Dagur - 13.04.1966, Síða 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Tryggvi Jónsson
KVEÐJUORÐ
í
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
VÖRN EÐA
SÓKN
ÞAU TÍÐINDI era nú að gerast í
þjóðfélagi okkar, að nmfangsmiklar
framkvæmdir eru ákveðnar á Suð-
vesturlandi. Má þar nefna Búrfells-
virkjun, alúmverksmiðja við Straums
vík og hernaðárframkvæmdir í Hval-
firði. Auk þessa efna auðmenn og
þeir, sem aðgang hafa að bönkunum
til margs konar fjárfestinga, sem
áframhaldandi verðbólga á að af-
skrifa á skömmum tíma.
Hjól verðbólgunnar mun á næst-
unni snúast hraðar en nokkru sinni
fyrr. Kapphlaupið um vinnuaflið
mun vaxa í svipuðu hlutfalli. í hinni
miklu verðbólguskriðu, sem undan-
farið hefur þótt nægilega ferðmikil,
hrifsar hver J>að, sem til verður náð.
í viðskiptum og framkvæmdaáætl-
unum er ýmsum viðurkenndum lög-
málum kastað útbyrðis, en upp tek-
in önnur ný, sem J>ykja við hæfi í
núverandi umróti efnahagslífsins á
íslandi ef marka má „viðreisnina".
Hinar miklu framkvæmdir svðra,
munu valda atvinnubyltingu í land-
inu, meiri en áður hefur þekkzt. Búr
fellsvirkjun er sjálfsögð framkvæmd
og hefði átt að vera hafin fvrir löngu,
til að mæta innlendri raforkujiörf.
Framkvæmdir við Straumsvík eru
hinsvegar erlendar og sá atvinnu-
rekstur, sem þar er fyrirliugaður og
kenndur við aluminíum, af erlend-
um toga. Þar munu íslenzkir menn
þjóna hagsmunum útlendra manria,
vinna við ritlent fyrirtæki, sem fær
keypta raforku frá Búrfellsvirkjun.
Yfir Hvalfjarðarframkvæmdum hvíl-
ir meiri leynd Jrótt ]>æi' séu hafnar.
En talið er, að þar sé um stórfram-
kvæmdir að ræða, sem muni binda
íslenzkt vinnuafl um lengri tírna.
Norðlendingar munu brátt átta sig
á nýjum og breyttum viðhorfum í at-
vinnumálum, og aðrir landsmenn,
sem einhvern atvinnurekstur stunda.
Þeir eru að eignast sterka og óvægna
keppinauta, sem Jiegar eru farnir að
bjóða svo hátt kaup og fríðindi í
ýmsum myndum, að ólíklegt er, að
íslenzkir atvinnuvegir geti um vinnu-
aflið keppt, að öðru óbreyttu. Ríkis-
valdið, með meirihluta Jiingmanna
sér við hlið, liefur beðið skipbrot á
vettvangi innlendra mála, og leitar
nú skjóls undir væng erlendrar auð-
hyggju til atvinnureksturs á Islandi.
En hver verða nú viðbrögð ráð-
andi manna hér nyrðra, og hvernig
vilja jieir mæta hinum fyrirsjáanlega
vanda? Ekkert gétur hamlað á móti,
nema aukið athafnalíf. O
AÐ KVÖLDI þess 18. marz sl.
andaðist Tryggvi Jónsson Ránar
götu 7 Akureyri og var útför
hans gerð frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 26. sama mánaðar.
Jón Tryggvi, eins og hann hét
fullu nafni var fæddur að Grýtu
í Öngulsstaðahreppi 15. júní
1877 og var því nær 89 ára er
hann lézt. Hann var næst elztur
6 barna þeirra hjóna Jóns Jóns-
sonar og Ingibjargar Ástu Jóns-
dóttur búenda á Uppsölum í
sömu sveit fyrir og um aldamót
in 1900 og kenndi hann sig jafn
an við það heimil^ og sýndi því
alltaf sérstaka tryggð og rækt-
arsemi.
Tryggvi var af eyfirzku
bændafólki kominn. Ætt hans
rakin í beinan karllegg er þessi:
Jón faðir hans var sonur Jóns
bónda á Grýtu, Þorleifssonar
bónda Rútsstöðum, Einarssonar
bónda á Litla-Hóli, Árnasonar
bónda Stóra-Hamri, Jónssonar
bónda Hlíðarhaga, Jónssonar
bónda Hlíðarhaga, Jónssonar
bónda Syðra-Dalsgerðum, Jóns-
sonar hreppstjóra í Stóradal,
Jónssonar hospítalhaldara
Möðrufelli, Magnússonar lög-
manns á Reykjum í Tungusveit,
Björnssonar bónda á Jörfa í
Haukadal, Árnasonar bónda
Grýtubakka, Þorsteinssonar
bónda í Holti í Fljótum, Magnús
sonar stórbónda (svokallaður) á
Grund í Eyjafirði á fyrrihluta
15. aldar.
