Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VIÐSJÁR í SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM VIÐSJÁR innan Sjálfstæðisflokksins virðast nú engu minni en í Alþýðu- bandalaginu og er þá við nokkuð jafnað. Útgerðarmenn í flokknum líta stóriðjuplönin við Straumsvík hornauga, svo að ekki sé meira sagt, og telja illa séð fyrir hlut sjávarút- vegsins, sem nú berjist í bökkum vegna dýrtíðarinnar. Mesta athygli \ekja greinar Haralds Böðvarsson- ar á Akranesi og Finnboga Guð- mundssonar frá Gerðum um þetta eíni. Hjá ritliöfundum Sjálfstæðis- flokksins og menntamönnum gætir vaxandi tilhneigingar til að flytja „svarta messu“ yfir ríkisstjórninni, a. m. k. í sínum Iióp en stundum í aðalblaði flokksins. Margir R'eyk- víkingar eru sárir út af hitaveitunni, sem nú þykir víða illa bregðast, er á reynir. En mest er þó óánægjan út af dýrtíðinni. Sá maður mun vand- fundinn núorðið, sem trúir því, að þeir, sem nú ráða hér ríkjum. geti komið á stöðugu verðlagi í landinu. Sá maður mún einnig vandfundinn, sem ekki man hinar sterku og hátíð- legu yfirlýsingar stjómarflokkanna um að þeir vildu, ætluðu og gætu stöðvað verðbólguna, enda væri það sjálfsagður hlutur. Sjónvarpsfarganið svðra SJÓNVARPSFARGANIÐ syðra ger- ir nú mörgum heitt í hamsi. Sex hundruð háskólastúdentar sendu Al- Jjingi áskorun um að loka Keflavík- ursjónvaipinu til Islendinga, helzt strax en ekki síðar en um leið og ís- lenzka sjónvarpið tekur til starfa. hetta Jjarf engan að undra, þótt fyrr hefði verið. Þegar Sigurður Líndal hélt því fram 1. desember sl., að aðalhlutverk íslenzka sjónvarpsins yrði að fjölga hlustendum dátasjónvarpsins, virðast stúdentarnir hafa lirokkið við og létu jiá myndarlega til skarar skríða. En nú mun vera komin af stað önnur undirskriftasöfnun. Að henni standa „sjónvarpsáhugamenn" svonefndir. Þeir vilja hafa „frelsi" til að halda sínu Keflavíkursjónvarpi. í sumum höfuðborgarhverfunum virðast vera sjónvarpsloftnet á öðru hverju húsi, og sagt er að foreldrar eigi víða í vök að verjast gegn börnum og ungling- um, sem heimfa sjónvarp á heimilið hvað sem Jjað kostar. Einn tízkuskatt- urinn enn á J)jóð, sem á mörg lífs- nauðsynleg verkefni óunnin. Sagt er að andstæðingar Keflavíkursjónvarps ins í Sjálfstæðisflokknum hafi geng- ið á fund forsætisráðheiTa, og á Jreim fundi orðið fátt um kveðjur. Hellgrlmyr Einarsson KVEÐJA ÞAÐ var á annan jóladag síð- astliðinn að við Hallgrímur á Urðum áttum stutt samtal, það síðasta, er á milli okkar fór. Gat hann þess þá, að ekki mundi hann lifa allt næsta ár. Var þetta sagt með fullkominni ró- semd og án nokkurs kvíða. Ekki gafst tóm til að spyrja á hverju hann reisti hugboðið um nálæg an dauða sinn, enda sannast sagna fjarri mér að hugsa um Hallgrím sem bráðfeigan, því að þrátt fyrir heilsubilun síð- ustu ára, virtist hann sv'o ern og hress, að hugrenningar um ævilok voru ekki á næsta leiti. En ekki liðu nema nokkrir dag- ar af þessu ári, þegar sláttumað urinn mikli vitjaði Hallgríms og snart hann með snöggum hætti. Þann 15. janúar var barnasam- koma skammt frá Urðum. Þang að fór Hallgrímur og tók virkan þátt í gleði smáa fólksins. Um kvöldið, er hann lagðist til svefns virtist líðan hans eðlileg. En litlu seinna var hann allur. Hallgrímur Einarsson var fæddur á Skeiði í Urðasókn 6. júlí 1888. Foreldrar hans voru Einar Hallgrímsson og Lilja Jónsdóttir búandi hjón á Skeiði. Einar var þríkvæntur og var