Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. LÍFEYRISSJÓÐUR ALLRA LANDSMANNA Á ALÞINGI 1956-1957 fluttu sex Frainsóknarþingmenn tillögu tii þingsálvktunar svoliljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta athuga hvort til- tirkilegt sé að stofna lífeyrissjóð fyr- ir sjómenn, verkamenn, bændur, út- vegsmenn og aðra, sem ekki njóta líf eyristryggingar hjá sérstökum lífeyr- issj<)ðum.“ Flutningsmenn tillögunnar voru Ólafur Jóhannesson, Björgvin Jóns- son, Halldór E. Sigurðsson, Svein- björn Högnason, Sigurvin Einars- son og Ágúst Þorvaldsson, en Ólafur Jóhannesson hafði framsögu. Tillag- an var samþykkt 1957. Seint á árinu 1958 skipaði svo þá- verandi félagsmálaráðherra, Hanni- bal Valdimarsson, fimm manna nefnd til að rannsaka þetta tnál. Viðreisnarstjóm svonefnd var þá setzt að völdum og liðu svo frarn tím ar. Ólafur Jóhannesson flutti svo á- samt 7 Framsóknarþingmönnum öðrum á þingi enn á ný tillögu til þingsályktunar um málið, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd í sameinuðu þkigi tneð hlutfallskosningu til þess að semja frumvarp til laga um almcnnan líf- eyrissjóð, sem allir landsmenn eigi kost á að tryggja sig hjá.“ Ekki vildu stjórnarflokkarnir sam þykkja þetta orðalag á tillögunni, en féllust á hana svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjóminni að láta kanna til hlítar, hvort ekki sé tímabært að setja almenna löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn, sem eru ekki nti þegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt að- gang að.“ Samþvkkt 1964. Að þessu loknu fól félagsmálaráð- herra Harakli Guðmundssyni fyrrv. ambassador, sem nýkominn var heim frá Noregi, að framkvæma enn eina athugun á málinu og gera um það álitsgerð til viðbótar nefndarálitinu fiá 1960. Svo gerðist það nú í vetur, að einn af þingmönnum Framsóknarflokks- ins, Jón Skaftason spurðist fyrir um það á þingi, hvað liði meðferð þessa máls. Nokkrum dögum síðar flutti Éélagsmálaráðherra skýrslu um mál- ið og lagði fram skýrslu frá Haraldi Guðmundssyni. Jafnframt gat ráð- herra þess, að Iiann myndi beita sér fyrir skipun nýrrar 5 manna nefndar úr öllum flokkum til að undirbúa lagasetningu uin þetta efni. Verður nú fróðlegt að fylgjast með fram- vindu málsins, og líldegt er, að reynt verði að láta það gleymast, að Fram- sóknarmenn hafi verið upphafsmenn þe.ss á Alþingi. □ DETTIFOSS OG DREIFBÝLIÐ UM þessar mundir er mikið rætt og skrifað um fyrirhugaða byggingu alminverksmiðju og raforkuvers er framleiddi raf- magn fyrir sömu verksmiðju. Fyrir alllöngu varð sú skoð- un yfirsterkari meðal ráða- manna syðra, að alminverk- smiðja væri bezt staðsett í Reykjavík eða næsta nágrenni, og stórt orkuver yrði því að reisa sem skemmst frá þeim stað, vegna þess hve háspennu- línur væru dýrar. Þá voru tal- in ýmis önnur rök sem öll mæltu með þessari skoðun. Þetta hljómaði svo sem nógu vel í eyrum almennings, eða var ekki sá tilgangurinn? En það er langt frá því, að allir landsmenn séu á sömu skoðun, og ber mjög mikið á milli. Að vísu er ekkert mál svo einfalt, að allir séu nákvæmlega sömu skoðunar. - Menn deila mikið um það, hvort leyfa skuli erlendu fyrir- tæki að koma upp iðnrekstri á íslandi. Þá hlið málsins