Dagur - 06.04.1966, Síða 5

Dagur - 06.04.1966, Síða 5
s Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1187 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. \ ER!) ÍBÚÐA í FEBRÚARMÁNúÐI 1959 eða 1 tæpum tveim mánuðum eftir að Sjálf \ stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn tóku að sér að stjórna landinu, var reiknuð út vísitala byggingai kostnaðar fyrir mánuðina febrúai— júní það ár. Hún reyndist þá 133 stig. Sjö árum síðar eða 1. febrúar sl. var á sama hátt reiknuð út sú bvgg- ingarvísitala, sem gildir til júmloka á næsta sumri. Sú rásitala er 281 stig. Síðustu þrjú árin hefur hækkunin verið langmest — þ. e. frá 1. febrúai 1963 til 1. febrúar 1966 eða nálega 100 stig (99 stig). Á 370 rúmmetra íbúð jafngilda þessi 99 stig um 342 þús. kr. Núver- andi byggingarlán, 280 þús. kr., hverfur því allt og 62 þús. kr. betur, í byggingarhækkun þriggja síðustu ára. OPÍÐ BKÉF TIL ALÞINGIS varðandi Hóte! Sögu í Reykjavík Á NÝAFSTÖÐNU Búnaðar- þingi lá fyrir erindi frá Búnaðar félagi íslands og Stéttarsam- bandi bænda um framlengingu á Búnaðarmálasjóðsgjaldi til Bændahallarinnar í Reykjavík. Fjárhagsnefnd Búnaðarþings fékk málið til meðferðar og bar fram eftirfarandi: ALYKTUN „Búnaðarþing leggur til að breytt verði ákvæði til bráða- birgða í lögum nr. 92 frá 29. des- ember 1962 um stofnun Búnað- armálasjóð. * Allar þessar tölur eru ýmist tekn- ar beint upp úr skýrslum Hagstof- unnar (byggingarvísitalan) eða reikn aðar út á gi undvelli þeirra. Hagstof an reiknar út þrisvar á ári kostnað við byggingu svonefnds „vísitölu- húss“, samkv. verðlagi á hverjum tíma. Jafnframt reiknar hún út verð á hverjum rúmmetra í „vísitölulnis- inu“. í ársbyrjun 963 taldi hún rúm- metrann í „vísitöluhusinu kosta kr. 1689.16, en í byrjun febrúar 1966 kr. 2613.47. Geta svo þeir, sem þetta lesa, sjálf- ir reiknað út byggingarkostnað 370 rúmmetra íbúðar og stærri eða minni íbúða, og borið saman við kostnaðinn 1. febrúar 1963 og 1. fe- brúar 1966 og fundið þannig kostn- aðarhækkunina eins og hún er sam- kvæmt gögnum Hagstofunnar um þetta efni. LEYFISGJALD í VEGASJÓD FRAMSÓKNARMENN í efri deild Alþingis flytja þar frumvarp til laga um að leyfisgjald af bifreiðum skuli eftir næstu áramót renna í vegasjóð og af því skuli varið til nýbyggingar Jj jóðvega, nema þeim hlúta þess sem færi til gatnagerða samkvæmt 32. gr. Talið er að leyfisgjaldið nemi nú um 150 millj. kr. á ári. Þó að þetta væri gert héldi ríkissjóður enn eftir innílutningstollum af bifieiðum og varahlutum til þeirra. En ef vegasjóð ur fengi leyfisgjaldið, og þó að ekki sé lengra gengið, myndu stóraukast möguleikar til uppbyggingar lands- brauta, þjóðbrauta og hraðbrauta í landinu frá því, sem nu er. Varla verður á móti því mælt, að Ieyfisgjaldið sé eðlilegur tekjustofn fyrir vegasjóðinn, og að þeir, sem stjórna ríkissjóði verði að finna leið til að komast af án þess eftirleiðis. □ 1. gr. Aftan við lögin bætist svo- hljóðandi ákvæði til bráða- birgða: Á árunum 1966 til 1969, að báðum árum meðtöldum skal greiða Vz% viðbótargjald af sölu vörum landbúnaðarins, sem um ræðir í 2. gr. og rennur til Bún- aðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda til húsbygg- ingar félaganna við Hagatorg í Reykjavík. Framlaginu skal skipt í réttu hlutfalli við eignar hluta hvors félags í bygging- unni. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og um búnaðarmálasjóðsgjald.