Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 1
Alþýðusanibaiidið mótmælir harðlega Á FIMMTUDAGINN samþykkli Alþýðusamband íslands á mið- sljórnarfundi sínum ályktun um stóriðju- og aluminíummálið, þar sem ákveðnum aðvörunarorðum er beint til þings og þjóðar gegn „fyrirhugaðri grundvallarstefnubreytingu í atvinnu- og efnahags- niálum þjóðarinnar og lýsir eindreginni andstöðu gegn henni“. Andstöðu sína rökstyður Alþýðusambandið m. a. á þessa leið: VERÐllR VERZLUN-1 UM LOKAÐ? I ENN HEFUR ekki náðst 8 samkomulag um nýja kjara- samninga verzlunar- og skrif » stofufólks. Síðasti viðræðu- « fundur var haldinn í fyrra- « kvöld, en án teljandi árang- « urs. Flest félög verzlunar- og >> skrifstofufólks í landinu hafa » boðað allsherjarverkfall 14. g marz, ef samningar hafa ekki « tekizt. Þeirra á meðal Félag Íi verzlunar- og skrifstofufólks » hér á Akureyri. » Boðaður var samninga- « fundur í gærkveldi. □ XX CSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSÍ BROTIZT INN H]Á PÉTRI & VALDIMAR UM HELGINA var brotizt inn í skrifstofu Péturs og Valdi- mars í Skipagötu á Akureyri og stolið um 1000 krónur í pen- ingum úr ólæstri skúffu. Lög- reglan hafði mál þetta til með- ferðar í gær. Tveir menn voru handteknir á laugardaginn, grunaðir um ölvun við akstur. í fyrrakvöld varð kona fyrir bifreið á Oddeyri. Féll hún en meiddist ekki teljandi. Q 1. Raforkuverð til aluminium- bræðslunnar yrði lægra en nokkurs staðar þekkist í Vestur Evrópu og vafalaust undir kostn aðarverði, ef litið er til fram- leiðslukostnaðar íslenzkrar raf- orku til langs tíma, eða þess tíma, sem samningurinn á að gilda. Samningurinn mundi því hækka orkukostnað íslenzkra atvinnugreina og annarra ís- lenzkra orkunotenda. 2. Framkvæmdir og rekstur aluminumhringsins eru hafnar á tímum verðþenslu og vinnu- aflsskorts í undirstöðuatvinnu- greinum landsmanna og hefðu því þau vafalausu áhrif að tor- velda æskilega þróun þeirra og tefja almennar framfarir og framkvæmdir, auk þess sem þau munu magna verðbólgu og þannig lífskjör alls almennings beint og óbeint. 3. Með tilkomu hinna erlendu stórframkvæmda væri innflutn ingur erlends vinnuafls jafn- framt fyrirhugaður í meira eða minna mæli og raunar beinlínis um hann samið, en slíkt hlyti að leiða af sér áður óþekkt vandamál á vinnumarkaðnum. 4. Hið erlenda fyrirtæki yrði, sakir stærðar sinnar og fjár- magns, áhrifaaðili um kjaramál vinnumarkaðarins og þannig beinn þátttakandi í öllum átök- (Framhald á blaðsíðu 4.) Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ flytur ræðu sína í hádegisverðarboði í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Honum til vinstri eru þeir Magnús E. Guðjónsson og Þorvarður Árnason, cn á hægri hönd sitja bæjarfulltrúamir Jón G. Sólnes, Ingólfur Árnason og Stefán Reykjalín. (Ljósm.: E. D.) Myndin hér að ofan er af umhverfi Skíðaliótelsins í Hlíðarfjalli. Tölurnar eiga að tákna, sem hér seg- ir: I Skíðahótel. II „Strompur“. III Litla togbrautin norðan við hótelið. IV Togbrautin upp við Strompinn. V Fyrirhuguð skíðalyfta frá hóteli upp að Strompi. VI Hugsanleg skíðalyfia frá Strompi upp á fjallsbrún. Strikin suður og niður frá hótelinu eiga að tákna fyrirhugaða breytingu vegarins, og hlykkjóttu strikin Ieiðir þær, sem skíðafólkið á helzt um að velja, til að renna sér niður fjallið. í hádegisverðarboði á laugar- daginn, sem bæjarstjórn hélt stjórn í. S. í., fréttamönnum og nokkrum öðrum gestum, flutti forseti í. S. í., Gísli Halldórs- son, ræðu, rakti ýmsa starfs- þætti samtakanna og skýrði þá ákvörðun að velja Akureyri sem miðstöð vetraríþróttanna í landinu. Bæjarstjórinn, Magn- ús E. Guðjónsson, Hermann Sig tryggsson æskulýðsfulltrúi og Hermann Stefánsson kennari fluttu stutt ávörp við þetta tækifæri. Gísli Halldórsson, forseti í. S. í., sagði m. a. þetta í ræðu sinni: „Markmið í. S. í. er að koma upp íþróttamiðstöðvum í öllum kjördæmum landsins, þ. e. aðstöðu til sumarbúða fyrir unglinga. Hins vegar gerir sambandið ráð fyrir og vinnur að stofnun tveggja aðal-íþróttamiðstöðva, Forseti f.S.f., Gísli Halldórsson, tilkynnti þessa ákvörðun hér nyrðra um síðastliðna helgi STJÓRN ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS kom til Akureyrar fyrir helgina og tilkynnti þá ákvörðun ÍSÍ og Skíöasambandsins, að Akureyri hefði verið kjöriii Iandsmiðstöð skíða- skauta- og ann- arra vetraríþrótta, með þeim réttindum og skyldum, er því fylgdi. mwwreaiwrtWimM/nih—sg—M TÝNDIST AF TOGARA A MANUDAGSNÓTTINA síð- astl. varð það slys á Akureyrar- togaranum Svalbak, að Jón An tonsson kyndari hvarf og fannst ekki. Jón var Akureyringur, 28 ára gamall. □ Réttindin eru þau, að hingað mun beint fjármagni til íþrótta mannvirkja, ennfremur verður tekin hér upp meiri kennsla og þjálfun í ríkum mæli, en það getur að vissu marki komið í stað þjálfunarferða til útlanda, eins og mjög hefur tíðkazt með- al skíðamanna. Skyldurnar eru bæði fjárhags legar og menningarlegar, sem Akureyringar taka um leið á sinar herðar, en aðeins í beinu framhaldi af því verki í Hlíðar- fjalli, sem auðsæjast er í Skíða- hótelinu, og svo í þeirri ánægju legu staðreynd, að æska bæjar- ins er að komast upp úr öldu- dal skíðaíþróttarinnar. annarri fyrir sumaríþróttir, hinni fyrir vetraríþróttir. Slikri íþróttamiðstöð fyrir (Framhald á blaðsíðu 5). AKUREYRI GERÐ AD MIÐ- í STÖD VETRARÍÞRÓTTAMVA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.