Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 12.02.1966, Blaðsíða 8
8 Fannfergi á Öxnadalslieiði. sem enn er alveg ófær „Barningur“ enn á flestum landleiðum ])ó fær- ar séu kallaðar, segir vegaverkstjórinn a' DALVÍKURLEIÐIN er nú orði in fær jeppum og trukkum, ófært með öllu yfir Vaðlaheiði/ um Dalsmynni, og ofanverðan Oxnadal og Öxnadalsheiði ev einnig ófært ennþá, sagði vega- verkstjórinn Guðmundur Bene-; diktsson blaðinu í gær. í gær voru menn og tæki vega gerðarinnar á leiðinni í Bakka- sel og vonast til, að þeir næðu þangað í gærkveldi í fyrstu um ferð. En framantil í Öxnadal er snjór mikill og fannkyngi á Öxnadalsheiði, sem óvíst er hvenær verður bílfær. Þó mun, ef veður haldast stillt, verða reynt að opna heiðina. Hve lang NÚ Á EKKI AÐ BIÐJA GUÐ UM LÍTIÐ Hrísey 11. febr. Hér er sól og blíða og mjög bjart, enda mik- ill snjór fyrir blessaða sólina að skína á. Ekki er hægt að segja, að farið hafi verið á sjó. Einn lagði þó línu og fékk ekkert og annar er búinn að leggja þorska net. í tvo mánuði hefur grásleppu veiði verið undirbúin af kappi, enda á nú ekki að biðja Guð um lítið í því efni. Menn svara naumast þó á þá sé yrt, nema minnzt sé á grásleppu eða hrogn. Enginn hefur enn lagt hrogn- kelsanet, enda var það trú manna, að rauðmagi gengi ekki að landi fyrr en snjór væri horf inn úr fjöru og bökkum. En nú liggur snjórinn í sjó fram og sér hvergi á dökkan díl. Þ. V. HROGNKELSAVEIÐI gn tírpa, það tekur, er ekki unnt að segja. En frá Reykjavik og norður í.Bkagafjörð er vel fært bifreiðum. Frá Krossi til Húsavíkur er sæmilegt trukkfæri og jeppa og fram í Bárðardal er fært nokk- K 1 ): I uð fram eftir dalnum, að vestan. í Mýyatnssveit er fært innan- svs5itarven. frá Mývatnssveit og niðMr í Reykjadal er mikill snjór. Stórfenni er víða á Tjör- nesi og. er verið að reyna að gera dráttarvélum fært að kom- ast með nauðsynjar. Hörgárdalur er slarkfær stór um bílum. í Silfrastaðafjalli eru stórhættulegir svellbunkar. Til Grenivíkur er fært jepp- um og trukkum. Allvíða hafa hlaðizt upp svell bunkar á vegum. Þeir eru hinir ei-fiðustu farartálmar og reyn- ast oft hættulegri en í fljótu bragði virðist. Saltið er einna auðveldast til notkunar því venjuleg vegagerðartæki- vinna lítið á svellinu. En fyrir hefur komið, að vegagerðin hefur orð ið bótaskyld vegna búfjárslysa af saltáti, þar sem saltið hefur verið notað á vegi. Hefur hún því ekki notað saltið nú í vetur. Tímakaup 1939-1965 f NYLEGUM Hagtíðindum er skýrsla um meðal tímakaup á ári við verkamannavinnu í Reykjavík undanfarin 27 ár, þ. e. frá 1939—1965 að báðum árum meðtöldum. Hér fer á eftir meðal tímakaup nokkurra ára úr skýrsl- unni til minnis fyrir þá, sem bera vilja saman tölur á breyt- ingatímanum: Árið 1939 meðal tímakaup .......... kr. 1.45 Árið 1943 meðal tímakaup............kr. 5.62 Árið 1946 meðal tímakaup............kr. 7.92 Árið 1949 meðal tímakaup .......... kr. 9.20 Árið 1952 meðal tímakaup............kr. 14.30 Árið 1958 meðal tímakaup............kr. 21.30 Árið 1961 meðal tímakaup .......... kr. 23.12 Árið 1965 meðal tímakaup.......... kr. 40.21 Hér er um að ræða