Dagur - 11.05.1966, Side 8
8
SMÁTT OG STÓRT
VIÐ EIGUM AD RÆKTA SKOG
ÍSLENDINGAR eiga langa
skógeyðingarsögu en stutta skóg
ræktarsögu. Gömlu og víðáttu-
miklu birkiskógarnir, og síðan
léiíar þeirra, héldu furðu lengi
Velli. Þeir stóðu enn á stöku
stað sem vitnisburður um vaxt-
armátt moldar og eigin sigur,
svo ekki varð um villzt, þegar
landsmenn hófu skógrækt fyrir
nokkrum áratugum. Síðan hef-
ur skógræktaráhugi glæðzt, nýir
skógar vaxið og menn játa nú
ahnennt skógræktartrú.
s í stuttri skógræktarsögu hafa
merkir hlutir gerzt, lærdómsrik
mistök orðið, en skógar vaxið
þrátt fyrir allt til yndisauka og
jafnvel nytja.
Hver árssproti er í sjálfu sér
íyrirheit og sönnun, mikilvæg-
ari öllum lúðraþyt. Gróskumik-
fll ungskógur er í sumarfegurð
sinni ofar málstokk þeirra, sem
i’eikna út gróða af framtíðar-
skógum. En slík reikningsdæmi
snerta þó strengi fjölda manna,
óg er vel ef það örvar gróður-
setninguna. Hitt er þó meira
tim vert, að skógræktarstörf
vitna um trúna á framtíðina, og
áð ýmis beztu verkin skila ekki
daglaunum að kveldi, en eru þó
tmnin.
Hvarvetna eru skógræktarfé-
lög og þj óðfélagið leggur fé til
skógræktarstarfa, og er það
mikil uppörvun. En félögin eru
ekki nógu fjölmenn og áhuginn
ekki eldlegur nema hjá fáum,
og biðlund er ekki þjóðarein-
kenni íslendinga okkar tíma.
* Nú er sumar enn á ný og 1—2
milljónir trjáplantna bíða út-
plöntúnar hér á landi. Hingað
til lands kom nýlega norskur
skógræktarfræðingur, sem jafn
framt er deildarstjóri í ráðu-
neyti því, er fjallar um skóg-
GÆSIR Á HREIÐRUM
GÆSIR eru byrjaðar að verpa
þótt kalt sé. Krían kom 26. apríl.
Lóur og hrossagaukar halda sig
á túnblettum hér í bænum, en
stelkur og tjaldur spígspora í
fjörum og á leirum. Þrestir eru
við hvert hús þar sem trjágróð-
ur er, einnig auðnutittlingar og
er varp þeirra þegar byrjað. □
græðslu í Noregi, Toralf Austin
að nafni. Hann flutti m. a. erindi
hér á Akureyri og kynnti skóg-
ræktarstarf Norðmanna. Skóg-
rækt hófst í Noregi fyrir 100
árum, í landinu, sem okkur ís-
lendingum finnst þó skógi klætt.
Og allt fram til 1950 var plantað
skógi í 25.000 ha. lands, sem
hægt var að segja að vel hefði
tekizt. Um 1950 eða lítlu síðar
var gerð áætlun um skógrækt-
arframkvæmdir á þremur stór-
um landssvæðum, vestanfjalls
og í Norður-Noregi. Fyrsti áfang
inn var miðaður við 500.000 ha.
lands til 60 ára eða 8.200 ha. á
ári. Á sama tíma byrjuðu hin
einstöku héruð að gera sínar
áætlanir og áherzla lögð á betri
skipan í heild. Á síðustu 15 ár-
um hefur verið plantað í 135.000
ha. eða miklu meira en fyrst var
ráðgert. Nú er ný áætlun gerð
og gert ráð fyrir að planta í
162.000 ha. árlega.
Árlega eru lögð niður 4000
býli í Noregi. Ráðgert er með
skógræktarframkvæmdum, sem
HINIR ÁRLEGU nemendatón-
leikar Tónlistarskólans, vorið
1966, verða sunnudaginn 15. og
fimmtudaginn 19. maí n. k., kl.
5 síðdegis báða dagana.
Tónleikarnir sunnudaginn 15.
maí, verða í Lóni og koma þar
aðallega fram yngri nemendur
skólans og leika á píanó, orgel
og fiðlu. Aðgangur að þeim tón-
leikum er ókeypis.
Tónleikarnir fimmtudaginn
19. maí, verða í Borgarbíói og
koma þar fram eldri nemendur
skólans og leika á píanó og
fiðlu. Aðgöngumiðar að þeim
tónleikum verða seldir við inn-
ganginn.
