Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur. Hafnarstrreti 90, Akureyri Símar 1-1186 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Taka þarf í í NÝÚTKOMNU fyrsta hefti Sam- vinnunnar á þessu ári segir Erlend- ur Einarsson forstjóri SÍS m. a. á þessa leið: „Þrátt fyrir góðærið til sjós og lands horfa menn þó með kvíða fram á nýtt ár. Ástæðan er sú, að verð- bólguskýið grúfir yfir, dekkra en nokkru sinni fvrr. I*að mun láta riærri, að verðgildi krónunnar liafi minnkað um helming á sl. fjórum árum. Afleiðingin er svo sú, að ríkis- sjóður, bæjarlélög og atvinnufyrir- tæki berjast í bökkum. . .. Laun hafa yfirleitt hækkað um 100% sl. fjögur ár og reksturskostnaður í flestum tilfellum hlutfallslega. Spari- fjáreigendur hafa tapað lielmingi sparifjárins á sl. 4 árum. ... Það er sama hvar drepið er niður, verð- bólgan er að setja efnahagsmál þjóð- arinnar í mjög alvarlegan hnút. Þessi þróun getur ekki endað nema á einn veg: Atvinnufyrirtæki lenda í strandi, þar með útflutningsatvinnu- vcgirnir. Undanfarið hefur slík þró- un alltaf endað á einn veg. Gripið er til gengislækkunar, sem er raunar staðfesting á verðfalli íslenzku krón- unnar innanlands. Er ekki mál til komið að hætta þessum skollaleik? Allir hugsandi menn hljóta að svara þeirri spurningu játandi. Og þá kem- ur önnur spurning: Hver á að hafa forystuna? Að sjálfsögðu er eðlilegt, að ríkisstjómin hafi íorystu í þessu þýðingarmesta máli þjóðarinnar í dag. Mér er Ijóst, að það er hægara sagt en gert að finna ráð, scm að gagni komi í þessurn efnum. En með- an stjórnarvöldin keppast við að segja, að allt sé í bezta lagi, er eklti von á góðu. Fyrst er að viðurkenna, hve ástandið er aivarlegt, og fá al- menning til þess að skilja það. Síð- an að fá samstöðu um skynsamlegar ráðstafanir. ... Ef ekkert verður að- hafzt af hálfu stjórnarvalda í efna- hagsmálum, verður fólk úr öllum stjórnmálaflokkum að taka höndum saman og knýja fram raunhæfar að- gerðir til að stöðva óðaverðbólguna. Ríkisstjómin verður að viðurkenna, eins og allir aðrir, að óðaverðbólgu- ástand ríkir nú í efnahagsmálum. 25% kauphækkanir ár eftir ár, sem verðbólgan gleypir jafnharðan, stað- festa þetta. Upplausn með gengis- fellingu og kjaraskerðingu hlýtur að skella yfir þjóðina fyrr en varir, ef ekkert verður að gert.“ VIÐ heyrum oft talað og ritað um hina svonefndu „aldamóta- menn“. Það eru nokkuð mis- jafn skilningur sem menn leggja í þetta orð, en oftast mun átt við þá menn, sem voru á æsku- skeiði um aldamót og fyrsta ára tug þessarar aldar. Þessi kyn- slóð hefur lifað og starfað á mestu framfara og blómaöld sem yfir þjóðina hefur komið. Margir þessir „aldamótamenn“ hafa unnið ötullega að sjálfstæð isbaráttu þjóðarinnar og flutt 'það mál fram til sigurs. Rétt eftir aldamótin þegar sjálfstæðisbarátta fslendinga stcð sem hæst þá skapaðist ný hreyfing hér á landi. Það var ný hugsjón meðal ungra manna sem fyrst varð að veruleika með stofnun ungmennafélag- anna. Menn virðast ekki alveg sammála hvar fyrsta