Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 7
7 Örlagaþryngin sap úr sveiialííinu (Framhald af blaðsíðu 5) háttum. Svo að segja á svipstundu voru ræktuð hér á landi stór og mikil tún, en þau hafa fætt af sér margar kýr og mikla mjólk.. Þegar að var gætt, voru sveitaheimilin, sem áður bjuggu við kindastofn sinn og fáeinar kýr, orðin mikil fyr- irtæki með stórframleiðslu á söluvörum. Hvarvetna voru nýj ar vélar og ný tækni. Miklir peningar streymdu inn í at- vinnulífið, bæði til lands og sjávar, en þeir fóru fljótt aftur inn í hringiðu bankanna og skattanna. Útgjöldin fóru vax- andi í hlutfalli við tekjurnar, en friður hinna gömlu daga var horfinn frá sveitabýlunum, þar sem stóriðja í mjólkurfram- ieiðslu gnæfði hátt yfir sauða- búskapinn. Það var miklu erf- iðara en nokkurn tímann fyrr að fá tíma til að lesa skemmti- legar og fróðlegar bækur um listir og skáldskap og björtu hiiðina á þjóðmálunum. Nú er kominn tími til þess að sveitafólk, og raunar þjóðin öll, geri sér ljósa grein fyrir því, að það er ekki hægt að halda við fjörugu og heilbrigðu menning arlífi í sveitum landsins með því að blanda saman gamla kindabúskapnum og stóriðju mjólkurbúanna. Hér þarf ekki að eyðileggja annan aðilann. Hér þarf í staðinn fyrir óheppi- legt einbýli að koma á skipu- legu og vel undirbúnu tvíbýli, þannig að hvor aðilinn fái að njóta sín með eðlilegum hætti. Sveitabóndinn hefur áður bjarg að sér og sinni atvinnu úr erf- iðum kröggum. Bændur úr Þingeyjarsýslu stofnsettu á mesta harðindatíma 19. aldar- innar sjálfstæða félagsverzlun á Húsavík. Þeir höfðu ekki tæknimenntaða menn í verzl- un. En þeir sem sköpuðu kaup- félagið og íslenzka samvinnu voru gáfaðir, vel þroskaðir og sjálfmenntaðir menn, karlar og konur, sem kunnu að ráða fram úr erfiðu vandamáli á erfiðum tíma. Síðan lærðu bændur og aðrar stéttir kaupfélagsmennt sína af Þingeyingum. Átak þeirrar kynslóðar er svo mikil- vægt að það jafngildir sjálfri frelsistökunni í verzlunarmálun um. Síðan leystu samvinnu- menn hvert vandamálið af öðru, þeir sköpuðu mjólkuriðjuna, kjötiðjuna, ullariðjuna auk margra annarra þátta í þjóðlífs- baráttunni. Nú bíður samvinnu fólksins í sveitunum nýtt vanda mál, sem er sízt erfiðara að leysa heldur en hina eldri þætti félagssamtakanna, sem hér hef- ur verið drepið á. Bændur sem hafa nú þegar stóra mjólkur- framleiðslu eru að sliga hin Eiginmaðpr minn og faðir, JÓHANN Ó. HARALDSSON, tónskáld, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 17. fehrúar kl. 1-30 e. h. María Jýristjánsdóttir, ingvi R. Jóhannsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUÐNÝJAR LOFTSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka læknum, hjúkrunarkon- um og starfsliði Lyflæknisdeildar F.S.A. fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Bragi Svanlaugsson, Steinunn líragadóttir. Stefán Bragason, Sigurlína Ólafsdóttir. Eiríkur Loftsson, Auður Eiríksdóttir. Þórarinn Loftsson, Valný Eyjólfsdóttir. Loftur Guðmundsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, fjær og nær, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and.lát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa " ' HALLGRfMíi TíNARfsSONAR frá Urðúnf, •Svarfaðardal. Guð hlessi ykkur öll. Soffía Jóhannesdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, JÓRUNNAR JÓHANNSDÓTTUR. Jóhannes Júlínusson og