Lilja miðkonan. Hallgrímur var einbirni, en eina hálfsystur átti hann, sem giftist og eignaðist börn, en dó fyrir aldur fram. Stutt varð dvöl Hallgríms á Skeiði, því að þegar hann er á öðru ári flytja foreldrar hans að Koti í Urðasókn. Þar slítur hann barnsskónum, unglingsár- in líða og enn dvelur hann í faðmi hárra fjalla frammi við Heljardalsheiði. Engrar naut hann menntunar fram yfir það, sem krafizt var til fermingar. En vinna og erfiði beið hans jafnskjótt og hann fékk þrek og manndóm til að heyja þá ver- aldarglímu. Og þau fangbrögð stæltu kraftana og voru hollur reynsluskóli, ef rétt tök voru höfð. Þau kunni Hallgrímur og varð hann snemma prýðilega liðgengur til allra venjulegra verka bæði til lands og sjávar. Þó munu landbúnaðarstörf hafa staðið huga hans næst. Árið 1915 kvænist Hallgrím- ur Soffíu Jóhannesardóttur frá Hæringsstöðum, valkvendi, hæg látri en traustri. Hefur hún ver ið manni sínum góður lífsföru- nautur, enda sambúð þeirra með ágætum. Ungu hjónin reistu bú á Þorsteinsstöðum. Smá voru efnin, jörðin lítil og var því ekki við að búast, að auðlegð og hóglífi flygi þeim hjónum í fang, enda ekki eftir því sótt. En bjartsýni, ráðdeild og atorka nægði til að sjá sér farborða og standa á eiginn fótum. Þarna bjuggu þau Soffía og Hallgrím- ur líklega ellefu ár,1 en færa sig þá til og fá ábúð á Klaufa- brekknakoti. Þar eru þau um tuttugu ár eða til ársins 1946, að þau bregða búi og flytja í Urðir til sonar síns og tengda- dóttur og skipta ekki um veru- stað eftir það. Hefur Hallgrímur aldrei átt heimili utan sinnar fæðingarsóknar. Ekki var bú- skapur Hallgríms stór í sniðum. Hann sat mikil rýrðarkot og ekki hægt um vik að færa mik- ið út kvíarnar. Verkefnin voru því tæpast nægileg heima og auk þess þörf fyrir að leita fanga utan heimilis. Á hverju ári vann Hallgrímur meira og minna hjá öðrum. Hann var eft- irsóttur verkamaður, allfjölvirk ur, afkastamikill og samvizku- Samur. Létu honum sum verk betur en flestum öðrum. Þeim Hallgrími og Soffíu varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Lilja húsfreyja í Klaufa- brekknakoti, gift Karli Karls- Jónína húsfreyja á Klaufa- brekkum, gift Hreini Jónssyni. Einar bóndi á Urðum, kvænt- ur Guðlaugu Guðnadóttur. Hallgrímur var vel meðalmað ur á hæð, karlmannlegur, kvik- ur í hreyfingum, frár á fæti og fjallgöngugarpur. Hann var mik ill ánugamaður við störf og vinnugleðin var honum hand- gengin. Ekki mun það hafa ver- ið háttur hans að vanrækja eða draga þau verk, sem vinna þurfti. Að hverju einu var geng ið rösklega og fumlaust. Hall- grímur var viðræðugóður, glað- legur, gamansamur og gat verið smáglettinn. En hófsemd var á öllu og vel gætt að engan særði. Til þess var hann of hjartahlýr og skilningsgóður á veikleika annarra. Hann var einlægur mannvinur og tók sárt til þeirra, sem áttu við sorg og bágindi að stríða. Var hann fús til að rétta hjálparhönd, ef það gat eitth'vað úr bætt, enda var hann að eðlisfari mjög bóngóð- ur og hjálpsamur. Mikill dýravinur var Hall- grímur. Skepnum sínum vildi hann láta liða vel og því fóðraði hann búpeninginn ágætlega. Þótti jafnvel sumum að jaðra við ofeldi. Hann gældi við sauð- kindina og talaði við hana eins og félaga sinn. Og það hef ég fyrh' satt, að ríka áherzlu hafi hann lagt á við böm sín að fara vel að skepnunum og vera þeim góð. Hallgrímur var um margt vel gerður og bjó yfir ýmsum mikil vægum kostum, sem hverjum manni er