Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 7
7 DETTIFOSS OG DREIFBYLIÐ (Framhald af blaðsíðu 4) stafi ekki af? Og skyldi þeirn nokkur vorkunn, þeim sviss- nesku, að útbúa verksmiðjuna á sama hátt hér uppi á íslandi, eins og heima hjá sér? Eða hvað er þetta á myndinni sem birtist í Tímanum af svissnesku verk- smiðjunni? Er þetta ekki skóg- ur í baksýn, og akrar allt í kring? Enn er ekki of seint að snúa við og virkja Dettifoss, og reisa iðjuver við Eyjafjörð. Eftir 15 —20 ár yrði svo ef til vill tíma- bært að virkja Þjórsá. Þá yrði búið að kanna ísvandamálin til hlítar, og þá verður fjarmagn þjóðarinnar meira en nú Ég skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar endurskoða allar áætl anir um virkjun Jökulsár, og staðsetningu iðjuvers við Eyja- SIGURÐUR STEFÁNSSON frá Höfða, Lækjargötu 14, Akur- eyri, fyrrum mjólkurpóstur, varð 75 ára sunnudaginn 6. marz sl. fjörð. Ég tel augljóst að í sam- anburði á virkjun Jökulsár og Þjórsár hafi ekki gætt fyllsta hlutleysis. Og hvar er nú öll umhyggjan fyrir jafnvægi í byggð landsins? Er hún engin þegar á reynir? Ég skora á alla íbúa Norður- lands, alla forystumenn bæjar- og sveitarfélaga að sameinast í eitt í máli þessu, og leggja öll dægurmál á hilluna á meðan. Ég skora raunar á alla lands- menn að skilja nauðsyn þess, að það verður að koma upp stór- iðju annars staðar á íslandi, en bara í Reykjavík. í snjöllum áramótaboðskap til þjóðarinnar, fyrir nokkru, sagði forsætisráðherra dr. Bjarni Benediktsson, að ísland skyldi allt byggt vera, annað væri lítil- mannlegt. Þetta var vel mælt. En til þess að fólk geti lifað alls staðar á landinu, verður að vera næg og örugg atvinna. Nú er tækifærið, — hið gullna tæki færi. Akureyri 4. marz 1966 LEIKFÉLAG AKUREYR- AR sýnir gamanleikinn SWEDENHIELMS- FJÖLSKYLDAN föstudag, laugardag og sunnudag. SÍÐUSTU SÝNINGAR. K V E N K Á P A til sölu. Uppl. í síma 1-15-54. TIL SÖLU: Philips ferðaútvarp. Ódýrt. Uppl. í síma 1-11-58. TIL SÖLU: Rennihurðir með renni- brau'tum fyrir 1 þú m. dyr og hurð í karmi. Uppl. í síma 1-11-29 eftir kl. 7 á kvöldin. RAFMAGNSGÍTAR TIL SÖLU. Uppl. í síma 1-11-56. TIL SÖLU: Tvennir nýlegir hjólbarð- ar, stærð 650x16. Einnig hásing undir heyvagn. Uppl. í síma 1-28-19 eftir kl. 7 á kvöldin. ÍBÚÐ ÓSKAST! Eldri barnlaus hjón óska eftir íbúð til leigu 14. maí. Uppl. gefur Gunnar Berg í síma 1-10-24. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Ung barnlaus hjón, sem bæði vinna úti, vantar litla íbúð 1—3 herbergja, nú þegar, eða fyrir 15. maí. Reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð leggist inn á afgr. Dags, merkt 1, 2, 3. Tveggja eða þriggja herb. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 1-14-63. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR heldur AÐALFUND í Sjálfstæðishúsinu — Litla sal — mánudaginn 14. marz n. k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmynd. Stjórnin. □ RÚN 5966397 = Frl. I. O. O. F. Rb. U5398J/2 — I. MESSA í Akureyrarkirkju kl. 2 n.k. sunnudag. Sálmar no. 334, 578, 317, 314, 264. P. S. FÖSTUMESSA verður í Akur- eyrarkirkju í kvöld (miðviku dagskvöld) kl. 8.30. Sungið verður úr Passíusálmunum sem hér segir: 10 sálmur vers 1—4 og 7; 11 sálmur vers 3— 6 og 16—17; 12 sálmur vers 3—5 og 23—29; 25 sálmur vers 14. Takið með Passíusálmana. B. S. MÖÐRUV ALL AKL AUSTURS- PRESTAKALL. Messað á Möðruvöllum n.k. sunnudag kl. 2. Sálmar nr. 148, 330, 174, 232. Messað í Skjaldarvík sama dag kl. 4. Á. S. SAMKOMA í Akureyrarkirkju. Kristilegt studentafélag held- ur almenna sámkomu í Akur eyrarkirkju n. k. laugardag kl. 8.30 e. h. Meðal ræðu- manna verður Sigurður H. Guðmundsson stud. theol At- mennur söngur úr sálmabok- inni. Jakob Tryggvason leik- ur á kirkjuorgelið. Þórður Möller yfirlæknir syngur ein- söng. Allir velkomriir. ZION. Sunnudaginn 13. marz. Sunnudagaskóli kl. 11 f, h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30. Halla Bachmann kristni- boði og Sigurður H. Guð- mundsson tala. Tekið á móti gjöfum til kristniboðs. Allir velkomnir. DRENGJADEILD. Fundur kl. 8 fimmtu- dagskvöld. -— Stúlkna- deildinrii boðið á fund- inn. FRÁ SJÁLFSBJÖRG! ífeyk SPILAKVÖLD verður að Bjargi n.k. laugar- JfötfíM dagskvöld,. 