mun ég ekki nefna í þessari grein held- ur það, hvort réttmætt sé að reisá fyrirhugaða alminbræðslu við Reykjavík og hvergi annars staðar. Um marga áratugi hefir það verið almenn skoðun hér á landi, að Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum myndi verða langódýr- asta stórvirkjun á íslandi. mið- að við það afl, sem verið fram- leiddi. Þar næst kæmi svo sennilega virkjun í Þjórsá við Búrfell. Fyrir nokkrum árum komu fram á Alþingi tillögur um það, að hefja þá þegar undirbúning að virkjun Jökulsár á Fjöllum, og koma upp á Norðurlandi stóriðju, sem notaði meginhluta orkunnar. Undanfarin ár hafa margir virkjunarstaðir verið kannaðir, m. a. með það fyrir augum, að fá úr því skorið með nokkurri vissu, hver virkjunin yrði hagkvæmust ásamt tilheyr andi iðjuveri. Skjótt fór að bera á því, að miklu meira fé var varið til ransókna á Þjórsá, en til allra annarra staða, og það löngu áð- ur en nokkuð var kveðið upp úr með það, að Þjórsá yrði val- in. Vil ég því segja hér eina sögu, sem landsmenn geta sjálf- ir dregið af sínar ályktanir. Fyrir nokkrum árum hitti ég mann, sem var að koma frá því að vinna við rannsóknir á Dettifosssvæðinu. Var þetta áð- ur en nokkuð hafði verið ákveð ið um virkjunarstað. Tókum við tal saman og innti ég hann eftir því, hvað liði rannsóknum á Jökulsá og Þjórsá, og hvort ekki myndi koma í ljós, að Dettifossvirkjunin hefði vinn- inginn, sem hagkvæmasta virkj unin, samkvæmt því, sem hefði verið álitið. Varð maðurinn ókvæða við og svaraði hvat- skeytlega, að slíkur samanburð ur væri óþarfur, aðeins væri um einn stað að ræða, þar sem virkjað yrði, og það væri við Búrfell, annað kæmi ekki til greina, hvað svo sem öllum samanburði liði. Þótti mér hressilega svarað og spurði þá, hvers vegna í ósköpunum það væri verið að eyða þeningum til rannsókna við Dettifoss. Svaraði hann eitthvað á þá leið að það væri eingöngu til þess að þóknast vilja einhverra bjána. Þá veit maður það.. Að vísu var hér ekki um yfirmann að ræða, en var hann e. t. v. að lýsa óskhyggju sinna yfirboð- ara? Eftir höfðinu dansa lim- irnir. Og hverjir skyldu það nú vera þessir bjánar sem vilja virkja Dettifoss? Kannske þing- menn Norður- og Austurlands sem hafa barizt fyrir því máli? Og þá sennilega fólkið á norður helmingi landsins, sem berst fyr ir'lífi' sínu og tilveru og stefnir að bættum lífskjörum, og út- rýmingu atvinnuleysis og eymd ar sem nú er víða á Norður- landi. Það verður til dæmis ánægjulegt fyrir fjármálaráð- herrann okkar, sem er einn af þingmönnum Norðlendinga, að hafa þetta í huga þegar verk- fræðingar leggja fyrir hann til samþykktar áætlanir um bygg- ingu orkuvers í Þjórsá. Nú hefir brugðið svo við að sum sunnanblöðin keppast við Tryggvi Helgason, flugmaður. að ausa áróðri yfir þjóðina þar sem allt jákvætt í sambandi við byggingu orkuvers í Þjórsá er lofað á hvert reipi, en gert sem minnst úr öllu því neikvæða, og helzt ekki á það minnzt. Þá er allt neikvætt í sambandi við Dettifossvirkjun dregið óspart fram og málað dekkstu litum en hinu jákvæða að mestu sleppt. Ég hygg að flestir myndu líta slíkan málflutning sem auð- virðilega hlutdrægni, og jafnvel sem óbeina fölsun. En hvað segja þá þær tölur sem hafa verið birtar. Á ráð- stefnu