aðrir aðstandendur. fornu sveitaheimili með of áreynslu. Sunnlenzku sveita- hjónin sem fyrr er frá sagt, sýna hve miklu gamla samvinnufólk- ið getur afkastað með því að fórna öllu fyrir framleiðsluna. Þrotlaus vinna karla og kvenna á mörgum sveitaheimilum minn ir nú fyllilega á aðstöðu togara háseta sem voru stundum látn- ir vinna 50—60 stundir í einni vöku á þilfari ef mikill var afli. Samvinnumenn á Alþingi studdu verkamenn með lagaboð um til að brjóta þrældómshlekk ina af skipverjum á togaraflot- anum. í sveitunum verður ekki komið við bjargráðum fyrir þreytta starfsmenn, sem líkist vernd vökulaganna á togara- flotánum. Hér þarf ofurlitla og einfalda skipulagsbreytingu. Sauðfjárræktarheimili eru eitt af höfuð einkennum íslenzks þjóðlífs, þau eru nú í hættu cg þjóðin sjálf ef hún gætir ekki að sér í tíma. í niðurlagi þess- arar greinar verður reynt að lýsa í stuttu máli hversu ráða megi fram úr þessum vanda. Bændur sem eiga margar kýr og fá mikla mjólk, verða að skapa ný fyrirtæki, ný félags- heimili þar sem tveir aðfengnir fóðurmeistarar gætu hirt allt félagsbú af hæfilegri stærð. SÖFNUNIN TIL VIET NAM KONUR í MFÍK á Akureyri hafa beðið blaðið að vekja at- hygli á ávarpi því, sem áður hefur verið birt hér í blaðinu, varðandi fjársöfnun vegna barna i Viet Nam. — Söfnun þessi stendur enn yfir, en fyr- irhugað er, að henni ljúki um miðjan marz. Oþarft er að eyða mörgum orðum að því, hver nauðsyn er á hjálp í þessu tilfelli, þar sem ófriður hefur staðið um árabil ,og leikið 'héimílin mjög hart, sem vitaskuld kemur niður á börnum og óþroskuðum ung- lingum, sem allir vita, að ekk- ert hafa þó til saka unnið, en verða að-þola óvægar hörmung- ar stríðsins. Alþjóða Rauði-krossinn hef- ur lofað að hafa milligöngu um að koma framlögum til skila til réttra aðila. Eftirtaldar konur á Akureyri veita móttöku framlögum í söfn un þessa: Sigríður Þorsteinsdóttir, Eyr- arveg 13, sími 11588. Þórhalla Steinsdóttir, Litla- Garði, sími 11102. Guðrún Kristjánsdóttir, Barnaskóla Akureyrar, simi 11683. Ki-istbjörg Gestsdóttir, Aðal- stræti 36, sími 12983. Unnur Júlíusdóttir, Fjólu- götu 8, sími 12155. Ragnheiður Dóra Árnadóttir, Suðurbyggð 3, sími 12439. Dagur tekur einnig á móti framlögum. □ Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. VaLl MOÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. — Messað á Möðruvöllum á morgun 'kl. 2 e. h. Ungmenni lesa pistil og guðspjall. Undirbúningstímj með spurningábornum í só'kn inni á eftir messu. — Á; S. FRA SJALFSBJÖRG. Föndrið hefst aftur mánudaginn 14. febrúar. Föndurnefndin. SEXTUG. IngibjÖrg.BjöfnsdótK ir Felli í Glerárhverfi verður sextug á morguny s4iyni^44.! DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. SLYSAVARNARKONUR, Ak- ureyri, sem ekki hafa greitt árgjöld sín, geri svo vel að greiða þau strax í Markaðin- um. AUSTFIÐINGAFÉLAGIÐ á ' Akureyri heldur árshátíð sína að Hótel KEA 5. marz n. k. Nánar auglýst síðar. - IÍRÖFTUG MQTMÆLL HÁSKÓLASTÚDENTA (Framhald af blaðsíðu 1.) ans. Samkvæmt þeim voru 1116, i.mritaðir í háskólann, þegar söfnun hófst. Eru þá taldir með 41 erlendur stúdent, en þeim var ekki gefinn kostur á að skrifa undir áskorunina. Enn fremur er vitað með vissu um yfir 70 innritaða stúdenta, sem dvöldust erlendis eða utan Reykjavíkur og nágrennis, með an söfnun fór fram. Söfnun var hætt, þegar komn ar