Dagur - 06.04.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 06.04.1966, Blaðsíða 2
Reynir Brynjólfsson; Þór, sigraði Skíðamóti Akureyrar lauk um siðastliðna helgi með keppni í stórsvigi í öllum fLkarla og kvenna Drengir 11 og 12 ára. sek. 1. Gunnl. Frímannsson KA 35,2 2. Guðm. Sigurðsson Þór 35,5 3. Halldór Jóhannesson Þór 37,0 SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór 2. -'Orn- -Þórsson KA fram lokaþáttur Skíðamóts Ak- ureyrar, en þá var keppt í stór- svigi og fór keppni fram við Strompinn. Brautirnar lagði Guðmundur Tuliníus og voru þær skemmtilegar en erfiðar, en nú skyldi þrautreyna getu' • skíðamanna okkar eftir vetur- inn og einnig búa þá undfr' Skíðalandsmótið. Veður var gott . mestan hluta dags en snjóaði * iítilsháttar meðan á keppni stóð. Óhætt mun að fullyrða að aldrei fyrr í vetur hafi verið mann- fleira í fjallinu. Urslit urðu þessi: Akureyrarmeistari varð Reyn ir Brynjólfsson Þór, sem fór hrautina á 58,2 sek. en hann sigraði einnig í svigi Akureyrar- móts sem fór fram fyrr í vetur. Hlýtur hann því einnig sigur í Alpatvíkeppni. A-flokkur. sek. 1. Reynir Brynjólfsson Þór 58,2 2. ívar Sigmundsson KA 59,0 3. Ottó Tuliníus KA 68,8 B-flokkur. sek. 1. Þorlákur SigurSsson KA 65,2 2. Hörður Sverrisson KA 66,0 3. Guðmundur Finnss. Þór 72,9 Þorlákur hefur sigrað í B- flokki í öllum keppnum í vetur. C-flokkur. sek. 1. Sigurður Jósafatss. ÍMA 69,9 2. Valdimar Gunnarss. KA 74,0 3. Jón Erlendsson Þór 75,9 3. Árni Óðinsson KA 60,2 60,5 Stúlkur. sek. 1. Sigþrúður Siglaugsd. KA 40,8 2 -Bima Aspar KA 59,4 3. Sigríður Frímannsd. KA 64,0 Tíu Akureyringar keppa á Skíðamóti íslands á ísafirði Þátttakendur okkar í Skíða- landsmótinu, sem háð verður á. ísafirði um páskana, fóru héðan á mánudag, en þeir eru 10 að þessu sinni. Fararstjóri er Jens Sumarliðason. Fylgja; þeim beztu óskir um góðan árangur. Handknaf tleiksmenn stóðu sig vel sek. 70,0 79,6 Kvennaflokkur. 1. Karólína Guðm.d. KA 2. Guðrún Siglaugsd. KA Árangur Karólínu í vetur er rojög góður og er það afrek út af fyrir sig að hafa verið á toppnum í 15—20 ár og veita þeim yngri enn fulla keppni. Unglingafl. 13—15 ára. sek 1. Jónas Sigurbjörnss. Þór 60,0 'SL."FÖSTÚDAG fóru hand- knattleiksmenn frá Akureyri (meistarafl. karla) í keppnis- ferð suðu’r a l’and og tóku Hauk- ar frá Hafnarfirði á móti þeim. Á föstudágskvöld léku Akur- eyringar í íþróttahúsinu á Kefla víkurflugvelli við Hauka og Keflvíkinga og var leiktími 2x15 mín. Fyrsti leikurinn var milli -Hauka og f-BA og var það fyrsti leikur Akureyringa á stórum velli, (18x38 m.). Leikur þessi var skemmtilégur og sýndu Ak- ureyringar góðan leik og betri á þessum stóra velli en í Raf- veituskemmunni hér. Akureyringar skoruðu fyrsta markið og héldu forystu allan leikinn út. í hléi stóðu leikar 9:4 fyrir ÍBA, en leiknum lauk 18:16 fyrir ÍBA. Þó vantað hafi 2—3 menn í Haukaliðið má segja að þessi frammistaða Akureyringa sé mjög góð, ékki sízt ef tekið er tillit til þess, að þetta var fyrsti leikur liðsins á stórum velli. Nagst léku Haukar og Kefl- víkingar og lauk þeim leik með jafntefli 18:18. Að lokum léku svo Akureyr- ingar og Keflvíkingar og var fyrri hálfleikur jafn, en í síðari hálfleik tóku Akureyringar leik inn algjörlega í sínar hendur og sigruðu með 20:11. Þetta var mjög kærkomið tækifæri fyrir ÍBA-liðið að fá þessa leiki fyrir sunnan, og lof- ar frammistaða þeirra á þessum stóra velli góðu, því væntanlega fer íslendsmótið í handknatt- leik fram í Laugardalshöllinni næstu áriri.