Dagur - 06.04.1966, Síða 1

Dagur - 06.04.1966, Síða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 6, apríl 1966 — 26. tbl. FERÐASKRÍFSTOFAN TÚNGÖTU 1 oímar 1-14-75 og 1-16-50 - Hríseyjarferjan í sfað bifreiðanna 0 ÞEIR Hilmar Símonarson form. Hiíseyjarferju og Gunnar Jóns- son sérleyfishafi á Dalvík hafa nú vent sínu kvæði í kross og gera ferjuna út til flutninga á fólki og varningi milli Dalvíkur og Akureyrar, með viðkomu á Hjalteyri, Hauganesi og Litla- Árskógssandi. En landleiðin Dal vík—Akureyri er nú lokuð bif- reiðum vegna snjóa. í gær var Hríseyjarferjan í sinni fjórðu ferð. Hún tekur um 25 farþega auk flutnings og hef- ur hún komið að góðu gagni. Án viðkomu er hún ekki nema um þrjár klukkustundir milli Dalvikur og Akureyrar. Hún fer hvern virkan dag frá Dalvík- kl. 8 að moi-'gni og frá Akureyri kl. 5 síðdegis. Afgreiðsla hennar er á Ferðaskrifstofunni Sögu. Lífeyrisnefnd skipuð TILLAGA SÚ, sem Framsókn- armenn hreyfðu á Alþingi fyrir 8 eða 9 árum, um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, virðist nú í þann veginn að komast á fram kvæmdastig. Félagsmálaráð- herra hefur fallizt á að skipa nefnd til að undirbúa löggjöf um þetta mál, og verða í nefnd- inni fulltrúar allra þingflokka. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, eru nú starfandi Dagur kemur næst út miðvikudaginn 13. april. — Mikið eíni biður enn birtingar. □ í landinu fram undir 60 sérstak- ir lífeyrissjóðir og voru árið 1963 tryggðir hjá þeim um fjórtán þúsundir manna og hef- ur fjölgað síðan. Eignir þessara lífeyrissjóða eru áætlaðar um 1200 millj. kr. um næstu ára- mót. Þeir, sem tryggðir eru hjá þessum lífeyrissjóðum, njóta jafnframt sömu bóta hjá al- mannatryggingum og aðrir landsmenn og greiða iðgjöld til þeirra. Þó að bætur álmanna- trygginga til gamalmenna og ör- yrkja séu mikil hjálp, er hún þó mun meiri, sem lífeyrissjóðirnir veita sínu fólki og er aðstöðu- munur hér mikill. Q Fermingardagur á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) HEITT VATN ÚR BORHOLU A HÚSAYÍKURHÖFÐA Sennilega fjórði hluti af hitaþörf bæjarins averkðsýning í Skíðahófeíínu Þar verða urn 100 fastagestir uni páskana FRU SOLVEIG EGGERZ kom hingað norður fyrir helgina með rúmlega 50 listaverk, sem nú eru til sýnis og sölu í Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli. En frúna þarf ekki að kynna hér eða verk •hennar, því hún hefur haft hér sýningar áður. Hér er um að ræða hina furðulegustu muni, sem margir eru gerðir úr sér- kennilegum trjáviði, t. d. sprek- um, sem rekið hafa á fjörur hér og hvar um landið. í febrúarbyrjun var hvert her bergi og svefnpokapláss í Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli pantað til dvalar nú um páskana og verða þar um 100 fastagestir, auk þess fjöldi fólks héðan úr bænum, sem hyggst nota snjóinn og að- stöðu alla þar efra næstu daga. Hlíðarfjall hefur verið hinn ánægjulegasti skíðastaður í vet- ur, vegna mikilla snjóa og hins ágæta skíðafæris, auk aðstöð- unnar, sem búið er að skapa þar fyrir skíðaíþróttina. □ Á MEÐAN köld norðanáttin og ísafréttir ógna Ncrðlendingum, svo sem nú hefur verið um sinn, hafa Húsvíkingar gert enn eina tilraun í yfirgripsmikilli jarð- hitaleit, sem nú hefur kostað um 5 millj. kr. og fram að þessu hafði ekki borið árangur. En á föstudaginn tók heita vatnið að streyma. Þormóður Jónsson fréttaritari Dags á Húsavík sagði svo frá: Síðustu daga hafa menn frá Jarðborunardeild ríkisins verið að prufudæla stóru borholuna á Húsavíkurhöfða, en hún er 1506 metra