Ingibjörg Ásta móðir Tryggva
var af svonefndri Hvassafells-
ætt, dóttir Jóns bónda á Strúgsá
og Hálsi, Benediktssonar bónda
í Hvassafelli, Benediktssonar
hreppstjóra í Hvassafelli, Björns
sonar bónda á Garðsá, Helgason
ar bónda á Svertingsstöðum,
Ólafssonar Iielgasonar úr Rang-
árvallasýslu. Ástæða væri til að
rekja ættir hins betra helm-
ings, þ. e. eiginkvenna þessara
manna, en því verður sleppt hér.
Tryggvi ólst upp með ’foreldr-
um sínum til fullorðinsára og
var hjá þeim heimilisfastur allt
til þrítugsaldurs, þó oft leitaði
hann vinnu utan heimilis þegar
hún bauðst, enda voru börn
þeirra Jóns og Ingibjargar 6 að
tölu og höfðu ekki öll verkefni
heimafyrir er þau komust til
þroska. En systkinin voru þessi,
talin eftir aldri:
1. Jónína Guðleif, gift Páli
Jónassyni búandi hjón á Upp-
sölum yfir 30 ár.
2. Jón Tryggvi, giftur Lauf-
eyju Hrólfsdóttur.
3. Margrét, dó ógift 31 árs
gömul, átti eina dóttur barna,
Margréti Ingibjörgu Jónsdóttur.
4. Ingimar, giftur Maríu
Kristjánsdóttur. Var starfsmað-
ur á Gefjun yfir 30 ár.
5. Sigríður, gift Kjartani Ól-
afssyni, hafa búið lengst af 'í
Miklagarði í Saurbæjarhreppi.
Lifir Sigríður nú ein eftir af
systkinum sínum.
6. Marinó, dó tæplega fimm-
tugur að aldri, ókvæntur og
barnlaus.
Vorið 1907, þann 20. apríl er
Tryggvi var um þrítugt, steig
hann eitt sitt stærsta gæfuspor
í sínu lífi, en þann dag kvæntist
hann heitmey sinni Laufeyju
Hrólfsdóttur, er dvalið hafði um
tíma á heimili hans, hinni ágæt-
ustu konu, sem var fríð, glaðvær
og glæsileg, þá tvítug að aldri.
Bjartar voru framtíðarvonirnar,
þó efni væru smá og veit ég að
þau hefðu helzt kosið að gerast
búendur í sinni sveit og mega
þar eiga sína framtíð. En þar
var þá hvert jarðnæði meir en
fullsetið og varð það því svo að
þeirra spor lágu burt frá æsku-
stöðvum og til Akureyrar. Það
vildi líka svo til, að þá var ráð-
ið að byggja ullarverksmiðjuna
Gefjun og réðzt Tryggvi þangað
í byggingarvinnu og síðan, sem
fastur starfsmaður, eftir að verk
smiðjan hóf starf sitt. Þar vann
Tryggvi, sem afgreiðslumaður,
æ síðan í hart nær 50 ár, eða
þar til starfskraftar þurru með
öllu. Ég efast ekki um að hann
taldi sér það happ að komast
þar að.í fasta vinnu, eins og at-
vinnumöguleikar voru hér á Ak
ureyri um þær mundir. En ég
hef líka leitt að því huga hversu
mikil gæfa það er einu fyrirtæki
að fá að njóta starfskrafta
manns, sem Tryggvi var. Meiri
trúmennsku, skyldurækni og
ósérhlífni, er held ég ekki hægt
að sýna, en þar, sem hann var.
Þetta veit ég með vissu og sá
er einnig einróma dómur sam-
starfsmanna hans. Og mörg var
sú fyrirgreiðsla, sem hann sýndi
einum og öðrum viðskiptamönn
um fyrirtækisins, mörg var bón
in og margt var kvabbið, allra
þarfir vildi hann uppfylla, eng-
um mátti neita, ekkert mátti
láta undan falla, ef möguleiki
var á, að veita fyrirgreiðslu.
