Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.1966, Blaðsíða 7
Aðaliundur Sjálfsbjargar AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var haldinn í húsi fé- lagsins, Bjargi, laugardaginn 19. febrúar. Formaður, Adolf Ingimars- son, flutti skýrslu félagsstjórn- arinnar og kom þar m. a. fram, að senn er lokið viðbyggingu við Bjarg, en þar er ætlunin að Sjálfsbjörg setji á stofn vinnu- stofur á næsta sumri, og er nú unnið að undirbúningi þeirrar starfsemi. Á síðasta ári var unn ið að byggingaframkvæmdum fyrir 230 þúsund krónur, en til þeirra framkvæmda nýtur fé- lagið styrks frá Erfðafjársjóði og Akureyrarbæ. Haldnir voru þrír almennir félagsfundir á árinu, þar sem rædd voru ýmis' félagsmál og sérmál fátlaðs fólks í landinu. Einnig gekkst félagið fyrir sér- stökum kynningarfundi á Al- þjóðadegi fatlaðra, hinn 28. marz. Þar flutti Jóhann Þorkels son héraðslæknir ágætt erindi um aðstöðu og aðbúnað fatlaðs fólks í þjóðfélaginu og hvað fyrir það mætti gera frá lækn- isfræðilegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði. Þá hélt félagið uppi allmikilli skemmtistarfsemi fyrir félaga og gesti þeirra. — Tíu spila- kvöld voru haldin, og var að- sókn að þeim mjög góð, enn- fremur var haldin árshátíð (þorrablót) og jólafundur með ýmsu skemmtiefni. Félagar unnu mikið starf við framleiðslu ýmissa muna á svo- nefndum föndurkvöldum, sem eru flesta mánudaga yfir vetr- armánuðina. Var sú framleiðsla síðan seld á tveimur bözurum, og gáfu þeir um 15 þúsund kr. -• í tekjur fyrir félagið. En öll vinna félagsmanna á föndur- kvöldunum er gefin. Hluti fé- lagsins í fjársöfnun á fjáröflun- ardegi samtakanna nam 10 þús- und krónum og 7.700 krónur komu í þess hlut af ágóða af happdrætti landssambandsins. Á síðastliðnu sumri stóð fé- lagið fyrir móti Sjálfsbjargarfé- laganna norðanlands í Vagla- skógi, en auk Akureyringa tóku þátt í því félagar af Húsa- vík og Sauðárkróki. Því miður gátu Sjálfsbjargarfélagar af Siglufirði ekki komið því við að mæta. Fullgildir félagar í Sjálfs- björg á Akureyri eru nú 139, en auk þeirra eru margir styrktarfélagar og nokkrir ævi- félagar, Stjórnarkjör. í stjórn félagsins voru að þessu sinni kosin: Heiðrún Stein grímsdóttir formaður, Sveinn Þorsteinsson gjaldkeri og Kristín Konráðsdóttir meðstjórn andi. Fyrir eru í stjórninni: Haf liði Guðmundsson varaformað- ur og Ágústa Tómasdóttir ritari. Varamenn í stjórn eru: Sig- valdi Sigurðsson, Lilja Sigurðar dóttir og Eggert Þorkelsson. í stjórn vinnustofu félagsins hlutu kosningu: Guðmundur Hjaltason, Lilja Sigurðardóttir og Líney Helgadóttir. Landsþing. Landsþing Sjálfsbjargar á síð asta ári var haldið að Sauðár- króki, og sóttu það 7 fulltrúar frá Akureyrarfélaginu. Næsta landsþing verður haldið á Akur eyri á vori komandi, og kemur því í hlut Akureyrarfélagsins að annast undirbúning þess að verulegu leyti. ÁrshátíS. Ákveðið er, að árshátíð Sjálfs bjargar á þessum vetri verði haldin að Bjargi laugardaginn 5. marz. Verður til hennar vand að eftir föngum, (Frá Sjálfsbjörgu, félagi fatl- aðra á Akureyri og nágrenni.) HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? OFT ER rætt manna á milli um verð daglegra nauðsynja, en mörgum reynist erfitt að muna tölur. Hér fer á eftir almennt búðarverð nokkurra vöruteg- unda í Reykjavík