fé- lagið hafi verið stofnað, en á Akureyri var ung- mennafélag stofnað 1906. Þessi félagsstofnun vaktj mikla at- hygli, því stefnuskrá félagsins var að vernda íslenzka tungu og varðveita þjóðlega menningu á sem flestum sviðum. Það vakti líka mikla athygli að foringjarn ir sem að félagsstofnun þessari stóðu, gerðu með sér heitstreng ingar um ýmis afrek, sem þeir ætluðU að framlcvæma, eða stuðla að framgangi ákveðinna mála. Þetta vakti mikla hrifn- ingu hjá æskufólki í Eyjafirði og víðar. Þegar þetta var að gerast þá var ungur sveinn að vaxa úr grasi út með Eyjafirði. Hann hefur eflaust hrifizt af þessari nýju félagsstofnun og hugsað sér að vinna þjóð sinni eitthvert gagn þegar hann hefði aldur til. Nú þekkir öll þjóðin Sveinbjörn Jónsson en sá er maðurinn sem hér er talað um, og samkvæmt ýmsum heimild- um hefi ég það fyrir satt að nú í dag sé hann búinn að fylla sjöunda tug ævi sinnar. Sveinbjörn Jónsson er fædd- ur að Syrða-Holti í Svarfaðar- dal, en var 7 ára þegar foreldr- ar hans fluttu til Ólafsfjarðar og þar hefur Sveinbjörn alizt upp. Annars er ég of ókunnur til að skrifa um ætt Sveinbjarnar. Snemma mun hugur hans hafa hneigzt til iðnnáms og ungur að árum fer hann til Noregs og lærir þar -byggingarfræði og teikningar. Eftir heimkomuna byrjar hann strax á framkvæmd um við húsbyggingar og gerðist brátt forustumaður í þeim mál- um. Hér á Akureyri annaðist Sveinbjörn um byggingu á mörgum húsum, meðal annars teiknaði hann og sá um bygg- ingu á verzlunar- og skrifstofu- húsi KEA. Ennfremur sá hann um byggingu á verzlunarhúsi Kaupfélags ísfirðinga og hjá Kaupfélagi Þingeyinga Húsa- vík annaðist hann um byggingu á sláturhúsi og frystihúsi. Hér á Akureyri tók Sveinbjörn upp það, nýmæli að nota vikur sem einangrunarefni í steinhúsum. Vikurinn fékk hann austan frá Jökulsá í Axarfirði og þegar vik urinn þraut þar þá var gerður út leiðangur upp með allri Jök- ulsá á Fjöllum þar til þeir fundu vikurrastir meðfram ánni inn undir Herðubreið, þar var vikrinum mokað út í ána og hún látin flytja hann út á sand- ana við árósinn, en þaðan var svo hægt að flytja hann með bifreiðum til Akureyrar. Ekki gleymdi Sveinbjörn sinni heima byggð Ólafsfirði, þar var vel þegið að hafa hann sem ráðgjafa SJÖTUGUR: í einu og öðru. Sem dæmi má nefna að hann var upphafsmað- ur að því að lögð var hitaveita um kauptúnið og sá um fram- kvæmd þess verks. Einnig fékk har.n norskan verkfræðing til að athuga hvort ekki mundi hægt að gera veg fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Mig grunar að það hafi flýtt fyrir því að ráðizt var í þá vegagerð. Síðasta hús sem Sveinbjörn Jónsson. Sveinbjörn byggði áður en hann flutti suður, var íbúðarhús Baldvins Ryel. Sumarið 1921 giftist Svein- björn Guðrúnu Þ. Björnsdóttur frá Veðramóti. Guðrún er vel menntuð og mikilhæf kona, sem hefur búið þeim hjónum hlý- legt og vistlegt heimili. Fyrstu árin bjuggu þau hjón hér á Ak- ureyri. En 1925 kaupir Svein- björn 20 dagsláttur af landi norð an við Kaupang í Kaupangs- sveit. Þar