sæmd að eiga. Hann var til orðs og æðis til fyrir- myndar og var því ágætur upp- alandi. Börn og unglingar löð- uðust líka að honum og bundu við hann tryggðir. Tæpast getur hugsast strang heiðarlegri maður en Hallgrím ur. Geðprýði og- hógværð voru hans fylgikonur. Ekki voru stór yrði og blót að hans skapi og sjaldan mun gróft tal hafa kom ið frá vörum hans. Þá var orð- heldni og efndir honum sem helgir dómar. Finnst mér að vel eigi við hann orðin, sem Kol- skeggur var látinn segja forð- 'um: „Hvorki skal ég á þessu níðast eða nokkru því, sem mér er til trúað“. INNFLUTT OG ÚTFLUTT MAGN (þyngd) innfluttra vara ár hvert er nú miklu meira en magn útfluttra vara. Árið 1964 nam innflutningurinn 764 þús. tonnum en útflutningurinn 437 þús. tonnum. En í krónum tal- inn innflutningur og útflutning ur sem hér segir undanfarin þrjú ár: Innflutt Útflutt Ár millj. kr. millj. kr. 1963 4716 4046 1964 5650 4776 1965 5901 5559 Tölurnar frá 1965 eru bráða- birgðatölur en hinar eru úr Hag tíðindum, □ Ég kynntist ekki Hallgrími verulega fyrr en eftir að hann kom í Urðir. Þá bar fundum okkar oftar saman og mér varð ljósara hvern mann hann hafði að geyma. Og á vissum augna- blikum leyfði hann mér að skyggnast inn að dýpstu rótum sálar sinnar og þar var góðvild- in ráðandi. Þess vegna eignaðist hann fjölda vina, en að ég hygg, engan óvin. Og nú er þessi góði drengur horfinn. Ég sakna hans inni- lega. Það var svo gott að blanda geði við hann. Glaðværð hans smitaði aðra. Og hinn hlýi hug- ur og samkennd smaug að hjartarótum, því að allir vissu, að ekkert yfirlæti eða uppgerð var hér um að ræða. Ég þakka þér, Hallgrímur, fyrir okkar góðu kynni og vin- áttu þína og bið þér blessunar í heimkynnum Ijóss og líknar. Helgi Símonarson. r Jóhaim 0. Haraldsson tónskáld IN MEMORIAM. Söngva- og gleðigjafi, þín gnoð er komin af hafi, heim — í friðarins höfn. Velti þér alla vega viðsjál dröfn. En auðlegð þú áttir í sjóði: Unað í söng og Ijóði, skapandi listamannslund, afl, sem gat frjófgað og fegrað frosna grund. — Gott var án græsku að una við gamanmálanna funa. Af alhug ég þakka þér glitfagrar gleðirósir, er gafst mér. — f rödd þinni heyrði ég hljóma himinsins leyndardóma. Lyftist ég langt í hæð upp fyrir hversdags annir og alla smæð. Þökk fyrir ljúfu lögin, lifandi hjartaslögin í þínum svása söng. Hringi svo lengi yfir landið þín Líkaböng. Hljóðnuð er liljómþýð tunga. Hrundið er dagsins þunga. Bíður þín heiðið blátt. Fljúgðu nú, söngvasvanur, í sólarátt. Gretar Fells. 5 MINNING Guðmundur Guðmundsson Karlsá ÞANN 19. þ. m. var Guðmund- ur Guðmundsson Karlsá í Dal- víkurhreppi, Svarfaðai'dal til grafar borinn. Guðmundur lézt á Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar þann 10. febrúar. Hafði hann verið heilsubilaður hin síðari ár. Guðmundur var fæddur að Háakoti í Stiflu í Fljótum 29. ágúst 1886. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pálsson prestur að Knappstöðum Tóm- assonar, en Páll vai' föðurbróðir Gríms Thomsen. Páll var ann- álaður röskleikamaður og glímu maður. Kemur það fram í einu kvæði Gríms Thomsen „Bænda glíman“. Móðir Guðmundar var Guð- rún Jónatansdóttir ættuð af Ár- skógsströnd í Eyjafjarðasýslu af Krossaætt. Að Guðmundi stóðu því sterkir ættstofnar og tápmiklir í báðar ættir. Guðmundur var yngstur systkina sinna og síðastur af heimi kvaddur. Hann ólst upp með foreldrum sínum til full- orðins aldurs og stundaði störf bæði til