“ Við þessa ályktun fjárhags- nefndar bar ég fram breytingar tillögu svofellda með greinar- gerð: „Ályktunin orðist svo: Búnaðarþing telur það hreina óhæfu og óforsvaranlegt að ætla enn á ný að fá lögfest %% bú- vörugjaldið á bændur, til að standa undir rekstrarhalla hó- telsins Sögu. Fyrir því leggur Búnaðarþing til, að leitað sé annarra úrræða, til að leysa þann vanda, og vill í því sambandi benda á eftir- farandi leiðir. í fyrsta lagi sé leitað eftir frjálsum framlögum í lánum og beinum greiðslum hjá þeim bændum og öðrum, sem óðfús- astir eru að leysa þetta með skattþvingun á bændur. í öðru lagi sé leitað eftir því hjá ríkisstjórn og Borgarstjórn Reykjavíkur, að þessir aðilar, annar hvor eða báðir, taki á sig árlegt framlag til að tryggja rekstur hótelsins. Báðir þessir aðilar hafa mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við þetta myndarlega og nauðsynlega hó- tel fyrir borgina. í þriðja lagi fáist ekki viðhlít- andi lausn eftir áðurnefndum leiðum, þá sé leitað eftir leigu- tilboðum í hótelið og hótelrekst urinn til lengri eða skemmri tíma. f fjórða lagi kæmi það svo af sjálfu sér, að hótelið yrði selt, ef engir möguleikar finnast, til að halda því gangandi.“ ir á ári, auk þess tekur svo Stétt arsamband bænda 14% af sama gjaldstofni, sem verið hefur og verður varið í þennan halla- rekstur hótelsins. Samtals vei'ð ur þetta 12—13 millj. á ári næstu 4 ár eða samtals á tíma- bilinu um 50 millj. án vaxta. Þetta er óhæfa. Þetta er ekki hægt. Hins vegar á það ekki að vera neinn vandi að leysa þetta mál að þeim leiðum, einni eða fleirum, sem bent er á í álykt- uninni. Það verður ekki í efa dregið, að mikið fé fæst við hina frjálsu fjáröflunarleið hjá hinum mörgu áhugamönnum, sem lýst hafa sérstökum fórnarvilja til að láta fé af hendi í þessu skyni. Næst þar á eftir koma þeir aðilar ríkis og bæjarfélaga, sem mikilla hagsmuna hafa að gæta. Hótelið er stór atvinnurekandi. veitir fjölda borgarbúa atvinnu og er og verður stór gjaldandi beint og óbeint til borgarsjóðs. Auk þess veitir þetta hótel höf- uðskilyrði til menningar og skemmtanalífs borgarbúa. Það liggur því augljóst fyrir, að borgin hefur siðferðislegar skyldur við þetta hótel, sem það getur ekki án verið eins og nú er komið. Auk þess yrði sá fjár- styrkur eða fjárframlag, sem til þyrfti að tryggja rekstur hótels- ins, algert aukaatriði í fjármál- um Reykjavíkurborgar. Hliðstætt er þetta hvað varð- ar ríkissjóð. Hann á sína hags- muni í hótelrekstrinum. Hótel- ið gefur miklar gjaldeyristekj- ur af erlendum ferðamönnum, auk þess sem það að sjálfsögðu verður skattskylt í ríkissjóðirtn sem önnur fyrirtæki. Það er því aðeins eðlilegt, að ríkið styðji þennan hótelrekstur, heldur hagsmunalegt atriði fyr- ir það, að rekstur þess sé sem bezt tryggður. Þriðja og fjórða atriði í ábend ingu ályktunarinnar eru ólíkleg neyðarúrræði, sem ekki þurfa skýringa við. Fari svo, að álykt un fjárhagsnefndar verði sam- þykkt, verður þess að vænta, að Alþingi neiti lögfestingu um- beðins skatts.