Hann gat aldrei brugðizt, þar
sem honum var tiltrúað. Það
var líka að vonum að margir
yrðu honum þakklátir og hann
yrði vinsæll og vinmargur, en
hinu vil ég trúa að þetta hafi
einnig og ekki síður aukið vin-
sældir og tiltrú fyrirtækisins,
sem hann vann fyrir. Og að von
um vottuðu forsvarsmenn Gefj-
unnar honum sérstakar þakkir
og sýndu honum sóma er leið
að starfslokum hans, fyrir frá-
bæra dyggð og trúmennsku í
starfi. Meðal samstarfsmanna
var hann vel metinn og vinsæll.
Starfaði hann lengi með sinni
alkunnu skyldurækni í Starfs-
mannafélagi Gefjunar og hlaut
þann verðskuldaða sóma að
vera gerður þar að heiðurs-
félaga.
Tryggvi Jónsson var maður
í stærra lagi á vöxt, karlmann-
legur og höfðinglegur í sjón.
Hann var all sterkur persónu-
leiki og vakti sérstaka athygli
hvar sem hann fór. Hann var
gleði- og fjörmaður mikill og
jafnan hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi og allsstaðar
aufúsugestur. Jafnan átti gleð-
in upptök sín þar, sem hann var
og alltaf var hann eftirsóttur og
kærkominn félagi í vinahóp.
Gleði hans var heið og hrein og
gamansemi hans aldrei gerð á
annarra kostnað. Um leið og
Tryggvi var mikill gleðimaður,
var hann alvörumaður og mátti
ekki vamm sitt vita í neinu, var
sannur drengur, trúr og traust-
ur. Hann var maður einarður
og ákveðinn í skoðun og fylgd-
ist sérstaklega vel með málum,
sem efst voru á baugi hverju
sinni, allt fram á hinzta dag og
voru stjórnmálin þar ekki und-
anskilin. En í umræðum um
þau mál, talaði hann aldrei af
hita eða þjósti, til þess var hann
-of stilltur í geði og víðsýnn.
Tryggvi og Laufey bjuggu
fyrst allmörg ár í íbúðarhúsi
Qefjunar, sem ávallt var kall-
að „Vélarhúsið11. Er þau fluttu
þaðan voru þau í Brekkugötu
25 og Strandgötu 43, nokkur ár
á hvorum stað, en um miðjan
fjórða tug þessarar aldar reistu
þau sitt eigið hús í Ránargötu
7 og hafa alltaf búið þar síðan,
glöð og ánægð á sínu hlýlega og
góða heimili. Sambúð þeirra
hjóna hefur verið svo einlæg
og ástúðleg alla tíð, þar hefur
verið gagnkvæm virðing, feg-
urð og samhyggja, þar hafa
margir átt glaðar og góðar stund
ir og sumum góður griðastaður
í sjúkdómum og annarri harð-
leikni lífsins. Konan, sem tekin
var inn á þeirra heimili fyrir
mörgum árum, um lengri tíma,
til að gleðja hana og annast og
losa hana við sjúkrahúsvist
þann tíma, flutt hingað frá vin-
um og vandafólki, öllum hér
ókunnug' og helsærð af ólækn-
andi sjúkdómi. Hversu þakklát
hún var fyrir þessa miklu góð-
vild, allan þann stutta tíma, sem
hún átti ólifaðan veit ég nokk-
uð um. Og bróðirinn, sem tek-
inn var inn á þetta heimili og
annast var um í sjúkdómi hans
og honum gerð sem gleðilegust
síðustu æviárin. Hversu ríkt var
ekki hið þögula þakklæti, þó
orðin væru ef til vill ekki mörg.
Oll verk okkar mannanna, hver
sem eru, fela sín laun eða dóm
í sjálfu sér. Manngæzka o'g góð-
vild gefa sín laun og skapa þann
sjóð, sem öllu er tryggara og
betra.
Heimilið hefur verið hlýtt og
bjart, þar hafa börnin vaxið upp
og veitt gleði og fögnuð. Ein-
lægni, ástúð og samheldni hefur
ríkt með börnum og foreldrum
og frændrækni mikil við aðra
ættingja.
„Við erum stolt af því að eiga
slíkan mann að föður“ eru orð
barna hans töluð í minni
áheyrn. Þetta er fagur vitnis-
burður í fáum orðum, sem lýsir
Tryggva svo vel.
Tryggvi og Laufey eignuðust
5 börn. Þau eru:
1. Aðalsteinn verkstjóri á
Gefjun. Giftur Kristínu Kon-
ráðsdóttur.
2. Bergþór Ingólfur, dó 5 ára
gamall.
