Dagur - 26.01.1966, Page 4

Dagur - 26.01.1966, Page 4
4 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hólmfastur BJARNI RENEDIKTSSON forsæt- I jsráðherra gerði sér tíðrætt um það núna tnn áramótin, að hér liefðu ver ið innflutningshöft fyrir stríð og að af því hefði leitt, að kunnur útgerð- armaður hefði hlotið sekt fyrir að flytja inn eitt fiskiskip án leyfis og greiða í erlendum gjaldeyri, sem hann átli að skila til bankanna. Taldi Bjarni þetta minna á liýðingu Hólmfasts nokkurs á emokunartím• anum, sem fræg er orðin og skráð í skólabækur. Sé ]>etta svo, hefur Bjarni víst oft látið hýða Hólmfast, því að lög um gjaldeyris- og fjárfestingarhömlur voru lengi framkvæmd í dómsmála- ráðherratíð hans, og merkur leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum formaður „haftanefndar" þ. e. fjárhagsráðs. Nú ætlast Bjarni til þess, að mönn- um blöskri sú ósvinna fyrri tíma að láta gjaldeyrishömlur koma niður á fiskiskipi. Sjálfur ætti hann að vita betur. Hann átti að vita, að á árun- um milli 1930—1940 lokuðust aðab fiskimarkaðir íslendinga að veru- legu leyti, og birgðir hrúguðust upp í landinu. Ef nú er ástæða til að tala um „smjörfjöll", var í þann tíð ástæða til að tala um fiskfjöll. Með- an svo stóð á var ástæða til að auka fiskiflotann ekki eins brýn og hún hefur verið fyrr og síðar, en hins veg ar mjög brýn ástæða til að efla nýjar fiskverkunaraðferðir, og það var gert. Á þessum tíma var m. a. lagður grundvöllur að freðfiskframleiðslu og skreiðarframleiðslu landsmanna. Til þess þurfti gjaldeyri og m. a. af þessurn ástæðum voru innflutnings- takmarkanir þá nauðsynlegar. Æski- legt væri, að forsætisráðherra íslands gerði sér grein fyrir svo mikilvægum atriðum í íslenzkri hagsögu. RÖNG STEFNA MJÖG MARGIR eru því mótfalln- ir, að gerður verði samningur um innflutning erlends fjármagns til stóriðju á Reykjavíkursvæðinu. — Telja Jieir, að í því felist mikil hætta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og rösk- un á efnahagskerfi hennar, svo og búsetu fólks. Stóriðja syðra mun í vaxandi mæli soga til sín fólk úr flestum atvinnuvegum og mjög frá hinum ýmsu byggðum landsins. — Tímar verðbólgu og vinnuaflsskorts henta ekki til slíks, auk þess sem nú- verandi stjórnarvöldum er vart treystandi til forystunnar. HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON: ALUMINÍUMMÁLIÐ er nú efst á baugi og mun að líkindum verða það í vaxandi mæli næstu vikurnar. Engan þarf að undra þótt slíkt stórmál verði ekki til lykta leitt án nokkurra átaka í þessu litla þjóðfélagi. Hvort tveggja er að hér er um að ræða stærsta ein- stakt mannvirki, sem nokkru sinni hefur verið áformað hér og í annan stað er ætlunin að fara inn á nýja braut í atvinnu- málum þar sem er fyrirhugaður samningur við erlent auðfélag um byggingu og rekstur alum- iníumversins. Ekki er ætlunin með þessu greinarkorni að taka þátt í þeim miklu almennu umræðum s?m uppi eru um þetta mál, svo sem hvort rétt sé að hleypa er- lendu gróðafjármagni inn í land ið og það við núverandi aðstæð- ur í atvinnumálum, né heldur um samninga þá við svissneska félagið, sem ríkisstjórnin hefur látið vinna að undanfarið