“ Ennfremur bar Ingimundur Ásgeirsson fram sjálfstæða til- lögu í málinu svohljóðandi: Greinargerð. „Við framlengingu V2% bú- vörugjaldsins til Bændahallar- innar 1962 var því hátíðlega lof- að af hinum skattóðu túlkend- um málsins, að það skyldi ekki aftur vei'ða farið fram á slíkan skatt á bændur landsins. Nú eru þessi heit rofin og vegið í hinn sama knérunrí með álykt- un þeirri, sem fyrir liggur frá Fjárhagsnefnd. Sex hæðir Bændahallarinnar auk kjallara heyra hótelinu til, og það er vegna þessa hluta byggingarinn ar og halla á rekstri hótelsins, sem skatturinn á bændur á að gangá til. Þetta %% búvöru- gjald mun nú gera um 9 milljón Tillaga um sölu á hluta Bænda- hallarinnar. „Búnaðarþing telur að selja beri þann hluta Bændahallar- innar, sem notaður er til hótel- rekstrar og er í eigu Búnaðar- félags íslánds. Jafnframt felur þingið stjórninni að leita eftir því við sameignaraðila félagsins að húsinu, Stéttarsamband bænda, hvort það vilji ekki hafa samvinnu um að leita kauptil- boða í allan þann hluta bygg- ingarinnar, sem Hótel Saga hef ur til afnota ásamt tilheyrandi áhöldum og útbúnaði. Berist kauptilboð, er stjórn Búnaðar- félags íslands telur viðunandi — og stjórn Stéttarsambands bænda, ef samvinna tekst við það —, þá verði gengið frá sölu samningi á umræddum hluta Bændahallarinnar sem allra fyrst.“ Afgreiðsla málsins var þannig: Tillögu Ingimundar vísað til nefndar, kom ekki til atkvæða- greiðslu. Breytingartillaga mín felld að viðhöfðu nafnakalli með 19 atkv. gegn 3, þrír sátu hjá. Ályktun fjárhagsnefndar samþykkt með 19 atkv. gegn 6. Máli þessu mun eiga að hraða til Alþingis, en þar á það að fá fullnaðarafgreiðslu. Um leið og ég hér upplýsi um gang þessa máls og afgreiðslu þess á Búnaðarþingi og þar með um sjónarmið minnihlutans, en þau koma sjaldan fram í frétt- um af málefnum á Búnaðar- þingi, þá vil ég leyfa mér að biðja háttvirt Alþingi að minn- ast þess, sem á undan er gengið í þessum sérsköttunarmálum á bændastéttina. Þetta verður í fjórða skiptið á skömmum tíma sem Alþingi veitist sá heiður að taka afstöðu til frómra óska forystumanna í félagsmálum landbúnaðarins um eina sérsköttunina enn á bænd- ur landsins. Mörgum vanda verður ís- lenzki bóndinn að mæta í sínu þjóðfélagi í dag. En enginn er verri og tilfinnanlegri en sá sem hann skapar sér sjálfur, en svo er um þessa skattaáþján og fjár- kúgun, sem ávallt á upptök sín í félagsmálaforystu bændanna sjálfra. Hinu pólitíska flokksræði hef ur í þessum efnum verið beitt til hins ýtrasta sitt á hvað eftir því sem málefni hafa staðið til og almennum sjálfsákvörðunar- rétti bændanna heima fyrir ýtt til hliðar. Við þessu eru bændurnir var- búnir og fá ekki rönd við reist, meðan þeir ná ekki að mynda sér stéttarlega samstöðu til að tryggja þegnrétt sinn og jafn- réttisstöðu í .þjóðfélaginu. Ég vil nú leyfa mér að skora á háttvirt Alþingi og hvern ein- stakan alþingismann að taka málaleitan meirihluta Búnaðar- þings um endurnýjunarskatt á bændur til hótelreksturs í Reykjavík, á raunhæfari hátt en gert hefur verið á Alþingi á und anförnum árum er þessi skatt- lagningarmál hafa verið á döf- inni. Svona löguð sérsköttun á eina stétt má ekki endurtakast oftar. Þennan gráa leik við bænda- stéttina verður að stöðva á Al- þingi. íslenzk bændastétt hefur ekki unnið til þess að vera kúg- uð, bæði af löggjafarvaldi og dómsvaldi svo sem verið hefur um skeið. Þess verður að vænta að Al- þingi geti litið á þetta mál frá víðari sjóndeildarhring en meiri hlut Búnaðarþings gerir. Hjá þeir ríkir ofurkapp og misskil- inn metnaður til að standa að og reka þetta stóra hótel fyrir eig- in reikning og áhættu. Hins vegar sjá þeir engan út- veg annan til að standa undir þeim hallarekstri en skattpína bændur til að greiða hann. Aftur