3. Herbert, afgreiðslumaður á
Gefjun. Giftur Kristbjörgu
Ingvarsdóttur.
4. Sóley Ingibjörg, gift Hans
Hansen verkstjóra á Gefjun.
5. Jóhanna, gift Jósteini
Brodda Helgasyni starfsmanni á
Gefjun.
Auk þess ólu þau upp sonar-
dóttur sína Brynju Breiðfjörð
Herbertsdóttur, gift Guðmundi
Bjarna Baldurssyni starfsmanni
hjá KEA.
Og barnabörnin. Leiðir þeirra
hafa oft legið í Ránargötu 7. Er-
indið máske aðeins að sjá afa og
ömmu; þar mætti þeim alltaf
hlýleiki og góð umönnun, holl
ráð og nærgætni.
Ég átti því láni að fagna, barn
ungur að kynnast þeim Tryggva
og Laufeyju, sem tóku við mig
því ástfóstri að segja má að
heimili þeirra væri alla stund
síðan, sem mitt annað heimili og
hef nú 5 síðustu árin verið leigj
andi þeirra. Vinátta okkar
Tryggva varð einlæg og trygg
og því nánari, sem lengra leið.
Það varð gagnkvæmt trúnaðar-
traust, sem aldrei brást.
Það eru svo misjöfn áhrif,
sem mér finnst ég verða fyrir í
sambúð og umgengni við aienn.
Frá sumum stafar alltaf einhver
hlýja, einlægni og hrekklaust
viðmót. í nálægð slíkra manna
er gott að vera og slíkur maður
var Tryggvi.
Nú hin síðustu 3 árin hefur
Tryggvi verið rúmliggjandi og
oft verulega þjáður. Hefur eigin
kona hans annazt hann og hlúð
að honum með frábærri ástúð
og umhyggju. Hefur hún sýnt
þar ótrúlegt þrek og sálarró,
eins þjáð og hún hefur sjálf oft
verið af sjúkdómi, sem hún hef-
ur átt við að stríða um fjölda-
mörg ár. Erfitt mun það hafa
verið jafn þrekmiklum manni
og starfsfúsum, að verða að lifa
um lengri tíma, þannig ósjálf-
bjarga, en því tók hann með al-
gjöru æðruleysi, aðeins þráði
hann að kallið færi að koma og
það vissum við báðir að stundin
færðist nær. Hitt kom mér þó
þrátt fyrir allt alveg á óvart, er
við ræddumst við kvöldið 18.
marz og gerðum að gamni okk-
ar, að frá því ég bauð honum
góða nótt, myndi ekki líða nema
rúm 1 klukkustund, þar til hin
þráða lausn væri honum gefin,
— kæmi svo snögglega og fyrir
varalaust, hin langa góða nótt,
með sinn himneska dásama frið.
Horfinn er vinur; stórt er hið
auða rúm og sárast mun hún
finna fyrir því konan, sem var
hans tryggi og ástúðlegi lífs-
förunautur um 59 ára skeið.
Guð gefi henni stýrk og ævi-
kvöldið sem bjartast og bezt.
Innilegasta hlýliug sendi ég
henni og hennar nánustu.
Ég kveð þig Tryggvi vinur
minn með klökkum huga, um
leið og ég veit að lausnin frá
hinu jarðneska lífi var þér náð-
argjöf. Nú ert þú fluttur inn til
Ijóssins sala eilífðarlandsins, þar
sem þú ert umvafinn kærleika
Guðs. — Leiðir skilja um sinn,
en við eigum aftur endurfund.
Ég minnist allra þeirra mörgu
gleðistunda er við áttum tveir
einir, eða með öðrum og þeirrar
falslausu alúðar og vinhlýju, er
þú ætíð sýndir mér frá okkar
fyrstu kynnum til þinnar hinztu
stundar.
Hafðu hjartans þökk fyrir
allt og allt.
Ingólfur Pálsson.
BÆRINN OKKAR var frumsýndur 2. páskadag
Sunna Borg og Sigurgeir Hilmar haldast í hendur en Haraldur
Sigurðsson les hin þýðingarmiklu orð. (Ljósm.: E. D.)
(Framhald af blaðsíðu 8).
um ómerkileg leikhúsverk.
Eitt af hinu óvenjulega í sjón-
leiknum Bærinn okkar er það,
að sérstakur leiksviðsstjóri
kynnir umhverfið, persónur,
heimili fólksins og gang lífsins
í hinum litla bæ, þar sem leik-
urinn gerist.