byggir Sveinbjörn steinhús í gömlum burstastíl, með þrem burstum. í ársritinu „Hlín“ 14. árg. skrifar ritstjór- inn frk. Halldóra Bjarnadóttir mjög snjalla og skemmtilega lýsingu á þessari byggingu sem hún er mjög hrifin af, enda er hún þá búin að dvelja hjá þeim mörg sumur. Býlið heitir Knarrarberg og þarna bjuggu þau Guðrún og Sveinbjörn í 10 ár. Hún sá um búskapinn og hafði auk þess garðyrkjukennslu þar um ára- bil, því hún er útlærð garðyrkju kona og hafði yndi af allri rækt un þarna. E.n nú kem ég að því serri mér er mest í mun að minnast hér og það er framleiðsla Svein- björns á aluminium-amboðum. Hann átti fyrstu hugmynd að þeirri framleiðslu og tók einka- leyfi fyrir því á sínum tíma. Árið 1931 var hafinn undirbún- ingur á þessari framleiðslu og næsta ár mun það hafa byrjað fyrir alvöru. Samtímis hóf hann framleiðslu á ræstidufti o. fl. Utan um þetta varð til fyrir- tækið „Iðja“ (sem er ennþá við lýði á Akureyri). Þetta fyrir- tæki átti eftir að vaxa með ári hverju, því þeir sem eitt sinn byrjuðu að nota alumin-amboð vildu eingöngu hafa þau eftir það. Alumin-hrífur voru að öllu leyti úr alumini (skaft, haus og tindar). Síðar voru hrífurnar hafðar með trésköftum og vildu margir þær frekar, en þá þurfti að hafa gott efni í hrífusköftun um og góða kló. Alumin-orfin urðu mjög eftirsótt og þóttu taka mikið fram gömlu tréorf- unum. Þegar Sveinbjörn flutti alfar- inn héðan til Reykjavíkur, þá vildi hann ekki selja Iðju, (eða flytja framleiðsluna suður). Því valdi hann sér sameignarmann, ötulan og áreiðanlegan smið, Lárus Björnsson, sem reyndist mjög áhugasamur og góður fé- lagi. Það var um áramótin 1935 —1936 sem Lárus tók við verk- stæði Iðju og sá um alla fram- leiðslu hennar og sölu. En Svein björn annaðist um innkaup á öllu efni. Einnig sá hann um smíði á hinni svonefndu Iðju- kló. Hún er notuð til að tengja saman haus og skaft, og gerði Sveinbjörn margar breytingar á henni unz hann loks fann þá beztu. Annars var hann stöðugt að endurbæta þessi amboð, eft- ir því sem reynslan af þeim gaf tilefni til. Framan af árum var eftirspurnin meiri en fram- leiðslan, sem mest var vegna tregðu á innflutningi á alumin- efni og löngum afgreiðslufresti. En eftir því sem árin liðu og vélvæðing sveitanna varð örari, þá minnkaði eftirspurnin vegna minni notkunar á amboðum. Alumin-amboðin dreifðust um öll héruð á landinu. Flest kaup- félög og margir kaupmenn verzluðu við Iðju. Stærstu Kaup félögin urðu fastir viðskiptavin ir hennar um langt árabil. Ég hefi orðið fjölorðari um þetta en ella, því frá byrjun hefi ég haft með höndum reikningshald fyrir Iðju og gegnum það starf mitt hefur mér hlotnazt sú sam ingja að eignast Sveinbjörn Jónsson sem vin. Þegar Sveinbjörn Jónsson fluttist til Reykjavíkur þá stóð hann rétt á fertugu. Þar biðu hans óteljandi framtíðarverk- efni og þar hefur hann unnið sitt aðalævistarf, enda leið ekki á löngu að hann gerðist forustu maður við ýmis fyrirtæki svo sem Ofnasmiðjuna h.f., var hvatamaður að stofnun Raf- tækjaverksmiðju