og boðar að lagðar verði fyrir Al- þingi til staðfestingar seinna í vetur. Aðeins skal sú skoðun látin í ljós, að rétt sé og lofsamlegt í sjálfu sér að leitað sé nýrra leiða til að fjölga atvinnuúrræð- um þjóðarinnar og einnig hitt að vel geti verið réttlætanlegt að gera tilraun um samvinnu við erlent fjái-magn um ákveð- inn atvinnurekstur í landinu. Hins vegar er tíminn sem val- inn er til slíkrar tilraunar lík- lega sá óheppilegasti sem nokk- urn tíma hefur runnið upp, þegar slegizt er um hverja hönd sem vettlingi getur valdið og verðbólgan er í algleymingi. Á hinu leitinu er svo fyrirhuguð staðsetning aluminíumversins á suðurströnd Faxaflóa algjör- lega forkastanleg og um þann þátt málsins einan fjallar þessi grein. Það er kunnara en svo að um þurfi að ræða, að engin þjcð í Evrópu og varla nokkur þjóð á hnettinum er að jafnmiklu leyti samansöfnuð í og við höfuðborg sína eins og við. Það eru furðu- lega snögg umskipti á einni öld eða svo, að þjóð, sem átti sér enga höfuðborg skuli nú eiga hana svo volduga að hún er á mjög góðri og mjög hraðri leið áð soga til sín nærfellt allt landsfólkið. Tilhneiging í þessa átt gerir raunar vart við sig víðast hvar um allan heim og siglir í kjöl- far tækniþróunar atvinnuveg- anna. Víðast hvar í löndum er þó um að ræða fleiri miðstöðv- ar, sem draga til sín fólkið. Eigi að síður er þessi þróun allsstað- ar talin mjög viðsjárverð af ymsum ástæðum og á síðari ár- um hafa stjómarvöld margra landa gripið til kröftugra að- gerða til að hamla gegn henni. En hérlendis, þar sem ástæða til slíkra aðgerða er brýnni en í nokkru öðru landi hafa stjórn- arvöld enn ekki vaknað til skiln ings á skyldum sínum í þessu efni. Þvert á móti hafa opinber- ar aðgerðir einmitt hvað mest stuðlað að þessari öfgafullu þró- un hér og er óþarft að lýsa því, hvernig hver einasta stofnun ríkisins, sem ætlað er að þjóna allri þjóðinni, hefur verið sett niður í Reykjavík. Hins verður að geta sérstak- lega að tvo stærstu atvinnu- og framleiðslufyrirtæki, sem ís- lenzka ríkið hefur staðið að, voru líka sett niður í nágrenni Reykjavíkur, þ. e. áburðarverk- smiðjan og sementsverksmiðj- Hjörtur E. Þórarinsson. an. Segja má um bæði þessi stóru iðjuver að eðlilegar ástæð ur hafi legið til staðsetningar þeirra, annars vegar hráefnið á botni Faxaflóa, hins vegar ork- an frá Soginu og í báðum til- fellum nálægt aðalmarkaði fyrir framleiðsluna. En óheppi- legt var það eigi að síður frá sjónarmiði landsbyggðarinnar. Hersetan með öllum sínum umsvifum og allri sinni at- vinr.u hefur líka frá upphafi tengt sig Reykjavíkursvæðinu að langmestu leyti og dregið í þá áttina fólk úr öllum byggð- um landsins. Segja má, að ís- lenzk stjórnarvöld hafi litlu get að ráðið um gerðir setuliðsins a. m. k. fyrstu árin og síðar hef- ur undirlægjuháttur við Banda- ríkin ráðið því, að ekki hefur einu sinni verið reynt að koma í veg fyrir þau óheillaáhrif, sem hernaðarframkvæmdir hafa haft og hafa enn á atvinnumál og þar með búsetumál þjóðar- innar. Og þá er aftur komið að aluminíummálinu. Þar er um að ræða miklu stærri framkvæmd bæði í byggingu og síðar í rekstri heldur en þær, sem rík- ið hefur áður