á móti treysta þeir ekki málstað sínum að fara undir al- menna atkvæðagreiðslu hjá bændum, en það talar sínu máli. Þetta hótel hefur sýnt sig að vera óumflýjanleg nauðsyn fyr- ir Reykjavíkurborg og ríkið. Fyrir því ætla ég að Alþingi geti fallizt á þær leiðir sem ég hef bent á til að tryggja rekstur þess. Það á alls ekki að breyta neinu um eignaaðild að hótel- inu, þó nefndir aðilar tryggi rekstur þess með framlögum, sem jafnvel gæti verið í lánum, um eitthvert tímabil meðan nið urgreiðslur á lánum vegna stofn kostnaðar hvíla þyngst á. Það er engin nýlunda þó styrkja þurfi opinberan rekstur hér á landi. En sú hjálp á að (Framhald á blaðsíðu 7.) YMSAR FRÉTIIR FRÁ BÚNAÐARÞINGI A æfingu L. A. Júlíus Oddsson í þungum þönkum. Björg Baldvinsdóttir, Kristín Konráðsdóttir og Guð laug Hermannsdóttir ræðast við. ^ ^ - NÝR LEIKUR, SEM NÝJABRAGÐ ER AÐ (Framhald af blaðsíðu 8.) þessa bæjar. En á þessu stigi málsins á ekki við að .segja allt of mikið, að því viðbættu þó, að sjónleikurinn gerir miklar kröf- ur til leikenda og einnig til leik- húsgesta. Efni hans er að ýrnsu leyti hugljúfur hversdagsleiki með undiröldu dýpri raka. Leiksviðsljós gegna stærra hlutverki en áður, og er hlut- verk ljósameistara eitt hið vandasamasta að þessu sinni. í leikhléi var gestum boðið til kaffidrykkju í kjallara. Það brakaði í hverju tré í þessu 60 ái’a gamla húsi, skipsstiginn þangað niður er traustur, bratt- ur og tröppumjór. En loftið var heilnæmt, jafnt í kjallara, sem annarsstaðar því loftræstingin er óbrigðul og náttúrleg. Vind- urinn blæs út og inn nema í salnum. (Ljosm.: Frumsýning hins nýja og nýstárlega sjónleiks verður annan páskadag og er þetta þriðja verkefni Leikfélags Akur eyrar á þessum vetri. Formaður Leikfélagsins, Jón Kristinsson ávarpaði gesti og leikfólkið meðan setið var að kaffidrykkju, skýfði ýmislegt í sambandi við stÖrf félagsins og hinn nýja sjónleik sérstaklega. Hann fagnaði og framkominni hugmynd um nýtt leikhús bæjarins. □ ISLENZKIJARÐVEGURINN ER FRJÖR ÁSGEIR L. JÓNSSON vatns- virkj unarráðunautur Bunaðar- félags íslands ritar fróðlega grein í síðasta bölublað Freys. Hann segir m. a.: „Lengst af hefur glumið í eyrum íslendinga, að þeir búi á útjaðri hins bygilega heims, og þessvegna geti þeir ekki vænzt neins jarðargróða í lík- ingu við aðrar þjóðir“. „Það kom því á óvart“, segir Ásgeir, „þegar prófessor Weiss frá land búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn lét svo um mælt, að sennilega væri íslenzkur mold- ar- og mýrarjarðvegur frjórri en danskur jarðvegur“. Að svo mæltu tilgreinir Ás- geir ýmsar tölur úr erlendum fræðiritum um uppskerumagn hér og erlendis. Fjalla þær um bygg, hafra, gras og kartöflur. Ásgeir bendir á ýmsar stað- reyndir, sem taka verði til greina við samanburð, t. d. að hér sé lambfé beitt á tún á vor- in, að hér sé ræktun skemmra á veg komin en víða erlendis og að vel verkað íslenzkt hey sé betra en erlent. Einnig bendir Ásgeir á þýðingu hins langa birtutíma fyrir vaxtarhraða og gæði uppskerunnar og segir að lokum: „Af framanrituðu virðist mega álykta, að þessi „útjaðar hins byggilega heims“ sé allmiklu betri til landbúnaðar en ýmsir halda." Ásgeir vekur athygli á því, að óhollar sveiflur í framleiðslu og viðskiftalífi villi mönnum sýn um stundarsakir. Gísli Kristjánson segir frá því í sama blaði, að nokkrir læknar í Englandi hafi látið rannsaka lifnaðarhætti 264 