lands og sjós. Árið 1918 giftist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Sigur- björgu Hjörleifsdóttur Jóhanns sonar frá Ingvörum í Svarfaðar dal. Kona Hjörleifs var Rósa Jó- hannsdóttir. Báðir foreldrar Sig urbjargar voru Svarfdælingar, af þróttmiklum Svarfdælskum ættum. Hjörleifur og Rósa fluttust að Knappstöðum í Stíflu í Fljót- um og bjuggu þar um nokkurt skeið, en leituðu aftur til ætt- sveitar sinnar Svarfaðardals og bjuggu í Gullbringu. Ungu hjónin Guðmundur og Sigurbjörg reistu bú að Hún- stöðum í Fljótum 1920 og bjuggu þar um 8 ára skeið, en fluttust þá að Gullbringu og tóku þar við búskap 1928 og voru þai' til ársins 1947, er þau keyptu Karlsá á Upsaströnd og átti Guðmundur þar heimili til dánardægurs. Þau hjón eignuð- ust 14 börn þar af lifa 13. Guðmundur í Gullbringu — en þannig er mér tamast að nefna hann — var mjög glæsi- legur maður, fríður sínum, þrek vaxinn og svaraði sér ágætlega. Framgangan djarfleg, fjörleg og glaðleg. Það gat engum dulist er leit hann sjónum, að þar var vaskur maður á ferð, er ótrauð- ur tók á móti lífinu og þeim verkefnum, er það færði honum í fang. Lét erfiðleikana ekki smækka sig, heldur stækka. Við nánari kynni kom það líka fram að maðurinn var óvenju verk- hagur og fjölvirkur og bjó áreiðanlega yfir snilligáfu í öllu, sem laut að vélum og vélfræði. Hagur á tré og járnsmíði, eink- um járnsmíði, enda stundaði hann þær ásamt viðgerðum á úrum og klukkum. Þessi iðja var vafalaust drjúgur þáttur í fjármálum heimilisins. Mér er sem ég sjái Guðmund í Gullbringu ungan í dag upp- vaxandi með alla þá möguleika, er ungum mönnum nú standa til boða, bæði um stöðuval og undirbúning undir það. 'Hann hefði naumast átt erfitt með að ákveða sig um stöðuvalið og ekki líklegur til að gefast upp við að ná marki, svo einbeittan vilja til sjálfsbjargar, sem hafði til að bera. En hann var einum mannsaldri of snemma á ferð- inni þegar þessir nýju mögu- leikar voru fyrir hendi og því varð hann að vefa sína lífsvoð úr þeim þráðum er fyrir hendi voru. Og Guðmundur óf sína voð með ágætum. Guðmundur í Gullbringu var hamingjumaður, fæddur með góða greind og fjölþætta. En hann var jafnframt sinnar eigin gæfu smiðui', sjálfum sér og öðrum trúr. Hann var að vissu leyti náttúrubarn, hafði skapað sér sínar eigin lífsskoðanir og lét ekki haggast þó þær féllu ekki ætíð í sama farveg, og sam ferðamannanna. Lífið veitti hon um líka góðar gjafir og skal þar fyrst nefnd kona hans Sig- urbjörg er var hin ágætasta á alla lund fríð og gjörvuleg og svo traustur lífsfélagi að ég ætla að naumast verði á betra kosið. Ég tel mig bæran um að leggja dóm á þau hjón hvort í sínu lagi og bæði saman, eftir 19 ára náið sambýli og daglegar samgöngur á milli heimilis míns - Frá Fiskiþingi (Framhald af blaðsíðu 8). um þykir það ískyggilegt hvern ig hrygnandi fiski er mokað upp úr sjónum ár eftir ár fyrir sunn an land. Smásíldarveiðar þykja jafnvel enn ískyggilegri, svo og þær upplýsingar, sem nú ber- ast um óhemjumikla smásildar- veiði erlendra togara á land- grunninu utan 12 mílna mark- anna. En sú veiði mun einkum eiga sér stað fyrir norðan land og austan, þar sem fiskurinn elst upp þangað til hann gengur suður fyrir land til meiri þroska og til þess að auka kyn sitt. Fiskiþingið lýsti yfir því, í þessu sambandi, að það legði „í'íka áherzlu á, að unnið verði markvisst að því að allt land- grunnið verði innan fiskveiði- lögsögu