verkfræðinga 1962 komu meðal annars fram áætlanir Eiríks Briem um verð á orku- verum í Jökulsá og Þjórsá. Þar er gert ráð fyrir að stofnkostn- aður á hvert kílóvatt í orkuveri við Búrfell verði 7800 krónur, en 8450 krónur í orkuveri við Dettifoss. Er það 8% óhagstæð- ara fyrir Dettifossvirkjun, en reiknað er með 104.000 KW veri við Dettifoss en 150.000 KW veri við Búrfell. Þá er í sömu áætlun gert' ráð fyrir að lögð verði tvöföld lína frá Dettifossi til Akureyrar að nokkru á stálmöstrum, en að- eins tvöföld tréstólpalína frá Búrfelli til Reykjavíkur. Þessi samanburður er óhagstæður fyr ir Dettifoss. En þegar betur er að gáð, fær þetta þá staðizt? Á Suðurlandi er úrkoma miklu meiri heldur en á Norðurlandi, og hitastig oftar rétt um eða und ir frostmarki, en þá er mest hætta á ísingu. ísingarhætta er því miklu meiri á Suðurlandi en í hinu kaldara og þurrara loftslagi á Norðurlandi. Þá er einnig stormasamara á Suður- landi, og lægðir og skil sem lang flest koma suðvestan úr hafi, skella með fullum þunga á suð- urströnd landsins. Til saman- burðar má benda á að rafmagns truflanir í Reykjavík í óveðrun um í vetur, urðu vegna bilana á línunum frá Soginu. Sömu óveður gengu norður yfir land- ið, en engar bilanir urðu á tré- stólpalínunni frá Laxá, þótt hún liggi yfir Vaðlaheiði í 600 metra hæð. Með hliðsjón af þessu mætti með sama öryggi leggja tréstólpalínur alla leið frá Detti fossi til Akureyrar. Þar að auki hafa þeir verkfræðingar og raf- veitustjórar sem ég hefi spurt, fullyrt að í framkvæmd komi varla til mála að leggja tré- stólpalínur frá Búrfelli til Reykjavíkur, vegna rekstrar- öryggis orkuvers og iðjuvers. Ef við tökum þetta með í reikn- inginn þá verður hlutur Detti- fossvirkjunar aftur hagstæðari. Þann 28. febrúar 1965 birtir Steingrímur Hermannsson nýj- ar tölur og áætlanir í Tímanum. Þar er gert ráð fyrir 210.000 KW orkuveri í Þjórsá en það er 40% stærra orkuver en greint er hér á undan. Það er nokkuð samhljóða álit allra að því stærri sem orkuverin geti verið, því ódýrara geti orðið hvert uppsett kílóvatt. Þessi áætlun gerir ráð fyrir 40% stærra orkuveri og lækki það kostnað á hvert kílóvatt í 6700 krónur eða um 14%. Hins veg- ar bregður svo við að hann birt ir áætlun um 133.000 KW orku- ver við Dettifoss eða 28% stærra en í áætlun Eiríks Briem, en kostnaður þar á hvert kílóvatt hækkar í 8900 krónur, eða um meira en 5%. Forsend- ur þær sem lagðar eru þessu til grundvallar eru hvergi birtar.- Þá ber þess að geta að engin áætlun gerir ráð fyrir 210.000 KW virkjun við Búrfell í ein- um áfanga, heldur aðeins 105.000 KW virkjun, en það mun vera miklu dýrari virkjun en Dettifossvirkjun. Hvað svo um rekstraröryggi þessara orkuvera? Það virðist samdóma álit allra, að ís- og krapamyndun í Þjórsá sé gífur- leg. Er gizkað á að orkuverið við Búrfell stöðvist í viku og allt upp í 20—30 daga á ári 'hverju, vegna krapa. í einni áætlun er gert ráð fyrir 9 dög- um á ári að meðaltali. Ein rökin fyrir því að ekki sé hægt að setja upp almínbræðslu á Norðurlandi og virkja Jök- ulsá, eru þau, að ekkert varaafl sé til á Norðurlandi. Hins veg- ar sé nóg varaafl á Suðurlandi. Er þá spurningin, hvar er það afl? Orkuverið við Sog er að mestu fullnýtt. Eru þá