staðið að. Og það er að því leyti ólíkt þeim iðju- verum, sem áður voru talin, að það er hvorki háð innlendum aðstæðum um hráefni né mark- aði. Hér virðast því íslenzk stjórnarvöld óneitanlega geta haft í sínum höndum tæki sem um munar til að hafa áhrif á atvinnujafnvægi í landinu ef á annað borð á að ráðast í að stofnsetja slíkt fyrirtæki. Fyrst í stað var líka látið svo í veðri vaka af hálfu talsmanna stjórn- arinnar að líklegt væri að stað- ur norðanlands yrði fyrir val- inu. M. a. taldi núverandi fjár- málaráðherra, sem er þingmað- ur fyrir Norðurland, í blaðavið- tali að til þess væru líkur. Munu ýmsir hafa trúað, að á bak við þau ummæli fælist vilji stjórnarinnar og var þá allt mál ið stórum aðgengilegra frá sjón armiði þeirra, sem í raun og veru óska eftir, að sú þróun megi stöðvast, sem ár frá ári rýrir hlutfallslegt bolmagn landsbyggðarinnar gagnvart Faxaflóasvæðinu. En sú tálvon átti sér ekki langan aldur, því von bráðar kváðu sérfræðingarnir og samn ingamennirnir uppúr með það, að því miður væru skilyrði öll svo miklu lakari norðanlands, að staðsetning aluminíum- bræðslu kæmi alls ekki til greina þar og raunar hvergi í öllu landinu nema einmitt á svæði Stór-Reykjavíkur. Hefur óskin um staðsetningu norðan- lands líklega fljótt verið látin detta þegar til samninga kom við útlendingana, ef hún þá nokkurn tíma hefur verið sett fram. Þar með er sýnt að íslenzka ríkisstjórnin ætlar ekki að víla fyrir sér að beita þessu öfluga tæki þannig að áhrif þess hljóta óhjákvæmilega að ýta stórkost- lega undir óheillaþróunina í bú- setumálum þjóðarinnar. Hér má með sanni segja, að sá heggur, er hlífa skyldi og mun það þá vera hróplegasta dæmið um ábyrgðarleysi stjórnarvalda, sem saga hins endurreista ís- lenzka ríkis geymir. Furðulegt má heita, að ekk- ert skuli heyrast í stuðnings- mönnum stjórnarinnar hér norðanlands út af þeirri stefnu, sem þetta mál hefur nú tekið. Ekki er annað sjáanlegt en að þeir ætli með þögninni að leggja blessun sína yfir þetta plan allt og hafa þeir þó verið dregnir á asnaeyrunum ekki síður en við hinir. Og ekki get- ur þeim heldur verið minna á- hyggjuefni en stjórnarandstæð- ingum að horfa upp á að enn einu sinni ætlar ríkisvaldið að leggja þungt lóð röngu megin á vogarskál atvinnujafnvægis- ins í landinu. Enginn getur verið svo blind- ur, að hann sjái ekki hvert þetta leiðir okkur. Fyrir fáein- um árum var gerð síðasta breyt ingin á kjördæmaskipun lands- ins. Breytingin var óhjákvæmi- leg afleiðing af breyttum fólks- fjöldahlutföllum milli lands- hlutanna og var fyrst og fremst í því fólgin, að gefa höfuðborg- arsvæðinu aukin pólitísk völd. Hvað skyldi vera langt þangað til nauðsynlegt verður að gera enn eina kjördæmabreytingu af sömu ástæðu og með sömu afleiðingu, þ. e. auknum völd- um Stór-Reykjavíkur og sam- svarandi rýrðu áhrifavaldi ann arrar landsbyggðar. Það geta ekki orðið mörg ár að óbreyttri þróun mála, hvað þá ef aukinn skriður kemst á fólksstreymi suður í kjölfar stóraukinna at- vinnutækifæra þar. í dag höfum við ennþá nokk- urt pólitískt vald og mikið e£ við stöndum saman og viljum beita því. I dag getur ríkis- stjórn, ekki ltomið fram