Dagur - 14.05.1966, Side 2

Dagur - 14.05.1966, Side 2
2 FRÁINNANFÉLAGSMÓTIKA í SUNDI22. apríl Myndiii sýnir Árna Óðinsson aflienda verðlaun þeim 3 er hlut- skarpastir urðu í drengjaflokkum. Frá v.: 3. Stefán Jónsson, l. Gunnlaugur Frímannsson og 2. Ólafur Halldórsson. Beztir í 50 m. bringusundi voru Gunnlaugur 50,2, Stefán 52,7 og Guðmundur Þorsteinsson 53,0. í 25 m. skriðsundi voru beztir Gunnlaugur 17,7, Ólafur 18,5 og Guðmundur 19,5 . - ■ t í stúlknaflokkum urðu fyrstar Arnfríður Gísladóttir með 46,1 í bringusundi og 18,6 í skriðsundi. Guðbjörg Sigurðardóttir með 46,7 og 19,2 og Anna S. Þorvaldsdóttir rneð 47,8 og 18,5. Myndin sýnir írá v.: Guðbjörg, Arnfríður og Anna. — Keppt var í aldurs- flokkum og voru keppendur alls 32. ATHÚGASEMD ÚT AF fréttabréfi frá Reyðar- firði, í 32. tbl. Ðags, hinn 30. apríl sl., viljum við hér með biðja blaðið að birta eftirfar- andi: Listi Framsóknarmanna á Reyðarfirði, til sveitastjómar- kjörs vorið 1966, sem er B-listi, er þannig skipaður: 1. Björn Eysteinsson skrifstofustjóri. TWEED-EFNI í pils og dragtir. PEYSUR á 7—10 ára telpur Einnig DÖMUPEYSUR NYLON-SÆNGUR og KODDAR í öllum stærðum. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 2. Guðjón Þórarinsson rafvirkjameistari. 3. Baldur Einarsson bóndi. 4. Einar Sigurðsson smiður. 5. Hermann Ágústsson gjaldkeri. 6. Sigurður M. Sveinsson bifreiðaeftirlitsmaður. 7. Pétur V. Jóhannsson bóndi. 8. Guðgeir Einarsson verkamaður. 9. Jóhann Björgvinsson bóndi. 10. Hörður Hermóðsson bifreiðastjóri. 11. Jón G. Júlíusson bifreiðastjóri. 12. Hörður Bergmann afgreiðslumaður. 13. Ólafur Sigurjónsson afgreiðslumaður. 14. Þorsteinn Jónsson fyrrv. kaupfélagsstjóri. Þá viljum við og leiðrétta þá missögn, í umræddri fréttagrein, að Framsóknarfélag Reyðar- fjarðar hafi óskað eftir, að lista- bókstafur Framsóknarflokksins yrði ekki notaður við þessar kosningar. Það hefur aldrei komið fram, á almennum félags- fundum, og því engar samþykkt ir gerðar þar um slíkt, enda virðist svofelld ósk frá félaginu mjög óeðlileg, því sjálfsagt verð ur að teljast að Framsóknar- menn noti sinn bókstaf. B-Iistinn Keyðarfirði. KA-piltar í keppnis- ferð til Reykjavíkur 16—18 PILTAR úr 4. fl. hand- knattleiksdeild KA héldu suður til Reykjavíkur í gær til keppni við jafnaldra sína úr ýmsum fé- lögum þar syðra. Hefur ferðin verið undirbúin sérstaklega og piltarnir lagt mikið að sér við æfingar, en þeir náðu ágætum árangri á mótum hér í vetur. Auk leikja munu piltarnir fara í kynnisferðir um höfuð- borgarsvæðið og skoða m. a. íþróttamannvirki í Laugardal. Þjálfari er Örn Gíslason en far- arstjóri er Baldur Árnason. Q ORÐSENDING til sjómanna og eiginkvenna þeirra. Ég undirritaður leyfi mér hér með að fara þess á leit við ykkur að þið gerið svo vel að leyfa mér að koma á fram- færi við ykkur í messu í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag sjó- mannadagsboðskap kristinnar kirkju í túlkun minni. Virðingarfyllst, Bjöm O. Björnsson. GÖNGUM TIL KIRKJU ÉG VILDI mega vekja athygli á því, að sunnudagurinn, sem fer í hönd, 15. maí er hinn svo nefndi árlegi bænadagur. Við höfum ótvíræða reynslu fyrir því, að þessi ákvarðaði til nefndi dagur er einn tilgangs- ríkasti og mikilvægasti dagur íslenzkrar kirkju. Það er því mikill velgjörningur við mann- kynið, framvindu þess og þróun, að fjaldi einstaklinga taki þátt í guðsþj ónustunni þennan dag. Akureyringar hafa í anda og sannleika aftur og aftur verið þátttakendur í veglegri guðs- þjónustu. Og þá er mikill fögn- uður á himnum. Tökum enn þátt í fagnaðarríkri helgistund. Ólafur Tryggvason. STÖKUR Álsamningar og fleira. Gylfi og viðreisnin gatar galar um stræti og torg. Hina leiðina hatar hrofar upp Álaborg. Sýslubankinn sendir enn syni Ljósvetninga. Þingeyskt vit en montna menn að máta Árnesinga. Kveðja til Bernharðs Stefánssonar. Þjóðernið er hrakið, hrjáð, hugarfarið skekur. Siðgæðið er þjakað, þjáð, þjóðarskútan lekur Úlfaþytur. Ég lít á það sem læknisráð í ljósi staðreyndanna. Ef að trúnni yrði sáð inn í hjörtu manna. H. F. Samkomuhús Akurevrar BLÖÐIN eru að tala um íþrótta hús og Alþýðuhús. Einkennilegt að lítið