Dagur - 23.03.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1966, Blaðsíða 2
2 Svipmyndir frá tvímenningskeppni Bridgeklúbbs F.U.F. (Ljósm.: Þórarinn Magnússon.) Sigurvegarar í tvímenningskeppni Bridgeklúbbs F.U.F. Frá vinstri: Dísa Pétursdóttir, Þórir Leifsson keppnisstjóri, og Soffia Gu'ð- mundsdóttir. Þórarinn Magnússon afhendir verðlaunin. Bridgeklúbbur FUF sfarfar áfram FIMMTUDAGINN 24. febrúar hófst tvímenningskeppni í bridge að Hótel KEA á vegum bridgeklúbbs F.U.F. Aðsókn varð mjög mikil og varð að spila í tveimur riðlum. Keppnin stóð yfir þrjú kvöld og lauk fimmtudaginn 10. marz með verðlaunaafhendingu. Urslit efstu manna urðu sem hér segir: Stig. 1. Soffía og Dísa 726 2. Sæmundur og Bjami 719 3. Skarphéðinn og Guðjón 718 4. Jóhann og Bergur 703 5. Ámi og Jóhannes 693 Nánari upplýsingar um úrslit geta menn fengið á skrifstofu Framsóknarflokksins, sími 2-11-80. Mótsstjóri var Þórir Leifsson. Vegna hinnar miklu aðsóknar og góðrar undirtektar .r i‘ lj spilamanna hefur Bridgeklúbb- ur F.U.F. ákveðið að gangast fyrir þriggja kvölda hraðkeppni (sveitakeppni) og hefst hún n.k. fimmtudagskvöld kl. 8 stund- víslega að Hótel KEA. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt Karli Steingríms- syni fyrir miðvikudagskvöld. Vísitöluákvæðin á ; lánum Húsnæðis- ! málastofnunar KOMIN er fram á Alþingi j tillaga um að nema úr gildi j vísitöluákvæði af lánum Hús j næðismálastofnunarinnar. — j Flutningsnienn eru þrír þing j menn Alþýðubandalagsins. j Þeir lögðu fram eftirfarandi j dæmi: j „Fái íbúðareigandi lán að j upphæð 280.000 kr. til 25 ára, j i svo sem nú er ráð fyrir gert j : í lögum, og eigi Iiann að j i borga vísitölu á þetta lán og ! ; vexti af því og haldi verð- j i bólgan áfram að vaxa á sama ; ; hátt og gerzt hefur undanfar i i in 15 ár — en þá hefur hún : ; vaxið um 10% á ári, — þá i ; yrði liann í stað þeirra jöfnu i i ársgreiðslu (annuitets- i ; greiðslu) sem ella væri i : 18.398.00 kr., ef allt væri eðli ; ; legt og engin vísutölubind- j ; ing á láninu, að greiða svo j i sem hér segir: í A 10. ári 47.656 kr. j í Á 15. ári 76.912 kr. i j Á 20. ári 123.832 kr. í í Á 25. ári 199.272 kr. i Með öðrum orðum: Síðasta i ; afborgunin af 280 þús. kr. i Í láni yrði tæpar 200 þús. kr. i : eftir stöðugar greiðslur í 24 i ; ár, og alls yrði þá íbúðareig- i i andinn á árinu 1991 búinn að j ; greiða á þriðju milljón króna i i fyrir þær 280 þús. kr. er i : hann fékk að láni hjá ríkinu ; í 1966“. □ i GEYSIR LÆTUR BRÁÐLEGA TIL SÍN HEYRA (Framhald af blaðsíðu 5) ríki tenóranna, þegar við erum á Norðurlandi. Það væri gaman að vera hérna í svo sem hálft ár. Það tekur mikinn tíma að læra að syngja og þá mikið velti á söngstjóranum, verður söngmenntin að vera í hverjum einasta kórfélaga. Og það er einmitt þessi söngmennt, sem þarf að þróast og vaxa hjá hverj um og einum. Hún þarf að þró- ast hið innra með manni. En þegar áhuginn er mikill eins og hér, er unnt að ná miklum árangri, þótt það taki sinn tíma, og það þarf einbeitingu og þjálf- un að tileinka sér tilsögn- ina. Hvernig líkar þér söngskráin? Það er verk söngstjóra og kórstjórnar að velja það pró- gramm, sem