Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT HÆTTA FYRIR BÖRNIN Húsmóðir sem býr við Þingvalla síræti hefur vakið athygli blaðs ins á hættu í og við húsgrunn nýju iðnskólabyggingarinnar. Þar er djúpt vatn og háir bakk- ar — hættulegur staður börn- um og óvarinn. Blaðið væntir þess, að úr verði bætt hið bráð- asta, svo slys hljótist ekki af. HVER HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR? Sunnanpiltarnir hjá íslendingi settu saman í síðasta tbl. spum- ingalista til Dags, og segjast þar með gefa Degi „tækifæri til verðugri viðfangsefna en hann hefur“. Sanngjarnt er, að Dagur gefi í staðinn piltum þessum eitt verðugt viðfangsefni, og það er svona: Hvor hafði réttara fyrir sér varðandi gildi íslenzkra dómstóla fyrir sjálfstæði ís- lands, Bjarni Benediktsson pró- fessor árið 1939 eða Bjami Bene diktsson forsætisráðherra 1966? sunnan, gerir sig sekan um, í síðasta fslendingi, að vita ekki um skyldleikann milli samvinnu félaganna og Frámsóknaiflokks ins. Hann veit ekki að þessar félagsmálahreyfingar eru sprottnar úr sama jarðvegi — af sömu rót runnar —, eins og oft og réttilega er að orði kom- izt. Hann veit ekki, að það voru margir sömu mennirnir, er voru meðal stofnenda samvinnufé- laganna og síðar Framsóknar- ílokksins og þaðan af síður, að um samvirkar stefnur er að ræða í mörgum þáttum. Sjálfur undirritar hann þessa vanþekk- ingu sína. Maðurinn heitir Hall- dór Blöndal. ÁBENDINGAR Ritstjóri íslendings hefur farið eftir þeim ábendingum Dags að birta viðtal um hjúkrunar- og heilbrigðismál við hjúkrunar- konu þá, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna á Akur- eyri, og með því bætt fyrir smá ÞAÐ VAR sagt um ýmsa góða drengi og vaska fyrr á tímum, að þeir væru „höfðingjadjarfir." í því fólst að koma fram með þeirri háttvísi, er við átti á hverjum stað og halda þó ein- urð sinni. Slíkir menn, þótt snauðir væru, glúpnuðu ekki íyrir þeim, sem höfðu völd og auð, heldur héldu sjálfsvirðingu sinni og trú á mátf sinn og meg- in — létu ekki baslið smækka sig, eins og segir í Kolbeins- kvæði. ýtlent embættisvald og kaup- mannavald gerðu marga afkom- endur „höfðingjadjarfra11 manna að „höfðingjasleikjum". Van- máttartilfinningin gróf um sig UNGLINGAREGLA I.O.G.T. hefur nú í vor starfað samfellt 80 ár hér á landi og er elzti fé- lagsskapur barna og unglinga á íslandi. Fyrsta barnastúkan ÆSKAN nr. 1 var stofnuð í Reykjavík 9. maí 1886 og síðan hver af annarri. Margar stúkur hafa starfað óslitið síðan. Alls voru 65 barna- og unglingastúk- ur starfandi á síðasta ári viðs vegar um land með 7.700 félög- um. Þessara merku tímamóta í sögu Unglingareglunnar verður sérstaklega minnzt í bamatima útvarpsins sunnudaginn 8. maí og á hátíðafundi sama dag í barnastúkunni Æskunni nr. 1, — einnig í fréttaauka með kvöld fréttum mánudaginn 9. maí. Á vegum Unglingareglunnar hafa verið unnin ómetanleg upp eldisstörf, sem seint verða full- þökkuð. Og enn er æskulýðs- starf Reglunnar með miklum lamaði trú almennings á getu sína og skóp í hennar stað trú á konungs- og kaupmannsnáð, er auðsýnd væri þeim, er legðu fram bænaskrá. Stjórnmálabaráttan og verzl- unarsamtök almennings á öld- inni, sem leið, og á fyrstu tug- um þessarar aldar, veittu al- þýðu þessa lands á ný þrek til þess að bera höfuðið hátt frammi fyrir kaupmönnum og konungsmönnum. Enn í dag seg ir vanmáttartilfinningin til sín í þessu landi. Vanmáttartilfinn- ing gagnvart þeim, er með völd fara eða yfir auði ráða. Van- máttartilfinning fólks í fámenn- um og dreifðum byggðum gagn- blóma. Nægir í því sambandi að nefna ágætt starf barnastúkn- anna um land allt, útgáfu hins glæsilega og vinsæla barnablaðs, ÆSKUNNAR, sem keypt mun á flestum heimilum þjóðarinnar, þar sem börn og unglingar alast upp, og fjölþætt og sívaxandi starf íslenzkra