Dagur - 26.01.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 26.01.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Dalvík. (Ljósm.: J. H.) Dalvíkingar ætla að reisa síldarbræðslu Hlutafjársöfnun er þegar hafin á staðnum Dalvík 24. janúar. Fyrir nokkr- um dögum var haldinn hér borgarafundur og rætt um byggingu síldarverksmiðju á MARGIR FÓRU SUÐUR Ólafsfirði 24. jan. í gær og nótt var vont veður, og skólabörn urðu veðurteppt. Síðustu fjóra daga vikunnar var róið en afli var heldur lé- legri en vikuna áður, enda ekki sótt eins langt vegna verra veðurs, fengu þó upp í 5 tonn. Ovenju margt fólk fór á ver- tíð. B. S. Ný humarflokkunarvél Á FÖSTUDAGINN var kynnt ný vél, smíðuð eftir teikningu cg forsögn Sigmunds Jóhanns- sonar vélaeftirlitsmanns í Vest- mannaeyjum í vélsmiðjunni Þór í Eyjum. Vél þessi flokkar humar í sex stærðarflokka og sparar vinnuafl. Vél þessi kost- ar 87 þús. kr. og seldust 11 vél- ar um leið. Humarvertíðin hefst í maí ár hvert og munu hinar nýju vél- ar þá koma í góðar þarfir. □ „KLERKAR f KLÍPU“ AÐ FREYVANGI LEIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps frumsýndi í gærkvöldi gamanleikinn ,Klerkar í klípu*. Leikstjóri er Jóhann Ögmunds- son, Akureyri, en aðalhlutverk leika: Fanney Theodórsdóttir, Tjamalandi og Vignir Guðna- son, Bringu. Hálka á vegum VARAÐ ER við hættulegri hálku víða á vegum, bæði á fjallvegiun, í byggð og á götum bæjanna. □ Dalvík. Málið hlaut hinar beztu undirtektir og er hlutafjársöfn- un þegar hafin. Lítur út fyrir, að hún ætli að ganga mjög vel. Unnið er nú að víðtækum at- hugunum á þesu máli. Óðru hverju er unnið við ný- byggingu við Húsabakkaskól- anh í Svarfaðardal og lítur bet- ur út en áður að hægt verði að taka hana í notkun næsta haust, þótt of snemmt sé að full ýrða nokkuð í því efni. Þá er lika unnið að íþróttahússbygg- ingu hér á Dalvík, og er í það komið' liítakerf i. Sjö ungir menn fóru héðan á vetrarvertíð til Ólafsvíkur. Sundskáli Svarfdæla, elzta yfirbyggða sundlaug landsins, hálffertugúr að aldrþ hefur í vetur verið notaður fjóra daga í viku hverri, til sundkennslu fyrir skólána á Húsabakka og Dalvík. En þessi gamli og frægi sundstaður hefur ekki þjónað því hlutverki að undanförnu sÖk'um skorts á hita. Nú í haust rættist hins vegar úr því, er borað var þar nærri. En þá feng ust 4 sekúndulítrar af 34 gráðu heitu vatni, sem nú gera Sund- skálann að hinu ágætasta vetr- arsundstað. Búningsklefar o. fl. þarf að vísu að lagfæra, og verð ur sjálfsagt gert eins fljótt og tök eru á. Starfsfólk kaupfélagsins hér úndirbýr nú þorrablót, seríi m.argir hlakka til. Um 50 fast- ráðnir menn og konur starfa hjá kaupfélaginu. J. H. MARGIR UM BOÐIÐ Á sama tíma og sjávarútvegur- inn kvartar yfir skorti á vinnu- afli, er gengið milli manna í sunnlenzkum verstöðvum, og þeim boðin ýms fríðindi við framkvæmdir í Hvalfirði. Ilval- fjarðarframkvæmdimar eru hálfgerð feinmismál. Afneitun stjómarvalda á, að þar sé um liemaðarmannvirki að ræða, trúa menn misjafnlega. En livað sem því líður eru margir um boðið þar sem vinnuaflið er annars vegar. Eða svo er það sunnanlands. Hin mikla eftir- spum eftir vinnuaflinu skapar að ýmsu leyti óheilbrigt ástand, einnig í öðmm landshJutum. SOGAR TIL SÍN FÓLK Hinn yfirspennti vinnumarkað- ur er þó aðeins á suðvestur- landi, enda sogar hann til sín fólk úr öðrum landshlutum, auk útlendinga. En landsíeðurnir láta sér vel Iíka og ætla enn að auka á sunnlenzka sogkraftinn með byggingu stóriðju við Straumsvík. Þeir hafa