Haraldur Sigurðsson hefur
þessa „leiksviðsstjórn“ á hendi
og er það jafnframt eitt veiga-
mesta hlutverk leiksins, og það
leysir hann mjög vel af hendi.
Sýnir hann hér enn einu sinni,
að hann er góðum leikarahæfi-
leikum gæddur, og kann vel
með þá að fara.
Júlíus Oddsson og frú Guð-
laug Hermannsdóttir leika dr.
Gibbs og frú. Þau gera hlutverk
um sínum hin beztu skil, enda
Júlíus einn af „hinum góðkunnu
leikurum bæjarins“ og frúin
upprennandi stjarna, sem áður
hefur lofað miklu og sýnist
ætla að efna það.
Sigurgeir Hilmar og Sigur-
björg Steindórsdóttir leika börn
læknishjónanna. Sigurgeir, eða
George Gibbs, leikur dreng, síð
an brúðguma og bónda, vanda-
samt hlutverk, sem hann ræður
þó undra vel við.
Marinó Þorsteinsson leikur
Webb ritstjóra, þróttmikinn,
glæsilegan og skilningsríkan
heimilisföður.
Frú Björg Baldvinsdóttir leik
ur frú Webb á mjög hlýlegan og
nærfærinn hátt.
Ungfrú Sunna Borg og Þor-
steinn Kormákur Helgason
leika ritstjórabörnin. Gibbs- og
Frá Fiskiþingi
Webb-fjöldskyldurnar tengjast
og fellur það í hlut Sunnu, að
leika hina ungu heimasætu,
Afstaða Fiskiþings til síldar-
flutninga.
a. Fiskiþing ítrekar fyrri sam-
þykktir, vegna vaxandi síld-
veiða fyrir Austurlandi, verði
þar örugg og góð afskipunarað-
staða fyrir síldveiðiflotann.
Verði það bezt tryggt með end-
urbótum á eldri verksmiðjum,
ásamt auknu þróarrými og ný-
byggingum, en með allar endur
bætur og nýbyggingar verði
lögð áherzla á sem hagkvæm-
asta vinnslu er geti orðið undir
staða að hækkuðu síldarverði.
b. Fiskiþing telur að reynslan
af síldarmóttöku hjá veiðiskip-
um á miðunum muni auka
möguleika skipanna til að ná
meiri afla, sérstaklega á þetta
við á fjarlægum miðum. Síldar-
flutningaskip hafa aðstöðu til
flutninga þangað sem þörf kref-
ur hverju sinni og ætti starfið
að verá skipulagt samkvæmt
því. Reynslan af síldveiðum und
anfarna ái-atugi sýnir að síldin
er nokkuð á hreyfingu umhverf
is landið og verður því að telja
síldarflutninga með þar til hæf-
um skipum æskilega þróun.
Telur Fiskiþingið nauðsynlegt
að gerðar verði tilraunir með
flutning á síld með síldarflutn-
ingaskipum sem miðist við nýt-
ingu á fullkominni vöru til
manneldis.
c. Fiskiþingið telur tímabært
að losa, að meira eða minna
leyti, um bann við kaupum á
fersksíld og öðrum fiski, af er-
lendum veiðiskipum, t. d. með
gagnkvæmum samningum.
Greinargerð.
Vegna göngu síldarinnar á
miðum umhverfis landið hafa
oft skapazt miklir hagnýtingar-
erfiðleikar, og þá sérstaklega til
að fá síld á vinnslustaði, sem
góð vara sé til manneldis. Hér
hafa síldarflutningaskipin stóru
hlutverki að gegna, því telja
ber, að vinna eigi síldina sem
mest, að hægt er, til manneldis,
eða svo sem markaðsmöguleik-
ar ýtrast leyfa, og allra hag-
kvæmra ráða verði að leita, til
að ná sem lengst í þeim efnum
og er flutningur síldarinnar,
sem fullkomins hráefnis til
vinnslustöðva, víðsvegar um
landið, undirstaða þess. Stór
hluti af aflamagni, með núver-
andi aðstæðum og afla hlýtur
þó að fara til mjölvinnslu, en
hagkvæmar fjárfestingar á því
sviði ráða ávallt nokkru um
bræðslusíldarverð. Telja má
(Framhald á blaðsíðu 7.)
móti Sigurgeir. Er þar mikið
lagt á hina ungu leikkonu og
veldur hún vel sínum hluta,
sem er þó hinn vandmeðfarn-
asti að þessu sinni.