- Akureyringar horfðu svo á landsleikinn við Dani á laugar- dag, og var það góð skemmtun, þó ekki tækisi íslendingum að sigra eftir mjög góðan leik í Flugfélag íslands gefur út landkynningar- bækling um sumarfrí á Islandi UM ÞESSAR MUNDIR sendir Flugfélag íslands frá sér nýjan landkynningarbækling, að þessu sinni um sumarfrí á íslandi, en einnig er sagt frá Grænlands- ferðum félagsins. Þessi nýi bæklingur er prent- aður í fjórum litum, og kemur út á ensku, þýzku, frönsku og dönsku. í honum eru margar litmyndir og teikningar. Kápu- myndir eru frá Mývatni, Surts- ey og af fossi á Fjarðarheiði. Flugfélag íslands hefir á nokkrum undanförnum árum gefið út marga landkynningar- bæklinga um ýmsa þætti ís- lenzkrar náttúru, svo sem fugla- líf, flóru, landafræði, jarðfræði og veðurfar, Þá hefir félagið gef ið út bæklinga um hesta- mennsku, lax- og silungsveiði, fjallgöngur og bækling um Mý- vatn. Ennfremur tvo bæklinga um Grænland og innan skamms er von á bækling um Færeyjar. Þá er í ráði að gefnir verði út bæklingar um ýmis byggðarlög hér á landi og verður fyrsti bæklingurinn í þeim flokki um EskifjÖrð. Ennfremur hefir Flug félagið gefið út baeklinga um er- lendar börgir, sem flugvélar fé- Iagsins fIj úga til,_svo sem Kaup- mannahöfn, OsTo“og Bergen. (Fréttatilkynning) fyrri hálfleik og 5 marka for- skot. Þessi ferð handknattleiks- manna var mjög ánægjuleg í alla staði, og tókst vel. □ - Ál-sáttmálinn (Framhald af blaðsíðu 8). þó aðeins broti af því, sem þurft hefði að gera þótt engin alumín verksmiðja hefði komið til. —“ Ólafur Jóhannesson: „Það er og vitað, að gert er ráð fyrir sérstöku og alveg óvenjulegu réttarfari í ágrein- ingsmálum, sem rísa kunna út af stóriðjusamningunum, eða í sambandi við þá. í þeim málum eiga íslenzkir dómstólar ekki að hafa lögsögu, nema um það verði samkomulag á riiilli aðila. Þau ágreiningsmál eiga að fara fyrir eins ’konar alþjóðlegan gerðardóm, sem sitja skal í út- löndum og skipaður skal full- trúum frá aðilum, en oddamað- ur tilnefndur af þeim í samein- ingu, en ef samkomuíag ekki næst, þá af forseta alþjóðadóm- stólsins. Segja má, að þetta væri ekki athugavert, ef um væri að ræða venjulegan milliríkjasamn ing, en hér er ekki um milli- ríkjasamninga að ræða, hér er ekki um samning milli tveggja ríkisstjórna að tefla. Hér er um að ræða samninga ríkisstjórnar- innar, Landsvirkjunar 'og Hafn- arfjarðarkaupstaðar við privat fyrirtæki. Eftir öllum venjuleg- um reglum heyra ági-einingsmál út af slíkum samningum undir almenna dómstóla, þar sem með er farið, þ. e. hér á landi undir venjulega dómstóla alveg án til- lits til þess, hvort samningsaðili er innlendur eða útlendur. Þetta er viðurkennd regla í öllum réttarríkjum. Ég efast um, að í nágrannalöndum okkar sé for- dæmi fyrir því, að ríkisstjórnir semji hliðstæð mál undan eigin dómstólum. Krafa einkafyrir- tækis — erlends hlutafélags — um að taka þessi ágreiningsmál undan lögsögu íslenzkra dóm- stóla, hlýtur að byggjast á van- trausti á íslenzku réttarfari og tortryggni í garð íslenzkra dóm- stóla. Á bak við hlýtur í raun og veru að búa sú skoðun, að hér sé ekki fullkomið réttarríki. Víst er þetta óvenjulegt og óviðunandi þegar um er að ræða ágreining hins svissneska hlutafélags við stjórnarvöld hér á landi. En þó ofbýður manni þá fyrst, þegar gert er ráð fyrir að sama regla gildi um ágrein- ingsmál út af samningum við hið íslenzka álfélag, sem svo er kallað, en það félag er látið heita íslenzkt félag, á að skrásetjast sem slíkt, á samkvæmt orðanna hljóðan að fara að íslenzkum lögum og hafa stjórn, sem að meirihluta er skipuð íslenzkum ríkisborgurum. Hvernig á ríkið að semja svo um, að ágreinings- mál þess, Hafnarfjarðarkaup-. staðár eða Landsvirkjunar við íslenzk hlutafélög séu tekin und an íslenzkum dómstólum og fengin alþjóðlegum gerðardómi til úrlausnar. Fyrr má nú rota en dauðrota. Og hvernig í ósköp unum er hægt að kalla það ís- lenzkt félag, sem ekki lýtur lög sögu íslenzkra dómstóla. Ég ef- ast ekki um, að ráðh. hafi lagt sig alla fram við þessa samnings gerð, og ég efast ekki um, að hann hafi ýmsu fengið breytt til batnaðar í þessum samningum. Ég tel víst, að hann hafi reynt að fá breytingu á þessum ákvæð um, en það hefur ekki tekizt. Þá hefði hann, að mínum dómi, átt að setja hnefann í borðið og segja: Hingað og ekki lengra Undir svona nokkuð er ekki hægt að skrifa fyrir fullvalda ríki, sem vill telja sig í hópi réttarríkja. Það er niðurlægj- andi og í því felst frekleg móðg- un bæði gagnvart þjóðinni og íslenzkum dómstólum, og ég verð að segja það eins og það er, að ég vorkenni dómsmála- ráðh., að verða að ganga undir það jarðarmen, að undirrita slíkt.