íslands“. Mikið var um það rætt, að línuveiðar stæðu nú höllum fæti og að nauðsyn bæri til að rétta hlut þeirra með opinber- um ráðstöfunum og aukinni tækni. Uppbygging fiskiflotans hefur í seinni tíð einkum miðast við síldveiðar með kraftblökk á hafi úti og aðra stórvirka veiði- tækni. Á vetrarvertíðinni syðra ei' neta- og nótaveiði að útrýma línuútgerðinni, og nú er fast á það sótt, einkum í Vestmanna- eyjum, að fiskibátar fái að veiða innan landhelgi með botnvörpu. Stóru togararnir vilja þá fá sama rétt. Hinu gefa margir ekki þann gaum, sem skyldi, að það er línu- og handfærabátarn- ir, sem koma með bezta fiskinn að landi. Ályktanir fiskiþings bera með sér, að fylgismönnum dragnóta- veiðanna vex fiskur um hrygg. Breytingar á núgildandi löggjöf um þetta efni hafa þó enn ekki komið fram á Alþingi því, er nú situr, Q BENDING UM SAMVINNUMALEFNI TIL FORRÁÐAMANNA SÍS OG KEA og þeirra hjóna og börnin af báðum heimilunum daglegir leikfélagar og því æskuvinir. Alls þessa er Ijúft að minnast. Jörðin Gulllbringa er næsta lítil jörð, hjáleiga frá Tjörn og tilheyrandi þeirri jörð. Hún bar ekki nema 3 kýr og 50 fjár, þó uppnýtt væri. En þarna bjuggu hjónin i 19 ár með sín 13 börn. Mér hefir jafnan verið það ráð- gáta og er enn. Hvernig var hægt að framfleyta 15 manna fjölskyldu á slíku kotkríli? Og hvernig var hægt að koma þess um hóp fyrir í litla Gullbringu bænum? En þetta verkefni leystu þau hjón af höndum af þeirri snilld, að ekki varð séð að ungviðið skoi'ti neitt. Börnin runnu upp sem fíflar í túni glöð og tápmikil. Þeim var kennt vel til verka og hvött til að bjarga sér sjálf, og það gerðu þau líka svikalaust, er þau höfðu aldur til. Ég hafði tækifæri til að fylgj ast með þroskaferli þeirra Gull- bringu systkina til fermingar- aldurs, sem kennari þeirra í barnaskóla og átti því náið sálu félag við þau. Mér var Ijóst að þar var heilbrigt æskufólk á ferðinni með áhuga á að brjóta sér leið til menningar, og þeim skrikaði ekki fótur á þeirri göngu, og hafa náð því marki, er þau settu sér. Þau fóru að heiman með hollan heimafeng- inn bagga. Sá guðlegi ættararf- ui' góð greind og fjölhæfni til verka féll þeim öllum í skaut og heilbrigt æskulíf í foreldra- húsum og holl ráð urðu þeim hamingjudrjúg er út í lífið kom, enda farnast ágætlega. Nú eru Gullbringubörnin dreifð víða um land. Lára gift kona og búsett austur á Jökul- dal, Haraldur giftur og búsett- ur að Karlsá, Freyja gift og bú- sett á Akureyri, Aðalheiður hús freyja í Olafsvík, Jón, Guðmund ur, Hjörleifur, Gestur, Ragnar, Vilhelm, Rósa, Guðrún og Snjó- laug öll búsett í Reykjavík og gegna ýmsum störfum. Synirn- ir flestir iðnlærðir menn, einn kennari. Dæturnar giftar kon- ur, utan Guðrúnar, er enn er ógift, lærð hjúkrunarkona. Að loknu svo gæfuríku lífs- starfi er þau Gullbringuhjón leystu af hendi er unaðslegt að ganga til hinztu hvíldar, sátt við guð sinn, lífið og samferða- menn. Um líf þeirra hjóna er freistandi að skrifa langt mál en skal þó eigi gert. En við þessi þáttaskil í lífi fjölskyldunnar er bjó í Gullbringu, er var sú síð- asta er þar sat, vil ég nú fyrir sjálfs míns hönd konu minnar, sem nú er dáin og barna okkar allra, ennfremur Svarfdælinga allra er áttu með þeim samleið þakka þeim samfylgdina af heil um huga og senda vinakveðju frú Sigurbjörgu og börnum hennar öllum, og jafnframt biðja þeim blessunar um ókom- in ár. Tjörn 20. febrúar 1966. Þórarinn Kr. Eldjárn. NÚ vill