málum nerna þingmenn hennar á Norð urlandi og í öðrum landsfjórð- ungum veiti henni brautar- gengi. En það þarf ekki nema eina viðlíka breytingu og gerð var 1959 til þess að fyrirgera endanlega öllum möguleikum landsbyggðarinnar til að hafa afgerandi áhrif á gang þjóð- mála. Þá er svo komið, að stjórnin í Reykjavík þarf ekki frekar en henni sýnist að hlusta á máttvana rödd fólksins hér á norðurströndinni, fremur en þótt mús væri eitthvað að tísta undir vegg og gildir einu hvort um væri að ræða stjórnarand- stæðinga eða stjórnarslnna. Það er vegna þessa að þetta alúmíníummál alvnennt og stað setning væntavilegs iðjuvers sér staklega er svo mikið alvöru- mál fyrir landsbyggðina. Að öllu þessu athuguðu get- ur það því ekki talizt nein goð- gá, þótt fylgismenn stjórnarinn ar hér um slóðir séu spurðir, hvort þeir geti ekki tekið þátt í tilraun til að stöðva þetta mál á þeirri braut sem því nú hef- ur beint inn á, og sem tvímæla- laust leiðir til óþurftar fyrir byggðir Norðurlands. 23. jan. 1986. H. E. Þ. Dr. Charles 0. Lerche flytur fyrirlestur á Akureyri fyrir félaga íslenzk-ameriska félagsins og Varðbergs DR. CHARLES O. LERCHE, forseti alþjóðamáladeildar Ame rícan University í Washington, D. C., mun koma aftur til ís- lands 27. janúar n. k. til fyrir- lestrarhalds í Reykjavík og á Akureyri. Dr. Lerche átti stutta viðdvöl á íslandi á síðastliðnu ári og flutti þá fyrirlestra við Háskóla íslands og Samtök um vestræna samvinnu. í Reykjavík mun dr. Lerche halda fyrirlestur föstudaginn 28. janúar á fundi íslenzk- ameríska félagsins í Þjóðleik- húskjallaranum. Mun fyrirlest- urinn fjalla um ýmsa þætti utan ríkisstefnu Bandaríkjanna. Næsta dag 29. janúar mun dr. Lerche flytja fyrirlestur í há- degisverðarboði Varðbergs, einnig í Þjóðleikhúskjallaran- um. Sunnudaginn 30. janúar flýg- ur hann til Akureyrar og flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi íslenzk-ameríska félags- ins og Varðbergs í Lesstofu ís- lenzk-ameríska félagsins. Fund- urinn hefst kl. 5 e. h. Dr. Lerche stundaði nám við Syracuse University og víðar og hefur lengi haft alþjóðasam- skipti fyrir sérstakt rannsóknar- efni. Hann flytur fyrirlestra við marga háskóla í Bandaríkjun- um og kennir á sumarnámskeið um við University of Virginia og Michigan State University. Hann hefur haft á hendi um- sjá með kennslu í alþjóðasam- skiptum við Ford Foundation Dr. Cliarles O. Lerche. Faculty Seminar og verið sendi kennari í alþjóðamálum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Dr. Lerche flytur reglulega fyrirlestra um stjórnmál við ýmsa háskóla og við fræðslu- stofnun utanríkisráðuneytisins í Washington. □ Evrópaer báð rússneski! fimbri EVRÓPA verður æ háðari skóg arafurðum frá öðrum löndum, einkum Sovétríkjunum og Kan- ada. Á árinu 1964 kom t. d. frá Sovétríkjunum yfir helmingur- inn af öllum námustólpum, ná- lega þriðjungur hins sagaða trés, rúmur þriðjungur trjá- kvoðunnar og sjötti hluti kross- viðarins, sem Evrópuríkin fluttu inn. Þessar upplýsingar er að finna.