Ungtemplara (Í.U.T.). Hinn árlegi kynningar- og fjáröflunardagur Unglingaregl- unnar verður næstkomandi sunnudag, 8. maí. Þá verða eins og venjulega seld merki og bók- in VORBLÓMIÐ til ágóða fyrir starfsemina. Merkin kosta kr. 10,00 og bókin aðeins kr. 40,00. Það eru einlæg tilmæli for- vígismanna þessa félagsskapar, að sem flestir landsmenn taki vel á móti sölubörnum okkar, þegar þau bjóða ódýr merki og athyglisverða bók á sunnudag- inn kemur (á morgun). Q vart fjölmennri og ríkri höfuð- borg og máttarvöldum hennar á ýmsum sviðum. Vanmáttartil- finning, sem trúir því í auð- mýkt sinni, að þangað beri að sækja öll ráð og að þar búi það vald og sá máttur, er allir verði að lúta, ef á reynir. Að þessari vanmáttartilfinn- ingu hlúa úrtölumenn víða. í þeirra sporum deyr sá gróður, er dafna skyldi. Þeir, sem segja vanmáttartil- finningunni stríð á hendur, eru þarfir menn og nauðsynlegir, ef landsbyggð á að haldast. Þeir gleyma ekki, að þeir eru í senn þegnar og fulltrúar síns héraðs og síns landshluta og vita, að á þann hátt eru þeir einnig beztir íslendingar. Þeir hlaupa ekki eftir sérhverri bendingu frá ein- hverjum gerviriddurum höfuð- staðarvalds, og vita hvað þeir sjálfir vilja í landsmálum hverju sinni, án þess að bíða eftir bend ingum um málefnalegar skoð- anir. Þeir, sem segja vilja van- máttartilfinningunni strið á hendur, samþykkja ekki eitt í dag og annað á morgun, til að þóknast einhverri andlegri höf- uðstaðarforsjá í von um þakk- látt bros. Q E> (Framhald af blaðsíðu 1.) ar. Máli sínu til sönnunar rakti hann verðhækkanir hjá gistihús um víða um land síðustu fjögur árin. Taldi hann hættu á, að mörg þeirra myndu auð standa HANN SKRIFAÐI UNDIR Sporléttur vikapiltur úr Heim- dalli, sem oft sézt um þessar mundir skokka milli húsa hér á Akureyri til að boða „fagn- aðarerindi“ auðhyggjumanna að UM HÁDEGI á fimmtudaginn var upp kveðinn í Eystra Lands rétti í Kaupmannahofn dómur sá í handritamálinu, sem beðið hafði verið með nokkurri eftir- væntingu. Margir íslendingar voru viðstaddir, er úrskurður- inn var birtur. í niðurlagsorðum dómsins seg ir svo: „Með tilliti til þessara mjög sérstöku aðstæðna, telur réttur- inn að umrædd breyting laganna á stofnuninni falli ekki undir 73. grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því ber að sýkna stefnda. Því telst rétt vera: Stefndi, menntamálaráðuneytið, skal af ákæru stefnanda, legati Árna Magnússonar, í máli þessu sýkn vera. Hvor aðilinn greiði málskostnað sinn.“ ef ísland yrði áfram eitt dýrasta ferðamannaland heims og verð- lag enn hækkandi. Hér vinnst ekki tími til að segja meira frá ráðstefnunni að sinni, en henni lýkur í dag. Q vegis mistök sín gagnvart henni. En ritstjóri Alþýðumannsins stóð álengdar og Iét sér sæma að birta sjúklegar hugrenningar sínar, sem var óprenthæft klám. Honum sæmir það eitt að biðj- ast afsökunar. íslendingar. fagna niðurstöðu dómsins hvort sem lengri mála- rekstur kann að tefja fyrir af- hendingu handritanna. Q Sigríður frá Þórodds- stöðura látin HINN 3 maí sl. lózt að Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri María Sigríður Jónsdóttir frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði. Hún verður jarðsett frá Ólafsfjarðar kirkju í dag. Sigríðar verður nánar minnst í blaðinu síðar. Frá Unglingareglu góðfemplara - Ferðamálaráðslefnan SI6URIHANDRITAMÁUNU r Islendingar fagna dómsniðursjtöðunni Garnla höfnin á Torfunefi mun senn hverfa. Framtíðarhöfn verður e. t. v. gerð sunnan Strand- götu, sem blasir við á myndinni. (Ljósm.: E. D.) vanmAttartilfinningu ber að varast ALMENNUR KJÓSENDAFUNDUR B-LISTANS verður haldinn í Borgarbíó, laugardaginn 14. þ. m. kl. 4 síðdegis. - Margir af frambjóðendum listans munu tala á fundinum. Nánar auglýst í næsta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.