Þess er að vænta, að bæjar-
búar sæki þessa tónleika og
sýni með því, að þeir hafi áhuga
á að fylgjast með árangri af
námi bama þeirra, sem nám
stunda í skólanum, þannig verð-
ur nemendunum bezt launað
erfiði þeirra. Það er þeim einnig
hvatning við námið, að þau
síðar eiga að skila góðum arði,
að hjálpa sem flestum bændum
til að bæta skógrækt við þær
búgreinar, sem á hverjum stað
eru fyrir hendi. Sjálfir afla
bændur sér nú aukatekna með
því að vinna að skógrækt á eig-
in jörðum fyrir skógræktarfé
ríkisins. Sú vinna er einkum við
plöntun nýskóga.
Norsku skógarnir gefa þjóð-
inni 20% af gjaldeyristekjunum
og þann þátt vill hún auka til
muna, auk þess sem það þykir
hafa mikla þýðingu, að sem
stærstur hluti þjóðarinnar búi í
dreifbýli.
Tegundir skógarplantna, sem
gróðursettar eru siðustu árin
eru mismunandi eftir landshlut-
um en í heild er norska grenið
80%, sitkagreni 14% og minna
af öðrum tegundum. Trjáfræ er
sótt til Mið-Evrópu, British
Columbía og Alaska, en mest
er þá heimaræktað fræ.
Norðmenn hafa, sem kunnugt
er, stutt íslenzkt skógræktar-
starf með höfðinglegum gjöfum.
finni, að bæjarbúar hafi áhuga
á að fylgjast með námi þeirra.
Sækið því tónleikana vel. □
ÞAÐ SEM KOMA SKAL
Ýmsar iðngreinar berjast nú
við vaxandi örðugleika af völd-
um stjórnarráðstafana, svo sem
forvígismenn iðnaðarins hafa
lýst yfir. Sumar berjast bókstaf-
lega fyrir lífi sínu og aðrar eru
dauðar. Lánsfjárskortur, okur-
vextir og of skammur aðlöðun-
artími til að mæta hinum mikla
innflutningi iðnvara, eru lieima
tilbúnar meinsemdir. Og menn
spyrja. Er þetta það sem koma
skal?
BÍLASALAR f STAÐ IÐN-
VERKAFÓLKS
Kexverksmiðjan Lorelei á Ak-
ureyri hætti framleiðslu fyrir
nokkru, gafst upp í hinni hörðu
samkeppni. Um síðustu lielgi
opnuðu reykvískir kaupsýslu-
menn bílaumboð og verzlun í
húsakynnum verksmiðjunnar.
Allir finna til þess, að atvinnu-
fyrirtæki hér í bæ skuli þurfa
að hopa af hólmi og sérstæð
framleiðslugrein hverfa af svið-
inu.
ÆSKULÝÐSDANSLEIKIR
Bæjarbúi ræddi nýlega þá hug-
mynd, að bæjarstjórn; eða æsku
lýðsráð í umboði hennar, tækju
Hótel KEA og Sjálfstæðishúsið
á leigu viss og fyrirfram ákveð-
in kvöld í mánuði, til að halda
þar menningarlega dansleiki
fyrir ungt fólk, þar sem væru
beztu fáanlegar hljómsveitir og
aðgangur miðaður við miðlungi
efnuð ungmenni. Samliliða yrði
tekin upp danskcnnsla í öllum
skólum á vegum bæjarins.
Þetta þótti þeim, er þetta ritar,
góð hugmynd og kemur henni
hér með á framfæri.
TVÖ RÍKI
Þórarinn Þórarinsson ræddi um
það, að síjórnir í nágrannalönd-
um íslendinga teldu það eitt
aðalverkefni sitt að stuðla að
stöðugu verðlagi. Hann sagði, að
um ÖII Norðurlönd væri hlegið
að Norræna húsinu í Reykja-
vík, sem stöðugt þyrfti að vera
að hækka framlag til vegna sí-
hækkandi verðlags. Hann kvað
útreikninga ráðherra í framtíð-
argróða af orkusölu frá Búr-
fellsvirkjun byggða á hugarór-
um, því að síðari virkjanir yrðu
dýrari. Skatt- og tollgreiðsla
yrði miklu minni hjá Alsviss
hér en í Noregi. Álsamningur-
inn yrði fordæmi, og það mjög
slæmt. Kjörin, sem hér væri
talað um, væru kannski talin
boðleg í Afríkulöndum en ekki
annarsstaðar. Hann sagði, að ef
lialdið yrði áfram slíkum samn-
ingum, yrðu hér í rauninni tvö
ríki í atvinnulífinu, íslenzkt og'
erlent og hinn íslenzki atvinnu-
rekstur byggi við verri kjör í
sínu ríki.
