Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.1966, Blaðsíða 8
8 Bamahljómsveit lék nokkur lög undir stjórn Birgis Helgasonar. (Ljósm.: E. D.) SKEMMTILEG KVÖLDVAKA BARNANNA YFIR stendur „útilega“ 6. bekkjar Bamaskóla Akureyrar og Glerárskólans. Dvalið er í Hlíðarfjalli, hópnum skipt í flokka og æft af kappi á skíð- um undir leiðsögn skíðakenn- ara, en búið í Skíðahótelinu. Blaðamaður skrapp þangað upp eftir í fyrrakvöld. Þar voru þá 70 böm og von á öðrum stór um hóp síðar, ásamt kennurum og nokkrum gestum. Börnin höfðu verið úti allan daginn, fram í myrkur. Þau voru þreytt en glöð og undu góða stund í aðalsal hótelsins við mjög á- mægjulega kvöldvöku og sungu fagra söngva, íslenzka. Leikþáttur, hljómsveit og söngvar telpna með gítarundir- leik var Iétt og góð skemmtun. Bömin fengu brauð og mjólk áður en þau gengu til svefns. Við borð voru merki, sem vís- ÍSINN Á POLLINUM ER HÆTTULEGUR SÍÐUSTU daga hafa börn farið ógætilega á sprungnum og veik um ís hér á Pollinum. Er lán að ekki skuli slys hafa af því hlot- izt. Foreldrar ættu að gera sér hættu þessa nægilega Ijósa og foeina ferðum barna sinna í aðr- 6r áttir. □ aði hverjum smáhóp á sinn stað. Sami háttur var á hafður, þar sem skór og kuldaföt eru geymd, og auðveldar þetta alla umgengni. Skólastjórinn, Tryggvi Þor- steinsson, stjómaði kvöldvöku og borðhaldi og mátti ýmislegt af því læra. Misjafnir munu þeir hópar skólafólks vera, sem gista Skíðahótelið. í fyrra vakti hin mikla regla og háttvísi barn- anna úr Bamaskóla Akureyrar athygli ýmissa þeirra, er láta sig fræðslumál varða. Skýrsla um tilhögun, svipaða þeirri, sem farið er eftir nú, hefur ver- ið send skólum til athugunar og væntanlega til eftirbreytni, þar sem slíkt á við. Og kvöldstund með skóla- börnum í Skíðahótelinu var á- nægjuleg, og þá stund víðs- fjarri þau mörgu og að sumum finnst yfirþyrmandi vandamál í sambandi við það, að stjórna stórum hópi skólaæskunnar. □ ÞEIR ÝTTUST A Kaupmaður einn með smáverzl un í nágremii Gagnfræðaskcl- ans hér í bæ og kennarar skól- ans hafa ósáítir orðið. Ekki slógust menn en ýttust á. Ungl- ingarnir keyptu mikið í verzl- un þessari, sem eíið var eða reykt á staðnum og urðu vasa- peningarnir ódrjúgir. STRANGARI REGLUR Nú hefur skólastjórinn afmark- að það svæði úíi, er bömin mega fara um á skólatímanum °g l'ggja bau mörk milli nefnd- rar verzlunar og skólans. Þykir nú kaupmanni spónn úr sínum aski tekinn en foreklrar munu þakklátir. í þessu sambandi má minna á, að í gagnfræðaskóla einum liér á landi fékkst ekki eftirsóttur skólastjóri til starfa nema lofað væri að loka sjoppu, sem sett hafði verið við skólann og var það gert. LÍFEYRISSJÓÐURINN í umræðum um skýrslu félags- málaráðherra, um lífeyrissjóð allra landsmanna, sem að er vikið í leiðara blaðsins í dag, voru tveir ráðherrar með skæt- ing í garð Framsóknarmanna fyrir það, að þeir hefðu viljað láta fresta afgreiðslu á almanna tryggingarfrumvarpi nýsköpun- arstjórnarinnar 1945—1946! Ger ast þessir herrar nú langniinn- ugir á suma hluti. Hinu hafa þeir víst gleymt, að heilsu- gæzlukafli þess lagafrumvarps, sem áíti að afnema sjálfstæði sjúkrasamlaganna, kom aldrei tií framkvæmda og var nokkru síðar numinn úr lögum. Sann- aðist það þá, sem margir Fr'am- sóknarmemr sögðu 1946, að ný- sköpunarfrumvarp þetta þarfn- aðist nánari athugunar áður en að lögum yrði. SOGDÆLAN Mörgum þykir Hjörtur á Tjöm hafa liitt naglann á höfuðið, þeg ar hann líkti ráðagerðum ríkis- stjórnarinnar um strjálbýlissjóð við áfengisvamarsjóð ríkisins. I sogdæluna miklu suður í Straumsvík, verksmiðju og til- heyrandi hluta Búrfellsvirkjun- ar, er ráðgert að leggja fjár- magn, sem áætlað er að nemi 3500 millj. kr. þegar saman er talin lán, útlend fjárfesting og lánsfé Landsvirkjunar vegna verksmiðjurafmagnsins. DREIFBÝLISSJÓÐURINN