaflokki, stúlkna flokki, unglingaflokki og drengjaflokki. Keppnin fór fram í svonefndum Stöllum í Húsa- víkurfjalli. Þíðviðri hafði verið undanfarna daga, snjórinn því af skomum skammti og ekki hægt að hafa brautimar eins langar og æskilegt hefði verið. Kristinn Benediktsson frá ísa ' firði, sem búinn var að vera við skíðaþjálfun á Húsavík um vikutíma lagði brautirnar, sem voru tvær. Braut fyrir karla- flokkinn var 320 m. löng með 51 hliði og fyrir stúlkna- og unglingaflokka var 270 m. braut með 33 hliðum. Drengja- flokkurinn notaði neðri hluta karlabrautarinnar. Úrslit urðu sem hér segir: Karlaflokkur. í karlafloTkki sigraði Kristinn Benediktssöri ísáfirði með sam- anlagðan tíma í báðum ferðum 66,6 sek. Hann átti líka beztan ; brautartíma 33,1 sek. Annar varð R'eynir Brynjólfsson Ak- ureyri.með .71,5 sek. og þriðji Ágúst Stefánsson Siglufirði með 71,8 sek. Unglingaflokkur. í "Uriglingaflokki sigraði Árni Óðinsson Ákureyri. Samanlagð- ur tími hans var 68,6 sek. Ann- ar "varð'Ingvi Óðinsson Akur- eyri með 68,7 sek. og þriðji Björn Haraldsson Húsavík með 71,3 sek. Drengjaflokkur. Sigurvegari í drengjaflokki varð Gunnlaugur Frímannsson Akureyri á 38,5 sek. samanlögð- um tíma. Annar var Haraldur Haraldsson Húsavík, sem hafði 54,8 sek. og þriðji Gunnar Jak- obsson Akureyri með 99,4 sek. Kvennaflokkur. Tvær kepptu í kvennaflokki. Sigurvegari varð Karolína Guð- mundsdóttir AkureyrL Tími hennar í báðum ferðum var 92,4 sek. samanl. Sigríður Þ. Júlíus- dóttir náði betri brautartíma 39,4 sek. en varð fyrir smá- óheppni í síðari ferðinni. Keppninni var lokið laust fyr ir kl. 16. Veðrið var mjög gott meðan á keppni stóð og fjöldi áhorfenda fylgdist með keppn- inni. Að mótinu loknu bauð íþróttafélagið Völsungur kepp- endum og starfsfólki til kaffi- drykkju í Hlöðufelli. Fóru þar fram verðlaunaafhendingar. Mótsstjóri var Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari. En for- maður skíðaráðs Völsungs er Stefán Benediktsson kaupmað- ur Húsavík. Þ. J. EYFIRÐINGAR! AKUREYRINGAR! Bingó spilað að Sólgarði laugard. 22. þ. m. kl. 9 e.h. Góð verðSaun. Hljómsveit leikur. Aðgangur bannaður inn- an 16 ára og liúsinu lokað kl. 11.30 e. h. U.M.F. Saurbæjarhrepps. Framkvæmdir í landbúnaði K V E Ð J A GYLFI GEIRSSON, f. 2. júlí 1938 — d. 9. jan. 1966 Frá Sveini Ámasyni. llelfregn nísti minn huga horfinn er góður drengur. Ýtti þar undir skarir örlaga þungur strengur. Vinarins björtu brosin berast mér ekki lengur. Eitt sinn fannst ekki fyrir forlaga sviptivindi. Ævin Ieið eins og draumur oft var svo glatt í lyndi. Þá var ei þetta grunað, að þryti vegur í skyndi. Nú þegar leið er Iokið líða að hinztu náðir. Þakka ég ylgeisla alla er þú á veg minn stráðir. Þakka allt það er áður áttum við saman báðir. Svo kveð ég þig kæri vinur kalt er um sætið auða. En minningamýndir skírar milda í veðrum nauða. Eitthvað sem alltaf varir út yfir gröf og dauða. ENN LIGGJA ekki fyrir endan legar skýrslur um framkvæmd- ir bænda á árinu 1965. Þær voru miklar en þó í sumum greinum minni en 1964, t. d. vélgrafnir skurðir. Aftur á móti voru í ár grafnir 1000 km. lengri plógræsi en 1964. Fyrir liggja endanlegar tölur um framkvæmdir gerðar árið 1964, er njóta framlags sam- kvæmt