í nýútkomnu yfirliti yfir trj ávörumarkaðinn, sem Efna- hagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE) gefur út árlega. Sovézkt met. Utflutningur Sovétríkjanna á söguðum trjáviði var meiri á árinu 1964 en nokkru sinni fyrr. 40 af hundraði þeirrar aukning- ar, sem varð á innflutningi Evrópuríkj anna, komu frá Sovétríkjunum, og komu 28 af hundraði aukningarinnar í hlut Bretlands eins. Skógarhögg í Evrópu jókst einungis um 4 af hundraði milli 1960 og 1964. Samtímis jókst inn flutningurinn um 63 af hundr- aði. En þó að þessar tölur gefi líka til kynna vaxandi innflutn- ing, er sannleikurinn sá að inn- flutningurinn nemur aðeins 4 af hundraði þess magns sem þörf er fyrir í iðnaðinum. Aukin framleiðsla á plönium úr viðartægjum. Eitt helzta sérkennið á mark- aði skógarafurða á árinu 1964 (Framhald á blaðsíðu 7.) 'j<-j+'j*-j+'j* ''s+'ý* j+ 'j+'j+'j+'j+'j+'j+'j+j+'j+'j+'j+'j+'j+'j+'j+'j I Mill j ónamæringur | Saga eftir ARNOLD BENNETT 5. ®*®*®*®*$»Q*$>*$*$ stjórnast af skynseminni. Samuels varð þegar í stað fyrir barðinu á huaaræsina;u húsbóndans. Ekkert bréf barst morg- uninn eftir, hvorki frá Marmion eða Minnie. Mr. Hollins hafði óttazt, að svo mundi fara, og samt var hann furðu lost- inn yfir þessari þrjózku. Þau voru bæði vopnlaus gagnvart honum, svo gersamlega vopnlaus, og samt sem áður voguðu þau sér að bjóða honum byrginn. Hann gat ekki skilið það. Málið var honum allt algeriega óskiljanlegt. Aldrei fyrr hafði nokkur maður leyft sér að standa þannig uppi í hár- inu á honum. Hann var þó bróðir mannsins, sem boðið hafði sjálfu lífinu byrginn, án þess að skeyta um afleiðing- arnar. Öll óbilgirni ættarinnar brauzt fram á þessari stundu. í einu vetfangi vaknaði hjá mr. Hollins prýðishugmynd. Hann hringdi til mr. Shelton Shelton, mannvinarins og lækningastöðvagjafarans. Það reyndist raunar ekki heiglum hent að ná fyrirvaralaust tali af svo merkilegum manni, jafnvel ekki í síma. Ef til vill var það aðallega að þakka frekjunni í þrumuraustinni, að mr. Hollins heppnaðist að lokum að ná sambandi við hann og skýra honum frá þeirri ósk sinni að mega eiga viðtal við mannvininn um gjafir til almenningslieilla á breiðunr grundvelli. Herrarnir ákváðu að hittast daginn eftir. Símtalið var staðfest samdægurs í bréfi frá einkaritara mr. Shelton Shelton. Úr því að enginn vottur um lífsmark barst daginn eftir frá húsinu með fagurrauðu útidyrahurðinni, ákvað mr. Hollins að halda fast við ákvörðun sína. Hann varð að bíða fullan stundarfjórðung í herberginu framan við skrifstofu mannvinarins. Biðin þyngdi skap hans um helming. Loksins bauð mannvinurinn honum þó ósköp kæruleysislega að ganga í einkaskrifstofuna, sem var stærri og íburðarmeiri en nokkur skrifstofa, sem hann hafði áður augum litið. Mann- vinurinn var stuttur karl og grindhoraður, með rauðgljá- andi hörundslit og kvoðukennda rödd. Kækur hans var að halda saman höndum framan á sér og styðja sarnan fingur- gómunum. Mr. Hollins virtist hann líkjast meira vakn- ingapredikara eða okrara en frægum líknarmanni mann- kynsins. En undir öllum kringumstæðum varð hann þó að viðurkenna, að mr. Shelton Shelton virtist framúrskarandi klókur maður og dugandi. En hann óttaðist svolítið, að mannvinurinn mundi einhvern veginn beita hann brögð- um.... — Ég bið yður að afsaka, kæri