Dagur - 23.03.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1966, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1160 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Áhri! sfjórnar- andsföðu SUMIR SEGJA, að stjórnarandstað- an á Alþingi hafi lítil ahrif á löggjöf iandsins. En reynslan sýnir stundum annað, eins og nýleg dæmi sanna. Fyrir 8 eða 9 árum fluttu Fram- sóknarmenn, undir forystu Ólafs Jóhannessonar, tillögu til þingsálykt unar um lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn og liafa haldið því máli vak- andi síðan. Viðreisnarstjórnin lét sér lengi fátt um þetta finnast, en sendi þó að lokum einn af fyrrverandi ambassadorum sínum til útlanda til að leita ráða um þetta mál. Ambassadorinn kom heim með þær fréttir, að löggjöf af þessu tagi væri ýmist gengin í gildi eða á undir- búningsstigi annarsstaðar á Norður- löndum. Og nú verður ekki betur séð en að stjórnarliðið ætli að aug- lýsa forgöngu sína í þessu máli fyrir bæjarstjómarkosningamar á næsta vori. Misjcfn aðstaða HÉR á landi voru árið 1963 starf- andi 56 lífeyrissjóðir, þar á meðal lífeyrissjóður opinberra starfsmanna. Sjóðsfélagar samtals 1400 það ár og hefur f jölgað síðan. Talið er að eign- ir þessara 59 sjóða verði um 1200 millj. króna um næstu áramót, og er það mikið og vaxandi fjármagn, ef takast mætti að tryggja það gegn eldi verðbólgunnar. I>eir, sem tryggðir eru í lífeyris- sjóðunum, fá ellilífeyri og örorku- bætur, sem miðast við ujjphæð starfs- Iauna og starfstíma og almannatrygg- ingabætur að auki. Svona trygging kostar mikið fé árlega, sem hinir tryggðu og launagreiðendur og e. t. v. einnig hið opinbera verða að leggja af mörkum. En núverandi fyr- irkomulag. þegar minnihlutinn nýt- ur lífeyrissjóða en aðrir ekki, skapar mjög misjafna aðstöðu hjá gömlu fólki og öryrkjum, eftir því hvaða starf þeir hafa stundað á þjóðarbú- inu. Starfsemi lífeyrissjóða er líka örugg aðferð til fjármagnsmyndunar í landinu, ef þjóðin ber gæfu til að skapa heilbrigða stefnu í efnahags- málum. Ætla má, að t. d. iðgjökl bænda yrðu að greiðast að einhverju leyti með álagi á landbúnaðarvöruverð, þar sem notendur landbúnaðarvar- anna eru hinir raunverulegu vinnu- veitendur bændanna. HELGI VALTYSSON : SAGÁN UM HÚSNESS-ÁTÖKfN - Alúminíumverksmiðjan á Húsnesi - ii. Inngangur að Húsness- pistlunum í niðurlagi fyrri greinar minnar í „Tímanum11 (24. ágúst 1962) sagði ég „frændum mínum“ eystra frá því, að þá um vorið hefði Svissnesk-frönsk stóriðn- aðar- og banka-samsteypa, AIAG Compadec, sem ætti al- úm-verksmiðjur víðsvegar um heim, leitað hófanna um ríkis- leyfi í Noregi til stofnunar mik- illar alúm-verksmiðju á Hörða- landi í Vestur-Noregi. Var brátt tiltekið óskasvæði til staðsetningar slíkrar verk- smiðju, sem norskir milligöngu menn sóttust eftir, en það var Húsnes í Harðangri sunnan- verðúm, utarlega. Er þetta all- víðlent landbúnaðarsvæði í einu fegursta héraði „Harðang- urs hins furðu fríða“ (eins og Wergeland og Matthías komast að orði), er Kvinnhérað nefnist, en fyrrum „Kvennahérað“. Þar er Húsnes ræktunarvænlegasti hlutinn. ' Þegar um aldamót kvað mikið að jarðrækt og landbúnaði í Kvinnhéraði: „1911—15: mikil nýrækt, auk þess garðyrkja og aldinrækt margvísleg11. Kvinnhérað er um 790 ferkm og íbúar um 5300 (1925). Er það eitt fegursta fjallahérað Harðangurs, sem kunnur er ís- lendingum í sögu og ljóði, og Kvinnhérað ætti a. m. k. að verða minnisstætt íslenzkum al- menningi síðari ára. Þar er hið forna og glæsilega ættaróðal og barúnssetur í Rosendal, sem Árni G. Eylands, fulltrúi, segir