Hafnarfjarð- ar, Vikurfélagsins, Vefarans h.f. o. fl. Lengst mun nafns hans verða getið við Ofnasmiðjuna h.f. þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi til þessa dags. En um þetta munu aðrir skrifa. Þegar þeir Sveinbjörn og Lárus höfðu rekið Iðju saman í 20 ár var hún gerð að hluta- félagi og nýjum mönnum gefinn kostur á að eignast hluti í henni. En svo var það árið 1961 að þeim gömlu íélögunum kom saman um að selja sína hluti í Iðju h.f. ásamt með góðu verk- stæðishúsi og öllum eignum hennar. En eitt skilyrði var lát- ið fylgja og það var að nýju eigendurnir héldu áfram að framleiða alumin-amboð. Þetta litla fyrirtæki þeirra sem byrj- aði svo smátt hafði ætíð verið farsælt og náð að gegna vel því hlutverki, sem því upprunalega var ætlað, að létta störf fólks- in sem vann að framleiðslu land búnaðarins. (Mætti vprða þátt- ur í sögu landbúnaðarins). Fyrir 15 árum síðan veiktist Sveinbjörn alvarlega og varð hvað eftir annað að liggja á sjúkrahúsum eða hressingar- hæli. En hans sterki viljakraft- ur og bjargfasta trú, samfara læknishjálp með nútímatækni, bjargaði honum yfir erfiðleik- ana, svo hann öðlaðist aftur heilsubót og nokkurt vinnuþol. Kæri Sveinbjörn. Við gömlu starfsfélagar þínir við Iðju, þökk um þér af heilum hug fyrir all- ar heimsóknir þínar hingað til Akureyi-ar á síðasthðnum 30 ár um. Við þökkum þér fyrir ánægjulegar kvöldstundir á rabbfundum okkar, eða sitjandi yfir kaffibollum, þá varst þú mestur gleðigjafinn og ætíð fræðandi um svo margt sem þú hafðir upplifað, enda víðförlast- ur af okkur. Þá viljum við einn ig þakka þér fyrir allar skemmti ferðirnar sem þú stofnaðir til með okkur. Sérstaklega er okk- ur minnisstæð ferðin í tilefni 20 ára afmælis Iðju, það var ógleymanlegur dagur. Við árn- um þér allra heilla á óförnum æviárum. Að endingu viljum við hjónin þakka þér kærlega auðsýnda vináttu í garð okkar og fjöl- skyldu okkar. Við óskum þér innilega til hamingju með þessi tímamót í lífi þínu og að árin sem framundan eru, verði þér til gæfu og gleði. 11. febrúar 1966. Bjarni Halldórsson. FRÚ HELGA JÓNSDÓTTIR, Oddeyrargötu 6 Akureyri varð sjötug í fyrradag, 10. febrúar. Hún er ættuð úr Húnaþingi, Helga Jónsdóttir. fyrrum kennd við Öxl í Þingi, því þar er hún fædd og þar óx hún upp. Og samkvæmt skap- ferli frú Helgu og trygglyndi, mun sá staður henni kær. Leið hennar lá síðan til Aku1- eyrar og hér í bæ hefur hún tekið þátt í félagsmáium og mannúðarmálum í fulla þrjá áratugi og jafnan látið að sér kveða. Jafnframt hefur hún bú- ið eiginmanni sínum, Páli Magnússyni, gott heimili og sendir Dagur þeim hjónum árn- aðaróskir í tilefni af sjötugs- afmæli frúarinnar. □ AFMÆLISKVEÐJA TIL Helgu Jónsdóttur, 10. febrúar 1966. Margir komu horskir hingað Húnaþingi frá, ■gestir þeir, er garðinn frægan gjörðu okkur hjá, fluttu með sér ferskan anda, fjör og hreystimátt, á því sviði áttu, Helga, einna drýgstan þátt. Heilladísin, er þér ungri örlögþráðinn spann, annist þig um alla framtíð og þinn góða mann. Margar góðar gleðistundir, gjafir, vinahót við af alúð þökkum þér við þessj tímamót. Laufey og Baldur. 