Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍAÍAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XiLíX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 20. apríl 1966 — 29. tbl. FERÐASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1 Símar 1-14-75 og 1-16-50 *(■ f | !• r ferð út um fand UM ÞESSAR mundir er undir- búin hljómleikaferð Sinfóníu- hljómsveitar Islands út um land. Hefur útvarpsstjórinn leit Álmálið í bæj- arsfjórn EFTIRFARANDI var sam- þykkt í bæjarstjórn í gær- kveldi: „Bæjarstjórn Akureyrar skorar á hið háa Alþingi að staðfesta ekki þann samning sem gerður hefur verið milli ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminíum Ltd., um að auð- hringurinn byggi og- starf- ræki álbræðslu í Straumsvík við Hafnarfjörð. Til vara skorar bæjarstjóm Akureyrar á hið háa Alþingi, að binda staðfestingu samn- ingsins við samþykki meiri- hluta í þjóðaratkvæða- greiðslu um málið.“ GEYSIR SYNGUR Á LAUGARDAGINN KARLAKÓRINN GEYSIR söng á Dalvík í gærkveldi, og ætlar að flytja hina nýju söng- skrá sína einu sinni enn hér á Akureyri á laugardaginn. Sam- söngurinn verður í Nýja Bíói að eftir því við hina ýmsu staði, hver sé áhugi þeirra fyrir komu hljómsveitarinnar. Hljómsveit- inni þarf viðkomandi staður ekki að greiða, en móttakandi verður að sjá um uppihald hljómlistarmanna og ferðir fram og aftur. , Margir staðir hafa þegar ósk- að eftir hljómsveitinni, þeirra á meðal er Akureyri. □ V Á félagsráðsfundi KEA í fyrradag. F. v.: Valur Arnþórsson, Brynjólfur Sveinsson mundsson. og Eiður Guð- (Ljósm.: E. D.) VÖRUSALA K.E.A. HEFUR ENN AUKIZT V Nýja kjötviiinslustöðin tekiii í notkun í vor FÉLAGSRÁÐSFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga var hald- inn á nránudaginn á Hótel KEA og var óvenju seint haldinn vegna hinna langvarandi samgönguerfiðleika í héraðinu. Fulltrúar 19 félagsdeilda á félagssvæðinu voru mættir í fundarbyrjun, en nokkra vantaði. Brynjólfur Sveinsson stjórnarformaður KEA setti fundinn með stuttu ávarpi og bauð fulltrúana velkomna. Eiður Guðmundsson á Þúína- völlum var kosinn fundarstjóri en ritari Valur Arnþórsson, hinn nýi fulltrúi framkvæmdastjórans og var hann þarna kynntur fundarmönnum og boðinn velkominn til starfa hjá eyfirzkum samvinnumönnum. Jakob Frímannsson flytur fé- lagsráðsmönnum fyrstu upplýs- ingarnar um rekstur og liag KEA að loknu síðasta starfs- ári. (Ljósm.: E. D.) Úr skýrslu framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson flutti síð- an yfirgripsmikið erindi um starfsemi kaupfélagsins á síð- asta starfsári, bæði í heild og hinna mörgu starfsgreina og deilda, enníremur gerði hann ■ðnskólanum á Sauóérkróki s!itið \ futfugasta sinn TÐNSKÓLANUM á Sauðár- króki var sagt upp í 20. skipti hinn 6. apríl sl. Nemendur voru 32 í tveim bekkjum. Þar af 18 í öðrum bekk en 14 brautskráðust. Kennarar voru 7 auk skóla- stjórans. Skólaslit fóru fram að þessu sinni við hátíðlega athöfn þar sem viðstaddir voru fjöl- margir af eldri nemendum skólans. Tildrög að stofnun hans voru TVEIR SÆKJA UM MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL var auglýst til umsóknar. Tveir ungir guðfræð ingar hafa sótt um þetta presta- kall, þeir séra Ágúst Sigurðsson settur prestur á Möðruvöllum og séra Bolli Gústafsson sókn- arprestur í Hrísey. □ Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústogi á sumar- daginn fyrsta kl. 4. Stjómandi er Sigurður Jóhannesson. menn vildu læra iðn á Sauðár- króki, en gátu það ekki full- þau, að tveir eða fleiri ungir komlega nema iðnskóli væri starfandi á staðnum. Séra Helgi heitinn Konráðsson ásamt nokkrum iðnaðarmönnum gerðu hugmyndina um iðnskóla að veruleika í ársbyrjun 1947. Á þessu 20 ára tímabili hefur skólinn útskrifað á annað hundr að iðnnema, sem starfa nú sem iðnaðarmenn víðsvegar um landið. Fyrsti skólastjóri var séra Helgi Konráðsson, sem gengdi því