12. marz, ---kl. 8.30. — Félagar fjöl mennið og takið með ykkur gesti. VORFARGJÖLD F. f. GANGA f GILDI15. MARZ N.K. VORFARGJÖLD Flugfélags ís- lands milli íslands og út- landa sem undanfarin vor hafa gengið í gildi 1. april ganga að þessu sinni í gildi hálfum mán- uði fyyr, eða frá og með 15. marz n. k. Með tilkomu vorfargjalda fé- lagsins, lækka flugfargjöld frá íslandi til sextán borga erlendis um 25 af hundraði. Þetta er fjórða vorið, sem Flugfélagið býður farþegum sín um þessi lágu vorfargjöld, og reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að mjög margir notfæra séi' þau til þess að njóta sumar- auka í suðlægari löndum. Sem fyrr segir, eru vorfar- gjöldin einum fjórða lægri en venjuleg fargjöld á sömu flug- leiðum, en eru háð því skilyrði, að ferð Ijúki irinan eins mánað- ar frá því lagt er upp frá ís- landi. Vorfargjöldin gilda til eftir- talinna borga: Glasgow, Lon- don, Kaupmannahafnar, Bruss- el, París, Luxemburg, Ham- borgar, Frankfurt, Berlín, Hels- ingfors, Stavanger, Gautaborg- ar og Stokkhólms. (Fréttatilkynning.) SKÁKFÉLAG AKUREYRAR gengst fyrir hraðskákkeppni í Verzlunarmannahúsinu, mánudaginn 14. þ. m. Keppt verður um Lindu-bikarinn og hefst hún kl. 8 e. h. Skákþing Akureyrar hefst 17. þ. m. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. KVENFÉLAGIÐ HLÍF heldur fund fimmtudaginn 10. marz kl. 8.30 e. h. í Amarohúsinu, 6. hæð. Fjölmennið stundvís- lega með kaffi. Stjórnin. KVENFÉLAG AKUREYRAR- KIRKJU heldur fund þriðju- daginn 15. marz kl. 8.30 e. h. í Kapellunni. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Félagskon- ur fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur að Bjargi fimmtudag inn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, upplestur, spiluð félagsv-ist. Eftir fundinn kaffi. Æ. t. Opið í kvöld (miðvikudag) frá kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu niðri. Dagskrá: Kvikmynda- sýning og dans, hinir vansælu Engir leika, fjölbreyttar veit- ingar á hóflegu verði. Hafið með ykkur nafnskírteini með ástimplaðri mynd. F ramkvæmdanefndin. H^RMANNSMÓTIÐ (Framhald af blaðsíðu 2). fyrir skíðaíþróttina. Verður bikarinn ávallt í Skíðahótelinu en afsteypa afhent sigurvegara hverju sinni og nafn hans skráð á hinn fagra bikar. Verðlaun eru veitt fyrir Alpatvíkeppni karla. . • i ívar Sigmundsson hreppti bikarinn að þessu sinni, enda vann hann í báðum greinum. Annar varð Björn Olsen Siglu- firði og þriðji Hafsteinn Sigurðs son ísafirði. □ - Nýtt íþróttahús (Framhald af blaðsíðu 8.) izt til að láta rýma skemmu, sem bærinn á, fyrir æfingar á inniíþróttum næsta vetur, og er það vel, því það hefði haft slæmar afleiðingar ef inni- íþróttir hefðu lagzt niður þar til nýtt íþróttahús rís. Forráðamenn bæjarins og íþróttamála verða að gera sér ' grein fyrir því, að nú verður að standa við það sem sagt er, því nógu lengi hefur íþrótta- fólkið beðið eftir nýju íþrótta- liúsi, þar sem hægt er að bjóða upp á boðleg skilyrði til æf- inga og kcppni. Það er líka til stórskammar fyrir höfuðstað Norðurlands, að þar skuli ekki vera hægt að bjóða upp á lög- lega keppni í liandknattleik og körfuknattlcik, ekki sízt þeg- ar tekið cr tillit til þess, að við getum boðið upp á einliver heztu skilyrði sem þekkjast hér á landi í öðrum íþrótta- greinum, og gera á Hlíðarfjall- ið að miðstöð vetraríþrótta á Islandi, og fagna allir Akur- eyringar því af heilum hug. Svavar. Tryggvi Ilelgason. TIL SÖLU Á YTRI-BREKKUNNI: ROMGÓÐ TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ með „hall“, séringangi og sérkyndingu. NOKKRAR IBUÐIR I SMIÐUM. RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Hafnarstræti 107 Viðtalstími kl. 5—7 e. h., sími 1-17-82. Heimasími 1-14-59 NÝIR 4YEXTIR: mmwi JAFFA APPELSINUR DELECIOUS EPLI PERUR - BANANAR KJÖRBÚÐIR KEA Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát INGIllJARGAR ELDJÁRN og veittu ömetanlega hjálp í sjúkralegu hennar og við útfqrina. Sesselja Eldjám, Þórarinn Eldjárn og frændsystkinin. ---

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.