í byrjun des- embermánaðar sl. samkvæmt Hagtíðindum: Súpukjöt kr. 66.00 kg. Soðinn blóðmör kr. 55.00 kg. Ysa, hausuð og slægð kr. 9.60 kg. Nýmjólk í hyrnum kr. 7.65 1. Smjör kr. 105.30 kg. Hveiti í lausri vigt kr. 9.94 kg. Rúgbrauð 1% kg. kr. 12.00. Epli kr. 32.04 kg. Molasykur kr. 8.58 kg. Kaffi br. og malað kr. 80.60 kg. Coca-cola 017 1. án flösku kr 4.25. Rúsínur kr. 45.15 kg. Olía til hitunar kr. 1.67 1. Kol kr. 1490.00 tonnið. Kristalsápa í lausri vigt kr. 24.50 kg. Rafmagn kr. 0.98 kwst. -)- fastagjald. Tannsápa kr. 24.43 túban. Egg kr. 91.07 kg. Harðfiskur kr. 177.06 kg. (ýsa í pökkum). Kartöflur kr. 12.00 í 5 kg. pökkum. □ UNGLINGUR eða KRAKKI óskast til að bera út blaðið í efri hluta Glerárhverfis. AFGREIÐSLA DAGS, sími 1-11-67 AKUREYRINGAR, EYFIRÐINGAR og aðrir NORÐLENDINGAR! Munið okkar f jölbreytta HÚSGAGNAtlRVAL # á annarri hæð í AMAROHÚSINU, Akureyri Stærsta húsgagnaverzlun norðanlands. NÝKOMIÐ: GLÆSILEG SVEFNHERlíERGISHÚSGÖGN úr tekki og eik ELDHÚSHÚSGÖGNIN og VEGGHÚSÖGNIN (Hansa) viðurkenndar vörur og margt fleira. Systir okkar, INGIBJÖRG ELDJÁRN, andaðist að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- tlaginn 22. febrúar. — Kveðjuathöfn fer fram frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 1. marz kl. 1.30 e. h. — Jarðarför að Tjörn auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna. Sesselja og Þórarinn Eldjárn. Jarðarför eiginkonu minnar, móður minnar og dóttur, MATTHILDAR SVEINSDÓTTUR, er lézt að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. febr., fer fram laugardaginn 26. febrúar frá Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h. Blóm vinsanrlega afþökkuð, en líknarstofnanir látn- ar njóta þess. Anton Kristjánsson, Kristján Antonsson, Sveinn Sveinsson. 3 FÍLADELFÍA Lundargötu 12. Almenn samkoma á sunnudag 27. febr. kl. 8.30 s. d. Hallgrím ur Guðmansson frá Reykja- vík og fleiri tala. Söngur og hljóðfæraleikur. — Allir vel- komnir. Fíladelfía. SJÁLFSBJÖRG ÞesSar gjafir hafa bor- izt félaginu á síðast- liðnu starfsári 1965, frá þessum aðilum: Hólmfríði Guðvarðardóttur kr. 1.000, Onnu Björnsdóttur kr. 500, Torfhildi og Hjörvari kr. 100, Bjarney og Sigfríði kr. 50, Jóni og Valgerði kr. 50, og ónefndum kr. 900. — Enn- fremur hefprGefjun gefið tjöld fyrir léiksyið og Ingvi Hjörleifsson ljósateikningu. Við þökkum ? öllum þeim mörgu, sem hafa sýnt félag- inu velvild og ‘Únargháttaðan stuðning á síðásta ári. — ----------------Stjórnin. TIL Fjórðungssjúkrahússins. — Gjöf frá Ö. H: og H. G. kr. 1000.00, frá Guðríði Erlings- dóttur kr. 2000.00. Með Þökk- um móttekið. Guðm. Karl Pétursson. - Nokkur atriði stór- iðjumálsins (Framhald af blaðsíðu 8.) úr leik, en í því skyni að hugn- ast Norðlendingum byrjað að tala um „náðarspenann“ að sunnan. Nokkru síðar var svo slegið föstu, að „náðarspeninn“ væri of dýr! Af því var svo tal- ið leiða, að aluminíumverksmiðj an yrði að vera í Straumsvík. Þar með var staðsetningin ákveðin. Og megindrætti þess- arar þróunar ber þeim að hafa í huga, sem um málið vilja rita í blöð, í stað þess að fara með mjög villandi tölur, og það geta menn gert þótt þeim slái Heim- dallarhjarta í brjósti. Næst kom það svo upp úr kaf- inu, að verksmiðjan átti að verða helmingi stærri en fyrst var áætlað, eða 60 þús. tonna verksmiðja í