Dagur - 06.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 06.04.1966, Blaðsíða 8
8 5555555555$55535SÍSS5«SS5$S$SÍSS3$S5535$$5S$35í»$555S535«Í$ÍSS$S$555555$55S5555$$SS555555$S35SSS555$$5Í$S*£9 Við Akureyrarhöfn er nú miklu meira að gera siðan leiðir lokuðust á landi. (Ljósm.: E. D.) ÁL-SÁTTMÁIJNN GAGNRÝND- UR Á ALÞINGI í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM á Alþingi 25. marz sl. ræddi Ey- steinn Jónsson um landsbyggð- arvandamál og stóriðju í Noregi og á íslandi, Ólafur Jóhannes- ton um gerðadómsákvæði sátt- máians og Helgi Bergs um reikn ingskúnst Straumsvíkinga í sam bandi við rafmagnsverð. Hér fara á eftir stuttir kaflar um þau efni úr ræðum þeirra. Eysteinn Jónsson: „Upplýst er að Norðmenn hafa talið 100 þús. tonna alumínverk smiðju undirstöðu 10 þúsund manna bygðarlags — þegar allt er talið, sem utan á hleðst. 60 þús. tonna verksmiðja ætti þá samkvæmt því að byggja utan um sig 5000—6000 manna byggð arlag eða hafa áhrif, sem því nemur og þó miklu meiri á byggingartímanum. Á svæðinu frá Kollafirði að Straumsvík búa nú um 110 þús. manns og inn á þetta svæði á að eetja stóriðju. Á öllu landinu annars staðar búa 93 þúsund manns. Líklega hefur ekkert land við annað eins byggða- vandamál að stríða og ísland. Norðmenn telja sig búa við mik- inn vanda í þessum efnum, en í Stór-Osló búa þó aðeins um 17% af þjóðinni. Þeir hafa sett útlendingum þau skilyrði blátt áfram fyrir stóriðjusamningum sínum, að stóriðjuverin hjálp- uðu til, að leysa þeirra byggða- vandamál, sem er þó smávægi- legt í samanburði við okkar. Hafa erlendir aðilar fallizt á að taka á sig aukakostnað þar til þess að uppfylla þetta skilyrði. Hér hefur öllum tilraunum til þess að fá alumínverið staðsett utan mesta þenslusvæðisins ver- ið gersamlega vísað á bug af stjórnarvöldunum, en haldið dauðahaldi í þá staðsetningu, sem sýnilega hefur verið búið að festa sig á strax í fyrrahaust, áður en málið var sýnt alþingis mönnum, og látið eins og efna ætti til víðtækrar samvinnu um málið. Nú er sagt að • byggðavanda- málið megi leysa með því að setja á stofn atvinnujöfnunar- sjóð, sem að styrkleika nemur (Framhald á blaðsíðu 2.) TVEIR LISTAR Fratnsóknarmenn á Akureyri biríu sinn lista til bæjarstjórnar kosninganna fyrstir manna. Nú hafa fleiri á efíir komið, þeirra á meðal Sjálfstæðismenn hér í bæ. Báðir eru lisfar þessir lítið breyttir frá síðusíu kosningum, en þá unnu Framsóknarmenn á og bættu við sig fulltrúa. Sjálf-' stæðismenn töpuðu aftur á móti einum fulltrúa úr bæjarstjórn, og máiti ætla, að þeir létu þá reynslu verða til þess að breyta noltkuð lista sínum. Það gerðu þeir ekki en setja sig aðeins í varnarstöðu með Gísla Jónsson í baráttusætinu. BJÓRINN Bjórírumvarpið var til umræðu á AJþingi fyrir helgina og hall- aði mjög á flytjendur þess. En bjórinn á þc, sem kunnugt er, marga aðdáendur á íslandi, sem fæstir þekkja hann þó — og sízt sem nokkurt vandamál. En vel skyldu menn taka eftir orð- um þeirra manna í nágranna- löndunum og raunar víðar, sem telja bjórdrykkjuna jafnvel enn Nýr leikur, sem nýjabragð er að, verður frumsýndur á Akureyri annan páskadag Á SUNNUDAGINN var frétta- mönnum gefinn kostur á að kynna sér það viðfangsefni Leik félags Akureyrar, sem Jónas Jónasson Reykjavík setur á svið með leikurum bæjarins. Um þennan sjónleik má segja, að hann mun koma leikhúsgest- um mjög á óvart ekki síður en hin vinsæla óperetta í fyrra, en á allt annan og „frumlegri“ hátt. Sjónleikur þessi er amerískur og heitir „Bærinn okkar“. Leikendur eru um 20 talsins. Engin leiktjöld eru notuð og ýmsu því áþreifanlega, sem venja er að nota, varpað fyrir borð. Dæmi: Mjólkurpósturinn kemur með mjólkurflöskur og rjóma í pelaglösum, tekur tómu flöskurnar og fer. En það eru engar flöskur. Húsmóðir útbýr