lands- byggðarstefnu á vörunum, en virðast orðnir þjónar erlendrar auðhyggju og uppgefnir á því að veita þjóðmálum viðhlítandi forystu. VANTRÚ Á ÍSL. ATVINNU- VEGUM Þjóðarleiðtogar okkar hafa misst trúna á íslenzka atvinnu- vegi. Allir vita hvaða hug þeir Vatnsskortur í Kinn Ófeigsstöðum 24. jan. Hér er fremur snjólítið og fært um allt. En skaparinn setti á okkur 15 stiga frost í dag og 20 stig í gær og fer þá að verða svalt í veðri þegar hvessir. Hér í sveit eru milli 10 og 20 heimilisrafstöðvar og vantar nú víða vatn til að þær skili full- um afköstum. Bæði var jörð vatnslítil í haust og svo gera frostin sitt til núna. En þrátt fýr ir kuldana og að mannfundir liggja að mestu niðri, er eitt- hvað. hugsað um pólitíkina. Þingeyingar hafa nýverið látið frá sér heyra um eitt stórmál- anna. Þessi vísa varð til austan heiðar í dag: „Siglt er hátt en lágt er lotið lífið eins og kveikur brennur. Nú er ísland niður brotið, nægtafullt svo út af rennur.“ B. B. „Klerkar í klípu“. Frá vinsíri: Ilólmfríður Guðmundsdóttir, Vignir Gunnarsson, Fanney Theo- dórsdóttir og Gunnvör Bjömsdóttir. (Ljósm.: Níels Hansscn.) bera til Iandbúnaðarins — telja hann dragbít á liagvexti þjóð- arimiar, og ódýrara að neyta er- lendrar búvöru. Iðnaðinn eru þeir að sliga ineð óeðlilegri tolla- og vaxtapólitík. Togaraút- gerð á fslandi er að líða undir lok á sama tíma og nýtízku tog- arar nágrannaþjóða veiða hér við Iand með góðum hagnaði. Vantrú og bein óvirðing stjóm- arvalda á íslenzkum atvinnu- vegum er meinsemd, sem þyrfti að fjarlægja. ------ — SJÓRNIN HEFUR AÐRA En þótt stjómin sé trúlítil á ís- lenzkt athafnalíf og liafi gefizt upp við ýmis verkefni sín fyrir augum alþjóðar, er hún ekki trúlaus ineð öllu. Hennar nýju guðir eru erlent fjármagn, er- lendir auðhringir og jafnvel er- lent vinnuafl. Landhelgismálið, dátasjónvarpið, hernaðarfram- kvæmdir í Hvalfirði og alumin- bræðsla við Siraumsvik eru nokkrir merkjasteinar á veg- ferð núverandi stjórnar. ÞING V ALL AIMÁLIÐ Sigurður Mkgnússon hélt ný- lega umræðufund í úívarpi um endurreisn Alþingis á Þingvöll- um. Frummælandi var Ágúst Þorvaldsson bóndi og alþingis- maður á Brúnastöðum í Ámes- sýslu. Én Ágúst er aðalflutn- ingsmaður að tillögu til þings- ályktunar um þjóðaratkvæði í þessu máli. Það kom í Ijós, að forseti Ungmennafélags fslands, séra Eiríkur Eiríksson þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, vildi fá Alþingi á Þingvöll og mælti hann fyrir því. Hér sem oftar endurtekur sagan sig, því að fyrir 39 árum börðust ung- mennafélögin fyrir því, að Al- þingi yrði fiutt heim á sínar slóðir, og sendu Alþingi áskor- anir um það efni. Tíminn skýrði frá því, að bændur í Þingvallasveit hefðu oft rætt þingflutninginn og væm honum fylgjandL AÐSTÖÐUMUNUR f sambandi við fiskveiðar og fiski innslu er það emi ekki rætt sem skyldi, hve mikill munur er á aðstöðu fiskvinnslustöðva norðanlands og sunnan. Syðra á vertíð, sem þar er aðalvertíð- in, er hráefni nóg og stórfiskur- inn þar ódýrari í vimislu en lihin smærri fiskur, sem hér veiðist. í tíð vinstri stjómarinnar var frystihúsum greidd sérstök vinnsluuppbót á þann fisk, sem dýrastur var í vhmslu. Ein af (Framhald á blaðsíðu 7). Togarinn náðist út TOGARI sá frá Fleetwood, sem strandaði á Höfðabrekkufjörum og áður er hér frá sagt, náðist út á laugardaginn lítt eða ekki skemmdur og var honum siglt samdægurs til Reykjavíkur. Varðskipið Óðinn náði togar- anum út á flóðinu sl. laugar- dagsmorgun. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.