Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍAÍAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgieiðsla) Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Tíu metra snjógöng út úr bænum á Etra-Lóni MIKILL snjór er víða á Norð- austurlandi, svo sem á Sléttu, Þistilfirði og Langanesi. Áður hafa verið sögð dæmi um þetta, svo sem, að símastaurar eru í kafi og einnar hæðar hús á Þórs höfn. í fyrradag átti blaðið tal við Sigurð oddvita Jónsson á Efra-Lóni í Sauðaneshreppi. Sagði hann, að út úr húsdyrum hjá sér væru nú 10 metra löng snjógöng en snjórinn þar er 3 —4 m. djúpur. „Nú er hurð kom in fyrir snjógöngin að framan", sagði Sigurður, „og svo skrið- um við út og inn eins og refir í greni. Hálft húsið má heita á kafi í snjó. Sex metra hátt fjár- hús og hlaða frá í sumar stend- ur naumast upp úr snjónum“. Þá sagði oddvitinn, að þrátt fyr ir stórfennið næðu hestar til jarðar, því víða væri vel rifið (Framhald á blaðsiðu 5). Hross hröpuðu fram af liáum klettum Skagaströnd 11. febr. Norðantil á Skaga, einkum þó að austan- verðu rak töluvert af timbri á sumum bæjum og voru þar í stór tré, allt að 2 metrar í um- mál. En ekki hefur rekið svo teljandi sé mörg undanfarin ár. Enskur gamanleikur sýndur í Laugarborg ÁGÚST KVARAN hefur síðan um áramót stjórnað leikæfing- um í Hrafnagilshreppi. En þar verður innan skamms sýndur sjónleikurinn „Allt er þá þrennt er“, sem er enskur, gam- anleikur. Leikendur eru 10 talsins, en með aðalhlutverkið fer Olafur Axelsson. Aðrir leikendur eru: Helga Garðarsdóttir, Alda Kristjánsdóttir, Lilja Jónsdótt- ir, Þórey Helgadóttir, Þorsteinn Eiríksson, Þór Aðalsteinsson, SyyV '•*****■-> > t l S, ¥k . Þar þurfa bændur ekki að kaupa sér girðingarstaura í vor. Norðantil á Ströndum kom hka mikill reki í stórviðrinu um mánaðamótin, fyrir norðan Gjögur og rostung rak við Horn. Froskmaður frá Akureyri þétti Stíganda, sem hér lá í botn inum og náðist hann upp í fyrra kvöld, töluvert brotinn. . Það bar við í fárviðrinu á dögunum í Skagahreppi, að þrjú hross, folaldsmeri og trippi hröpuðu fram af Króksbjargi, nálægt Gunnugjá, en þar er bjargið 80-—100 metra hátt. Tal- ið er, að hrossin hafi farið fram af með snjóskriðu. Hryssan og tryppið lifðu og virtust óslösuð en folaldið fannst ekki. H. BJÓRINN FLÆÐIR. FRÉTTIR herma, að ekki minna en 100 þús. kassar af áfengu öli hafi sl. ár komist til Stór- Reykjavíkur. Q Sniór er mikill í Ólafsfirði. Þessa mynd tók Brynjólfur Svelnsson fyrir nokkrum dögum. ÁGÆT lodnuveiði syðra Togaraafli hefur glæðzt undanfarna daga UNDANFARNA daga hefur mjög mikil loðnuveiði verið við Suð-Vesturland allt frá Vest- mannaeyjum og vesíur fyrir Reykjanes. Hafa nokkrir báíar landað daglega allt upp í 2900 tunnum. Mest öll loðnan fer til vinnslu í verksmiðjum og greiða verksmiðjumar kr. 0.63 pr. kg. eða um kr. 85.00 pr. mál. Þorskafli hefur hins vegar ver- ið tregur í versíöðvum Suð- Vestanlands enn sem komið er, hefur þó frekar glæðst síðustu dagana. í verstöðvum á Vestfjörðum hefur hins vegar verið sæmileg- ur afli á línu að undanförnu og nú hafa bátar eitthvað byrjað með þorskanet og hafa fengið upp í 26 lestir í róðri samkvæmt símtali við Vestfirði í gær. í verstöðvum norðanlands hef ur verið lítið róið, það sem af er árinu og aflabrögð mjög lé- Mjög mikil þátttaka verður í hrognke’saveiðum i vor. Hafa borizt fréttir um að dekkbátar allt að 20 lestum verði gerðir út á þessar veiðar. Útlit er tal- ið gott með sölu á grásleppu- hrognum, hins vegar hefur lítið verið selt fyrirfram og vilja (Framhald á blaðsíðu 7). Hreindýrin að koma fil byggða Þorvaldsstöðum, Skriðdal 10. febrúar. Kuldi og