morgunverðinn í eldhúsinu og skólabörnin neyta hans í flýti og þjóta svo af stað í skólann. En það er ekkert eldhús, ekki einu sinni bolli eða diskur. í þessum leik er leikhúsgest- um ekki færðir allir hlutir upp í hendur. Þeir verða að gera sér sjálfir sína leikmynd og vera meiri þátttakendur sjónleiksins en áður hefur þekkzt í leikhúsi (Framhald á blaðsíðu 5.) Húnavakan hefst annan páskadag Á BLÖNDUÓSI búast menn við fjölmenni á Húnavökuna, sem þar hefst annan dag páska. Fer þó fjölmennið eftir því hversu viðrar og hve greiðar samgöng- ur verða. „ G 0 ÐIN N “ FYRIR nokkrum dögum kom nýkeyptur dráttar- og björgun- arbátur til landsins. Eigandi er Björgunarfélagið h.f. Báturinn er 140 tonn að stærð, vel búinn til björgunarstarfa og er ætlað að vera íslenzka fiskveiðiflotan- um til aðstoðar á sama hátt og Goðanesið, sem sama félag á og er vel þekkt af ýmsum aðstoðar Störfum á sjó. □ Meðal skemmtiatriða er sjón- leikurinn Draugalestin, sem Tómas R. Jónsson fulltrúi hefur æft og svo smærri leikþættir. Karlakórinn Vökumenn, Karla- kór Bólstaðahlíðarhrepps og karlakórinn Heimir úr Skaga- firði munu syngja, dansað verð- ur dag hvern og ennfremur sýndar kvikmyndir. Hér er þó fátt eitt nefnt af mörgu, sem frarn á að fara, því Húnavakan er fjölbreytt mjög og dag hvern ný skemmtiatriði. Húsakynni eru hin ágætustu þar sem félagsheimilið á Blöndu ósi er. Ungmennasamband A.- Hún. sér um framkvæmd Húna- vökunnar, en formaður þess er Kristófer Kristjónsson bóndi í Köldukinn. □ meira böl en víndrykkjuna. Þar liggur reynslan að baki. Mót- mælum gegn bjórfrumvarpinu rignir yfir Alþhigi og er von- andi að frumvarp þetía dagi uppi eða verði feíít. BJÓRGLEÐI PENINGA- MANNA Bjórfrumvarpið hafði mjög örv- andi áhrif á fésýslumenn á Ak- ureyri. Strax og um það fréííist var hraðað undirbúningi að bjór framleiðslu í bænum og menn tókust á út af væntanlegum gróða, samanber Sanamálið, sem frægt er orðið. Á öðrum sviðum hafa Sjálfstæðismenn ekki sýnt áberandi framkvæmda áhúga nú um sinn. NÝR GARÐYRKJUSKÓLI Á Alþingi er nú rælt um nýjan garðyrkjuskóla á Akureyri. Til- lögu um stofnun lians flytja þingmenn Norðurlandskjördæm is eystra. Bæjarstjórn Akureyr- ar hefur tekið jákvæða afstöðu til þessa máls og almenningur einnig. Fyrrum var Gróðrarstöð in á Akureyri skóli fjölmargra manna og kvenna, sem þar dvöldu við nám og vinnu. Nú er langt um Iiðið og hætt við að almennri garðyrkjukunnáttu hafi hrakað. Norðlendingar þurfa því að taka tveim hönd- um nýjum möguleikum í þessu efni, og gera sér þá jafnframt Ijóst, á hvern hátt líklegt væri til mikiJs árangurs, að slíkur skóli starfaði. ENDURNÝJUN STRAND- FERÐASKIPANNA Fjórir Framsóknarmenn, Hall- dór Ásgrímsson, Gísli Guð- mundsson, Sigundn Einarsson og Helgi Bergs, flytja á Alþingi íillögu til þingsályktunar um að kosin verði milliþinganefnd til að gera tillögur um endurnýjun strandferðaskipaflotans og skipu lagningu strandferðanna, og verði að því steíþt að veita lands byggðinni sem hagkvæmasta þjónustu og að reksturinn verði sem ódýrastur miðað við þá þjónustu. Ríkið á nú 5 strand- ferðaskip, Esju, Heklu, Herðu- breið, Skjaldbreið og Herjólf. Herjólfur, sem einkum annast Vestmannaeyjaferðir, er nýlegt skip, en hin 18—27 ára og er Esja elzt. STRANDFERÐASKIP FYRIR NORÐURLAND Flutningsmenn tillögunnar segja, að uppi séu tillögur, sennilcga frá Skipaútgerð ríkis- ins, um að byggð verði þrjú skip, sem einkum annist vöru- flutninga, þar af eitt í aukaferð- (Framhald á blaðsíðu 5). Sunna Borg og Sigurgeir Hilmar haldast í hendur en Haraldur Sigurðsson les hin þýðingarmiklu orð. (Ljósm.: E. D.) FRÁ BRIDGEKLÚBBI F. U. F. ÞRIÐJA og síðasta umferðin í sveitakeppninni verður spiluð fimmtudaginn 14. apríl n.k. Q SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.