manna í London í því skyni að fá úr því skorið, ef verða mætti, hvort dýrafeiti í fæðu valdi hjarta og æðakvillum. Helming ur þessa hóps fékk venjulega fæðu, hinn helmingurinn fitu- snauða fæðu og stóð tilraunin yfir í fjögur ár. Ályktað var, að þessum tima liðnum, að mismunurinn á fæð- unni hefði engin áhrif á heilsu- far þessara 264 manna, sem um var að ræða, að því hjarta og æðar varðar. Önnur tilraun var gerð með hjartaveika sjúklinga á brezku sjúkrahúsi. Þeim, sem fengu jurtafeiti (maisolíu) eina í fæð- unni batnaði þar hægar en hin- um, sem fengu venjulega feiti. Enski læknirinn, sem tilkynnt höfur þessi tíðindi, segir jafn- framt frá því, að í Noregi hafi verið gerð tilraun með 7000 menn á sextugsaldri og sé nið- urstaðan svipuð og í Bretlandi. Athugun, sem gerð var á íbúum einnar smáborgar í Bandaríkj- unum, er talin gefa hið sama til kynna, að dýrafeitin skipti ekki miklu máli í þessu sambandi. Svo segir Freyr þau stórtíð- indi, að á Nýja Sjálandi séu menn farnir að verka vothey í plastpokum eða réttara sagt í feikna stórum heystökkum, sem hlaðið er Upp á plastdúk á slétt um grunni, helzt steyptum, en annar plastdúkur svo breiddur yfir og dúkarnir festir saman þannig, að samskeytin séu loft- þétt. Síðan er loftið tæmt úr „pokanum“ með dælu. Eftir sex klukkustundir má taka efri dúk inn af og bæta ofan á stakkinn. Sagt er, að í stærstu stökkunum, sem gerðir hafa verið, hafi verið um 800 tonn af votheyi. Gert er ráð fyrir, að svona plastdúkar komi hér á markað í ár. Það er Agnar Guðnason ráðunautur, sem skýrir frá þessu og segir, að gott muni að eiga svona heystakk handa án- □ ÁLYKTUN búfj árræktarnefnd- ar um farmgjöld á fóðurvörum. ÁLYKTUN Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Bún. ísl. að vinna að því við þau skipafélög, sem annast flutning til landsins á fóðurvör- um, að þau taki upp aftur þá reglu að flytja slíka vöru á fram haldsfragt á hafnir hvar sem er á landinu. Samþykkt samhljóða. Erindi Gísla Kristjánssonar um geymslu, dreifingu og flutn- ing kraftfóðurs. ÁLYKTUN Búnaðarþing leggur ríka áherzlu á að hafin verði inn- flutningur á ómöluðu fóður- korni og vitnar í því sambandi í fyrri lið ályktunar frá Búnað- arþingi 1965 mál nr. 14 og 19. Nú hefur S.Í.S., sem stærsti innflytjandi fóðurkorns í land- inu, hafið undirbúning þessa máls, og hvetur Búnaðarþing til þess að málinu verði hraðað. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til innflytjenda fóður vara, að athugað verði hvort hagkvæmt mundi þykja að efna til samstarfs um nauðsynlegar íramkvæmdir í því skyni að tryggja sem lægst verð og mest vörugæði. Til að ná því marki telur Bún aðarþing nauðsynlegt að inn- flutningur fóðurvara verði frjáls. Búnaðarþing lítur svo á, að hér sé ekki einungis um hag bændastéttarinnar að ræða, held ur sé þetta þjóðfélagslegt hags- munamál og mikilvægur liður í nauðsynlegri viðleitni til að draga úr verðbólgunni í land- inu. Þingið felur stjórn Bún. ísl., að fylgja þessum málum fast eftir. Samþykkt samhljóða. um a vorm. MÓTMÆLI ÞINGSTÚKA EYJAFJARÐAR mótmælir því, að ekki skuli vera fylgt reglugerð um áfengis veitingar og lögum um helgi- hald. Þingstúkan bendir á að veitt héfur verið leyfi, fyrir skemmtisamkomur hér á Akur- eyri með áfengisveitingum á skírdag, á laugardag fyrir páska, eftir kl. 6 síðdegis, og þrem dög- um síðar, á síðasta vetrardag, sem var miðvikudagur, en sam- kvæmt