5 í DAG, laugardag 12. febrúar, verður til grafar borinn Einar Sigfússon bóndi í Staðartungu í Hörgárdal. Hann lézt skyndi- lega að heimili sínu föstudaginn 4. þ. m. án undangenginna veik- inda. Kernur því andlát hans mjög á óvart, einkum sökum þess að hann var enn á góðum aldri og átti ekki svo vitað væri við neina vanheilsu að búa. Með honum er horfinn af sjón- arsviðinu góður bóndi, vinsæll kennari um mörg ár og framá- maður í sveit sinni og héraði. Einar var Austfirðingur að uppruna og er mér ekki mikið kunnugt um æsku hans. Hann var fæddur 24. september 1908 að Ási í Fellum. Foreldrar hans voru Sigfús Einarsson og Val- gerður Jónsdóttir þá til heimilis þar og þar ólst Einar upp fyrstu árin. Síðar dvaldist hann á ýms um bæjum þar éystra og er mér ekki nákvæmlega kunnugt um þá. En um tvítugsaldur gekk hann 2 vetur í Eiðaskóla. Þá var skólastjóri þar sr. Jakob Kristinsson. Sagði Einar mér að séra Jakob væri sá maður, sem hann hefði mest læz-t af og dáði mest. Get ég vel trúað því og skilið, því Jakob Kristinsson var hinn mesti ágætismaöur í hvívetna eins og hinir kunnu bræður hans, þó hann starfaði á allt öðru sviði en þeir. En Ein- ar sótti fleira til Eiða heldur en almenna menntun og góð áhrif Jakobs Kristinssonar. Fyrri kona Jakobs var Helga Jónsdótt ir ættuð úr Hörgárdal. Hjá þeim skólastjórahjónunum var systur dóttir frú Helgu og nafna Helga Friðbjarnardóttir frá Staðar- tungu í Hörgárdal. Þau Einar felldu hugi saman og urðu lífs- förunautar upp frá því. Um tíma áttu þau heima í Staðartungu og var Einar þá vinnumaður Friðbjarnar bónda, en fluttu svo austur aftur og bjuggu þar svo árum skipti. Árið 1944 keypti Einar Staðartungu og hafa þau Helga búið þar síðan. Þeim varð tveggja sona auðið. Annar þeirra.dó í.æsku en hinn er Er- ling, nú um hálf þrítugt, heima í Staðartungu hinn efnilegasti maður. Eftir að Einar kom alkominn í Staðartungu gerðist hann kenn ari í Skriðuhreppi og gegndi þeim starfa, ásamt búskapnum, þar til barnaskólinn á Lauga- landi tók til starfa. Var hann vinsæll kennai’i bæði af nem- endum og foreldrum þeirra. Hann átti um tíma sæti í hrepppsnefnd Skriðuhrepps, í fræðsluráði Eyjafjarðarsýslu og fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann. Einar var áhugamaður um al- menn mál. í landsmálum fylgdi hann Framsóknarflokknum og var í vinstri armi hans, ef svo má að orði komast. Með öðrum orðum var hann mjög róttækur í skoðunum. Hann var lengi form. Framsóknarfél. Skriðu- hi-epps og árið 1960 var hann kosinn formaður Framsóknai’- félags Eyjafjarðarsýslu og gegndi því starfi til dauðadags, en það félag er samband hinna einstöku Framsóknarfélaga í hreppunum. Þó hann fylgdi flokknum og stefnumálum hans Einar Sigfússcn. fast, var hann engu að síður fylgismaður minn persónulega á meðan ég var þingmaður Ey- fii’ðinga og í-aunar lengur, því hann vilái og barðist fyrir því, að ég héldi áfram þingmennsku lengur en varð. Þess minnist