svo til að Hallgrímur Sigtryggsson, gamall starísmað- ur Kaupfélags Eyfirðinga og Sambandsins, hefur látið af verzlunarstörfum vegna aldurs. Mér hefur komið til hugar að benda forráðamönnum sam- vinnumanna í Eyjafirði og Reykjavík á þá staðreynd, að þessi aldraði starfsmaður sam- vinnufélaganna getur sagt meira en nokkur annar núlif- andi maður um ýmsa atburði og viðhorf samvinnumanna, bæði á Akureyri og Reykjavík. Þegar Kaupfélag Eyfirðinga gerbreytti um skipulag undir stjórn Hallgríms Ki-istinssonar og nokkrum árum síðar mótað- ist sambandshugsjónin í Reykja vík undir þeim kringumstæð- um, að þar voru þrír menn í mestri valdaaðstöðu, þegar gerðust þeir atburðir sem lengi verður minnzt í sögu landsins. Hallgrímur kyrjaði heildsölu starfsemj samvinnumanna í Reykjavík í miðju fyrra stríð- inu. Þá voru nákomnustu sam- verkamenn hans Pétur Jónsson á Gautlöndum, formaður Sam- bandsins, og Sigurður Jónsson í Yztafelli, þáverandi atvinnu- málaráðherra. Hér voru þannig í þjóðlegu starfi fyrir almenn- ing þríi’ reyndustu og áhrifa- mestu menn samvinnuhreyfing- arinnar. Hallgrímur Sigtryggs- son þekkti alla þessa menn og fylgdist, sem starfsmaður og áhorfand} á nýsköpun þá sem gerðist. Ef leitað væri til hans og hann beðinn að rita brot úr endurminningum sínum frá þess um tíma um framangreint kjarnaatriði í samvinnusögu landsins, þá yrði það góður fengur. Hallgrímur Sigtryggs- son er að vísu hættur erfiðum skyldustörfum, en ég tel líklegt, að hann mundi fús til að skrá- setja um þessi efni, meðan heilsan leyfir, minnisverða at- burði úr þessari merkilegu þró- un samvinnumála á fslandi. Með kveðju til valdamanna íslenzkrar samvinnu og von um að þeir sjái sér fært að fram- kvæma þessa einföldu tillögu mína. Jónas Jónsson frá Hriflu. Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE síðustu árin ekki meira en svo, að ég he£ rétt aðeins getað lifað af því. Áður fyrr gat ég leyft mér þann munað að hafa tvo starfsmenn, en nú hef ég aðeins einn. í rauninni gæti ég ekki greitt honum fullt kaup, en Jrað vill nú bara svo vel til, að Jjessi, sem hj.l mér er, lætur sér nægja hálf laun, vegna Jjess að hann er að læra til st'arfans. — Hvað heitir þessi ágæti ungi maður? spurði Sherlock Holmes. ; — Hann heitir Vincent Spaulding, og hann er nú í raun- inni ekki svo ungur. Það er dálítið erfitt að geta sér til um aldur hans. En ég gæti varla hugsað mér liprari og ábyggi- legri aðstoðarmann, herra Holmes. F.g veit vel, að hann ætti áreiðanlega betri kosta völ, e£ hann kærði sig um, já, hann gæti vel únnið sér inn tvöfalda þá upphæð, sem ég borga honum. En hann virðist ánægður, og hvers vegna ætti ég að kveikja einhverjar grillur í kollinum á honum. — Nei, því skylduð þér vera að því? Þér virðist mjög hepp- inn að hafa starfsmann, sem lætur sér nægja lægri laun en gengur og gerist. Það er meira en flestir vinnuveitendur geta státað af nú á dögum. Ég veit hreint ekki nerna J)essi starfsmaður yðar sé næstum eins merkilegt fyrirbæri og auglýsingin. — Nú, lrann hefur auðvitað sína galla, rétt eins og við hinir, sagði herra Wilson. Ætli Jrað hafi nokkurn tíma fyrir fundizt ákafari áhugaljósmyndari? Þarna stekkur hann a£ stað með myndavélina, Jjegar hann ætti að sitja sem fastast óg auðga ancla sinn. Síðan hleypur hann niður í kjallara, eins og kanína í holu sína, til að framkalla myndirnar. Þetta hefði ég haldiðáð væri aðalgalli hans. En svona þegar á allt er