voru sex hundruð fullgildar undirskriftir. Rétt er að vekja athygli á, að undirskriftirnar gefa ekkert til kynna um afstöðu þeirra, sem ekki eru með. Hér er um að ræða opinbera áskorun sex hundruð háskólastúdenta, en ekki neina allsherjar skoðana- könnun meðal þeirra. Fyrst og fremst vegna þess, að söfnun var hætt, þegar ákveðnu marki var náð, og hefði með vissu ver ið hægt að safna fleiri undir- skriftum. Allmargir töldu sig eástæðna vegna ekki taka þátt í opinberrj áskorun. Undirtektir stúdenta í heild voru frábærlega góðar. Fjöldi manna sýndi málinu mikinn áhuga, og til viðmiðunar um, hve mikil þátttakan raunveru- lega er, má benda á, að undan- farin ár hafa um sex hundruð stúdentar greitt atkvæði í kosn- ingum til stúdentaráðs, en mik- ill áhugj hefur ríkt á þeim. Sjónvarpsmálið hefur frá upp hafi verið hafið yfir alla flokka drætti meðal háskólastúdenta. Meðal þeirra, sem áttu þátt í að hrinda þessari undirskrifta- söfnun af stað, eru menn úr öll um stjórnmálaflokkum. Undir áskorunina hafa m. a. ritað allir núverandi stúdentaráðsmenn, þeir þrír fyrrverandi formenn stúdentaráðs, sem enn eru við nám í háskólanum, og auk þeirra nær allir aðrir forystu- menn í félagslífi stúdenta. Háskóla íslands, 8 febrúar 1966. hlutlausa eða ekki viðbúna að taka afstöðu til málsins. Aðrir töldu rétt að takmarka sjón- varpið við herstöðina, en gátu ekki fallizt á, að það bakaði þjóð erninu hættu. Loks voru ýmsir, sem kváðust efnislega sammála áskoruninni, en töldu þetta ekki rétta aðferð til að koma mál- inu áfram eða Vildu einhverra - Bögglageymsla KEA (Framhald af blaðsíðu 8). við innréttingu nýrrar Böggla- afgreiðslu í Hafnarstræti 82, þar sem áður var til húsa Bygg- ingavörudeild félagsins (Timb- urhúsið). Er þar bjartur og rúmgóður biðsalur með sætum fyrir um 20 manns, stórt, geymsluherbergi, 2 snyrtiher- bergi, herbergi tveggja af- greiðslumanna og sérstakt her- bergi fyrir bifreiðarstjóra, sem þarna hafa afgreiðslu. Þá hefur Landssíminn komið þar fyrir sérstökum sölusíma, sem notast við hringingar úr Bogglageymslunni, en til henn- ar verður að hringja um 11700 eins og áður. Mun Bögglageymslan flytja aðsetur sitt og alla afgreiðslu í Hafnarstræti 82 eftir hádegi laugardaginn 12. febrúar n. k. Afgreiðslumenn eru Páll Magnússon og Ragnar Davíðs- son. r - Agæt loðnuveiði (Framhald af blaðsiðu 1.) kaupendur. erlendis lítið kaupa að svo stöddu þar sem þeir bú- ast við mjög aukinni framleiðslu bæði hér og í Noregi, Græn- landj og víðar. Virðist því brýn nauðsyn að skipuleggja sölu á þessari framleiðslu til að fyrir- byggja að yfirfylla markaðina og skapa þannig verðfall á fram leiðslunni. Afli togaranna hefur verið rýr frá áramótum, en síðustu daga hefur aflinn heldur glæðst á miðunum út af Breiðafirði og' einnig á miðum út af Norður- landi. Q - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8.) fengizt við spil, tafl, kúluspil og fleira. UEYNSLAN SKER ÚR Það vekur jafnan tortryggni þegar stjónunálafélög gangast fyrir starfsemi, eins og þeirri, er að framan getur. Sú tor- tryggni hefur oft verið af nægu tilefni. Hitt er svo annað mál, hversu hér tckst til og verður reynslan að skera úr því. En þörfinni fyrir skeinmtistað ungs fólks, þar sem áfengi er útilok- að, og skennntiefni er fjölbreytt og við hæfi, verður vart neitað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.