Kjartan Ólafsson, Úlfar
Hauksson, Bjarni Baldursson,
Kristín Konráðsdóttir, Jón Ingi-
marsson, Sæmundur Guðvins-
son, Eggert Ólafsson, Svanliild-
ur Eggertsdóttir, Ragnheiður
Júlíusdóttir og Jón M. Guð-
mundsson hafa á hendi mismun
andi stór hlutverk, sem hvert
þjónar sínum tilgangi á hinn
ýmsa hátt og hér verða ekki í
bráðina gerð að umtalsefni.
Árni Valur Viggósson er Ijósa
meistari og hefur aldrei fyrr
reynt eins mikið á kunnáttu í
notkun Ijósanna og nú.
Með þessum fáu orðum fylgja
svo þakklátar kveðjur til Leik-
félags Akureyrar fyrir það að
hafa að þessu sinni valið viður-
kennt, sérstætt og hugljúft við-
fangsefni, þar sem meira reynir
á skilning leikhúsgesta og
ímyndunarafl en telja má vana-
legt í leikhúsum. E. D.
NYTT SKÁLD I HVVAINSSVEIT
FYRIR OG EFTIR aldamótin
síðustu voru í Mývatnssveit,
bæði þjóðskáld og hagyrðingar,
kunnir um allt land. Á síðari
árum hefur skáldafylking Þing-
eyinga verið meira þunnskipuð
og verða þeir sjálfir og aðrir
landsmenn að sætta sig við
nokkra samfærslu í þeim efn-
um. En í haust sem leið kom
skáld í Mývatnssveit fram á rit-
völlinn og vakti mikla eftirtekt.
Það var Jakobína Sigurðardótt-
ir, húsfreyja í Garði í Mývatns-
sveit. Gaf hún út mjög eftirtekt-
arverða skáldsögu með vfirlætis
lausu nafni „Dægurvísa“. Þessi
bók vakti allmikla eftirtekt, hér
var farið listrænum höndum og
beitt nýstárlegri tækni við lýs-
ingar á daglegu lífi í byggð og
bæ. Menn vildu gjarnan vita
nokkuð um þessa nýju skáld-
konu. Hún er fædd og uppaldin
í Strandasýslu, í dreifbýli við
stórbrotna náttúrufegurð. Móð-
ir hennar bjó til heimilisleikrit
fyrir börnin, baðstofan var leik-
hús og sýningarnar til ánægju,
bæði börnum og fullorðnu fólki.
Á uppvaxtarárum bjó Jakobína .
við stórskorið umhverfi í dreif-
býli, bóklestur að fornum sið í
baðstofu og við útivist þegar
tækifæri gafst. Þegar Jakobína
var á fermingaraldri, lagðist
sveit hennar í eyði eins og fleiri
héruð á Vestfjörðum. Foreldrar
hennar fluttust fyrst til ísafjarð
ar, en skömmu síðar til Reykja-
víkur og þar virðist skáldkonan
og fólk hennar hafa lifað kyrr-
látu lífi í nokkur ár. Þann tíma
virðist hún hafa notað til að
fræðast um mannlífsmálefni höf
uðstaðarins. Jakobína virðist
hafa öðlazt mikla mannlífsþekk
ingu á sínum kyrrlátu dvalarár-
um í Reykjavík. Ekki lét hún
mikið á sér bera, en þó komu
við og við út í dagblaði í höfuð-
borginni, nokkur kvæði í sígildu
formi sem virtust bera vott um
þróttmikla lífsskoðun.
Eftir nokkra stund var Jakob-
ína Strandakona komin norður
í Mývatnssveit og hafði fest ráð
sitt. Hún var orðin húsfreyja á
einum af hinum fögru jörðum
við Mývatn. Maður hennar er
náfrændi Þuru skáldkpnu, sem
gert> hefur garðinn frægan. Nú
víkur að Dægurvísunni. Það er
ékki sveitasaga, þó að sveitafólk
komi þar nokkuð við sögu, held
ur lýsing á höfuðstaðarlífi í
miðri höfuðborginni, eins og
hún er nú og var fyrir fáum ár-
um. Sagan gerist í góðri og borg
aralegri götu. Og gerist á einum
degi, í hversdagslegu húsi. Það
virðist hafa verið fjórar hæðir,
þar með talinn kjallari og efsta
loft. Einna mest bar þar á hjón-
um og hálfstálpuðum börnum.
Faðirinn mun hafa verið hús-
eigandi, en um leið er hann iðn
aðarmaður og ættaður ofan úr
sveit. Hann er hæglátur, kurteis,
ráðsettur og líklegur til að eign-
ast allt húsið og fleiri eignir.
