Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 20.04.1966, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðartnaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Traust Á FÉLAGSRÁÐSFUNDI Kaupfé- I:igs Eyfirðinga eru ár hvert gefnar fyrstu upplýsingar um rekstur og hag þessa stærsta yiðskiptafyrirtækis fólksins á Norðurlandi fyrir sl. ár. Þegar litið er til liðinna ára yfir vett- vang viðskipta- og athafnalífs hér um slóðir, verður ljóst, að þetta sam- vinnufyrirtæki, sem stofnað var af mikilli bjartsýni og brýnni þörf, gnæfir yfir önnur og er enn að stækka og taka upp fjölþættari verk- efni samkvæmt kröfum þeim, sem til þess eru gerðar. Starfsemi og starfs aðstaða á 60—70 stöðum á Akureyri fer ekki fram hjá neinum í 9—10 þús. manna bæ. Einnig er það öllum ljóst, sem til þekkja, að fyrirtækið er traust stofnun bæði fjárliagslega og félagslega, og sem heikl mun það vera óvenjulega vel rekið. Þessi stofn im veitir mikhun fjölda manna at- vinnu og þúsunilum bætta þjónustu í viðskiptum á sama tíma og hinir ýmsu einstaklingar með gróðasjónar miðin liafa horfið af vettvangi við- skiptanna, ýmist sem vanskilamenn eða hafa flutt burtu með þau verð- mæti, sem hér var safnað. Kaupfélag Eyfirðinga og hin ýmsu samvinnufélög landsins búa um þess ar mundir við fremur óvinveitta rík- isstjórn, sem m. a. kemur fram í ýmsum þáttum viðskiptalífsins, og í mjög áberandi óvild sjálfs forsætis- ráðherra landsins í aðalmálgagni Sjálfstæðisflokksins. Þessu þarf sam- vinnufólkið í landinu að svara á rétt an hátt, í orði og á borði. En ' máttur samvinntifélaganna verður ekki brotinn á bak aftur. Til þess eru stórátök þeirra í verzlun, iðnaði og menningarmálum of mikil og augljós, þótt um stundarsakir andi köklu til þeirra frá stjórnar- völdum. Kaupfélögin eru eign fólks- ins og byggðarlags þess á hverjum stað og engra annarra. Þau ganga ekki kaupum og sölum, eignir þess og sjóðir aldrei fluttir burt. Þau eru öllum opin og þar hefur hinn fátæk- asti jafnan atkvæðisrétt og hinn ríki — maðurinn settur ofar fjármagn- inu — gagnstætt gróðafélögum, sem gefa ríkum rétt til að greiða mörg atkvæði. Jafnframt því, sem Eyfirðingar og Akureyringar geta glaðzt og verið stoltir af vexti og viðgangi samvinnu félags síns, þarf félagið að mæta nýj- nm kröfum, sinna margþættari verk- efnum og veita stöðuga fræðslu um eðli og tilgang samvinnustarfs. □ Helgi Hallgrímsson safnvörður við smásjána í hinni nýju grasadeild Náttúrugripasafns á Akureyri. Grasafræðideild í Náttúrugripa- safninu á Akureyr GRASAFRÆÐIN í Eyjafirði á sér langa sögu að baki. Hún hófst á Möðruvöllum árið 1887, þegar Stefán Stefánsson gerðist þar kennari. Ávöxturinn af starfi Stefáns birtist í Flóru ís- lands, sem út kom árið 1901. Samtímamaður Stefáns var Ol- afur Davíðsson á Hofi í Möðru- vallasókn, en hann safnaði geysimiklu af plöntum, einkum hinum lægri, og sendi erlendum fræðimönnum. Störf þeirra Stefáns og Ólafs urðu ekki áhrifalaus. Eftir alda mótin óx upp ný kynslóð grasa- fræðinga í héraðinu, og hélt á- fram verki þeirra. Má þar