ég einnig, að hann var fremstur í flokki þeirra fyrrverandi kjós- enda minna í þeim hreppum, sem á veglegan hátt þökkuðu mér störf mín á Alþingi. Þau hlýju orð sem hann og fleiri töluðu til mín þá munu mér ekki úr minni líða. Nú við leið- arlokin á Framsóknarflokkux’- inn Einari Sigfússyni þakkir að gjalda og ég engu síður. Einar var enn á góðum aldri þegar hann andaðist, aðeins 57 ára og í fullu fjöri til hinzta dags. Ef til vill er gott fyrir manninn sjálfan að kveðja þann ig og vera laus við ellina og hennar fylgifiska. En þeim sem eftir lifa verður sárari missii’- inn þegar hann kemur svo cvænt og snögglega, sem hér átti sér stað. Einars mun saknað af mörgum, ekki síst nemend- um hans og mörgum sveitung- um. Sárastur harmur er þó kveðinn að húsfreyjunni í Stað- artungu og syni þeirra Einars. Ég sendi þeim með línum þess- um innilegustu samúðarkveðju mína og minna nánustu. Bernharð Stefánsson. - Tíu metra snjÓ£Öiig (Framhald af blaðsíðu 1). og svellalög eru engin. Veturinn hefur verið gjafa- frekur. Eftir vikustórhríðina, sem yfir gekk, tók loks að reka á fjörur, svo sem á Eiði og í Skoruvík, einnig á Langanes- strönd og á nokkrum bæjum við Þistilfjörð. □ mnmmmnnn JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLUí Örlagaþrungiii saga úr sveilalífino FYRIR skömmu þurfti sunn- lenzkur myndarbóndi að bregða sér snögga ferð til Reykjavíkur og koma heim aftur sama dag. Leiðin var 150 km. Þetta var dálítið erfitt fyrirtæki. Bóndinn þurfti að samræma ferðalag með tveimur eða þremur bif- reiðum og með góði’i útsjón tókst honum þetta. Bóndinn var sextugur að aldi’i og húsfi’eyjan lítið yngri. Þau höfðu átt og fóstrað upp nokkur mannvæn- leg börn, en nú voi-u þau öll komin til starfa á öðrum stöð- um og upp á eigin spýtur. Efna- hagur hjónanna var góður, þau áttu jörð sína vel húsaða og full í-æktaða. Þau áttu ennfi-em ur 30 ágætar mjólkurkýr. Véla- kostur þeirra, bæði utan húss og innan var fullkominn, eins og bezt gerist hér á landi. Hjón- in voru ein um öll störf á heim- ilinu, þau öfluðu mikils hey- fengs með fullkomnum vélum og voru ein um að hirða allan mjólkurpeninginn. Þau kældu mjólk sína eftir réttum reglum og afhentu hana daglega þegar mjólkurpóstui’inn kom. Eftir nokkrar vikur fengu hjónin greitt andvii’ði búvöi’u sinnar hjá samsölunni. Hér var unnið með elju og hagsýni og meðan þessi hjón halda fulli’i heilsu og starfsorku getur heimili þeirra afkastað mjög mikilli fram- leiðsluvinnu og aflað sér álit- legi’a peningatekna. Böi-nin þó að afkoma þessara hjóna væri í raun og veru mjög góð og tekjur fastar og áreiðanleg- ar, þá gátu þau alls ekki fengið neitt aðkomufólk sér til hjálpar þó að þörf væri með. Bóndinn þurfti samt sem áður að skreppa til Reykjavíkur út af dálitlu láni til gripahúsbyggingar. Lán ið var veitt eftir föstum ákveðn- um re glum. Bóndinn þurfti ekkj annai’s með í því efni, en að koma sjálfur í bankann örstutta stund og skrifa nafnið sitt undir lánsskjölin. En hann þurfti að komast þessa löngu leið yfir