mr. Hollins, að ég hef látið yður bíða, hóf mannvinurinn máls og vafði langri hendinni eins og slöngusporði um hramminn á mr. Hollins. Ég vona, að ég þurfi ekki að taka það fram, að kringum- stæðurnar báru mig algerlega ofurliði. Þær gera það sífellt, æ, já. Gerið svo vel að setjast, herra minn. Mér þykir ákaf- lega vænt um að fá að hitta forstjóra þess fyrirtækis, sem unnið hefur svo ágætt starf við að leysa vandamál hinna fátæku miðstétta vorra varðandi mataræðið. O. s. frv., o. s. frv. í sama dúr. Mr. Hollins varð brátt ljóst, að mr. Shelton mundi hafa aflað sér ýmislegra upplýsinga um hann. Þegar mr. Hollins hafði mnldrað fáein orð til andsvara við inngangsorðum mannvinarins; hélt sá síðarnefndi áfram. — Ég er viss um, að þér skiljið, hvers vegna ég vænti þess, að þér á þessum fyrsta fundi okkar, segið mér erindi yðar í eins stuttu máli og framast er unnt. Starfsdagur minn er ákaflega hlaðinn. Ég á að hitta greifafrúna af Alcar éftir' stundarfjórðung og fyrsta sendisveitarritarann við ameríska sendiráðið eftir klukkutíma. — Ég get skýrt yður frá erindi mínu á fimm mínútum, ekki fimmtán, sagði mr. Hollins fastmæltur. Ég er eins og þér, mr. Shelton, auðugur maður. (Mr. Shelton kinkaði kolli). Ég véit sarla, hvað ég á að gera við peninga mína. Ég á engan nákominn ættingja, nema eina dóttur, sem er gift og komin í örugga höfn. Ég er ekki haldinn neinum ástríð- um, sem krefjast fullnægingar, skemmtanaþörf mín er lítil- fjörleg, og ég eyði þess vegna ekki miklu. Mig langar til að gera eitthvað þarflegt með þessum peningum. Og ég vil skilyrðislaust, að þeim sé öllum ráðstafað áður en ég dey. — Ó, alveg ljómandi, aldeilis afbragð. Ég vildi óska, að til væru fleiri milljónamæringar með hugarfari yðar, mr. Hollins. Þér þurfið að ráðgast um þetta við einhvern, og þess vegna komið þér á minn fund? Hvaða bölvað æði er þetta á karlinum, hugsaði mr. Hollins. Hátt sagði hann: — Mér datt í hug, að maður með reynslu yðar kynni að geta gefið mér einhverja vísbendingu. Ég get sko róið mínu eigin skipi, mr. Shelton, en smábendingar frá manni eins og yður mundi ég meta nokkurs. — O, verið þér ekki að afsaka yður, mr. Hollins. Gerið það fyrir mig að vera ekki með neinar afsakanir. Ég geri auðvitað allt fyrir yður, allt, sem í mínu valdi stendur. Ég helga líf mitt þjónustu við mannkynið. Það veit hvert barn í þessu landi. Og því miður er þörfin alls staðar. Nei, það er enginn hörgull á miskunnarverkum, sem þér getið helg- að yður. Nei, svo sannarlega enginn hörgull. Persónulega geri ég allt, sem ég get, eins og þér hafið áreiðanlega heyrt um. En það er bara svo lítið, alltof lítið. Allt í einu sá mr. Hollins sér til mikillar undrunar tár blika í augum nrr. Shelton Shelton. í fyrstu hélt hann, að sér hefði missýnzt, en þegar hann sá greinilega tvo dropa rykkjast niður rauða og hrukkótta vanga mannvinarins, var honum Ijóst, að honum hafði ekki skjátlazt. Þessi ógeðslega músabrynning vakti viðbjóð hjá mr. Hollins. Hann óttaðist og fyrirleit mr. Shelton Shelton og hefði strunsað út þegar í stað, ef hann hefði ekki verið ákveðinn í að notfæra sér kunnáttu mr. Sheltons á þessu sviði. Hann vildi um