TIL ÞESS VAR HÚN í HEIM-
INN BORIN
Jón Þorsteinsson alþingismaður ■
sagði í útvarpsumræðunum frá
Alþingi: „Bygging álbræðslunn-
ar kann að örva dýrtíðina“.
Hann var vísí eini stjórnarsinn-
inn, sem ekki kunni við að
ganga fram hjá þessu atriði.
Hann sagði, að þetta væri „til-
raun“. Síðan yrði að bíða í lang-
an tíma til að ganga úr skugga
um, hvernig tilraunin gæfist.
Það var hans skoðun, en ekki
er um aðra vitað. Ýmislegt lét
Jón fjúka. Han sagði, að stöðva
bæri stofnun nýbýla, og ef ann-
að dygði ekki, ættí að stöðva
kaupgjald og afurðaverð með
Iögum, eins og Alþýðuflokkur-
inn hefði gert 1959! Hann sagði
líka, að í verðbólgumálinu hefði
frammistaða ríkisstjórnarinnar
þurft að vera betri en hún hefði
verið, og að hún ætti ekki að
afsaka sig með verðbólgu fyrr á
tímum. Auðvitað er þetta út af
fyrir sig rétt hjá Jóni, því að
núverandi stjórn sagðist á sín-
um tíma vera til þess í heiminn
borin, að koma á' stöðugu verð-
lagi!
MARKLAUS LOFORÐ
Ólafur Jóhannesson sagði, að
með gerðardómsákvæði álsamn-
ingsins kæmu utanstefnur í nýj-
um stíl. Fordæmi væri eitt í
heiminum: Ghana. Hann vék að
þeirri kenningu Alþýðublaðsins
nýlega, að verðbólgan gerði
„mörg heimili að húseigendum“.
Hins vegar hefði Ilaraldur Guð-
mundsson sagt fyrir mörgum
árum, að hún gerði „hina ríku
ríkari en hina fátæku fátækari“,
og væru það fræg orð. Hann
sagði, að fulltrúaráð verkalýðs-
félaganna í Reykjavík, þar sem
Alþýðuflokks- og Sjálfstæðis-
menn væru í meirihluta, hefði
nú skrifað undir 1. maí ávarp
þar sem stæði orðrétt, að „marg-
ítrekuð loforð ríkisstjórnarinn-
ar hafa reynzt marklaus“. Þetta
ávarp væri m. a. undirritað af
Guðjóni Sigurðssyni og Óskari
Hallgrímssyni, sem hafa verið
forystumenn stjórnarflokkanna
í verkalýðsmálum. Vitnisburður
slíkra væri athyglisverður. Nú
mætti segja, að stjórnin héngi í
stýrishúsinu en væri búin að
sleppa stjórninni á þjóðarskút-
unni.
Dague
kemur næst út á laugardaginn
14. maí.
Strik í Búrfellsreikninpn
SAMKVÆMT upplýsingum í grein eftir Sigurvin Einarsson
alþm., sem ekki hefur verið andmælt með rökum, liggja nú
fyrir þessar staðreyndir um Búrfellsvirkjun og ráðgerða
orkusölu hennar til álverksmiðjunnar:
1. Búrfellsvirkjun fullgerð (210 þús. kw.) kostar, samkvæmt
gögnum álnefndar í neðri deild Alþingis 1913 millj. króna,
eða nálega 300 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í
stjórnarskýrslu vorið 1965.
2. Árlegur reksturskostnaður 210 þús. kw. Búrfellsvirkjun-
ar — fjármagnskostnaður, starfræksla og olíukostnaður
varastöðva — verður 216,5 millj. kr. á ári, en kílóvatt-
stundafjöldinn áætlaður 1720 milljónir. Rekstur — eða
framleiðslukostnaður á kílóvattstund 12,58 aurar.
3. Orkuverð til álverksmiðjunnar verður 10,75 aurar.
4. Tap á áætlaðri 1060 millj. kílóvattastunda orkusölu til ál-
verksmiðjunnar verður nálega 19,4 mUIj. kr. á ári, miðað
við framleiðslukostnað.
Gögn álnefndar neðri deildar Alþingis, sem útreikningar
þessir byggjast á, eru fengin hjá ríkisstjórninni.
Nemendatónleikar á Akureyri