djúp. Dæla sú, sem notuð er, getur dælt 5—6 h'trum á sek. Síðan kl. 4 á föstudag hafa dælzt úr holunni 5,4 sekúndu- h'trar af 94 stiga heitu vatni. Virðist rennsli stöðugt og má treysta, samkvæmt umsögn mælingamanna, að þetta sé lág- marksdæling. Með stórvirkari dælu mætti fá meira magn upp, að dómi sérfræðinga. Vatnið er hreint og lyktarlaust. Árið 1963 var holan boruð. Berghiti reynd ist 94 stig á um 300 m. dýpi, lækkaði lítið eitt niður í 500— 600 m. dýpi en óx neðar og náði hámarki, um 110 stigum á 1150 m. dýpi. Hitamæling náði niður í rúmlega 1300 m. dýpi. En lík- ur benda til þess, að botnhiti holunnar sé um 100 stiga heitur. Allt virðist benda til þess, að heita vatnið sé á 300 m. dýpi eða minna dýpi. VERÐUR FISKiÐNSKÓLI Hlutverk skólans er að búa memi uudir fiski- matsstörf, vcrkstjórn og leiðbeiningarstarfsemi TOFNAÐOR? Frú Sólveig Eggerz. HINN 30. apríl 1964 var sam- þykkt í sameinuðu Alþingi til- laga til þingsályktunar um að „skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd í samráði við fiskmat rík- isins, fiskmatsráð og helztu sam tök fiskiðnaðarins til þess að gera fyrir næsta reglulegt Al- þingi tillögur um stofnun og starfstilhögun almenns fiskiðn- skóla í landinu". I ályktuninni segir ennfrem- ur, að nefndin skuli „kynna sér eftir föngum skipan fræðslu- mála fiskiðnaðarins í öðrum löndurn". í fiskiðnskólanefnd voru svo skipaðir sama ár fiskiðníræð- ingarnir dr. Þórður Þorbjarnar- son og Hjalti Einarsson, Berg- steinn Bergsteinsson fiskmats- stjóri, Leo Jónsson síldarmats- stjóri, Margeir Jónsson útgerð- armaður, Sigurður Pétursson gerlafræðingur og alþingismenn irnir Jón Skaftason og Jón Árna son. Var Hjalti Einarsson skip- aður formaður nefndarinnar. Sagt er að sunnan, að tillögur nefndarinnar séu nú væntanleg ar innan skamms, og er þess þá að vænta, að lagafrumvarp um skólann verði lagt fyrir þingið og síðan undið svo bráðan bug að stofnun hans, sem unnt er, enda hörmulegt að slík kennslu- stofnun skuli ekki vera til hjá slíkri fiskframleiðsluþjóð, sem íslendingar eru. Hlutvgrk skólans er að búa menn undir fiskimatsstörf, verk stjórn og leiðbeiningarstarfsemi í fiskiðnaði og fiskvinnslu. En spurningin er: Hvar verður þessi stofnun staðsett? Kannski í höfuðborginni eins og flestar aðrar? □ í samtali við bæjarstjórann á Húsavik, Áskel Einarsson, upp- lýsti hann, að á sínum tíma hefði hitaþörfin verið áætluð 30—40 sekúndulítrar miðað við 70 stiga heitt vatn. Þar sem þetta vatn er nú 24 stigum heit- ara og líklegt, að það sé líka (Framhald á blaðsíðu 5). LINUR BLETTUR í STRÁKUM Siglufirði 4. apríl. Snjórinn er óvenjulega mikill, eiginlega allt á kafi í snjó, enda stöðug norð- anátt og því stopular gæftir til sjósóknar. Siglfirðingur er á trolli og leggur upp í hraðfrystihús Síld- arverksmiðjanna. Um 30 stúlk- ur vinna í niðurlagningarverk- smiðjunni, 40 karlmenn vinna í Tunnuverksmiðju og 20—30 í Strákagöngum, sem nú eru orð- in um 430 metrar. Þar er unnið á þrískiptum vöktum. Síðustu daga hafa göngin ekki lengst, því allt í einu kom í lint berg og þurfti þá að fóðra göngin innan. Vísir æfir af kappi og býr sig undir utanför. Þjálfari er Sig- urður Demetz Fransson. B. J. VETRARMYNÐÍR FRÁ AKUREYRI í GÆR kom í búðir á Akureyri snyrtileg myndasería frá Akur- eyri. Eru það vetrarmyndir, sem Karl Hjaltason hefur tekið og gefið út, en Valprent prentað. Eru myndir þessar hentugar til gjafa og til að kaupa til minn- ingar um vetrartímann í höfuð- stað Norðurlands. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.