reglugerð eiga þá ekki að vera áfengisveitingar í vín- veitingahúsum. Þingstúkan harmar þessar óskiljanlegu undanþágur frá gildandi lögum og reglugerðum, og væntir þess fastlega, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli sjái svo um, að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þessi tiílágá var samþykkt á aðalfundi Þingstúkunnar, sunnu daginn 2. maí 1965, en er nú birt aftur til áminningar. □ Fyrir Búnaðarþingi lá frum- varp til laga um Bjargráðasjóð íslands, samið af fjögurra manna nefnd, sem til þess var kjörin. Er þetta mikill bálkur og segir svo í 1. gr. m. a.: Bjargráðasjóður íslands er sjóður til hjálpar landsmönnum í hallæri, til að koma í veg fyrir bjargarskort, og til að bæta úr stórtjóni á mannvirkjum og bú- fé af völdum náttúruhamfara og sjúkdóma.... 4. gr. hljóðar svo: Árlegar tekjur Bjargráðasjóðs eru þessar: a) Framlag sveitarfélaga, er skal vera 10 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins, samkv. þjóðskrá 1. des. næsta ár á undan. b) Framlag ríkissjóðs, er nem ur 10 krónum fyrir hvern mann, samkv. þjóðskrá 1. des. næsta ár á undan. c) 0,25% af útborgunarverði til framleiðenda fyrir mjólk, inn lagða í mjólkursamlög, og 0,25% af útborgunarverði til framleið- enda fyrir kindakjöt. d) Framlag ríkissjóðs, er nem ur jöfnu framlagi bænda samkv. c-lið þessarar greinar. e) Vextir af fé sjóðsins. Mál þetta var mikið rætt og komu fram mjög ólík sjónarmið.' Að síðustu var frumvarpið þó samþykkt með smávægilegum breytingum á nokkrum grein- um þess. Einnig lá fyrir Búnaðarþingi frumvarp til laga um búfjár- tryggingar, samið af sömu nefnd og frumvarpið um Bjarg- ráðasjóð. 1. gr. Félagsstofnun og verk- svið. Stofna skal félag, er nefnist Búfjártryggingar íslands, og skal það vera gagnkvæmt ábyrgðarfélag vátryggðra. Staríssvæði félagsins er allt landið. Heimili þess og varnar- þing er í Reykjavík. 2. gr. Félagið tekur að sér vátrygg- ingu búfjár gegn slysum og öðr- um vanhöldum eftir ákvæðum laga þessara og reglugerðar, sem sett verður samkv. þeim. 3. gr. Um skyldutryggingu bú- fjár segir meðal annars: Skylt er að vátryggja hjá fé- laginu alla nautgripi og sauðfé gegn dauða af slysum og öðrum vanhöldum, ennfremur kynbóta hesta, sem félög um hrossarækt halda samkv. búfjárræktarlög- um.... Allsherjarnefnd Búnaðarþings fékk málið til meðferðar. Klofn- aði hún um málið og skilaði tveimur álitum. Ályktun minnihlutans var svo hljóðandi: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að senda umrætt frum varp til umsagnar allra búnaðar félaga í landinu. Verði við það miðað, að svör búnaðarfélag- anna hafi borizt fyrir 1. des. n.k. Verði svör búnaðarfélaganna já kvæð, þá verði frumvarpið aft- ur langt fyrir Búnaðarþing árið 1967. Ályktun þessi var felld með 13 atkv. gegn 9. Ályktun meirihlutans hefst þannig: Búnaðarþing mælir með sam- þykkt frumvarps til laga um bú- fj ártryggingar, er stjórnskipuð nefnd hefur samið, með eftir- töldum breytingum. Þessi liður var samþykktur með 15 atkv. gegn 8. Þá koma nokkrir liðir um breytingar á frumvarpinu sem voru samþykktir með öllum þorra atkv. gegn 1 og 2 atkv. Að síðustu segir í ályktun meirihlutans: ur til sölu á þeim höfnum í land inu, sem áburður er fluttur til, og gerð verði leit að skeljasands námum og þá sérstaklega við Austurland. Samþykkt samhljóða. Þó telur þingið rétt að leita umsagnar hreppa búnaðarfélag- anna um