Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostai' kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Aftakaveður og stór- skemmdir á Sigluf. Siglufirði 24. febrúar. Hér gerði aftakaveður af austri aðfarar- nótt þriðjudags og urðu miklar skemmdir. Járn fauk af húsa- þökum og jafnvel þakhlutar af húsum. Áhaldageymslu tók í heilu lagi af söltunarstöð. Lenti skúrinn í heilu lagi á næstu sölt unarstöð og liðaðist þar sundur. Gluggi brotnaði í húsi einu og á samri stund hrundi pússning úr heilu herbergi. Strákagöngin eru nú orðin meira en 300 metra löng og gengur verkið nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Mikill snjór er á Siglufirði, svo erfitt er um að komast fyrir gangandi fólk. Illt er að koma snjónum frá sér, þó reynt sé að moka af götum. Hringur aflaði ágætlega fyrir óveðrið, bæði ágætan þorsk og ýsu. En sótt var vestur undir Horn. B. J. BANN VIÐ SMÁSÍLDARVEIÐI SJÁVARÚTVEGSMÁLARÁÐU NEYTIÐ hefur nú gefið út reglu gerð um bann við smásíldar- veiði. Má nú ekki veiða smásíld innan 23 sm., sé hún verulegur hlutur aflans. Aðeins má veiða BYRJAÐ Á NÝRRI VATNSVEITU ■ Neskaupstað 24. íebrúar. Hér er nú glaða sólskin, en undanfarið hefur verið stormstrekkingur og þrálátar hríðar, enda kominn meiri snjór en áður, allt frá 1951. Erfitt er að halda uppi ‘ samgöngum innanbæjar og ekki hefur reynzt unnt að opna veg- inn fram í sveitina. Eru því stöðugir erfiðleikar á mjólkur- flutningum. Notuð er ýta og ýtu sleði. Framundan eru æfingar á þrem einþáttungum og skíða- námskeið stendur fyrir dyrum. Norskur maður kennir á nám- skeiðum hjá íþróttasambandi Austurlands, og nógur er skíða- snjórinn. Flugvöllurinn er opinn en leiðir á landi tepptar. Vatnsleysi sverfur að okkur um þessar mundir. í sumar verður hafin vinna við nýja vatnsveitu fyrir bæinn. H. Ó. smásíldina til manneldis og til beitu. Er reglugerð þessi eflaust hin þarfasta, enda íslenzku síldar- stofnarnir mjög veikir um þess- ar mundir. í reglugerðinni segir m. a.’: „Fái fiskiskip síldarkast, sem bersýnilega er að mestu leyti smásíld, 23 cm. að lengd eða minni, þá er skipstjóra fiski- skipsins skylt að sleppa síldinni þegar í stað úr nótinni.“ „Sé skipstjóri í vafa um hlut- fall smásíldar í aflanum, þá ber honum, áður en verulega hefur verið þrengt að síldinni í nót- inni, að taka sýnishorn af aflan- um í smáriðinn háf og mæla 100 síldar valdár af handahófi. Reynist meira en 50 síldar 23 cm. að lengd eða minni, ber hon um að sleppa síldinni þegar í stað. Ef fyrirhugað er að setja síld um borð í síldarmóttöku- skip, er skipstjóra þess skylt að ganga úr skugga um að helm- ingur síldarafla hvers einstaks veiðiskips fullnægi þeim stærð- armörkum er að framan getur. Sýni þessar prófanir, að helm- ingur síldaraflans sé síld 23 cm eða minni, skal skipstjóra síldar móttökuskipsins óheimilt að taka síldina í síldarmóttöku- skipið.“ Mjólkin flutt á dráftarvélum í NOKKRA DAGA sáust naum ast önnur farartæki við Mjólk- ursamlag KEA á Akureyri en dráttan-élar, sem bændur úr nágrennjnu fluttu nijólkina á. En snjóar lokuðu flestum leið- um héraðsins í bili. Neyzlu- nijólk hefur ekki skort í bæn- um en samgönguerfðleikarnir valda sveitafólki margháttuðum erfiðleikum. (Ljósmyndir E.D.) Nýr hljómlisfar- og kvikmyndasðlur við Varðborg á Akurey ri fyrirhugaður hjá íorráðamönnum IOGT BÆJARYFIRVÖLDIN hafa nú leyft I.Q.G.T. miklar byggingar Iðnaðarvörur frá Ákureyri úr uli og skinnum seldar til útlanda fyrir allt aS 50 milij. kr. BÚIÐ er að semja við Sovét- menn um sölu á teppum og peysum frá Akureyri á þessu ári fyrir 31,5 millj. kr. En sala iðnaðarvara frá SÍS- verksmiðjunum, á erlendum mörkuðum, nemur væntan- lega 40—50 millj. kr í ár, sagði Harry O. Frederiksen í frcttaauka á miðvikudags- kvöldið. Er hér um að ræða áðurnelndar ullarvörur, sem raunar fara nú til margra annarra landa þótt i smærri stíl sé, loðsútaðar gærur, úlpur og sjófatnaður. Útflutningur iðnvara þess- ara, úr innlendu hráefni, er athyglisverður og mikil verk efni fyrir höndum í því efni hvað landbúnaðarvörur snerlir. En mikill hluti af ull og gærum er enn flutt úr landi sem hráefni. Sam- keppnin er hörð á ullarvöru markaðinum, en séreinkenni íslenzku ullarinnar hjálpa til að vinna íslenzkum ullar- vörum markað erlendis, ef rétt er á haldið. □ við Varðborg. En þar hafa templ arar haft þróttmikla starfsemi í 15 ár m. a. niargþætta æskulýðs starfsemi og haft þar kvik- myndasýningar í 10 ár. Templarar ætla nú að byggja nýjan kvikmynda- og hljóm- leikasal, sérstaka byggingu vest an Varðborgar, en nota núver- andi kvikmyndasal fyrir ýmis- konar starfsemi, e. t. v. „þurra“ dansleiki og aðra holla dægra- dvöl. Einnig að lengja Varð- borgarhúsið til suðurs. Bæjaryfii-völdin hafa sýnt málefnum templara réttlátan skilning og fyrirgreiðslu, svo sem vera ber. Framkvæmdaráð I. O. G.T. mun nú láta vinna að teikningu að nauðsynlegum breytingum þess húsakosts, sem fyrir er, hyggja að möguleikum til út- vegunar lánsfjár og undubúa þessar fyrirhuguðu bygginga- framkvæmdir á annan hátt. Framhald á blaðsíðu 7. ÝTUR, ÐRÁTTAR- VÉLAR OG SLEÐAR SAMGÖNGUM er svo háttað í héraðinu, að vegir framan Ak- ureyrar eru opnir að nafninu til en voru lokaðir svo dögum skipti t. d. í Öngulsstaðahreppi. Bílfært er einnig að Möðruvöll- um og Bægisá og eru þá upp- taldir færir vegir hér um slóðir. Tvær ýtur komu með stóran mjólkursleða austan yfir Vaðla heiði í gær. Yta með sleða var á leið til Svalbarðsstrandar í gær. Mjólk frá Dalvík er flutt sjóleiðis. Sleðahestum hefur brugðið fyrir í bænum. Mörgum finnst snjómokstur ó vegum hliðstæður því nú, að tjalda til einnar nætur. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.