Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 8
8 oðslisli Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Sauðárkróki 22. maí 1966 1. Guðjón Ingimundarson kennari. 2. Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri. 3. Stefán Guðmundsson byggingameistarj. 4. Kristján Hansen bifreiðastjcri. 5. Stefán B. Pedersen Ijósmyndari. 6. Sveinn Sölvason iðnverkamaður. Ingimundur Jónsson. SMÁTT OG STÓRT Finnur Kristjánsson. Haraldur Gíslason. w Sigtryggur Albertsson. 1763 lestir smjörs hér á Iandi. Um þriðjungur þess smjör- magns var framleitt á Akureyri. Af þessum ástæðum eru smjör- birgðir miklar á Akureyri. Smjörbirgðirnar i landinu nú, eru um 1000 smálestir. Ekki eru horfur á, að sölumöguleikar opnist erlendis á næstunni. Mik ið fjármagn er bundið í vörum þessum. SMJÖR — OSTUR Nauðsynlerjt er, að breyta mjólkurfitunni í aðrar vörur en smjör, þar til jafnvægi næst í framleiðslunni. Hér á Akureyri vantar aðstöðu til ostagerðar í stórum stíl en markaður fyrir slíkar vörur er rúmur, m. a. í Bandaríkjunum. Mjólkursam- lag KEA þyrfti að geta framleitt 12—1500 tonn af osti á ári í stað smjörs. Með nýrri mjólkur- vinnslustöð er þetta mögulegt, annars ekki. Það er því mjög misráðið ef bankar bregðast vonum manna um fyrirgreiðslu við hina nýju mjólkurstöð. En með aðstöðu til ostagerðar í stórum stíl er hægt að vinna mjólkina á mun hagkvæinari liátt en nú er. KJÖRDELD f GLERÁR- HVERFI Fram hafa komið óskir um það, að sérstök kjördeild verði fyrir Glerárhverfi og hún staðsett þar í næstu kosningum, íbúun- um til hagræðis. Með því yrði einnig nokkuð létí á aðalkjör- stað bæjarins. Rétt sýnist að verða við óskum þessum ef unnt er. SITT AF HVERJU Forsetinn okkar er nú kominn heim úr miklu ferðalagi til ísrael og fleiri landa, Karlakór Reykjavíkur hefur leigt sér skip eitt til söngferðar allí suð- ur á Krímskaga og tekur það 400 farþega og er 9 þús. tonna. Þá er nú Prjónastofa Kiljans að komast á svið, verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld, 18 læknar af 19 fastráðnum í Landspítalanum eru hættir störfum vegna kaupdeilu og blessaður þorskurinn liækkaði í verði um 79% í fyrradag. Borg- arstjórinn í Grimsby er kominn hingað til lands með fríðu föru- neyti og blaðalesendur skoða myndir af „Iistafólki“ því, sem um verður kosið Iiinn 22. maí næst komandi. Einar Njálsson. Kristján Hansen. Sveinn Sölvason. Framboðslisfi Framsóknarmanna til bæjarstjórnar á Húsavík í bæjarstjórnarkosningum 22. maí 1966 1. Karl Kristjánsson alþingismaður. 2. Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri. 3. Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri. 4. Sigtryggur Albertsson hótelstjóri. 5. Einar Njálsson bankafulltriii. 6. Ingimundur Jónsson kennari. 7. Gunnar Ingimarsson trésmiður. 8. Jóhannes Haraldsson stöðvarstjóri. 9. Guðmundur Þorgrímss. verkstjóri. 10. Olgeir Sigurgeirsson sjómaður. 11. Kári Pálsson veikamaður. 12. Hrefna Jónsdóttir afgreiðslukona. 13. Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri. 14. Áðalgeir Sigurgeirsson . bif reiðastjóri. 15. Karl Aðalsteinsson sjómaður. 16. Áskell Einarsson bæjarstjóri. 17. Þórir Friðgeirsson gjaltlkeri. 18. Jóhann Skaptason bæjaríógeti. Guðjón Ingimundarson. Marteinn Friðriksson. Guttormur Óskarsson. 7. Guttormur Óskarsson gjaldkeri. 8. Magnús Sigurjónsson deildarstjóri. 9. Sveinn Friðriksson bifvélavirki. 10. Ingimar Antonsson verkstjóri. 11. Friðrik J. Jónsson byggingameistari. 12. Jón H. Jóhannsson bifreiðastjóri. 13. Egill Helgason verkamaður. 14. Guðmundur Sveinsson fuiltrúi. f BAK OG FYRIR Nýlega birtist yfirlýsing Al- þýðuflokksins um álbræðsluna við Straumsvík á fremstu síðu Alþýðumannsins á Akureyri. Er flokkurinn meðmæltur þeim framkvæmdum en setur skil- yrði fyrir samþykki sínu. Á öft- ustu síðu birtir svo ritstjóri Al- þýðumannsins sitt álit og er þar síóriðjubröltinu mótmælt. Það er algengt hjá Alþýðuflokkn- um, að hrækja hraustlega öðru hverju í landsmálunum og hafa jafnvel sjálfstæðar skoðanir til að birta á prenti. En hitt kemur aldrei fyrir, að slíkur skoðana- munur komi fram á Alþingi milli íhalds og krata. Þar bregð- ast kratar aldrei húsbændum sínum og greiða atkvæði eins cg þeim er sagt að gera. NÝ KJÖTVINNSLUSTÖÐ f vor verður hin nýja kjöt- vinnslusíöð KEA á Oddeyri tek in í notkun. Hún er byggð sam- kvæmt fyrirsögn sérfræðinga í kjötiðnaði og byggingafræði og ekkert til sparað. Talið er, að stöð þessi verði í sérflokki hér á landi og fullkomnari en áður hefur þekkzt hér á landi. Neyt- endur og framleiðendur eiga hér sameiginlegra hagsmuna að gæta, cg er vonandi, að vel tak- ist til um framkvæmd þessa. LEIKSTJÓRIFRÁ AKUREYRI Jóhann Ögmundsson, kunnur leikari á Akureyri, er nú á för- um ausíur á Hérað til að svið- setja Skugga-Svein. En þann gamla og góða sjónleik á að sýna við vígslu nýs félagsheim- ilis í Egilsstaðakauptúni hinn 17. júní í sumar. „SMJÖRFJALLIГ Á síðasta ári vcru framleiddar Stefán B. Pedersen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.