Dagur


Dagur - 23.02.1966, Qupperneq 1

Dagur - 23.02.1966, Qupperneq 1
Dag ur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 23. febrúar 1966 — 14. tbl. annast ferðalagið. Ekkert aukagjald. Ferðaskrifstofan SAGA Sími 1-29-50 Allir vegir lokuðust á ný FRÁ AKUREYRI var ófært bif réiðum í allar áttir í gær, er blaðið spurðist fyrir um ástand veganna. Síðasti bill fór yfir Öxnadalsheiði síðdegis á sunnu daginn. Mjólkurbílar frá Dalvík vöru 14 klst. að komast heim til sín í fyrradag, með hjálp ýtu. Bílum var hjálpað til Svalbarðs eyrar og Grenivíkur sama dag, og fór bíll með snjóplóg fyrir. Hjálparbíllinn komst til baka með hjálp ýtu, kom í bæinn kl. 7 í gærmogun. Trukkar úr Ö^nadal og Hörgárdal voru ókomnir að Bægisá um hádegi í gær. Engin teljandi mjólk hafði borizt til Samlagsins nokkru eftir hádegi í gær, en bílar á leiðinni úr Saurbæjarhreppi með mjólk en gekk seint. □ Flugfélag íslands flufti yfir 130 þús. farþega í áætlunarflugi sl. ár FLU GREKSTUR Flugfélags íslands gekk mjög vel árið 1965 og fluttu flugvélar félags- iris fleiri farþega en nokkru sinni fyrr á einu ári. Veruleg aukning var einnig á vöruflutn- ingum og póstflutningum. AIl- mörg leiguflug voru farin á ár- inu. Félagið annaðist allt flug á árinu með eigin flugvélum, en að undanförnu, hafa verið leigðar flugvélar erlendis frá yfir mesta annatímann. Frá mánaðamótunum maí—júní var hin nýja Friendship skrúfuþota félagsins að fullu í áætlunar- flugi innanlands. Millilandaflug. Farþegar félagsins í áætlunar flugi milli landa voru árið 1965 42.986, en voru 36.952 árið áður. Aukning er 16,3%. Vöruflutn- ingar milli landa jukust einnig. Skemmdir af ísnum 1 FYRRADAG urðu skemmdir á Torfunefsbryggju á Akureyri af völdum ísreks. Ofurlítil staurabryggja fram af hafskipa bryggjunni, sunnan við dokk- ina, lét undan og brotnuðu 13 eða 14 bryggjustaurarnir undan ísnum. Er það mikið tjón á þörfu mannvirki. □ Fluttar voru 437 lestir af vör- um á móti 412 árið áður og er aukning 6%.- Póstflutningar milli landa námu 137 lestum á mót; 115 lestum árið áður. Aukning 19%. Innanlandsflug. í áætlunarflugi innanlands fluttu flugvélar félagsins 88,064 farþega á móti 69,834 órið áður. Aukning er 26%. Vöruflutning- ar innanlands námu 1288 lest- um á móti 1049 lestum árið áð- ur, aukning 22,7%. Póstflutning ar innanlands jukust einnig verulega. Fluttar voru 177 lest- ir, en 128 lestir árið á undan. Aukning 38,2%, Flugið í heild. Samanlagur fjöldi farþega Flugfélags fslands á áætlunar- flugleiðum innanlands og milli landa árið 1965 var því 131.050, en voru 106,786. Aukning far- þega í áætlunarflugi er 22,7%. Allmargar leiguflugferðir voru farnar á árinu, og voru í þeim ferðum fluttir 5743 farþegar. Samlögð tala farþega fluttra í áætlunarflugi og leiguflugi s. 1. ár er því 136,793. Sem fyrr seg- ir gekk starfsemi félagsins vel á árinu. Flugvélar þess voru á lofti samtals 10.769 klst. og flugu á fjórðu milljón kíló- metra. (Fréttatilkynning). Snjómokstursbíll að hreinsa snjó af bifreiðavegi í Alpafjöllum. Þessi vél vinnur á hjarnsnjó. Hún tekur 2,5 m. á breidd og skafla allt að 1,5 m. djúpa í einni ferð og þeytir snjónum upp í 25 m. fjarlægð. Myndu ekki slík verkfæri henta hér? Akureyrarhær auglýsir liúsnæði í Skarðshlíðiimi, sem hann byggði til að útrýma heilsuspillandi íbúðum í kaupstaðnum NÝVERIÐ hafa verið auglýstar til sölu 8 íbúðir sem verið er að byggja af Akureyrarbæ. Eru þessar íbúðir í austurhelmingi 3ja hæða fjölbýlishúss við Skarðshlíð, skammt norðan við Glerá, og ætlaðar til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæði hér í bæ. Hér er um að ræða 2 fjögurra herbergja íbúðir, 3 þriggja herbergja og 2 tveggja herbergja íbúðir, en hverri í- búð fylgir sérstakt þvottaher- bergi og geymsla, auk sameig- inlegrar geymslu fyrir reiðhjól o. fl. þess háttar, en sameigin- Búnaðarþing self í Bændahöllinni í gær Formaður Búnaðarfélagsins og landhúnaðar- ráðherra fluttu ávörp við þingsetninguna BUNAÐARÞING var sett í Bændahöllinni í Reykjavík ár- degis í gær að viðstöddum fjölda manns. Búnaðarþingsfulltrúar frá hin um ýmsu héruðum voru komn- ir til þings og aðeins tveir ókomnir er þingsetningin fór fram. Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags íslands bauð þingfulltrúa og aðra viðstadda velkomna og minntist sérstak- lega tveggja látinna manna, sem Búnaðarþing hafa setið en eru nú látnir, þeirra Guðjóns Jóns- sonar bónda í Ásum í Holtum og Þórólfs Guðjónssonar bónda í Fagradal í Dölum. Þorsteinn gerði m, a. trygg- ingamál landbúnaðarins að um- talsefni, en það mál hefur verið umræðuefni siðustu slíkra þinga og í þeim hefur starfað stjórn- kjörin nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar. Er þar um að ræða eflingu Bjargráðasjóðs og búfjártryggingar. Ennfremur ræddi formaðurinn um fóður- bætiskaup og nauðsyn þess að gefa frjálsan fóðurinnflutning og innleiða nýja tækni, svo sem að flytja fóðurkornið inn á tank skipum og koma upp aðstöðu á Akureyri og í Þorlákshöfn til að taka á móti korninu, vinna það og afgreiða til annarra staða landsins. Þá ræddi hann tímabundna offramleiðslu í landbúnaðinum og óskaði, að hún yrði ekki látin draga úr framförum landbúnáðarins og nauðsynlegum framkvæmdum. Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra ávarpaði þingið. Ræddi hann einkum offram- leiðsluna, einkum smjörið, gerði ekki grein fyrir úrræðum, en taldi- óhæfu að draga úr fram- leiðslunni. Betra vær; að framr leiða of mikið en of lítið. og flest ar landbúnaðarþjóðir hefðu við einhverskonar offfamleiðslu að stríða. Efling landbúnaðarins væri þjóðinni nauðsyn. í gær var skipað í hinar ýmsu nefndir, sem venja er á Búnað- arþingi. Mörg mál bíða af- greiðslu þingsins. □ -Búnaðarþing er ráðgefandi samkoma, sem þing og stjórn hafa jafnan borið mikið traust til í málefnum bænda. □ leg kynding er fyrir allar ibúð- irnar. íbúðirnar eru fullfrá- gengnar, bæði að utan og inn- an. Ennfremur verður lóð jöfn- uð og sáð í hana grasfræi og innakstursbraut og bifreiða- stæði púkkuð. Um verð og greiðsluskilmála segir svo á umsóknareyðublöð- um: Verð íbúðanna er: 2ja herb. íbúð kr. 540.000.00 3ja herb, íbúð kr. 660.000.00 4ra herb. íbúð kr. 890.000.00 Bæjarstjórn Akureyrar og húsnæðismálastjórn háfa sam- þykkt að lána út á hverja íbúð samkvæmt IV. kafla laga nr. 19/1965, svo sem hér segir: Út á 2ja herb íb. kr. 210.000.00 Út á 3ja herb. íb. kr. 280000.00 Út á 4ra herb. íb. kr. 390.000.00 Lán þessi verða til 40 ára og vextir 7% p. a., jafngreiðslulán (annuitet). Reiknað er með, að kaupandi sæki um og fái E-lán'húsnæðis- málastjórnar,. sem nema kr. 280.000.00 á ibúð. Kaupandi gef ur bæjarsjóði umboð til lán- töku þessarar og bæjarsjóður tekur við lánsfénu frá húsnæð- ismálastjórn sem greiðslu. Samkvæmt framanskráðu þyrftu kaupendur því að greiða bæjarsjóði, áður en afsal verð- ur gefið út og íbúðirnar afhent- ar, svo sem hér segir: Fyrir 2ja herb. íb. kr. 50.000.00 Fyrir 3ja herb. íb. kr. 100.000.00 Fyrir 4ra hb. íb. kr. 220.000.00 Eins og þessar upplýsingar béra með sér er varla um hag- stæðari húsakaupamöguleika áð' ræða nú sem stendur og líklegt að allmargir vildu eiga þess kost að ganga í kaup þessi og vonir standa til að Akureyrarbær sjái sér fært að halda áfram á þess- ari braut. En jafnframt er þó Ijóst að bærinn verður sjálfur að eiga nokkum húsakost til að leigja fólki, er ekki hefir að- stöðu til að kaupa eigið hús- næði enda þótt um hagstæða greiðsluskilmála sé að ræða miðað við núverandi aðstæður. Blaðið hefir aflað sér upplýs- inga um hver árleg afborgun er af þeim lánum sem völ er á samkvæmt ofanrituðu. Af 40 ára láninu þarf að greiða árlega: Af 210 þús. kr. um 15.700 kr. Af 280 þús. kr. um 21.000 kr. Af 390 þús. kr. um 29.000 kr. og af 280 þús. kr. láninu 18.500 kr., auk vísutöluálags. Miðað við að væntanlegir kaupendur þurfi ekkj að taka lán til þess að standa við fyrstu útborgun er árleg borgun af húseigninni með fasteignagjöld- um og lögboðinni tryggingu um: 38 þús. kr. af 2ja herbergja íbúð 45 þús. kr. af 3ja herbergja íbúð 53 þús. kr. af 4ra herbergja íbúð eða frá 3200 kr. til 4400 kr. á mánuði. Eins og fyrr er sagt munu margir verða að bíða eftir íbúð- um, sem fást með slíkum kjör- um, og enn fleiri, sem ekki eru færir um, að inna af hendi þess- ar- greiðslur. Er nauðsynlegt að greiða á einhvern hátt úr þess- um málum. □ Akureyrartogararnir KALDBAKUR seldi í Grimsby í gær 146 tonn fyrir 10.728 pund. Svalbakur seldi á sama stað -í fyrrádag 138 tonn fyrir 10.688 púnd. Harðbakur selur í Grims- by í dag. Afli hans er 160 tonn. Sléttbakur var á ísafirði í gær, landaði þar einhverju af fiski, en heldur út til veiða þegar veður skánar. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.