nefna þá Ingimar Óskarsson frá Klængshóli, Ingólf Davíðsson frá Stóru-Hámundarstöðum og Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Allir hafa þessir menn unn ið mikið og gott starf, en því miður þá staðfestust þeir Ingi- mar og Ingólfur ekki í hérað- inu. Söfn þeirra Stefáns og Ólafs höfnuðu á Náttúrugripasafninu í Reykjavík, og var það eðlilegt miðað við allar aðstæður, og þannig fer líklega einnig með söfn þeirra Ingólfs og Ingimars. Því meira fagnaðarefni er það fyrir okkur, að árið 1960 keypti Náttúrugripasafnið á Ak ureyri hið mikla grasasafn Steindórs Steindórssonar, en láta mun nærri að í því séu um 10 þúsund eintök (arkir) af þlöntum. Síðan hefur eintaka- fjöldi grasasafnanna í Náttúru- gripasafninu um það bil tvö- faldazt, en þá eru að vísu talin með söfn sem enn eru í einka- eigu, en varðveitt á safninu, en þar á meðal er allmikið safn af íslenzkum sveppum, sem mun vera hið eina sinnar tegundar, í heiminum. Góð söfn eru einn- ig til af fléttum og mosum. Grasasöfnin hér munu nú að eintakafjölda og fjölbreytni, slaga hátt upp í Reykjavíkur- safnið, en þriðja bezta safnið af íslenzkum plöntum mun vera í Kaupmannahöfn. í vetur hefur verið unnið að því að innrétta tvö ný herbergi fyrir grasasöfnin í húsakynnum Náttúrugripasafnsins. Tveir stórir skápar hafa verið smíðað- ir fyrir háplönturnar og hillur fyrir gróplönturnar, sem yfir- leitt eru geymdar í kössum, vinnuborð sett upp o. s. frv. Áð- ur hafði verið innréttað sérstakt herbergi fyrir Steindórssafn. Árið 1964 keypti safnið rann- sóknarsmásjá fyrir Vísindasjóðs styrk. - Myndavél, sem hægt er að tengja beint við smásjána var keypt ári síðar. Fyrirhugað er að kaupa aðra smásjá, sem einkum er ætluð til ferðalaga og er þess vænzt að góðir menn liðsinni því máli. Af þessu verður Ijóst, að að- staðan til grasafræðilegra rann- sókna er nú orðin tiltölulega góð í Náttúrugripasafninu. Tveir til þrír menn ættu hæg- lega að geta unnið þar að rann- sóknum samtímis. Er það mjög mikils virði fyrir þessa fræoi- grein, að geta boðið innlendum og erlendum grasafræðingum upp á slíka aðstöðu hér, enda mun ekki líða á löngu þar til menn fara að nota sér það. Fyrsti fræðimaðurinn er vænt anlegur nú í vor, hollendingur að nafni Osterveld. Þetta er því mikilvægara, sem vinnuaðstaða í Reykjavíkursafninu getur eng an veginn talizt góð, sökum þrengsla, og hið sama er raunar að segja um Kaupmannahafnar- safnið.. Því er ekki að leyna, að grasa fræðideildin í Náttúrugripasafn inu, er þegar orðin allmikið fyr- irtæki, og raunar ærið verkefni fyrir einn mann að sjá um hana, þótt engin hefði önnur. Innan skamms hlýtur því að koma að því, að ráða verður sérstakan mann til að hafa umsjón þess- arar déildar. Þar sem hér er unnið stai'f á mælikvarða alþjóð ar, væri eðlilegast að sá maður yrði ríkislaunaður, á sama hátt og allir starfsmenn Náttúru- gripasafnsins í Reykjavík. Athugandi væri einnig hvort ekki væri rétt, að sameina þessa deild, grasadeildinni í Lystigarð inum og grasafræðibókasafni því, sem Menntaskólinn varð- veitir, og gera úr