lágmarks dagvinnukaup Dagsbrúnar að viðbættu orlofi, styrktarsjóðsgjaldi og dýrtíðaruppbót. Þess er einnig að geta, að dagvinnutíminn hefur stytzt á þessu tímabili. Á árinu 1965 varð nokkur breyting til hækk- unar. í byrjun janúar var tímakaupið kl. 36.52 en í byrjun desember kr. 44.32, en árs-meðalkaupið er kr. 40.21. Q Leiguflug Norðurflugs jóksf um 50% á sl. ári HAFIIV A DALVIK Dalvík 11. febr. Fimm bátar eru famir á vertíð og aðeins Björg- vin eftir. Væntanlega fer hann á veiðar nú um helgina og legg- ur hann upp hér á Dalvík. Nokkrir minni bátar hafa róið en aflinn er lítill, 1000 pund í róðri eða svo. Byrjað er að veiða rauðmaga og hafa menn ennþá fá net í sjó, en sæmilega vel hefur afl- ast, miðað við árstíma. Einn fékk t. d. 40 stykki í gær. Bændur koma með mjólk á dráttarvélum framan úr dölun- um, fara gamla ýtuslóð, því ekki er bílfært ennþá. En vegurinn til Akureyrar var opnaður i gær. J. H. FISKLAUS BÆR AKUREYRINGAR þurfa 3-4 tonn af nýjum fiski á dag eða meira, en fá nú engan vegna aflatregðu í næstu verstöðvum. Um daginn kom ofurlítið af fiski frá Húsavík — flugleiðis — og bragðaðist vel. □ STARFSEMIN hjá Norðurflugi á Akureyri jókst verulega á síð asta ári. Sjúkraflug urðu 77 tals ins, hið síðasta í fyrradag. Sjúklingar voru sóttir til 20 staða og farið með flesta þeirra til Akureyrar. Til sjúkraflugs- in var sjúkraflugvélin mest not lið eins og áður, en einnig Beechcraft-vél, sem tekur tvær ‘ ■ r ■ sjúkrakörfur. Þeirri vél verður breytt m.a. þannig að dyr verða stækkaðar svo auðveldara verð ur pð koma fyrir sjúkrakörfum og.þðru því, sem flytja þarf. Þá verðúr yéJin hraðfleygari eftir þessa breytingu og burðarþol hennar meira. Þessa vél hefur verið hægt að nota í sjúkraflug í mjög vondu veðri og hefur það komið sér vel. Þá hefur Norðurflug annazt hverskonar leiguflug og hefur sá þáttur aukizt um 50% á síð- asta ári, enda fluttir á þriðja þúsund farþegar. Þá hefur Norðurflug annazt síldarleit, og flugskóli hefur starfað allt ár- ið, en kennsluvél aðeins verið ein. Auk Tryggva Helgasonar flug manns og framkvæmdastjóra, eru tveir fastráðnir flugmenn hjá Norðurflugi og einn flug- vlrki. Þá eru tveir Akureyring- ar í flugvirkjanámi erlendis á vegum Norðurflugs og koma hingað til starfa að námi loknu. Norðurflug er eina flugfélag- ið á landinu, sem staðsett er utan Reykjavíkur. Starfsemi þess hefur gengið vel. □ Egilsstöðum 10. febr. Undan- farna daga hefur verið unnið að því, að ryðja snjó af vegum í héraðinu. Frá Egilsstöðum er nú bílfært um Eiðaþinghá, út í Eiða, um Velli, Skóga og til Fljótsdals og eitthvað norður um Tungu 1 dag er verið að leggja slóð fyrir snjóbíl yfir Fjarðarheiði en ekki hugsað til þess að ryðja snjó af veginum að svo komnu, enda er þar kominn feiknaleg snjódyngja. Yfir Fagradal ganga snjóbílar daglega og hald Bögglageymsla KEA llult BÖGGLAAFGREIÐSLA KEA tók til starfa fyrir nær 25 árum síðan í þeim húsa- kynnum sem hún hefur síðan verið í við Kaupvangsstræti. Hún hefur fyrst og fremst véríð afdrep og samastaður fólks úr nágrannasveitum og héruðum Akureyrar, sem kom- ið ‘ íhefur til bæjarins í lengri eða