“ Helgi Bergs: „í Morgunblaðinu 24. febrúar sl: birti Jóhantr Hafstéin gfein, þar sem hann segir: „Sé munur- inn á rekstursgjöldum frá ári til árs lagður á 6% vöxtu, safnast í sjóð, sem árið 1967 er orðinn rúmar 300 millj. kr. og árið 1985 rúmar 600 millj. kr., ef bræðslu- leiðin er farin.“ Og nú í kvöld er ráðh. kominn upp í 860 millj. kr. Hvort tveggja er rangt og villandi, í fyrsta lagi vegna þess, að reiknað er með 2,2 aurum á kw-stund hærra rafmagnsverði frá bræðslunni fyrstu 6 árin en raunverulegt er, en þessir aurar eru millifærsla til Landsvirkj- unarinnar af skatttekjum af verksmiðjunni, en gert er ráð fyrir, að fyrstu 6 árin renni 3/8 hlutar skattanna til Landsvirkj- unarinnar. Með 6% vöxtum til 1985 nemur þessi munur 194 millj. kr. miðað við samnings- bundið orkumagn og um þessa upphæð eiga útreikningar ráðh. í fyrsta lagi að leiðréttast. í öðru lagi eru útreikningarn- ir villandi vegna þess, að orka Búrfells verður fullnotuð 1976, ef bræðsla verður byggð, og enginn veit, hvað sú orka, sem við bætist eftir það kostar, því að engar viðhlítandi áætlanir hafa verið um það gerðar og enginn veit, hvar næst verður virkjað. f þriðja lagi eru áætlanir um reksturskostnað vh-kjunarinnar vægast sagt ónákvæmar, m. a. vegná óvissunnar um ísamynd- unina og þær truflanir er af henni leiða. Þessi óvissa er við- urkennd af öllum sérfræðing- um, sem um málið hafa fjallað, þó að mat þeirra á því, hversu varlegir eða óvarlegir útreikn- ingarnir séu mismunandi. En jafnvel þótt fallizt væri á þessa útreikninga, hvað kemur þá í ljós? Sparnaður ráðh. ávaxt aður með 6% til 1985 og leið- réttur vegna skattamillifærsl- unnar var í febrúar talinn 400 millj. kr. ogriú 660 millj kr. Það er hægt að fa háar tölur með því að reikna vexti langt fram í tímann, en hvað 'þýðir þetta í tölum, sem auðvelt. er að ■ átta sig á? Hva<5 þarf að spara árlega héðan í frá til 1985, til þess að það verði 400 millj. .kr. þá með 6% vöxtum? Svarið er 10,9 millj. kr. 4 ári. eða.ef nýja talan er tekin, 660 millj. kr„ vérður svarið 18 millj. kr. á ári. Sam- kvæmt bjartsýnustu útreikning um ráðh. er þá meðalsparnaður á ári 10—18 ihillj., kr. ftá 1966— 1985. Þótt um þennan sparnað væri að raáða, fer því víðs fjarri, að hann réttlæti að ráðizt verði í alumínbræðslu, eiris og nú er ástatt og öðrum atvinnuvegum þar með stefnt í tvísýnu. Það er smápeningur miðað við það, sem í húfi er. En svo fer því raunar' víðs fjarri að þetta sé allt sparnaður. Það er nefnilega að verulégu leyti lán hjá framtíðinni, Ef við seljum ódýrustu orkuna útlend- ingum, förum við sjálfir fyrr að nota dýru orkuna. Af bverju skyldi ráðh. reikna dæmið . til 1985, en ekki t. d. til 1995 eða þá til enda samningstímabilsins, árið 2014? Það er af því, að upp úr 1985 fer að koma í ljós, hvern ig þessi sparnaður hefnir sín, 'þégar við förufn að nöta dýrari orkuna sjálfir. Þá þarf að fara að borga lánið, sem nú á að taka fyrir rafmagnsreikningum okk- ar hjá framtíðinni. Það verða önnur sjónarmið-en rafmagns- gróði að ráða um það, hvort hér verður útlend stóriðja eða ekki.“ .; . ' ;:b.: . n FALLEG PEYSA GÓÐ FERMINGARGJÖF VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 TIL SÖLU: MONZA skellinaðra í mjög góðu lagi. Uppl. í Vanabyggð 2D eftir kl. 7 á kvöldfn. ÞVOTTAVÉL Til sölu er Hoover-Matic vél, vel með' farin og í ágætjis lagi. ; Uppl. í sírna 1-28-23.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.