því eina stofn- un. Grasafræðitímaritið Flóra myndi þá einnig heyra þessari stofnun til, og verða málgagn hennar. Slík grasafræðistofnun væri eðlilegt takmark þeirrar þróun- ar, sem hófst á Möðruvöllum fyrir um 80 árum, og verðugur minnisvarði fyrir brautryðjand- ann, bjartsýnismanninn og þjóð skörunginn Stefán Stefánsson, skólameistara. H. Hg. Mr ■■ f ii i songfor Karlakórinn Vísir á Siglu- firði mun koma til Akureyrar eftir helgina og syngja fyrir bæjarbúa. En Vísir fer héðan flugleiðis til Danmerkur í söng- ferð þá, sem áður hefur verið um getið. Q HAPPDRÆTTI H. I. - Frá léiagsrá VINNINGAR í 4. FL. 1988 10 þús. kr. vinningar: 44875, 52147. 5 þús. kr. vinningar: 3956, 14193, 15985, 19054, 26307, 31140, 42803, 50457, 50468, 52126, 53967, 58016. 1,500 kr. vinningar: 1615, 1619, 2657, 2936, 4672, 7012 7133, 7395, 7502, 8038, 11315, 12059, 12075, 12427, 12677, 13160 13238,13630,14026, 14448, 16052, 16060, 16582, 16929, 17064, 17467 17860, 17865, 18203, 19001, 19010 19365, 19909, 21689, 21742, 21769 21928, 21940, 22146, 22406, 23012 23016, 23020, 23228, 23563, 23582 25944, 25952, 31159, 31189, 31573 31691, 33168, 33425, 36460, 37004 37019, 37042, 43083, 43309, 43923 44729, 44854, 47453, 47462, 47466 48855, 49121, 49166, 49228, 49260 50453, 52504, 52985, 53218, 53968 54070, 57879, 59554, 59558, 59561 59595, 59775. Birt án ábyrgðar. (Framhald af blaðsíðu 1.) slátrað 42.799 kindum og nam kjötþunginn 615.165,5 kg. eða 5,4% meira en árið áður. Slátr- að var 1.947 kindum fleira. Með alvigt hækkaði um 0,062. Gæruinnlegg nam 47.892 stk., 145.769 kg. eða 12.927 kg. meira en 1964. Ullarinnlegg nam 54.395,5 kg. og er það 1.287,5 kg. meira en árið á undan. Pylsugerðin tók til vinnslu og sölumeðferðar 38.000 kg. dilka- kjöt, 60.000 kg. ærkjöt, 33.000 kg. nautakjöt, 16.000 kg. svína- kjöt, 42.000 kg. kálfakjöt, 28.000 kg. slög, 27.000 kg. mör, 63.000 kg. reykt kjöt, 3.400 kg. svið, 10.500 kg. egg, og 7.600 kg. fisk. Ennfremur ýmislegt grænmeti o. fl. fyrir ca. kr. 1.300.000,00. Auk þess bræddi Pylsugerðin um 27.000 kg. mör fyrir S.Í.S. Jarðepli. Teknar voru 1.250 tunnur af jarðeplum til geymslu í jarðeplageymslum félagsins síðastliðið haust, en alls mun uppskeran hafa orðið 6.500— 7.000 tunnur. Mótteknar sjávarafurðir til vinnslu og til umboðssölu: Freðfiskur unninn í hraðfrysti húsunum á Dalvík og í Hrísey alls 1.143.675 kg. eða um 12,54% lækkun frá fyrra ári. Freðsíld. Framleiðsla á Dal- vík 105.714 kg., en engin fram- leiðsla freðsíldar var árið áður. Saltfiskur frá Hrísey, Ár- skógsströnd, Hjalteyri, Greni- vík og Akureyri alls 384.150 kg. eða um 15,43% hækkun frá fyrra ári. Skreið framleidd í Hrísey, Árskógsströnd, Hjalteyri, Dal- vík og Akureyri alls 25.335 kg. Þorskamjöl unnið á Dalvík og Hrísey alls 311.300 kg. Lýsi unnið í Hrísey og á Ár- skógsströnd samtals 188 föt. Hrogn frá Hrísey, Grímsey, Grenivík, Dalvík, Hjalteyri og Árskógsströnd samtals 647 tunn ur. Refafóður frá Dalvík og Hrís ey samtals 174.695 kg. Nú er reikningsuppgjöri að mestu lokið fyrir 1966 og verð- ur ekki annað