fram alla muni komast hjá því að gera sig hlægilegan, þeg- ar hann færi að ausa fé í manrrúðina. — Áður en við höldum lengra, sagði mr. Shelton Shelton, þá vilduð þér kannske nefna mér upphæðina, sem þér hafið hugsað yður að láta af hendi rakna. Allar áætlanir um notk- un fjárins hljóta að byggjast á því, hve mikil upphæð er fyrir hendi. — Hálf milljón punda til að byrja með, sagði mr. Hollins stuttur í spuna. Mannvinurinn leit fyrst á klukkuna á veggnum og tók síðan upp úrið úr vasa sínum. — Þér verðið að lofa mér að hugsa málið, mr. Hollins, sagði hann. Þér lofið mér að hugsa málið. Upphæðin er alls ekki neinir smámunir. .. . og leyfið mér að segja yður, að ég dáist að einlægni yðar og þeirri félagshyggju, sem býr yður í brjósti. Ég .hugsa málið og sendi yður línu innan fárra daga. Mannvinurinn hringdi lítilli klukku. Og áður en mr. Hollins vissi af, var hann kominn út á götu. Hjá honum vaknaði algerlega ný hugsun. Hann var ekki eini sterki og óbilgjarni maðurinn í heiminum. IV. Nokkrum dögum síðar kom Minnie um miðaftansbil í heiriisókn til föður síns. Þegar Samuels opnaði dyrnar, lyfti liann brúnum og rétti höfuðið svolítið upp. Það átti að gefa til kynriáj að harðstjórinn væri uppi í stofunni og í foraðsskapi. Enginn yfirþjónn í heimi hefði kunnað að gefa greinilegri \ itneskju á orðvarari og háttvísari hátt. Samuels virti fyrrveraiidi húsmóður sína fyrir sér með skilyrðislausri aðdáun.. Hjónabandið hafði orkað framúrskarandi vel á hana og gert hana að töfrandi konu. — Gott kvöld, pabbi mirin, sagði hún, þegar hún kom inn í stofuna. Sá gamli sat við arininn. — Hvað vilt þú? — Mig langaði bara til að líta inn og sjá, hvernig þér liði. — Er Marmion búinn að segja upp? i - Já- Minnie settist og tók af sér hanzkana. Mr. Hollins stökk á fætur. — Búinn? Er hann búinri að því? æpti hann með trylltri þrumuraust. Hann stóð þama á gólfinu og starði á dóttur sína, lostinn ógn og skelfingu. Mælirinn var fullur. Þau höfðu boðið honum byrginn, af svívirðilegri þrjózku og *' einþykkni. Málið hafði ekki einu sinni verið rætt við hann. Þau höfðu ekki einu sinni reynt að friðmælast við hann. Mitt í geðshræringu sinni reyndi hann að lesa hug dóttur sinnar í mjúklátum, hálfvegis móðurlegum andlitssvip hennar. Hún og maður hennar voru reiðubúin að fórna fimm þúsund pundum á ári (og kannske einhvei'jum smá- upphæðum frá Sir Maurice) aðeins til þess að sýna, að þau væru með öllu óháð honum. Þarna stóðu þau augliti til auglitis við fátæktina. Hver gat skilið þetta? Þessi unga kona hlaut að hafa lilotið í vöggugjöf ekki svo lítið af skap- ferli hans sjálfs. Enda hafði hún ævinlega valdið honum heilabrotum, jafnvel þegar hann hafði kvalið hana og auð- mýkt, neytt hana til skilyrðislausrar hlýðni. Á sinn hátt hlaut hún að vera eins miskunnarlaus og hann. . . . Én hann skyldi vera miskunnarlaus, miskunnarlausari en. nokkru sinni fyrr. Hann gat blátt áfram ekki þolað það, að nokkurt kvikindi stæði uppi í hárinu á honum. Það voðalega var ekki lengur þetta, að Marmion hafði sagt stöðu sinni lausri. . . . Það var aukaatriði. .. . Það voðalega var,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.