frumvarpið áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að ganga eftir svörum hreppabúnaðarfélaganna, svo að þau liggi fyrir áður en næsta Alþingi kemuiv saman. Þessi síðasti liður samþykkt- ur með 20 samhljóða atkv. Erindi Búnaðarsamb. Austur- lands varðandi verzlun á áburði. ÁLYKTUN Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að beita sér fyfii' því við landbúnaðarráðherra og stjórn Áburðarverksmiðjunhaf h.f. að við stækkun verksmiðjunnar verði lögð áherzla á að fram- leiða áburð, sem ekki sýrir jarð veginn og innihelduf kalk t. d. kalkammonsaltpétur og bland- aðan áburð í þeim hlutföllum, sem ætla má að henti landbún- aðinum. Búnaðarþing leggur áherzlu á, að eftir stækkun verksmiðjunn ar komi ekki til mála, að haldið verði áfram framleiðslu Kjarna- áburðar í sama formi og nú er. Að öðru leyti endurtekur Bún- aðarþing fyrri kröfur sínar um: a) Að áburður sömu tegund- ar verði seldur á sama verði á öllum verzlunarstöðum á land- inu. b) Að bændur hafi fullt val- frelsi um þær áburðartegundir, er sérfræðingar landbúnaðarins og bændur telja helzt hæfa á hverjum tíma. c) Að Áburðarverksmiðjan h.f. verði þjóðnýtt. d) Að skeljasandur verðihafð - HEITT VATN (Framhald af blaðsíðu 1.) meira, en þessi dæla nær upp, má e. t. v. reikna með, að hér sé um að ræða fjórðung hita- vatnsþarfarinnar á Húsavík. Fyrir nokkrum árum verðlagði Gunnar Böðvarsson hvern sek- úndulítra af 100 stiga heitu vatni á eina millj. króna. Hita- vatnsleitin í kaupstaðnum kost- ar nú nálega 5 millj. kr. Hið ný- fengna vatn mun greiða okkur þennan kostnað. Tvær holur aðrar, innan við 500 m. djúpar verða nú rann- sakaðar við fyrsta tækifæri. En þar gæti einnig verið um heitt vatn að ræða, sem næðist með dælum, sagði bæjarstjórinn að lokum. - Q - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8.) um og til vara og eitt farþega- skip. Gömlu skipin hyggja þeir úrelt, en sennilega seljanleg fyr ir nokkurt verð. Þeir vilja m. a. láta athuga tillögur þær um strandferðir, með sérstöku til- liti til landshluta, er komið hafa fram á undanförnum þingum en ekki hlotið afgreiðslu. Ein. þeirra tillagna var um sérstakt strandferðaskip fyrir Norður- land, er gert væri út frá Akur- eyri og gengi til Austfjarða og Vestfjarða en ekki til Reykja- víkur, en hefði samband við strandferðaskip að sunnan. NÁMSLAUNAKERFI Ingvar Gíslason, Þórarinn Þór- arinsson og Páll Þorsteinsson flytja tillögu þess efnis, að stefnt verði að því að koma á hér á landi námslaunakerfi fyrir nemendur við sérfræðinám inn- anlands og utan og dvalar- styrkjakerfi fyrir nemendur í almennum skólum, þegar þeir geta ekki dvalið á heimilum sín- um, t. d. í héraðsskólum og heimavistarbarnaskólum. Hér er um stórmál að ræða, sem að vísu mun kosta þjóðfélagið ærin framlög, en líklegt til framgangs á komandi árum, ef velmegun þjóðarinnar vex, enda þegar for dæmi til staðar í öðrum löndutn. STYTTRI NÁMSTÍMI Ef stúdentar og aðrir, er sér- nám stunda fyrir námslaun og námslán, sem, að viðbættum þeim tekjum, er þeir geta með góðu móti unnið sér inn, nægðu fyrir kostnaði á námstímanum, myndi nám þeirra margra taka skemmri tíma og skuldabyrði ekki íþyngja þeim að námi loknu, auk þess sem aðstaða myndi þá jafnast. Jafnframt er aðkallandi að gera fjölskyldutn í dreifbýlinu auðveldara en nu er, að senda böm sín og ungl- inga í skóla. LÍjtÁ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.