séð en afkoma ALDREI JAFNMIKIÐ AF KJARNA ársins sé allgóð og gefi vonir um möguleika til arðsúthlutun- ar svipað og verið hefur nú nokkur undanfarin ár. Vörubirgðir í vörugeymslum og sölubúðum hafa aukizt nokk uð og sérstaklega hefur áherzla verið á það lögð að hafa nægar birgðir af nauðsynjavörum ef ís legðist að landi eins og síðast liðinn vetur. Fóðurbætisbirgðir eru nú til hér í húsum félagsins, sem eiga að nægja fram á vor þótt ekki bætist við. Sömuleiðis voru í marzmánuði fluttar til bæjarins óvenju miklar birgðir af olíu, þannig að félagsmenn ættu ekki að þurfa að óttast vöruskort þótt samgöngur tepp ist hér eftir, sagði framkvæmda stjórinn. Hér var aðeins drepið á nokk ur atriði úi: ræðu Jakobs Frí- mannsson, sem var mjög yfir- gripsmikil að vanda, og var hún þökkuð með lófataki. Hófust. nú hinar fjörugustu umræður og var mörgum fyrir- spurnum beint til framkvæmda stjórans, sem hann svaraði jafn óðum, svo og mjólkursamlags- stjóri, Jónas Kristjánsson og sláturhússtjóri, Haukur P. Ólafs son. Allur var fundur þessi hinn fróðlegasti. Umræðurnar sner- ust m. a. um „Smjörfjallið", af- urðasölumál almennt, verzlun- ar- og lánamál, framleiðslumál og fleira. □ BÆRINN OKKAR” NU HEFUR L. A. sýnt hinn sérkennilega sjónleik sinn „Bær inn okkar“ fimm sinnum og verða næstu sýningar í kvöld og annað kvöld. Braniiin á Húsavík í BRUNANUM á Höfðavegi 12 Húsavík sl. föstudag, misstu ung hjón hús sitt, innanstokks- muni alla og fatnað. Sóknarpresturinn, séra Björn Helgi Jónsson og form. kven- félags Húsavíkur, frú Arnfríður Karlsdóttir, gengust fyrir fjár- söfnun til styrktar hjónunum og börnum þeirra tveim. Ung- ar kvenfélagskonur gengu um bæinn og söfnuðu fénu. Á rúm- lega einum degi söfnuðu þær yfir 100 þús. kr. Þar af gáfu skipverjar á Helgafelli, sem hér lá þá í höfninni, 4000 kr. til söfnunarinnar. Þ. J. í FRÉTTATILKYNNINGU um aðalfund Áburðarverksmiðjunn ar h.f. í Gufunesi segir að fram leiðsla verksmiðjunnar á Kjarna hafi á árinu orðið hin mesta frá upphafi eða 24.412 smálestir, hins vegar var minna framleitt af ammóníaki en áður vegna þess hve litla raforku verksmiðjan gat fengið sökum mikilla þurrka og aukinnar al- mennrar notkunnar á raforku. Tekjuafgangur verksmiðjunn ar nam 567 þús. krónum á árinu þegar dregnar höfðu verið frá afskriftir og lögboðið framlag í varasjóð. Nánar verður sagt frá aðalfundi verksmiðjunnar hér í blaðinu síðar. □ - IÐNSKOLINN (Framhald af blaðsíðu 1.) af fyrsta skólastjóra hans, séra Helga Konráðssyni. Málsvari 10 ára nemenda, Stefán Pedersen ljósmyndari, lagði fram kr. 5.500.00, sem vera skyldi stofn að tæknibókasafni skólans. Skólastjórinn þakkaði hinar virðulegu gjafir og skýrði jafn- framt frá þeirri vitneskju sinni, að lóð undir væntanlegar bygg- ingar Iðnfræðsluskóla í Norður landskjördæmi vestra yrði ákveðinn staður í samráði við skipulagsyfirvöld ríkisins, en mikill og almennur áhugi er fyrir að sá skóli verði á Sauðár- króki. G. I. Lsikurinn hefur vakið umtal og heilabrot, meira en algengt er, enda nýstárlegur í öllum sínum einfaldleik, ekki