Reykvík- ingar búnir að samþykkja það að vera rafmagnslausir að með- altali í 9 daga á ári, til þess að hægt verði að standa við gerða samninga um orkusölu til stór- iðjuvers? Það er ákaflega ósenni legt. Áætlanir eru því á döfinni að gera varastöðvar með Búrfells- virkjun, sem knúðar yrðu með gastúrbínum. Eru þær taldar til tölulega ódýrar í uppsetningu, eða 3000 krónur á hvert kíló- vatt, en dýrar í rekstri. Stein- grímur Hermannsson telur að Swiss Aluminium muni sætta sig við 50% af heildarorku, frá varastöð. Fyrir 30 þús. tonna almínver er 50% orkuþöi-f 27.500 KW, en það þýðir vara- stöð fyrir 82,5 milljónir króna. Nú eru hins vegar uppi raddir um það í sunnanblöðum, að iðju verið verði þegar í upphafi 60 þús. tonna. Það myndi útheimta varastöð fyrir 165 milljónir króna. Þegar þessari upphæð er bætt við kostnaðinn við Búr- fellsvirkjun, þá hækkar hún um meira en 10% og er þar með orðin mun óhagstæðari en Detti fossvirkjun, Þá á enn eftir að reikna reksturskostnað vara- stöðvarinnar, en hann verður sennilega nálægt 1 krónu á kíló vattstund. Á 9 dögum yrði kostn aðurinn því 11,9 milljónir Og þar sem orkan yrði ekki seld nema á 10—12 aura kílóvatt- stundin, þá er hreint tap á þess- um 9 dögum rúmar 10 milljón- ir. Hver á að borga þennan halla? Nú berast fréttir um það að sunnan að þetta sé ekki nóg. Það þurfi að gera ótal stíflur upp eftir allri Þjórsá til þess að reyna að sigrast á ísvandamál- unum. Ef til vill kostar það mannvirki fyrir mörg hundruð milljónir til viðbótar því sem áður var áætlað. Er þá farið að halla verulega á Búrfellsvirkj- un í samanburði við Dettifoss- virkjun. Er Búrfellsvirkjunin þá ekki orðin svo dýr og óhag- kvæm, að ekkert vit sé í því lengur að ráðast í hana, meðan völ er á öðru betra? Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur segir að ef það takist að sigrast til fullnustu á ísvand- anum í Þjórsá, þá sé um tækni- legt afrek að ræða. Og allir vita að tæknileg afrek eru ekki unn in fyrir ekki neitt. ísvandamál á borð við það sem er í Þjórsá, ér ekki til í Jökulsá á Fjöllum. Nú í vetur er áin ísilögð alla leið frá upp- tökum niður undir foss. Og stormar og stórhríðar hafa eng- in áhrif á rennsli árinnar. Og nú á sama tíma og Þjórsá ryður fram ógrynni af ís og krapi, og stíflast alveg öðru hvoru, þá streymir Jökulsá hrein og tær, undan ísskörinni rétt ofan við Dettifoss, og fossinn, stærsti og rnesti foss á íslandi, þrumar sinn gamla söng af fullum mætti. Hefir ríkisstjórnin skoðað með eigin augum virkjunarstað ina við Búrfell og Dettifoss? Ef ekki þá skora ég á hana að gera það rneðan báðar árnar eru í sínum versta vetrarham, og sjá með eigin augum samanburð- inn. Steingrímur Hermannsson taldi upp það sem hann taldi mæla gegn staðsetningu stór- iðjuvers á Norðurlandi. Detti- fossvirkjun væri óhagkvæmari en Búrfellsvirkjun og orku- markaðurinn of lítill fyrir af- gangsorkuna á Norðurlandi. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá er einmitt nú orðið margt sem bendir til þess að Dettifoss- virkjun sé miklu hagkvæmari. Og þar sem allt bendir til að almínverið fyi'irhugaða verði 60 þús. tonna strax í upphafi, þá notar hún 110.000 KW af hinni 133.000 KW Dettifossvirkj un. Eftir er þá aðeins 23.000 KW sem nota má til þess að leggja niður allar olíustöðvar á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórs- höfn, Bakkafirði, Vopnafirði og öllum Austfjörðunum, og raf- væða allar sveitir á sama svæði. Þá sæi það einnig fyrir orku- þörf Akureyrar. Og ef þá væri enn eftir nokkur afgangsorka, hvað væri þá auðveldara en að leggja strax hina fyrirhuguðu línu milli Norður- og Suður- lands og fullnýta þannig orku- verið, og auka jafnframt rekstr- aröryggi allra viðkomandi orku vera, og hagnýta allt fáanlegt varaafl. Enn eitt sem mælti gegn því að reisa almínver við Eyjafjörð væri það að verksmiðjan yrði 100 milljón krónum dýrari, en fyi'ir sunnan, þar sem eyða þyrfti flúor-gasi frá verksmiðj- unni. Hins vegar sé þess ekki þörf á Suðurnesjum. Hefir þá Swiss Aluminium tekið á sig alla skaðabótaskyldu vegna slíks eiturgass, eða hefii' ís- lenzka ríkisstjórnin tekið hana á sig? Hafa Hafnfirðingar sam- þykkt að slíkt eiturgas berist yfir Hafnarfjörð? Og hvað um heilbrigðiseftirlítið? Og hvers vegna er Steingrímur Her- mannsson og fleiri, að hafa áhyggjur af þessum kostnaðar- lið verksmiðjunnar? Er það ekki hið svissneska fyrirtæki sem á að kosta að öllu leyti sína eigin verksmiðju, og búa hana þannig úr garði að hætta (Framhald á blaðsíðu 7.) 5 MIÐSTÖÐ VETRARÍÞROTTANNA Ilér spila og syngja námsmeyjar. Sjá bls. 8 (Ljósm.: E. D.) Skólatelpur Iéku á gítara og sungu. Skólastjórinn hlustar á. - Álþýðosambandið mótmæSir (Framhald af blaðsíðu 1.) um um arðskiptingu í íslenzku þjóðfélagi. 5. Fyrirhugað er að veita hin- um erlendu fyrirtækjum marg- háttuð forréttindi, svo sem í tolla- og skattamálum, meðferð gjaldeyris, svo og algert frelsi til að flytja hagnað sinn af rekstrinum úr landi. Auk þess er fyrirhugað, að hann geti skot ið deilumálum við íslenzka aðila til erlends gerðardóms, en lúti ekki í þeim efnum islenzkum lögum, nema hann sjálfur kjósi. Af framangreindum ástæðum ályktar miðstjórn Alþýðusam- bands íslands, að fyrirhugaður samningur um erlenda stóriðju sé hvorutveggja í senn: and- stæður hagsmunum íslenzkrar alþýðu og íslenzku þjóðarinnar og gangi í berhögg við þá meg- instefnu hennar að byggja lífs- kjör sín og efnahagslegar fram- farir á framtaki þjóðarinnar sjálfrar og því fjármagni, sem hún sjálf skapar, eða er fær um að afla hér, án annarlegra og óaðgengilegra skilmála og sé því þjóðinni bæði óhagkvæmur og ósæmandi. Því skorar miðstjórn in á öll þjóðholl öfl í landinu að Hvítt alikálfakjöt TILRAUNARÁÐ búfjárræktar hefur látið gera tilraunir í tvö ár með framleiðslu á 'alikálfa- kjöti. Alikálfarnir eru aldir á mjólkurdufti og undanrennu- dufti 3—3M; mánuð í einstak- lingstímum, en fá ekki hey, og nýmjólk aðeins fyrstu dágana. Kálfarnir hafa vaxið allvel. Kjöt ið er mjög Ijóst og talið ljúf- fengt og henta vel í veizlumat. Tilraunir þessar hafa farið fram á Lundi við Akureyri. □ snúa bökum saman gegn hin- um fyrirhugaða stóriðjusamn- ingi og hindra framgang hans“. (Framhald af blaðsíðu 1.) sumaríþróttir er fyrirhugað að koma upp á Suðurlandi og hef- ur þá einkum verið rætt um Laugarvatn, sem tilvalinn stað, en aðrir staðir koma og til greina. íþróttamiðstöðin fyrir vetrar- íþróttir hefur þegar verið á- kveðin og verður staðsett