þrjár sýslur og ljúka ferðinni á einum degi svo að ’hann væri kominn heim til kvöldverka með húsfreyju sinni. Bóndanum fannst ómannlegt að ætla kon- unni að annast þrjátíu mjólkur kýr að öllu leyti, bæði kvölds og morgna. Þessi dæmi bregða Ijósi yfir þýðingamikla þætti í sveitalífinu. Innan tíðar losnar þessi jöi’ð úr ábúð. Þegar annað hjónanna missir heilsuna, slitn- æ þessi tvíþætti orkuþráðúr, sem hefur gert þessu duglega fólki kleift að reka þetta stórbú með vélakrafti, en engu að- keyptu vinnuafli. Þegar slík jöi’ð losnar er hún að möi-gu leyti heppileg, þar er allt á ein- um stað, fullræktuð jörð og bú- stofn, ágætar vélar og kyngóð- ur bustofn. Ef ungur bóndi vill kaupa þessa jörð, þá verður hún vissulega föl, en það þai’f mikið fjármagn til að leysa eignina út. Þar að auki segja margar ungar konur í öllum landshlutum, að þær verði að hugsa sig vand- lega um áður en þær ganga með manni sinum inn í sams- konar lífsbaráttu, og sunn- lenzku hjónin sem hér er um rætt. Af því að víða um land stendur svipað á og í þessu dæmi verður leitin víða erfið eftir nýjum bónda. Nú er svo komið að í öllum landshlutum fara margar jarðir í eyði, þar á meðal höfuðból með aldagamla frægð. Fámenni í heimilum þai; sem vélai’nar eru mesta hjálpin oi’saka vaxandi vantrú á sveita- búskap undir þvílíkum kring- umstæðum. Þá kemur annar annmai’ki og ekki auðveldur viðui’eignar. Það vantar góða markaði í land inu og erlendis fyrir nokkurn hluta af framleiðslu sveitanna. Sumir tala jafnvel um smjöi’- bii’gðir eins og þar sé um að í-æða smjöi’fjall. í stuttu máli: Eins og málum er nú háttað er framleiðsla sveitanna í bili of mikil fyrir innlenda markaðinn og of dýi’, bæði fyrir innlendan og ei’lendan markað, nema að ríkissjóður gi-eiði mikið af and- virðinu. Það eru að vísu til hlið stæð dæmi um að í’íkissjóður greiði miklar fjárhæðir til efl- ingar sjávarútveginum. Þessum fordæmum hefur þó ekki verið haldið á lofti af fori’áðamönn- um sveitanna svo að þeir gætu að nokkru jafnað keppni at- um nokkur ár vei’ið miklir ei’fið leikar við að ti-yggja nægilegan mai-kað innanlands og utan um búvöru landsmanna. Samt er svo ástatt í þessum efnum að mannkynið skortir ekki nein jai’ðnesk gæði jafn tilfinnanlega eins og góða matvörur. En ís- lenzka þjóðin hefur eignast sína eigin dýrtíð og hún gerir atvinnulífið að einskonar fjár- hættuspili. Dýrtíðin vex svo að segja með hvei’jum mánuði og greindir bændur skynja glögg- lega að uppbót úr í’íkissjóði á fi-amleiðsluvöru þeix-ra getur orðið enn torfengnari, heldur en nú er, ef dýrtíðin fer hi’að- vaxandi eins og raunar lítur út fyrir um þessar mundir. Góðar bújarðir fai’a þannig í eyði um allt land, enda er litl- um vörnum við komið. Gamla kynslóðin heldur út með dæma- lausri þrautseigju meðan henni endist þrek og kraftur, en inn- an tíðar getur svo farið, að fólk við sjávarsíðuna vanti á sitt borð það sem fornmenn kölluðu hvítar vöi’ui’, mjólk, smjör og osta. Ef sveitirnar leggjast að mestu leyti í eyði mundu for- í’áðamenn