Ef strjálbýlissjóðurinn ætti að sjá fyrir slíku fjármagni í öðr- um landshlutum þyrfti til þess 350 millj. kr. á ári í 10 ár. Talað hefur verið um, að skattar af virkjuninni verði fyrst um sinn 25 millj. kr. á ári en minni ef orkuverðið verður hækkað, og eitthvað af honum rennur senni lega til hlutaðeigandi sveitarfé- lags. Hlutur dreifbýlisins er því nokkuð í óvissu og raunar vart umtalsverður nema hann verði verulega aukinn með framlagi af öðrum ríkistekjum. EGILL ÞÓRLÁKSSON áttræður EGILL ÞÓRLÁKSSON kennari á Akureyri varð áttræður sl. sunnudag. Hann er þingeyskrar ættar og hefur stundað barna- kennslu í 60 ár, lengst á Húsa- vík og síðan á Akureyri. Akur- eyrarbær heiðraði Egill fyrir frábær kennarastörf með sér- stökum heiðurslaunum. Mun öllum finnast sem til þekkja, að vel væri til þeirra unnið. Dagur sendir afmælisbarninu beztu kveðjur sínar og árnaðar- óskir. □ Akureyrartogarar AKUREYRARTOGARAR hafa aflað sæmilega að undanförnu og selt afla sinn erlendis. Yfir stendur viðgerð á hraðfrysti- húsi U. A. Væntanlega verður vinnsla aflans hafin þar í apríl- mánuði. Kaldbakur var í gær búinn að fá 100 tonn eftir 8 daga. Svalbakur, sem líka er á veið um, var á sama tíma með 50 tonn eftir 4 daga. Harðbakur var með 110 tonn eftir 6 daga. Sléttbakur selur 115 tonn í Bretlandi á föstudaginn. □ IrfK-.',"-- i ' ' - * ’ - ’ t'•••.’• Valbjarkarhúsgögn frá Akureyri voru í gær flutt suður með Loftleiðavél og eiga þau að fara í hið nýja Loftleiðahótel. (Ljósm.: E. D.) NYTT ÍÞROTTAHÚS Á AKUREYRI1967 Takmarkið er, að húsið verði nothæft haustið 1967 - Áhorfendasvæði fyrir ca. 15ÖÖ manns MARGAR tillögur voru af- greiddar á Ársþingi Í.B.A., er lauk sl. föstudag, 4. marz. Þar á meðal var svohljóðandi til- laga frá Allsherjarnefnd varð- andi byggingu nýs íþrótta- húss á Akureyri: „Allsherjamefnd kom sam- an á fund og ræddi þær tillög- ur sem fyrir lágu. A síðari fund nefndarinnar mætti bæj- arstjóri, Magnús E. Guðjóns- son, og snemst umræður þá eingöngu um byggingu íþrótta húss í bænum og hvaða aðilar stæðu að byggingu þess. Ekki varð endanleg niðurstaða af þessum fundi en þó kom í Ijós áhugi nefndarmanna fyrir því að hafizt væri handa um bygg ingu á nýju íþróttahúsi, sem íþróttasamtökin í bænum, bær inn og skólar bæjarins yrðu aðilar að, með þeim fyrirvara þó að bæjarráð teldi þetta sam starf æskilegt og hafizt væri handa um bygginguna eigi síð ar en vorið 1967. A þessu stigi málsins leggur allsherjamefnd til að stjóm Í.B.A. og allsherjamefnd haldi áfram umræðum við stjóm íþrótíafélaganna og forráða- menn bæjarins til þess að finna lausn á þessu máli, sem allir geta við unað.“ Engar umræður urðu um þessa tillögu á þinginu, og er það kannski ágætt, að hætt verði að tala, en framkvæmd- irnar látnar tala í þess stað. Það er öllu íþróttafólki ánægju efni, að nú virðist sem sam- staða ætli að nást um bygg- ingu nýs íþróttahúss á Akur- eyri, og hægt verði að taka húsið að einhverju leyti í notk un fyrir æfingar og keppni haustið 1967, enda ástandið al- gjörlega óviðunandi eins og allir vita. Það ætti að vera öll- um hvatning að vinna vel að þessu máli, ekki sízt þegar svo ánægjuleg uppbygging er í vændum í Hlíðarfjalli til efl- ingar vetraríþróttum. Við Ak- ureyringar höfum ekki efni á því að búa illa að neinni íþróttagrein, enda er fullur vilji fyrir hendi hjá forráða- mönnum íþróttamála og bæjar stjórn að íþróttahúsið rísi sem fyrst. Það er því nauðsynlegt, að hefjast handa nú þegar og vinna að undirbúningsfram- kvæmdum, bjóða síðan verkið út og fá verktaka til að skila húsinu nothæfu eigi síðar en hausíið 1967, og ég trúi ekki öðru en það takist ef allir sam einast um að hrinda þessu í framkvæmd. Ég hef það eftir góðum heim ildum, að bæjarstjóri hafi boð- (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.