öll þessi vinna er síðan lögð í. Það er gott að hafa á prógrammi eitt og eitt af eldri vinsælum lögum til að flytja inn á milli. Svo verður að hugsa um unga fólkið. Það hefur ann- an smekk, því það heldur áfram að taka á móti og tileinka sér nýjungar, þar sem margir hinir eldri hafa numið staðar. Liggur svo leiðin senn suður? Fyrst til Siglufjarðar, þar sem ég aðstoða Vísi fyrir utanför hans nú í vor, en mér fyndist ánægjulegt að koma hér aftur. Ég var mjög kvíðandi áður en ég kom. Það var búið að segja mér að Akureyringar væru þurrir og snobbaðir, en hvílík fjarstæða! Hvað finnst þér að Akureyr- ingar ættu að gera í söng- og tónlistarmálum ? Auðvitað vantar hér leikhús, sem um leið getur verið konsert salur og tónlistarskóli, og svo vantar ballettsal. í þessum mál- um verður að hugsa 50—100 ár fram í tímann og með þeirri sannfærihgh, að hinar ýmsu listgreinar geri mannlífið feg- urra og betra. — Ég vil svo að SUMARBÚÐIRNAR við Vest- mannsvatn kr. 110 frá ösku- dagsflokki úr Stórholtinu. — Beztu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. lokum þakka alla vinsemd í minn garð hér á Akureyri. □ FERMING í Akureyrarkirkju 27. marz. STÚLKUR: Aðalbjörg Baldvinsdóttir Hóla- braut 18. Aðalheiður Gunnarsdóttir Ás- vegi 30. Anna Ragnarsdóttir Hrafnagils- stræti 27. Bryndís Osk Haraldsdóttir Álfa- byggð 24. Elísabet Anna Pálmadóttir Grenivöllum 28. Fjóla Huld Aðalsteinsdóttir Lundargötu 7. Guðbjörg Helga Marons Sigurð- ardóttir Goðabyggð 15. Guðrún Hjaltalín Ránargötu 6. Iðunn Baldursdóttir Eyrar- vegi 8. Ingunn Kristín Aradóttir Lækj- argötu 14. Lára Thórarensen Hafnar- stræti 53. DRENGIR: Árni Ketill Friðriksson Rauðu- mýri 10. Benedikt Guðmundsson Grænu götu 10. Finnur Karl Björnsson Aðal- stræti 4. Geir Ágústsson Aðalstræti 70. Grettir Örn Frímannsson Eyrar vegi 27. Guðmundur Heiðar Frímanns- son Austurbyggð 1. Guðmundur Logi Lárusson Goðabyggð 10. Guðmundur Örn Gunnarsson Ásvegi 28. Hermann Haraldsson Klappar- stíg 1. Jóhann Kristján Einarsson Kringlumýri 4. Jón Eiríksson Glerárgötu 9. Kjartan Stefán Friðriksson Hafnarstræti 20. Matthías Eydal Þingvalla- stræti 32. Ólafur Steinars Steinarsson Hafnarstræti 37. Ólafur Svanlaugsson Eyrar- vegi 10. Páll Sigurgeirsson Eiðsvalla- götu 24. Pétur Virgar Ström Greni- völlum 30. Sigmar Hjartarson Ásabyggð 14. Sigurður Gunnar Vilmundarson Ráðhústorgi 5. Sigurbjörn Þorvarður Guð- mundsson Eyrarvegi 17. Úlfar Hauksson Norðurgötu 56. Viðar Kristmundsson Vana- byggð 8A. K.F.U.M. og K: Akureyringar! Akureyringar! Munið eftir FERMINGARSKEYTUNUM okkar á fermingardaginn. Afgreiðsla í Véla- og raftækjasölunni, Hafnarstræti 100. Upplýsingasími: 1-12-53 og í Kristniboðs- húsinu ZION, upplýsingasími: 1-28-67. Afgreiðslutími á fermingardag frá kl. 10 f. h. til kl. 17 e. h. Eflið sumarbúðastarfið. SUMARBÚÐIRNAR, HÓLAVATNI GOÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ Fryslikisíur, kælivélar, kælikerfi! Varahlutir og kælivökvi jafnan fyrirliggjandi. SMÍÐUM FRYSTIKISTUR ÚTVEGUM KÆLIVÉLAR SETJUM UPP KÆLIKERFI ÖNNUMST VIÐGERÐIR VELSMIÐJAN ODDI H.F. - Símar 1-27-50 og 1-10-71

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.