í kaupstöðunum og landsstjórninni grípa til ríkis- fi’amleiðslu á búvöru. Þar eru fordæmi frá Rússum, Pólvei-j- um og Júgóslövum. Þetta áttu að vera stórfyrirtæki, en ui’ðu tekjuhallafyrirtæki. í Rússlandi hefur árum saman verið skort- ur á matvælum frá ríkisbúun- um. En fólkið í boi’gunum hef- ur að mestu bjargað sér með því að kaupa frá bændum þær afurðir sem þeir hafa framleitt á litlum landi’æmum sem stjórn in leyfði þeim að hafa til tóm- stundagamans. Ósigur í-íkisrek- inna búa í Rússlandi er svo alger að nú mælir enginn af leið togunum með þeim stórreksti’i. Hér á landi hefur á síðustu ár- um kreppt svo mjög að land- búnaði að landauðn er vaxandi um öll héruð, enda má segja, að þar hafi lítið verið gert til að sporna með skynsamlegu móti gegn þessari öfugþróun. Ef landbúnaður yrði lagður nið- ur svo að segja um allt land þar sem einkaeign er í hönd- um sveitafólksins þá mundi skjótt koma til þess að ríkið yrði að hefja búvöruframleiðslu að nýju á kostnað skattgreið- anda. Sú leið er samt eins og fyrr segir með öllu lokuð og fer þar saman íslenzk og erlend reynsla. Ef marka má reynslu Júgóslava, Pólverja og Rússa munu ríkisbúin lifa skamma stund og eiga óglæsi- lega sögu. Þá mundi sennilega vei’ða leitað í annað sinn til bændastéttarinnar ef hún yrði þá ekki með öllu horfin úr land- inu. Annai-s má líta svo á að þessi krókaleið sé alveg óþörf fyrir íslendinga. Þeir hafa búið svo lengi í landinu að ekki þarf að efast um getu þeiri’a til að í’áða við atvinnuveginn. Líkleg- asta leiðin til að stöðva þann landflótta sem sýnilega gei’ir vart við sig hvarvetna í landinu með nýju og heilbrigðu skipu- lagi. Vandinn er aðeins sá, að hér á íslandi þarf að geta lifað bændastétt, vel mennt og hraust og við heilbrigð lífsskilyrði þannig að hvergi halli á sveita- menn í samanbui’ði við aðrar stéttir í landinu. Hér er vissu- lega komið að sögulegum vega- mótum. Frá upphafi fslandssögu hef- yr ötult og áhugasamt og vel menntað bændafólk búið í þessu landi og sýnt í senn and- lega afburði og myndai’skap í öllum störfum. Þegar Hitlei’s- sti’íðinu lauk, bárust hingað til lands nýir straumai’, sem hafa orsakaö gei’breytingu í þjóðlíf- inu. Byltingin kom þjóðinni al- gjörlega að óvörum. Hún var ný og stói’tæk. Menn gátu ekki áttað sig fyrirfram á þeirri mik ilvægu umbreytingu, sem hér var að gei’ast og er næstum eins dæmi í sögu þjóðarinnar, því að í sumum greinum þeirrar þró- unar erum við íslendingar komnir fi-am úr miklu stæn’i menntaþjóðum, t. d. írlending- um. Þeir hafa nálega staðið í stað þegar hér voru stigin risa- spor. írlendingar guldu þar ó- heppilegs sambýlis við gamla granna. Hér á íslandi eru vél- árnar búnar að gei’breyta jarð- rækt, fei’ðalögum á landi og í lofti, húsakynnum, skemmtun- um og vinnu við óteljandi störf, bæði í einstökum atrið- um og almennum atvinnu- (Framhald á blaðsíðu 7.) hafa eins og fyrr er sagt sjálf- vinnuveganna. Það hefur verið stæða atvinnu annarsstaðar. En

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.