á Ak- ureyri. Er það gert í samráði við bæjaryfirvöld og íþrótta- hreyfinguna hér. Liggja margar ástæður til þeirrar ákvörðunar, m. a. hið mikla framtak Akureyringa með byggingu hins glæsilega skíðahótels í Hlíðarfjalli og allra þeirra mannvirkja, sem því fylgja, svo og góðar sam- göngur við Akureyri, og að við skíðahótelið eða í nágrenni þess er ávallt nægur snjór vetrar- mánuðina að því viðbættu, að Akureyringar hafa um langan tíma verið þeir einu, sem hald- ið hafa uppi skauta-iðkunum að staðaldri. Þá kemur einnig til álit viðkomandi sérsambands. Stuðningur íþróttasambands- ins við að koma upp íþróttamið- stöð fyrir vetraríþróttir á Ak- ureyri, verður m. a. fjárhagsleg um. Á fundi framkvæmdastjórnar í. S. í. var samþykkt að lána úr framkvæmdasjóði í. S. f. kr. 500.000.00 til framkvæmda, við að koma upp skíðalyftu við skíðahótelið í Hlíðarfjalli, enda Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 6 <í> náist samkomulag milli íþrótta- nefndar ríkisins og Akureyr- inga um gerð skíðalyftunnar. Hermann Sigtryggsson flytur þakkarorð f. h. íþróttamanna. Þessi lánveiting er gerð í fullu samráði við íþróttabanda- lag Akureyrar, íþróttaráð og bæjarstjórann á Akureyri. Þótt íþróttasambandið styrki þessar framkvæmdir á þann veg sem hér er lýst, mun það eigi að neinu leyti sjá um rekst- ur þessarar íþróttamiðstöðvai'. Það er að sjálfsögðu verkefni Akui'eyringa sjálfra. En þar sem hér er um að ræða íþróttamiðstöð, mun ÍSÍ í samráði við íþróttabandalag Ak ureyrar og Skíðasamband fs- lands, stuðla að námskeiðahaldi í vetraríþróttum og vonar að geta styrkt slík námskeið fjár- hagslega, svo og með því aS senda norður í samráði við SKÍ, úrvalskennara og stuðla þannig að því, að á Akureyri verði raunveruleg íþróttamiðstöð fyr- ir vetraríþróttir. Væntir framkvæmdastjórnin þess, að með þessari ákvörðun sinni, hafi hún létt undir með íþróttasamtökunum á Akureyri, til þess að skapa þá aðstöðu, sem nútíminn krefst, varðandi skilyrði til iðkunar skíðaíþrótt- arinnar.“ iQ FRÁ SKÍÐARÁÐI AKUREYRAR 1 HJÁ bæjarfógetaembættinu S Akureyri hafa verið dregin út vinningsnúmer í skyndihapp- drætti S. R. A. Eftirtalin númer hlutu vinning: Nr. 698, far til Kaupmannahafnar og vikudvöl, nr. 840 far til Kaupmannahafn- ar og vikudvöl. Handhafar vinningsnúmera vitji vinningsnúmera sinna hjá Ferðaskrifstofunni Sögu, Akur eyri, sem einnig gefur allar nán ari upplýsingar um ferðirnar. (Birt án ábyrgðar) bara fyrst á morgnana, en sást ekki síðan. Samt sem áður þorði ég auðvitað aldrei að yfirgefa herbergið nokkurt and- artak, því að ég vissi ekki, nema hann kynni að rekast inn fyrirvaralaust, og mér féll þessi vist svo vel, að mér hefði aldrei dottið í hug að gera neitt, sem valdið gæti því, að ég yrði af henni. — Svona liðu tveir mánuðir, já, réttar átta vikur. Ég hafði afritað allan vísdómiirn um akademíu, algebru, alúmín, apa, Austurlönd, Aþenu, ábóta o. s. frv. Ég var tekinn að vonast til, að, ef ég slægi ekki slöku við, lyki ég við A-in og byrjaði á fi-unum áður en langt um liði. Skjalapappírinn kostaði mig að sönnu dálítið, en ég var líka langt kominn með að fylla heila hillu af afskrift minni. En þá er þessu allt í einujöllu lokið. — Lokið? — Já, herra, fyrirvaralaust