umhleyping- ar hafa verið hér eystra síðan fyrir áramót. Nú er mikill snjór og mikil stórfenni. Við komum ekki frá okkur mjólkinni í hálf- an mánuð, en í gær fór jarð- ýta fyrir flutningabílum og Kröftug mótmæli 600 ísl. háskólastúdenta gegn erlendu sjónvarpi afhent forseta Alþingis Á ÞRIÐJUDAGINN var for- seta sameinaðs Alþingis afhent áskorun, undirrituð af 600 ís- lenzkum háskólastúdentum. Áskorunin er svohljóðandi: „Vér undirritaðir háskólastúd entar leyfum oss hér með að vekja athygli háttvirts Alþingis GULLNA HLIÐIÐ SEINT í þessum mánuði verð- ur Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. En þessi sjónleikur hefur hlotið mikið lof og aðsókn bæði hér á landi og erlendis. Leikstjóri er Lárus Pálsson. á þeirri lífsnauðsyn íslenzku þjóðarinnar, að íslenzkt þjóð- erni verði verndað um aldur og ævi. Að voru áliti stefnir sjón- varp Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli íslenzku þjóðerni í hættu. Vér leyfum oss því að skora á háttvirt Alþingi, að það sjái svo um, að sjónvarp frá her- stöðinni verði takmarkað við hana eina nú þegar eða í síðasta lagj um leið og íslenzkt sjón- varp tekur til starfa“. „Fullveldishátíð háskólastúd- enía 1. desember sl. var helguð varðveizlu þjóðernis. Hátíðar- ræðu dagsins flutti Slgurður Líndal hæstaréttarritari, og lagði hann m. a. áherzlu á þá hættu, sem ísienzku þjóðerni stafaði af erlendu hermannasjón varpi í landinu. Ræðu Sigurðar var frábærlega vel tekið af stúdentum, og komu þegar sam dægurs upp meðal þeirra há- værar raddir um, að fylgja bæri þessu málj eftir með einhvers konar fjöldaaðgerðum. Nokkr- um dögum síðar kom saman all stórhópuráhugasamra stúdenta til að ræða þetta, og var þá ákveðið að hefja meðal háskóla stúdenta söfnun undirskrifta undir fyrrgreinda áskorun. Þessi sami hópur valdi síðan einn fulltrúa úr hverri háskóla- deild til að annast framkvæmd málsins. Voru það Aðalsteinn Eiríksson stud. theol., Guðbrand ur Steinþórsson stud. polyt., Ólafur Steingrimsson stud. med., Vésteinn Ólason stud. mag., Þorbjörn Guðjónsson stud. oecon. og Þorvaldur Grét- ar Einarsson stud. jur. Undirskriftasöfnun var hafin í annarri viku desembermánað- ar, en þar sem erfitt er að ná til margra stúdenta í þeim mán uði, var ákveðið að afhenda ekki áskorunina, fyrr en alþingi kæmi saman aftur að loknu jólaleyfi þingmanna. Undirskriftir miðast við þá stúdenta, sem töldust innritaðir i byrjun desember samkvæmt þeim gögnum, sem fáanleg voru í skrifstofu háskólans. Hafa list arnir verið kannaðir vandlega og strikað yfir nokkur nöfn, sem ekki fundust í bókum skól- (Framhald á blaðsíðu 7.) komst mjólk loks til Egilsstaða. Hreindýrin eru sem óðast að renna til byggða. Þau virðast áberandi færri en verið hefur og sjást daglega. Hinn 24. janúar kom útigeng- in kind saman við heimaféð og önnur daginn eftir. Kindur þess ar voru úr Fljótsdal og Beru- firði. Enn vantar okkur 3—400 hesta heys í okkar sveit af því heymagni, sem við áttum von á úr öðrum landshlutum. Heilsufar er gott hjá mönnum og skepnum. K. R. Frumsýning b já L.A. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir fimmtudaginn 17. þ. m. gamanleikinn „Svedenhielms- fjölskyldan“, eftir sænska rit- höfundinn Hjalmar Bergman, í þýðingu séra Gunnars Árna- sonar. Leikstjóri er Ragnhiídur Steingrímsdóttir. Þetta er vel þekkt og vinsælt leikrit á lrinum Norðurlöndun- um, en fyrsta sýning þess hér á landi. Frumsýningargestir eru beðn ir að vitja aðgöngumiða sinna í Samkomuhúsið n. k. mánudag og þriðjudag kl. 2—5 sd„ sími 11073. Hægt er að bæta við nokkrum nýjum frumsýningar- gestum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.