svo greinilega frá í ritlingi sín- um, stórfróðlegum og bráð- skemmtilegum: Strákurinn frá Stokkseyri, sem varð biskup í Björgvin og barún í Rosendal. (Sérprentun úr blaðinu Suður- land, Selfossi 1962). Upptök þessa niáls og sterk- asti áróður mun hafa stafað frá norsku samsteypunni SNA (Suður-Noregs Aluminiumsfé- lag), sem á þennan hátt mun hafa viljað færa út kvíarnar með aðstoð erlends fjármagns. Enda gengu samningar og mála leitanir í nafni þess. Furðulegt þótti, hve þetta mikla mál sigldi liraðbyri um þjóðmála-sæ þings og stjórnar, þrátt fyrir allmiklar deilur þeg- ar í upphafi, átök og andmæli, bæði heima í héraði og á Hörða landi yfirleitt, sökum staðsetn- ingar hinnar væntanlegu nýju verksmiðju. Var um það deilt hart og lengi, og er sá þáttur sögunnar mjög athyglisverður, a. m. k. þeim sem ófróðir eru á þessum vettvangi. En það taldi ég „frændur mína og landa“ eystra. Enda kennir hér margra grasa. Mun ég víkja að því síðar. Á Stórþingi Norðmanna varð allheitt í kolunum um hríð, og lá við hneyksli, þar sem norsk blöð gengu hart í skrokk þeirra stjórnarvalda, sem hér áttu hlut að máli, og töldu m. a. að iðnaðaráðherra hefði í máli þessu farið á bak við ríkisstjórn ina á ýmsa vegu. En um það skal hér ekki rætt frekar. Aðvörunarorð til Norðmanna á þessum vettvangi mætti ef til telja ummæli Nils Ramm, for- stjóra H/F. Norsk Aluminium Company í yfirlitsskýrslu hans 1963. Skýrir hann þar frá m. a. horfum í alúmvinnslu í Noregi og víðsvegar um álfuna. Hafi þörfin fyrir alúmmálm og notk- un hans ekki orðið eins mikil og við var búizt 1950 og næstu árin þar á eftir. En t. d. árin 1955—-1960 hafi verið búizt við miklu meiri notkun, svo alúm- verksmiðjur hafi fært út kvíarn ar, og liggi nú fyrir miklar birgðir alúms á Vesturlöndum, bæði hráefni og hálfunnið. Af- leiðing þess hafi orðið: rekstrar- hömlur, birgðaþensla og verð- kapphlaup. Ramm forstjóri kemur víða við í ummælum sínum, en seg- ir að lokum að full ástæða sé til „að beita gætilegri bjartsýni við aukningu alúminvinnslunn- ar í Noregi, halda þar beina braut að vel athuguðu máli, í fullu samræmi við vaxandi söiu skilyrði og markaðs-þróun. Og varast að ýta' undir nýjar fram- kvæmda-áætlanir, sem orðið gætu alvarlegir keppinautar á frjálsu sölutorgi (markaði) þess iðnaðar sem við höfum þegar stofnað til og framkvæmt. . . . “ Eins og alkunnugt er, hafa Norðmenn allmikla reynslu og misjafna á þessum vettvangi. Og er þetta var skráð, var Hús- ness-áróðurinn orðinn all „drjúg ur á lensinu“. Það var harla glæsileg mynd sem SNA brá upp af þessari nýju, voldugu samsteypu á Hús nesi. Frumsamningurinn hljóð- aði uppá 100 milljónir norskra króna, og skilyrði Stórþingsins voru, að 50% hlutafjárins væri norskt hlutafé. Helmingaskipti lét vel í eyrum, enda talið alger- lega háskalaust á allan hátt. Er- lenda samsteypan hafði fengið þau vilyrði hjá Iðnmálaráðu- neytinu, að seldist eigi allur hinn norski hluti, skyldi er- lendu samsteypunni heimilt að halda því, sem afgangs yrði. Nú varð reyndin sú furðulega og óvænta, að af 50 milljón króna hlutabréfunum norsku seldust aðeins 4,6 milljónir, og eftir sat AIAG Compadec með fangið fullt af norskum hluta- bréfum, eða 95% hlutafjárins. Talið var að þessi óvænt lé- legu úrslit væru m. a. því að kenna, að norsku fjármagni voru boðin miklu lélegri kjör en hinni erlendu samsteypu. En hún hafði hins vegar þegar tryggt sér allríflega forvexti, en norskir hluthafar gátu engra vaxta vænzt fyrr en að 5 árum liðnum. Hvort ummæli Nils Ramms forstjóra NAC hafa nokkru vald