litið„ er hann prýðisstarfsmaður. Nei, það er sko ekkert illt um hann að segja. — Ég geri ráð fyrir, að hann sé ennþá hjá yðnr. — Já, herra. Hann og unglingsstúlka um fermingu, sem annast fábrotna matargerð okkar og tekur til í húsinu. Ég hef ekki fleira í heimili, því að ég er ekkjumaður og átti aldrei neina fjölskyldu. \'ið lifum þarna fjarska kyrrlátu lífi öll þrjú. Á'ið höfum Jrak yfir höfuðið, söfnum ekki skuldum, en getum varla leyft okkur mikið rneira. Og ekk- ert hefur raskað ró okkar, nema þessí auglýsing. Spaulding kom inn í skrifstofuna fyrir réttum átta vikurn með þetta sarna blað í höndunúm og segir: — Ég vildi óska, að ég væri rauðhærður. — Oghvers vegna? spurði ég. — Jú, vegna þess að hér auglýsa Jaeir enn lausa stöðu hjá Rauðhausafélaginu. Það er aldeilis góður skildingur fyrir Jjann, sem hlýtur. Og mér skilst, að auðu stólarnir hjá Jaeim séu fleiri en umsækjendurnir, sem uppfylla skilyrði erfða- skrárinnar, svo að forráðamenn félagsins viti ekki lengur sitt rjúkandi ráð, hvað Jóeir eigi að gera við peningana. Bara, ef hárið á mér vildi skipta um lit, Jrá stæði mér Jsarna opin yndisleg jata, sem ég gæti sezt að. — Hvað þá? Hvað er hér á ferðinni, spurði ég. Þér skiljið það, herra Holmes, að ég er maður heimakær, og \ iðskiptin koma til mín, en ég Jrarf ckki að elta Jrau uppi. Já, ég held ég hafi stundum varla stigið rit yf.ir þröskuld svo vikum skipti, svo að ég vissi oft sáralítið, hvað um var að vera í heiminum, J)ó að mér Jrætti nú alltaf gaman að fá smá- fréttir. — Hafið Jrér aldrei heyrt getið um Rauðhausafélagið? spurði Spaulding og glápti á mig stórunr augum. — Aldrei. — Það finnst mér alveg furðulegt, því að sjálfur eruð J)ér áreiðánlega kjörinn til starfa hjá þeim. — Og hvað gefur J)að í aðra hönd? — Ó, bara nokkur hundruð pund á ári, en störfin eru líka smáræði, og þurfa ekki að rekast svo rnjög á aðra at- vinnu manna. — Jæja, það hlýtur að vera öllum auðskilið, að Jretta kom mér til að leggja við hlustirnar, því að viðskipti mín hafa dregizt ntjög sanran nú upp á síðkastið, svo að nokkur hundruð punda aukageta kæmi sér fjarska vel fyrir mig. — Leysið frá skjóðunni og segið mér allt um Jretta, sagði ég við Spaulding. — Ja, sagði hann og sýndi mér auglýsinguna. Þér getið sjálfur séð, að Rauðhausafélagið auglýsir hér lausa stöðu, og hérna er heimilisfangið, þar sem þér getið fengið allar upplýsingar. En að J)ví, er ég bezt veit, var félagið stofnað af amerískum milljónamæringi, Ezekiah Hopkins, sem var víst ákaflega sérvitur, ef ekki eitthvað smáskrítinn í kollin- um. Hann var sjálfur rauðhærður og hafði brennandi sarnúð með öllurn rauðhærðum mönnum. Þegar hann var fallinn frá, konr í l jós, að hann hafði ráðstafað óhemjulegum auð- æfum sínum í hendur lögráðamanna með þeirn fyrirmæl- um, að öllum vöxtunum skyldi varið til J)ess að styrkja rauð- hærða nrenn og búa í haginn fyrir J)á á ýmsar lundir. — En heyrið })ér, sagði ég. Það hljóta að vera til milljónir rauðhærðra manna, sem sækja um Jretta. — Ekki eins nrargir og þér haldið, svaraði Spaulding. í fyrsta lagi er þetta bundið við Lunclúnabúa eina og aðeins roskna menn. Þessi Ameríkani hafði flutzt héðan frá Lund- únum á unga aldri og langaði til Jress að minnast sinnar laust sé að sækja unr Jretta fyrir Jrá, senr hafa ljósrautt hár eða dimmrautt, eða nokkurn veginn öðru vísi hár en eld- Framlrald, j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.