jarðræktarlögum. Þær * helzt'u voru sém hér segir: Framræsla og ræktun: Vélgrafnir_skurðir 1.255.383 m ‘J : > ý ' þ ; . eða 5.322.251 m- Plógræsi 2.695.504 m Aðrir skurðir og ræsi 18.442 m Nýrækt 6.084 ha Túnasléttur 218 ha Korn og grænf.akrar 1055 ha Grjótnám 26.304 m:5 Girðingar 840.020 m Byggingar: Áburðarhús 22.974 m3 Þvaggryfjur 4.814 m:! Haugstæði 1.244 m:i Þurrheyshlöður 134.444 m:í Súgþurrkunarkerfi 32.164 m- Votheyshlöður 10.939 m:! Matjurtageymslur 6.654 m:! (Úr útvarpserindi dr. Hall- dórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra í byrjun þessa árs.) FYRIR SKÖMMU afhentu börn Guttorms Pálssonar, fyrrum skógarvarðar á Hallormsstað, fimmtíu þúsund ki-óna fjárhæð að gjöf til hinnar nýju skóg- tilraunastöðvar Skógræktar rík- isns að Mógilsá. Gjöfinni skal verja til þess að koma upp bókasafni við til- raunastöðiná á Mógilsá, sem tek ur til starfa innan skamms. Vildu börn Guttorms minnast föður síns og starfa hans á þenn an smekklega og gagnlega hátt. Guttormur Pálsson var skóg- arvörður á Hallormsstað í sam- fleytt 46 ár. Hann tók við starfi árið 1909 og gegndi því til 1955. Guttormur var borinn og barn- fæddur á Hallormsstað. Faðir hans var Páll Vigfússon, stúd- enþ ritstjóri og bóndi á Hall- ormsstað, en móðir hans var Elísabet Sigurðardóttir prests Gunnarssonar á Hallormsstað. Páll andaðist fyrir aldur fram 1885, þegar Guttormur var á fyrsta ári. Hann ólst upp með móður sinni og systur á Hall- ormsstað, og þegar leitað var eftir ungum mönnum til skógar varðarnáms árið 1905 var Gutt- ormur einn af þeim, sem valinn var til námsins. Var þetta í sama mund og Hallormsstaða- skógur var friðaður en Elísabet móðir hans lét skóginn af hendi til friðunarinnar, því að hún hafði þá ábúðarrétt á jörðinni, og mun þá strax hafa verið gert ráð fyrr að Guttormur settist þar að síðarmeir. Þegar Guttormur Pálsson hafði lokið 3 ára verklegu og bóklegu skógarvarðamámi eftir dvöl á lýðháskólanum í Askov, settist hann að á Hallormsstað og tók þar við búsforráðum. . Hann kvæntist Sigríð.i Gutt- ormsdóttur frá Stöð skömmu eftir heimkomu sína. Þau áttu 4 börn, Bergljótu, kennara í Reykjavík, Pál, skógarverk- stjóra á Hallormsstað, Sigurð, bónda á Hallormsstað og Þór- hall, kennara í Reykjavík. Sig- rjður. Guttormsdóttir lézt árið 1930. Síðari kona Guttorms var Guðrún Pálsdóttir frá Þykkva- bæ í Landbroti. Þau eignuðust 5 börri, Margréti, kennara í EINHVERJiÍR nöturlegustu byggingar, sem fyrir auga ber, eru hundahreinsunarkofar. Á sumum stöðum eru þetta jarð- hús með einhverri þakmynd, en á^ðrupi jtöðúm steinhús, ef því nafni mætti nefna. Þar eru .JlUridar .hrejnsaðir vegna sulla- ve'iki,' samltvæmt lögum. Þarna er aðstaða hin hraklegasta á all an hátt og hréinsunin sjálf hárkaleg meðlerð já dýrum. Það afi komá mjridar bitnir og blóð- ugir, auk þess sem þeir eru fái’veikir. Hundahald á Akureyri var mjög til 'umrælSu' fyrir nokkru. Hundaeldi var bannað en síðan undanþágur veittar ef uppfyllt væru viss skilyrði. Síðan hafa ekki hlotizt vandræði af því hundahaldi svo teljandi sé. Hér var fyrr á árum notaður einn af þessum ómögulegu hundakof- um til að framkvæma í hina lög boðnu, árlegu hundahreinsun. En fyrir fáum misserum var þessu breytt, eftir að hunda- haldið var á dagskrá og ýmsum fannst hvert hundslíf dýrmætt. Þá var fengið sérstakt, upphitað húsnæði, vel lýst, með básum og bandi fyrir hvem hund til að koma í veg fyrir illindi milli hundanna og til þess að vinna mætti að hreinsun hunda á sið- manhlfegen ;hátt.’ Einnig var sá háttur upp tek- inn, að fá aðstoS dýralæknis við framkvæmd verksins, í stað þess að fela það sérstökum „embættismönnum“ hverra starfstitill hefur stundum verið notaður í óvirðingarskyni. Nú er hundahreinsun í bæn- um um garð gengin og hafa á því sviði enn orðið nokkrar framfarir, hundaeigendum og dýravinum til gleði. Samkvæmt ráði dýralæknis var nú fengið nýtt lyf. Hundana þarf nú ekki að svelta fyrir hreinsunina og hundarnir verða ekki fárveikir, eins og áður, eftir inngjöfina. En því er frá þessu sagt að aðr- ir mæftu þessi'mál hugleiða. Reykjavík, Gunnar, járnsmið í Reykjavik, Hjörleif, líffræðing og kennara í Neskaupstað, Loft, sagnfræðing og kennara í Reykjavík og Elísabetu, stúdent í Reykjavík. Segja má með nokkrum sauni, að Guttormur hafi verið sam- gróinn skóginum á Hallorms- stað. Þar hafði hann lifað bernsku- og æskuár sín, og þeg- ar honum er falin umsjón skóg- arins var hann nýlega friðaður. Hann átti því láni að fagna að sjá kræklótt kjarr breytast í fallegan birkiskóg og stór rjóð- ur, móa og mela skírast skógi á ný. Jafnframt því uxu upp margar tegundir erlendra barr- trjáa, er sumar hverjar hafa unnið sér þegnrétt í gróðurríki íslands, undir handleiðslu Gutt- orms. Hallormsstaðaskógur er nú orðinn einhver dýrmætasti staður á öllu íslandi. Allur hugur Guttorms Páls- sonar var bundinn skóginum á Hallormsstað og skógræktinni í landinu. Af reynslu sinni sá hann hylla undir betra og feg- urra land í framtíðinni, og hafði hann oft orð á því að honum þætti íslendingar seinir til skiln ings. Fyrir því var það einstaklega vel til fundið' af börnum hans að minnast hans á þennan hátt. Tilraunastöðín á Mógilsá á að verða sá hornsteinn, sem skóg- (Framhald á blaðsíðu 7.) - FRÁ BÆJARSTJÓRN (Framhald af blaðsíðu 1). fjármagni til framkvæmdanna. Bæjarstjóri lagði fram sund- urliðaða kostnaðaráætlun yfir byggingu dráttarbrautar, gerða af Vitamá1 ask í'ífst'ofúfi hi.' Heildarkostrraður er- -áætláð- ur kr. 38.300.000.00. Frestað var að ganga endan- lega frá fjárhagsáætlun. □ Heildverzlun og vörugeymsla. í byggingánéfnd er m. a.: .Erindi dags. it. þ.m. frá Valde- mar Baldvinssyni;,: Ásvegi 27, þar sem hann ðskar eftir að fá leigða lóðiná nr. 20 við Tryggva braut til að byggja á hús fyrir heildverzlun og vörugeymslu. Samþykkt, erida verði byggt á lóðinni samkvæmt skipulagi. Löggilding á meistararéttindum. Erindi dags, 18. desember, 1965, frá Friðgeir F. Axfjörð, múrarameistara, Bjarmastíg 3, þar sem hann. óskar eftir heim- ild bygginganefndar til verk- töku sem múrarameistari við byggingaframkvæmdir hér í bæ. Meðfylgjandi er vottorð bæjar- fógeta Húsavíkur um útgefið meistarabréf í múraraiðn til handa Friðgeiri F. Axfjör'ð, dags. 20. október 1965. Meistara' bréfið dagsett 15. ágúst, 1957. Nefndin leggur til að Frið- geiri F. Axfjöv.ð verði veitt lög- gilding sem múrarameistari hér í bæ.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.