ið á þessum vettvangi, skal hér ósagt látið. Q EIN af kunnustu listakonum landsins, frú Helga Weisshap- pel, opnar málverkasýningu í Landsbankasalnum á Akur- eyri laugardaginn 26. marz kl. 3. Þar sýnir hún 26 mynd- ir. Flestar eru vatnslitamynd- ir, en einnig nokkrar olíu- myndir. Frú Helga er nýkomin heim frá Danmörku og hafði þá rit- að undir samninga um sýning- ar þar í haust, ennfremur í Helsingfors. En hún hefur víða sýnt málverk sín á undan förnum árum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum á sam- sýningum og sjálfstæðum sýn- ingum. Geyslr læíur KARLAKÓRINN GEYSIR hef- ur æft af kappi undanfarið, und ir stjórn söngstjóra síns Árna Ingimundarsonar. Æft er tvisv- ar 'til þrisvar í viku. Auk þess hefur nú starfað með kórnum um skeið ítalski söngkennarinn góðkunni Sigurður Franzson (Vincenzo Demets), sem starf- að hefur í Reykjavík um nokk- urra ára skeið við sívaxandi vin sældir. Hefur hann prófað og þjálfað hvern einstakan Geysis- mann með mjög góðum árangri. Geysir áformar að halda sam- söng á næstunni, en hann hef- ur ekki látið til sín heyra í þrjú ár. Hafa ýmsir örðugleikar ver- ið í vegi fyrir því, m. a. veikindi söngstjóra um tveggja ára skeið. Kórnum hafa bætzt all- margir nýir kraftar á þessu tímabili, er nú koma fram með kórnum í fyrsta sinn. En alls eru kórmenn 42. Söngskráin er með léttu og nýstárlegu sniði. Fá laganna hafa áður verið sungin af kór hér í bæ, m. a. er nýtt lag eftir ungan Akureyring, er ekki hef- ur kvatt sér hljóðs hér áður. Textinn er eftir heimamann. Undirleikari er frú Þórgunn- ur Ingimundardóttir. Aðrir hljóðfæraleikarar með kórnum eru: Guðni Friðriksson, Hannes Frú Helga uð á Akureyri n.k. laugardag Weissappel sýnir 26 rayndir jj| v. askJ '■r* fil sín heyra Arason og Stefán Halldórsson. Einsöngvarar eru: Aðalsteinn Jónsson, Árni Krisíjánsson, sr. Birgir Snæbjörnsson, Jóhann Konráðsson og Sigurður Svan- Sigurour Demetz Fransson. bergsson. Áformað er að syngja í Sam- komuhúsi bæjarins fimmtudag- inn 31. marz og föstudaginn 1. apríl kl. 9 e. h. Nýlega var haldinn aðalfund- ur kórsins og kosin ný stjórn, en hana skipa: Sigmundur . 'f ■ ■ m*.. . . * ^ ■ Á æfingu hjá Geysi í Lóni. Björnsson, form., Ingólfur Krist insson, varaform., Lárus B. Har aldsson, ritari, Gísli Magnússon, gjaldkeri og Ti’yggvi Gunnars- son, meðstjórnandi. Geysir á allmarga styrktarfé- laga, en þarf að eignast fleiri. Þeir sem vildu gerast styrktar- félagar geta snúið sér til ein- hvers úr stjórninni, eða Harald- ar Helgasonar, K.V.A., sem er umsjónarmaðúr styrktarfélaga fyrir kórsins hönd. Blaðamaður átti kost á því, að hlusta á kórínn á æfingu á sunnudaginn. Kórinn er nú þróttmikill þó noitkra vantaði á æfinguna. Séra Birgir Snæ- björnsson ávarpaði fréttamenn, sagði frá starfi kórsins um þess ar mundir og fór miklum viður- kenningararðum ‘um söngkenn- arann, ítalann Sigurð Fransson, sem fyrrum var þekktur óperu- söngvari erlendis en settist að hér á landi fyrir mörgum árum og hefur helgað söngnum starf sitt. í RÍKl TENÓRANNA EFTIR að hafa hlustað á nokk- ur lög á æfingu Geysis, var rætt við söngkennarann Sigurð Dem etz Fransson. Hann er ítali frá fjallabæ í Tyrol — en búsettur hér á landi, kunnur undir nafn- inu Vincenzo Demetz óperu- söngvari, en varð að skipta um nafn samkvæmt íslenzkum lög- um. Hann býður af sér hinn bezta þokka, er hæglátur í fasi, mildur en ákveðinn og auðséð að Geysismenn meta hann mikils. Hvernig liefur starfið gengið hér á Akureyri? Mjög vel, enda fer saman mik il sönggleði, áhugi fyrir því að gera betur og