öllu lokið. Og það er ekki lengra síðan en í morgun. Ég fór eins og venjulega til vinnu minnar klukkan tíu í morgun. Þegar ég kom að skrifstofu- dyrunum, reyndust þær læstar, en á þær lrafði verið fest með teiknibólu svolítið pappaspjald. Hérna er spjaldið. Þér get- ið sjálfur lesið það. Hann dró upp lítið, hvítt pappaspjald. Á það lrafði verið skrifað: Rauðhausafélagið lrefur verið leyst upp. 9. júlí 1890. Við Sherlock Holmes grandskoðuðum stuttaralega til- kynningu þess.r litla hvíta spjalds, sem bar við roða hins mæðulega andlits bak við það, unz hin skringilega hlið málsins náði yfirhöndinni, og við skelltum báðir upp úr. — Ég get ekki séð neitt hlægilegt við þetta, hrópaði gest- urinn og roðnaði enn upp í eldrauðar hársrætur. Ef þér getið ekkert gert í málinu nema hlegið, verð ég. að snúa mér eitthvaðannað. — Nei, néi, hrópaði Holmes og ýtti honum niður í stól- inn, sem hann var í þann veginn að rísa úr. Ég mundi sann- arlega ekki vilj'a verða af þessu máli yðar, hvað sem í boði væri. Það er svo hressandi nýstárlegt. En það er... . ég veit, að þér fyrirgefið lneinskilnina. ... en það er eitthvað svo- lítið skemmtilegt við það. Nú skuluð þér vera svo elskuleg- ur að segja okkur, hvað þér tókuð til bragðs, þegar þér funduð spjalclið á hurðinni. — Ég var alveg forviða. Ég vissi hreint ekki, hvað gera skyldi. Ég spurðist fyrir á skrifstofunum þarna á hæðinni, en þar vissi enginn neitt. Ég fór að lokum til húseigandans, sem er löggiltur endurskoðandi og býr á neðstu hæðinni, og spurði hann, hvort hann vissi, hvað orðið hefði af Rauð- hausafélaginu. Hann sagðist aldrei hafa heyrt neinn slíkan félagsskap nefndan. Ég spurði hann um Duncan Ross. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt þess manns getið. — Hver er þá þessi herra í númer fjögur, spurði ég. i — Hvað. . . . þessi rauðhærði? ^ — Já- — Ó, hann heitir William Morris. Hann er málfærslu- maður og hafði afnot af þessari stofu um stundarsakir, unz skrifstofupláss hans væri tilbúið. Hann flutti í gær. — Hvar get ég fundið hann? — Á nýju skrifstofunum hans. Hann lét mig hafa heim- ilisfang sitt. Jú, hérna er það, Játvarðs-konungs-stræti, rétt hjá dómkirkjunni. Ég flýtti mér þangað. Þar reyndist vera hnjáskjólaverksmiðja, þar sem enginn hafði heyrt nefndan William Morris og þaðan af síður Duncan Ross. — Hvað gerðuð þér þá? spurði Holmes. — Ég rölti heim til Kóburg-torgs, sagði Spaulding mínar farir ekki sléttar og spurði hann ráða. En lvann vissi engin ráð til hjálpar. Hann sagði, að ég skyldi bara bíða rólegur, og taldi víst, að ég mundi heyra frá þeim bréflega einhvern næstu daga. En það var mér ekki nóg, herra Holmes. Ég vildi helzt ekki missa svona góða stöðu alveg aðgerðalaust af minni hálfu. Og \egna þess að ég hafði heyrt, að þér væruð hreinasta afbragð við að hjálpa þeim, sem þurfa hjálparinn- ar við, fór ég beint til yðar. — Sem var mjög skynsamlegt, lierra Wilson, mjög skyn- samlegt. Þetta vandamál yðar er áreiðanlega ákaflega merki- legt rannsóknarefni, og mér þætti fjarska gaman að gaum- gæfa það betur. Af því, sem þér hafið sagt mér, hygg ég, að vel komi til greina, að hér búi meira undir en ef til vill Framliald. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.