stað 30 þús. En einmitt sú stærð hefði samkv. skýrslu stóriðjunefndar fyrir j^pkkrum mánuðum verið talin mátuleg fyrir Dettifossvirkjun! Nægur markaður fyrir afgang- inn á Norður- og Austurlandi. Við þessa sögu er því við að bæta, að Jóhann Hafstein iðnað armálaráðherra skýrði Alþingi frá því í vor sem leið, að Sviss Aluminíum myndi vera „reiðu- búið til að taka þátt í byggingu og rekstri aluminíumvefk- smiðju á Norðurlandi í helm- ingafélagi við íslenzka aðila“ eftir 10—15 ár. Sé þetta alvar- lega meint virðast þeir, sem hér eiga hlut að máli, hvorki óttast umframkostnað á Norður- landi né samkeppni atomork- unnar á næsta áratug. Þó að til séu norðlenzk blöð, sem fylgja stjórnarflokkunum að rrtálum, ættu þau — vegna sjálfra sín — ekki að taka allt sem góða og gilda v.öru, sem fé- lagar þeirra syðra rétta þeim í þessu máli. □ FLUGAHUGAFÓLK: Svifflug- félag Akureyrar heldur kynn ingarfund um starfsemi sína sunnudaginn 27. febrúar 1966 kl. 4 e. h. í Landsbankasaln- um. — Meðal annars verða á fundinum sýndar litskugga- myndir og kvikmyndir. — Að- gangur ókeypis. KARLAKÓR AKUREYRAR heldur aðalfund sinn í Laxagötu 5 sunnu- daginn 27. febrúar kl. 3.30 stundvíslega. Félagar eru kvattir til að fjölmenna því taka á afstöðu til mikilvægra mála. Hörpukonur sjá um kaffi á fundinum. Stjórnin. INNKOMIÐ í söfnunina vegna fólksins, er varð fyrir bruna- tjóni á Gleráreyrum. Starfs- fólk Klæðaverksm. Gefjunar kr. 10.800, starfsfólk skógerð- ar Iðunnar kr. 5.450, starfs- fólk saumastofu Gefjunar kr. 300, starfsfólk sútunrv. Iðunn ar kr. 2.250, starfsfólk í Sjöfn kr. 2.290, starfsfólk fata- verksm. Heklu kr. 6.570, starfsfólk þvottahússins Mjöll kr. 1.200, starfsfólk Ullar- þvottastöðvar SÍS kr. 3.450, Eyþór Tómasson kr. 5.000, Hulda Benediktsdóttir og Anna Stefánsdóttir kr. 200, Jóhann G. Sigfússon kr. 200, Arndís Sigurðardóttir kr. 100, X kr. 100, S. x. kr. 200, Páll Einarsson ky. 300, S. H. kr. 500, Arndís og Þorsteinn kr. 200, E. B. og fjölskylda kr. 800, Björn Guðmundsson kr. 500, Guðný Jóhannsdóttir kr. 100, E. E. kr. 100, Stefán Stefánsson kr. 250. Guðm. Jóhannsson kr. 100, H. S. kr. 100, I. E. kr. 300. — Móttekið með þökkum. SöfnunarnefntHn. TIL fólksins sem brann hjá í Gleráreyrum 6: — Steinþór Helgason kr. 100, J. S. kr. 1000, Heimilisfólkið Rauðu- mýri 12 kr. 400, J. Ó. kr. 100, P. Ó. kr. 100, Ónefnd kr. 500, A. Ó. kr. 200, J. B. kr. 200, N. N. kr. 500, Eyfirðingur kr. 100, Stefán Magnússon kr. 200, L. Ó. kr. 500, Ester Mar- teinsdóttir kr. 200, Starfsfólk útibús KEA Brekkugötu 47 kr. 700, Sigrún Jóhannsdóttir kr. 200. — Söfnunin heldur áfram. TIL fólksins sem varð fyrir brunanum á Gleráreyrum 6. Frá Þórdísi Haraldsdóttur kr. 1000, frá Tryggva Gunnars- syni kr. 1000, frá Á. Á. kr. 100, frá E. og S. kr. 200. TIL blinda barnsins. Frá Á. Á. kr. 200. TIL Akureyrarkirkju. Frá M. J. kr. 200, frá ónefndri konu kr. 200. TIL Strandarkirkju. Áheit frá G. M. kr. 200, frá B. S. kr. 200. Beztu þakkir. P. S. - Byggt við Varðborg (Framhald af blaðsíðu 1). Aðspurður lét Stefán Ágúst Kristjánsson framkvæmdastjóri Varðborgar í ljós ánægju sína yfir fyrirgreiðslu bæjarstjórnar í máli þessu og ýmissa annarra aðila, sem styðja vildu að fram- kvæmdum og auknu starfi á þessum stað. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.