dugnaður að sækja æfingarnar. En það er ekki hægt að gera kraftaverk á þrem vikum. Það væri hægt að komast langt á lengri tíma. Fjörutíu Geysismenn eru sam- anlagt mikil hljómsveit ef svo mæt'ti segja. Hver maður er sér- stakt hljóðfæri, hið göfugasta sem til er en einnig hið vand- meðfarnasta. Hér á Akureyri hafði hún málverkasýningu í ágústmán- uði 1964 og höfðu margir yndi af. Frú Weisshappel hefur feng ið mjög góða dóma alls staðar, þar sem hún hefur sýnt verk sín. Hafa listrýnendur hvar- vetna hælt henni fyrir sérstæð og aðlaðandi form, heita liti, sem samræmdir fylla mynd- flötinn mjúkum, seiðandi þokka. Að þessu sinni verður sýn- ingin opin 8 daga. Akureyring ar munu fagna þessari sýn- ingu, enda löngum farið á mis við að njóta listaverkasýninga í sínum heimabæ. □ Hvernig er æfingum háttað? Ég hefi prófað hvern einasta mann, hvem í sínu lagi og ég hefi reynt að, kenna þeim að beita röddinni, gefa þeim til- finningu fyrir því, að fara vel með vald raddarinnar. Ég vona, að ég hafi, áður en ég fer héðan, kveikt einhvern neista hjá söng mönnunum í ■ þessa átt, og að þeir skilji þá betur hlutverk sitt í kórnum, finni betur hvað er rétt og rangt, leggi meiri sál og skynsemi í sönginn. Annars eru æfingar svo -sem venja er, séræfingar og samæfingar, eftir því sem hagfelldast þykir. Það munu vera allgóðir söng- kraftar í Geysi? Já, já, enda erum við nú í (Framhald á blaðsíðu 2.) Þessa mynd tók Guðmundur Jónsson í Grímsey í fyrra, um það bil er ísinn lagðist þar að. Flugvöllurinn í Grímsey lokaðisf aldrei í vefur FLUGVOLLURINN í Grímsey liefur verið opinn í allan vetur og hafa því ekki falið niður ferð ir Norðurflugs, nema færst til vegna óveðurs. Og svo kemur Drangur reglulega til eyjar- innar. Við höfnina í Sandvík er stói’- fenni svo ekki hefur verið hægt að koma við flutningatækjum við fram- og uppskipun, en vör- ur bornar á bakinu. En Gríms- eyingar voru vel birgir af flest- um nauðsynjavörum og að því leyti vel undir veturinn búnir. Á eyjunni sunnanverðri er snjó- létt. Veðráttan hefur verið óstillt og því minna sóttur sjór en annars hefði verið. Loðna gekk að Grímsey fyrir sex vikum og með henni kom stór og ágætur fiskur, sem nokkuð veiddist af. Sjómenn ísuðu fiskinn og fluttu hann á bátum sínum til Olafs- fjarðar en sumt var sent með Drang til Akureyrar og var vel þegið í fiskhungrinu við Eyja- fjörð. Grásleppan er nú komin á sínar gömlu slóðir, en lítið hef- ur enn veiðst af henni sökurh ógæfta. Q1 STORSTUKA ISLANDS (LO.G.T.) MÓTMÆLIR ÖLFRUMVARPINU FRAMKVÆMDANEFND Stór- stúku íslands samþykkti með samhljóða atkvæðum, á fundi sínum þ. 1. þ. m. eftirfarandi ályktun varðandi ölfrumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi: Stórstúka íslands (IOGT) varar alvarlega við samþykkt frumvarpsins, því að hún telur víst, að kæmu ákvæði þess til framkvæmda, mundi það auka áfengisneyzlu þjóðarinnar að mun, og er þar þó sízt á bæt- andi, auk þess sem ástæða er til að óttast að sala á sterkum bjór, ef leyfð yrði, mundi drjúg um auka áfengisneyzlu þar sem sízt skyldi, svo sem meðal ung- linga og manna að starfi (t. d. ökumanna). Q | Rauðhausafélagið | Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 10 •^>^><^><$><$><$><$><$><^<$><$>^>^><$><$>^> satt? En má ég kynna þig fyrir herra Merryweather, sem verður f.