sízt þriðji og síðasti þátturinn. En í þeim þætti er farið yfir landamæri lífs og dauða að nokkru, og er þar nóg kapp- ræðuefni fyrir þá, er séð hafa. En fyrri þættirnir tveir, sem fjalla um æskuna, ástina og heimilislífið eru með því hug- ljúfasta, sem hér hefur verið fært undir leiksviðsljós. Þessa mynd tók Eðvarð Sig- urgeii'sson af einu atriði sjón- leiksins og sjást þar leikararn- ir frú Guðlaug Hermannsdóttir, Sæmundur Guðvinsson og Egg- ert Olafsson. TIL SOLU: RENAULT, 5 manna, árg. 1961. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-17-54. TIL SÖLU: TRABANT, árgerð 1964. Bíllinn er lítið ekinn og mjög vel með farinn. Upplýsingar gefur Kail Sigfússon, Járn- og glervörud. KEA. Sýningum verður hraðað eft- ir því, sem unnt er og ættu þeir, sem leggja ætla leið sína í leik- hús bæjarins að þessu sinni, að gera það sem fyrst. Færi um sveitir er nú gott og ætti sveita fólk að nota það meðan tími og tækifæri leyfa. □ TIL SOLU: Fíat 1400, árg. 1955. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-28-76. BiLASALA H0SKULÐAR Moskviths 1958-1963 Opel Caravan 1955—1963 Opel Rekord ’62, 4ra dyra Ford Anglia 1962 Taunus 12 M 1963-1965 verð frá kr. 105 þúsund til 160 þúsund. Cortina 1965 Fíat 1800, station, 1960 Simca 1000, 1963 o. m. m. fl. Hefi kaupendur að góð- urn sturtum og palli á vörubíl Volkswagen 1963, stað- greiðsla. Alls konar skipti hugsanleg. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 Ibúðarhús hjónanna alelda (Ljósm.: P. A. P.) TOYOTA JAPANSKI JEPPINN Vandaðasti jeppinn á markaðinum í dag. Sýningarbíll á staðnum. Umboðsmaður á Akureyri: STEINN IvARLSSON c/o Lönd og Leiðir, sími 1-29-40 o • r K IÖRSKIÍ k hioinaniL jol \y j. i. o xv xx jtX helzt vanan, vantar á m/b Sævar, Grenivík. Upplýsing- fyrir prestskosningar í Möðruvallaklausturssókn ligg- ar á Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, símar 1-11-69 ur frammi á kirkjustaðnum til 24. apríl. og 1-12-14. SÓKNARNEFND. CHEVROLET FÓLKSBIFREIÐ, árg. 1957, sjálfskiptur. Skipti á RÚSSAJEPPA koma til greina. Uppl. í síma 1-26-38 kl. 7-8 síðd. TIL SOLU: SKODA 1202 station, árg. 1965. Ekinn 10 þús. km. Uppl. í síma 2-12-31 eftir kl. 7 e. h. BÍLL TIL SÖLU CHEVROLET, árg. 1955 með Benz dieselvél. Öll gúmmí ný. Bíllinn er í mjög góðu lagi. Skipti koma til greina. Karl Ingólfsson, sími 4-12-33, Húsavík. ÞVOTTAVÉL Lítið notuð Vaskebjörn- þvottavél er til sölu í Brekkugötu 6. Sími 1-29-95. TAN SAD BARN AVAGN til sölu í Stafholti 3, Glerárhverfi. JÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Hólkot í Skriðií- hreppi er til sölu. Vænt- anlegir kaupendur snúi sér til Steindórs Jónsson- ar, Brekkugötu 31, Akureyri. TIL SOLU: Tvíbreiður SVEFNSÓFI. Uppl. í síma 2-10-91 eftir kl. 7 á kvöldin. GÓÐUR BILSKUR til sölu. Kexverksmiðjan Lórelei Guðmundur Tótnasson, sími 1-17-75. F30LNIR F U N D U R verður haldinn í hesta- mannafélaginu Fjölni miðvikudaginn 20. apríl kl. 8.30 í Landsbanka- salnum. FUNDAREFNI: Erindi. Kvikmyndir. Mætið vel og stundvíslega Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.