eða ekkert skuli vera talað um Samkomuhús Akur- eyrar, nema í Degi. En það fer að vanta tilfinnan- lega Samkomuhús fyrir bæinn, og það áður en hin nefndu hús koma, sem sjálfsagt eru líka nauðsynleg. Þetta gamla, góða samkomu- hús okkar fer nú að verða úrelt, furðulegt að það skuli enn vera látið fullnægja þörfinni. Það má heita að það fylgi öldinni. Það var stórhugur í mönnum á þeim árum, þegar bæjarbúar voru innan við tvö þúsund. Fallegt og tilkorhumikið hús, ekki verð- ur annað sagt. En maður kókl- ast alltaf með hálfum hug þarna upp á loft í timburhúsi með fjöl menni. Og þarna er fyrir löngu orðið þröngt fyrir dyrum, þegar annarhvor maður á bíl. Nei, þetta dugar ekki lengur. Takið ykkur til, eða að minnsta kosti ráðgerið, háttvirtu herrar, hvar og hvemig Samkomuhúsið á að vera. Nú er, eins o.g rétt er, mikið talað um Akureyri sem höfuð- stað Norðurlarids,, en eiginlega vantar alltaf rúmgott húsnæði, þegar margmenni kemur sam- an. Verið stórhuga eins og alda- mótastórmennin, í Guðsbæn- um. Halldóra Bjarnadóttir. Húsvíkingar gefa fil Skálholfs MÉR BARST í dag góð gjöf til lýðskólans í Skálholti. Hún er frá söfnuðinum á Húsavík, tíu' þúsund króna framlag. Jón H. Þorbergsson á Laxamýri kom með þessa gjöf hingað á skrif- stofuna, en hann hefur fyrr og síðar sýnt mikinn skilning á þessu skólamáli og veitt því ötulan og virkan stuðning í orði og verki. Söfnuðurinn á Húsa- vík, sem er einna fjærstur Skál- holti allra safnaða landsins og utan marka hins forna Skál- holtsstiftis, hefur fyrstur safn- aða gerzt til þess að veita slíkan styrk til hins áformaða Skál- holtsskóla. Þetta er Húsvíking- um mikil sæmd og öðrum til eftirbreytni, því heldur sem Húsvíkingar hafa nýlega ráðizt í mikla og dýra framkvæmd við kirkju sína. Vert er að geta þess í þessu sambandi, að á Vídalínsdaginn, þegar minnzt var þriggja alda afmælis Jóns biskups Vídalíns, fóru fram samskot til styrktar Skálholti í Akureyrarkirkju. Á héraðsfundi Eyjafj arðarprófasts dæmis var einnig skotið saman upphæð í sama skyni. +------------------—+ Hinir ungu erfa landið og fylkja sér um B-LISTANN, lil að fryggja hófsaman og ábyrgan málflufning í framfara- og menn- ingarmálum. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). veita Alþýðuflokknum nokkurn stuðning, og hugsi sem svo, að skárra sé fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að tapa nokkrum atkvæð- um, en að tapa vinnukonunni úr húsinu, sem hætta geti verið á eftir afhroð í kosningum, og aðstaða þeirra veikist, sem hafa notið húshjálpar Alþýðuflokks- ins síðustu árin. Er vonandi, að Sunnlendingar taki eins vel í strenginn, þegar Hólar þurfa á að halda, eins og þessir norðlenzku söfnuðir og Hólamenn hafa gert, þegar Skál holt knýr á. 19. apríl 1966. Sigurbjörn Einarsson. - Akureyri sé miðstöð norðlenzkrar baráttu (Framhald af blaðsíðu 1.) 1. Að ríkisvaldið gjörbreyti stefnu sinni í dreifbýlismál- um og miði hana m. a. við aðkállandi framkvæmdaþörf á Akureyri og Norðurlandi öllu. 2. Að efla svo atvinnuvegi bæj- arins, að þeir geti veitt ört vaxandi fólksfjölda eins góð lífskjör eða betri, en völ er á annarsstaðar. 3. Að efla starfsemi skóla og annarra uppeldisstofnana og sjá ungu fólki fyrir aðstöðu til vaxandi íþrótta-, félags- og tómstundastarfa í hollu umhverfi. 4. Að liraða skipulags- og bygg- ingarframkvæmdum bæjar- ins með það fyrir augum, að húsnæðisskortur hamli ekki búsetu manna, enda verði kapp á það lagt, að gera fólki kleift að eignast þak yfir höf- uðið. Ennfremur, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem bygging élliheimilisins markaði, með því m. a. að byggja smáíbúðir fyrir aldr- að fólk, sem kýs að halda heimili meðan heilsan endist. Sjá þarf fyrir sjúkum og hrumum og vangefnum fyrir fræðslu við þeirra hæfi og dvalarstað, sem nú er að . unnið. Að þessum verkefnum vilja Framsóknarfélögin vinna með bæjarstjóm þeirri, er kjörin verður, öðrum opinberum aðil- um, félögum og einstaklingum hér í bæ og annarsstaðar, sem unnt er að hafa samstarf við um framgang þeirra. (Úr kosningaávarpi Fram- sóknarfélaganna).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.