starfi í 4 ár. Friðrik Mar§_eirsson magister var skóla stjóri í 13 ár, og núverandi skólastjóri, Jóhann Guðjónsson múrarameistari, hefur annazt starfið í 3 ár. Kennarar hafa verið margir, sumir aðeins eitt tímabil, aðrir lengur og einn kennarinn allan tímann, og er það Árni Þorbjörnsson lög- fræðingur. Erlendur Hansen rafvirki, skýrði frá, fyrir hönd fyrstu nemenda skólans, að þeir ætl- uðu að gefa skólanum málverk (Framhald á blaðsíðu 4.) framkvæmdir þær, sem nú er að unnið, að umtalsefni. Framkvæmdastjórinn taldi niðurstöður reikninganna, eins og þeir nú liggja fyrir, sýna betri árangur en hann hefði í fyrra búizt við og væri fjárhags leg afkoma félagsins sízt verri en þá. Á árinu 1964 hefði verið greiddur 4% arður af allíi ágóðaskyldri úttekt, allt benti til, að rekstur síðasta árs gæfi tækifæri til að greiða svipaðan arð fyrir samskonar viðskipti á síðasta ári. Ræðumaður benti á, hve allir kostnaðarliðir verzlunarinnar og allrar starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga færu ört vaxandi en álagningin stæði að mestu í stað. Þess vegna væri nauðsyn- legt að auka vörusöluna, enda hefði það í mörgum greinum tekizt. Flestar verzlunardeildir hafa aukið sína sölu mjög veru- lega, sagði framkvæmdastjór- inn, sumar mjög verulega, en FISKUR OG SMJÖRUKIHÆK í FYRRADAG hækkaði verð skyndilega á fiski og smjörlíki og brá húsmæðrum í brún, er þær þurftu að greiða fiskinn 37—79% liærra verði en áður og smjörlíkið 47% hærra verði. Slægð ýsa og hausuð kostar nú kr. 15.00 (áður kr. 9.60). Hækkun 56%. Þorskur, slægð- ur og hausaður kostar nú kr. 12.50 (áður kr. 7.00). Hækkun 79%. Saltfiskur kostar nú kr. 36.00 (áður kr. 25.00). Hækkun 44%. Fiskflök og fiskfars hækka tilsvarandi. Smjörlíki hækkaði í verði um kr. 11.30 eða 47%. Það kosíar nú kr. 35.30, en áður kr. 24.00. Þessar hækkanir stafa af því, að ríkisstjórnin liættir að greiða þær niður úr ríkissjóði. Með þessu eiga að sparast milljóna- tugir, sem áður var lofað til sjávarútvegsins. Hér sýnist ríkisstjórnin Ioks alveg búin að gefast upp fyrir verðbólguófreskjunni, og hefur nú sleppt henni lausri. Hvar er nú hægt að finna rneiri uppgjöf á þeirri stefnu, sem stjórnin taídi sína meginstefnu? Finnst fólki ekki kominn tími til að breyta stjórnarstefnunni? til jafnaðar allt að 20%. Hluti þessarar aukningar stafar þó af verðhækkunum. Þá rakti fram- kvæmdastjórinn rekstur og af- komu hverrar einstakrar deild- ar. Var ljóst á því yfirliti, hve margar deildir hafa aukið sína umsetningu gífurlega, aðrar minna. Jakob Frímannsson gaf ekki upp heildai'tölu veltunnar síð- asta ár, en sagði þó, að heildar- sala verzlana, verksmiðja og fyrirtækja hefði numið 380 millj. kr. á árinu, en það væri 60 millj. kr. hækkun frá fyri-a ári eða nálega 16%. Á árinu var gerð gagngerð endurbót og stækkun á skrif- stoíuhúsnæði félagsins á Akur- eyri og sömuleiðis var gerð mik il endurbót á elztu kjöx'búð fé- langsins í Brekkugötu 1. Þá var hraðfrystihús félagsins í Hrísey stækkað, bæði hvað hús og véla kost snertir og er afkastageta þess nú nær tvöfölduð við það sem áður var. Unnið var allt árið að byggingu kjötvinnslu- stöðvarinnar á Oddeyi'i og tek- ur hún væntanlega til stai'fa í júní, og hafin bygging nýrrar mjólkurvinnslustöðvar vestan við Lund. Mótteknar landbúnaðax'vörur til vinnslu og sölumeðfex'ðar reyndust að rnagni árið 1965: Innlögð mjólk nam samtals 20.172.860 ltr. eða um 8,58% aukning frá fyrra ári. Útborg- að var til framléiðenda á árinu kr. 111.193.581,70 eða sem næst 551,2 aurar á Itr. í slátui'húsum félagsins var (Framhald á blaðsíðu 5.) RJÓRNUM HAFNAÐ A MÁNUDAGINN var bjór- frumvarpið fellt á Alþingi eftir aðra umræðu í neðri deild. Nafnakall var viðhaft í at- kvæðagreiðslunni og neituðu 23 en 16 játuðu. Me'ð þessum hætti afgreiddi Alþingi hið margrædda bjórmál. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.