élagi okkar í ævintýri kvöldsins. — Því að nú erum við aftur í veiðiför, kæri doktor, mælti Jones, atkvæðamikill að vanda. Vinur yðar er hreinasti snill- ingur við að hleypa svona eltingaleik af stokkunum. En hann þarf gjarna einhvern gamlan og veiðivanan með sér til að krya fórnardýrið inni. — Ég Vona, að það reynist ekki svo, að við séum bara að elta skottið á skugganum, sagði Merryweather dálítið fýlu- lega. — Yður er áreiðanlega óhætt að treysta herra Holmes, svaraði lögreglufulltrúinn með nokkrum þótta. Hann notar stundum sínar eigin sérstöku aðferðir, sem eru — ef ég má svo að orði komast, án þess að móðga herra Holmes — að sönnu helzt til fræðilegar og stundum dálítið fjarstæðu- kenndar. En hann ér fæddur leynilögreglumaður. Það er áreiðanlega ekki ofsagt, að a. m. k. einu sinni eða tvisvar, svo sem í Sholto-morðmálinu og Agra-ráninu, hafði hann réttari skilning á málunum en sjálf lögreglan. — Já, já, þér hafið sjálfsagt rétt fyrir yður, herra Jones, mælti Merryweather lotningarfyllst. Samt játa ég það fús- lega, að ég sé eftir spilakvöldinu mínu. Þetta er fyrsta laug- ardagskvöldið í tuttugu og sjö ár, sem ég tek ekki í slag. — Ég treysti því, sagði Sherlock Holmes, að það komi á daginn, að í kvöld spilið þér hærra spil en nokkurn tíma fyrr. Þrjátíu þúsund jjund eru í húfi fyrir yður, herra Merryweather. Og fyrir yður, herra Jones, er það einmitt maðurinn, sem yður hefur svo lengi leikið hugur á að kló- festa. — John Glay liggur undir ákæru fyrir morð og þjófnað, innbrot og falsanir. Hann er enn þá ungur maður, lierra Merryweather, en er þó í fremstu röð brezkra atvinnuglæpa- manna. Já, mér væri sannarlega kærara að koma á liann handjárnunum en nokkurn annan glæpamann í London. Hann er nefnilega harla merkilegur maður, þessi ungi John Clay. Afi hans var konunglegur hertogi, og sjálfur hefur hann verið við nám bæði í Eton og Oxford. Hausinn á hon- um er engu síðri en hendurnar. Við erum alltaf á slóð hans, en finnum hann aldrei sjálfan. Þessa vikuna frpmur hann innbrot í Skotlandi, og í næstu viku lýgur hann út peninga til byggingar munaðarleysingjaheimilis vestur í Cornwall. Árum saman hef ég verið á hælunum á honum, en aldrei komizt svo langt að sjá hann í eigin persónu. — Ég vona, að mér veitist sú ánægja að kynna hann fyrir yður í kvöld. Ég hef sjálfur haft smáafskipti af John Clay og er yður fyllilega samdóma um, að hann sé í fremstu röð stéttarbræðra sinna. En nú er klukkan rúmlega tíu, og tími kominn til að halda af stað. Ef þið tveir vilduð gera svo vel að taka fremri vagninn, komurn við Watson í þeim síðari. Sherlock Holmes var ekki skrafhreyfinn þessa löngu leið í vagninum. Hann hallaðist aftur á bak í sætinu, lygndi augunum og raulaði fyrir munni sér lagstúfa, sem hann hafði heyrt á síðdegistónleikunum. Svona skröltum við áfram þetta endalausa völunarhús gaslýstra gatna, unz við ókum loks inn í Farringtonstrætið. V — Nti erum við rétt að segja kornnir, sagði vinur minn. Þessi náungi þarna, Merryweather, er bankastjóri og hefur mikinn persónulegan áhuga á málinu. Svo fannst mér sjálf- sagt, að við hefðum Jones garnla með okkur. Hann er bezti karl, þó að hann sé alger blábjáni í faginu. Og víst hefur hann einn ágætan kost. Hann er huorakkari en nokkur bolabítur og fasthe’dnari en humar, ef hann á annað borð hefur krækt kíónni í einhvern. En nú erum við á leiðarenda, og þeir bíða eftir okkur. Við vorum nú á sömu slóðum og við höfðum verið fyrr um daginn. Við létum vagnana fara og gengum eftir leið- sögn Merryweathers inn þröngán gang og síðan inn um hlið- ardyr, sem hann opnaði fyrir okkur. Enn komum við inn í lítinn gang. Fyrir enda hans blöstu við augúm' miklar qg traustar járngrindur. Bankastjórinn lauk upp hliði í grind- Framhald..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.