styttri erindagjörðum. Þetta fólk hefur þar noíið húsa skjóls í misjöfnum veðrum, geymt þar farangur sinn og pinkla í 'umsjá tveggja af- greiðslumanna, haft aðgang að síma o. fl. Au'k þess hafa allar mjólkurbifreíðirnar, sém til Ak ureyrar áka, líáft þar aígreiðslu fyrir flutning sinn hvort sem um fólk eða vörur er að ræða. í dag eru þær'úm 15 talsins. Kaupfélagið •hefur rrú ltskið (Framhald á blaðsíðu 7.) SMÁTT OG STÓRT LENGI ER SOFIÐ Námsstjórinn á Norðurlandi, Valgarður Haraldsson, gaf ýms- ar athyglisverðar upplýsingar í glöggri blaðagrein í síðasta Degi. Segir hann, að of lengi hafi verið sofið á verðinum, og að Norðlendingar hafi ekki ver- ið, þess nægilega minnugir, hverjir hafa eigi frumkvæði um úrbæíur. 37 SKÖLAHVERFI HÚS- NÆÐISLAUS Námsstjórinn segir, að skóla- hverfi á Norðuríandi séu 64, en aðeins í 15 þeirra sé fræðslu- skyldu fullnægt til 15 ára aldurs, en í 49 skólahverfum fer kennsla fram með undanþágum frá fræðslulögunum og 37 skóla hverfi norðanlands hafa ekkert skólahúsnæði fyrir starfsemi sína. En kennsla fer fram í fé- lagshehnilum og ibúðarhús- næði. Mikil verkefni er hér framundan, sem verður að leysa. HERSTÖÐVAR Á TUNGLINU Nú eru hemaðarsérfræðingar farnir að skipuleggja herstöðv- ist veður sæmileg verður bráð- lega hafizt handa með að opna þá leið til almennrar umferðar, enda mikil nauðsyn á því vegna flutningaþarfar til Héraðs. Snjóalög eru nú jafnari á Héraði en menn eiga að venjast. Venjulega er snjólítið í Fljóts- dal og Jökuldal, þótt mikið fannkyngi væri út um hérað. Nú er svipaður snjór á Upp- Héraði. Hvarvetna er haglaust. Krakkar nota nú skíði sín, en þó minna en í mínu ung- dæmi. V. S. ar á tunglinu. Þetta fullyrti rússneskur fulltrúi á afvopnun- arráðstefnunni í Genf sl. þriðju dag, að því er opinberar fregn- ir herma. „RÍKA EKKJAN“ SVIÐSETT A NÝ Sunnanblað minnist revíunnar um ríku ekkjuna, sem stjómar- völdin hér á landi sendu full- trúa sinn til að krækja í'erlend- is, til að bjarga fjárhag þjóðar- innar. Með þessu var verið að skopast að afglöpum ríkisstjórn arinnar, fært í gamansaman búning. Þetta gamla revíuatriði hefur mönnum nú dottið í liug í sambandi við núverandi stjórn arstefnu. BRÚÐKAUPFRAMUNDAN? Stjómin glataði trúnni á ís- Ienzka atvinnuvegi, segir blað- ið, og á kosti lands og miða. Hún gerði uppgjafasamning við Breta í landhelgismálinu og skuldbatt sig þess að færa ekki út landhelgina, nema spyrja þá um leyfi. Stjómin hleypti sjón- varpinu yfir þjóðina, erlendu dáíasjónvarpi — og lagði svo út í Iönd til að finna einhvem loð- inn um Iófana til að bjarga —. í leitimar kom auðhringur og er fús að reisa iðjuver á fslandi. Þannig er hin nýja sviðsetning. KLÚBBUR UNGA FÓLKSINS Nú í vikunni hófu Sjálfstæðis- menn á Akureyri starfsemi, sem þeir ncfna Klúbb unga fólksins og er hann til húsa í Sjálfstæðis húsinu, þriðju hæð. Þar er sam- komusalur og nokkrar aðrar vistarvemr með leiktækjum fyr ir ungt fólk. En klúbburinn mið ar þátttöku við 16 ára fólk og eldra. Við opnun klúbbsins fluttu xmgir SjáJfstæðismenn ávörp og síðan var dansað og (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.