Kona hans mun á æskuárum
hafa verið einskonar fegurðar-
dís í sínu hverfi. Á þeim árum
átti hún nokkra álitlega ást-
menn, einn þeirra hafði orðið
atómmálari. Um hann höfðu fé-
lagar og stallbræður skrifað lof-
legar greinar, án þess að sann-
anir fylgdu fjárhagsöryggi lista-
mannsins, En sá biðillinn sem
varð sigursælastur á þessum vig
velli var fulllærður iðnaðar-
maður. Svava giftist honum, en
mundi þó eftir málaranum.
Þann dag er sagan gerðist er
húsráðandi nokkuð íbygginn við
konu sína við hádegisverðinn,
gefur í skyn að von sé góðra
frétta, heimilið sé að eignast bíl
og vonist eftir að geta komið
heim með bílinn og sýnt vanda-
mönnum sínum bílinn um leið
og sezt væri að miðdegiskaffi
þann dag. Þetta voru furðu góð
tíðindi, en sönn. Bíllinn var
keyptur, en ekki kominn heim.
Húsbóndinn vildi á sinn góð-
mannlega hátt láta eiginkortú
og börnin vita að fjölskyldunni
hefði hlotnazt þessi happdrátt-
ur. En nú bar svo við að fleira
gerðist í húsinu þennan dag. Þar
var öldungur, gamall húsráð-
andi úr sveit, faðir bóndans,
sem unni ekki sem bezt kaup-
staðarlífinu og gat auk þess bú-
izt við að hann ætti kost á vist
í elliheimilinu, sakir þrengsla í
stofu tengdadóttur og helzt vildi
gamli maðurinn komast norður
í sveit þar sem hann hafði búið
áður en á því voru líka mein-
baugir um heppilegt húsnæði á
fámennu heimili fyrir eldri
mann. Meðan stóð á umræðum
þessa hlið málsins kom uppgjafa
prestur í húsið í heimsókn til
gamla bóndans, enda átti hann
heima í Reykjavík, en mundi
sinn fífil fegurri þegar hann var
prestur í sveitinni og öldungur-
inn safnaðarbarn hans. Ox milli
þeirra fjörugt samtal um bú-
skap og skepnuhöld í sveit þeg-
ar þeir voru í blóma lífsins. Rétt
um þetta leyti lét atómmálarinn
Svövu vita að hann væri nú í
bænum og vildi gjarnan koma
í síðdegiskaffi til frúarinnar.
Svövu þótti að vísu all gott að
fá þennan gamla gest, en bónd-
inn tók því fálega með fullri
kurteisi, en vildi sýniléga ekki
hafa óviðkomandi mann við,
þegar konan og börnin sem
vissu um bílinn, fengju að sjá
þegar þessi eftirsótti hlutur
væri staðsettur við húsið. Auð-
séð var að húsbóndinn vildi
ekki koma í síðdegiskaffi þó að
hann ræddi lítið um málið.
Svava bjóst þó við að gesturinn
mundi koma og vildi gjarnan
sýna honum fulla gestrisni. Þá
var margt til tafar, stálpaður
drengur þeirra hjóna fékk glaðn
ing til að vera úti að leika sér,
en þá fór verr en skyldi, dreng-
urinn hvarf skyndilega og var
móðir hans hrædd um að hann
hefði lent í slysi. Varð af þessu
órói á heimilinu, þannig að
gamla bóndanum varð ekki gott
af fjörugum samræðum við
prestinn. Lagði hann sig fyrir í
þrönga herberginu og var auð-
séð að hann átti stutta stund
eftir ólifað. Þetta umstang vai-ð
til þess að tefja fyrir dvöl lista-
mannsins í húsinu. Fleiri voru
í húsinu, þar voru ungir elsk-
endur, nokkuð út af fyrir sig,
þeir virtust vera tilbúnir að
leika inngangsþátt að Rómeó og
Júlíu. Hér var líka í kjallara
annað par, kona með barn. Kon-
an sennilega um fertugt og átti
lítinn lausaleiksunga. Móðir
drengsins var vinnukona í hús-
inu. Hún var ötul, en nokkuð
ófríð og hafði lagt hug á lausa-
mann, sem var faðir drengsins.
En hann var kaldlyndur og
hafði mestan hug á að láta
drenginn hverfa úr mannheimn-
um. En hann fæddist og sýndi
faðirinn fulla tregðu að greiða
föðurgjaldið, en móðirin leitaði
til trygginganna um fjármála
aðstoð að því leyti sem hún gat
ekki unnið fyrir barni sínu.
Ekki undi vinnukonan vel vist-
inni, enda varð hún vör við
stéttamun, þó að hægt væri far-
ið í sakirnar. Bóndi í sveit hafði
frétt um þessa stúlku, að hún
kynni að vera fáanleg til ráðs-
konustarfs í sveit. Maður þessi
var á miðjum aldri, hann hafði
stofnað bú með móður og syst-
ur, en þegar hún giftist og átti
sitt eigið heimili lék honum hug
ur á að fá sér roðakonu. Nú kem
ur þessi bóndi í heimsókn í hús-
ið. Hófst nú samtal milli bónd-
ans og væntanlegrar ráðskonu,
drengurinn fylgdi móður sinni
fast, enda var hún eina aðstoð
hans. Bóndinn hafði ráð á litlu
sveitaheimili. Hófust nú eðlileg-
ar umræður milli væntanlegrar
ráðskonu og bónda um hversu
skipta skyldi verkum milli
þeirra ef hún flytti í bæ hans.
Bóndi var sýnilega eljumaður,
góðlyndur, kurteis en óvægur
að halda fram rétti sínum. Hann
vildi búa á býli sínu ef þess var
nokkur kostur, þó að hann ekki
segði frá því opinberlega, því
hann bjóst við ósigri í þessum
vistráðningarmálum og síðan
kæmi landauðnin. Vinnukonan
hafði að vísu ekki frá miklu að
hverfa en þó hefði hún barnið
hjá sér. En þá gerðist atburður
í þessu litla mannlífstafli. Dreng
urinn sem stóð við hlið móður
sinnar veitti hverju orði eftir-
tekt. Inn í samtalið komu orð
eins og kýr og hestar, hundar
og kettir. Þá hýrnaði yfir
drengnum. Um það vildi hann
heyi-a meira, fór hann til bónd-
ans hélt um hné hans og horfði
spyrjandi barnsaugum á allt
sem hann sagði sem minnti á
húsdýrin. Sagan hermir ekki
ýtarlega hvernig samningum
lauk. Lesandinn finnur að dreng
urinn hafði komið til móts við
bóndann og sennilegt að þá hafi
mótazt í huganum nýtt heimili.
Konan og sonur hennar vildu
fegin hverfa af götunni til hús-
dýra í sveit.
Svava húsfreyja var í nokkr-
um vanda, bóndinn kom ekki
heim með bílinn. Hún hafði taf-
izt við ýmiskonar annir. Lista-
maðurinn reyndi símtöl við
frúna, en málið var erfitt. Hús-
freyjurnar voru gamlir vinir, en
þær túlkuðu með nokkrum blæ-
brigðum ákveðnar hliðar í þeim
straumi, sem líður hversdags-
lega fram á götu í Reykjavík.
Ef einhver greindur náungi,
sneyddur skáldgáfu hefði dval-
ið um stund í þessari umræddu
götu mundi honum ekkert hafa
borið það fyrir augu sem honum
þætti í frásögu færandi. En
þessu er allt öðruvísi varið með
Jakobínu Sigurðardóttur. Frá
venjulegu sjónarmiði gerist
ekkert í þessari götu sem hún
hefur gert að leikvangi. Skáldið
hefur augu sjáanda. í hennar
augum verða hinir hversdags-
legustu viðburðir gæddir lífi og
verða að sögu. Enginn getur
metið gildi Dægurvísunnar
nema hann lesi bókina af at-
hygli og felli dóminn sjálfur.
Lítill úrdráttur gefur litla hug-
mynd um gildi þessarar nýút-
komnu skáldsögu. Menn munu
nú að vonum spyrja: Hvernig
getur Jakobína Sigurðardóttir
orðið listrænt söguskáld uppi í
sveit. Því er fljót svarað, hún
hefur meðfæddar gáfur. Strand-
ir, Reykjavík og Mývatnssveit
hafa fóstrað listræna skáldkonu.
Jónas Jónsson
frá Hriflu.
GÓÐUR GESTUR
í NÆSTU VIKU er væntanleg-
ur hingað til bæjarins Toralf
Austin, deildarstjóri í ráðuneyt-
inu norska, sem fer með skóg-
ræktarmál. Hann mun flytja
hér erindi fimmtudaginn 21.
apríl um skógræktarmál Noregs.
Austin kemur hingað á vegum
félagsins ísland—Noregur. Þess
er að vænta að Akureyringar
láti ekki sitt eftir liggja að
hlýða erindi hans, en af fáum
getum vér meira lært en Norð-
aaönnum um þessi efni. Q