Dagur - 14.05.1966, Page 4

Dagur - 14.05.1966, Page 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HIÐ FRJÁLSA FÓLK MANNA á milli og jafnvel í blöðum er skopazt að því fólki, sem í fyrra fylgdi öðrum stjórnmálaflokki en í ár. Með einhverjum, broslegum und- antekningum, er þó hér um að ræða það fólk, sem lætur málefniri ráða stuðningi 'sínum við stjórnmála- flokka og þjónar á þann hátt lýðræð- inu eins vel og bezt verður kosið. Og það er einmitt þetta frjálsa fólk, sem jafnan hefur úrslitaáhrif a þær breyt- ingar í kosningum, sem verða hverju sinni. I’ví miður er þetta fólk of fátt í okkar þjóðfélagi — í landi hins vax- andi flokksvalds —. Til er fólk. sem sækist eftir pólitískum vegtyllum af kappi, hefur t. d. gaman af. því að vera á lista hjá einhverjum flokki, en er málefnalega sama í hvaða Kefla- víkinni það rær. Gamansemi manna beinist oft að því. Hið þögla fólk er þó mikfu fjöl- mennara í þeim hópi manna, sem er frjálst og hvergi „flokksbundið". Það fylgist með því sem skrifað er í blöð, eða flutt í útvarp. Það man hverju menn og flokkar lofa. fylgist með efndunum, hefur ákveðnar skoðanir á opinberum málum og horfir á framvindu þeirra og málefna samfé- lagsins af eigin sjónarhóli. Stundum brosir það tvíræðu brosi við vikapilt- um, sem hlaupa í hús og biðja um atkvæði, þakkar fyrir að eftir því er munað á „hærri stöðum", cn þykir eigin dómgreind hollust og lætur hana ráða. Undanfarna daga og vikur hefur það sannazt mjög vel hvað núverandi stjórnarstefna, eins og lnin hefur reynzt í framkvæmd, er óvinsæl með- al fjölda manna og kvenna, sem kaus núverandi stjórnarflokka í góðri trú á sínum tíma. Þetta óánægða fólk hefur fundið sárt til vanefndanna hjá þeim, sem Jiað trúði fyrir sínum málefnum. Það j bendir á Keflavíkursjónvarp, sem sé þjóðarskömm að þola, samninga nú- verandi ríkisstjórnar við Iireta um landhelgina, sem kemur í veg fyrir J einhliða útfærslu á sama hátt og gert var 1958, og nú síðast Straumsvíkur- hneykslið. Þetta fólk liarmar van- efndir í dýrtíðarmálunum, lánsfjár- höftin, okurvextina, og hina vaxandi óreiðu í opinberum málum. Það finnur fyrir Jní, að þurfa að greiða fimm sinnum hærri upphæð til ríkis- sjóðs en 1958 í hækkandi sköttum og tollum, í stað Jjess sem lofað var. Hið Jiögla en óánægða fólk veit, að stjórn arflokkarnir sinna ekki bænaskrám eða áskorunmn, vantar skilning á Jjörfum landsbyggðarinnar og skilur ekkert nema atkvæðatölur og Jjað vald, sem Jjeim fylgir. Þetta fólk mun gefa Jjeirn stjórnmálaflokkum verð- uga áminningu 22. maí, sem til henn- ar hafa unnið. TAKA VERÐURUPP OG AÆTLUNARGERÐ segir Haukur Arnason byggingaverkfræðingur í samtali við blaðið í dag HAUKUR ÁRNASON tæknifræðingur og framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Haga h.f. skipar fimmta sæti á lista Fram- sóknarmanna til bæjarstjórnarkjörs á Akureyri. Haukur er 35 ára, duglegur og einarður, félagshyggjumaður, tekur vaxandi þátt í framkvæmdum hér í bæ ásamt stórum hópi samstarfsmanna sinna, er bindindismaður og hefur mikinn áhuga á málefnum ungs fólks. Hvað viltu segja um samvinnu rnilli norðlenzkra byggða? Eitt stærsta vandamál ís- lenzkrar þjóðar nú, er jafnvæg- isleysið í byggð landsins. Nú verandi stjórnarflokkar hafa með samþykkt álfrumvarpsins aukið mjög þetta vandamál og hættu' á nýju dýrtíðarflóði í landinu, að þjóðarvoði má telja. Oflug samstaða landsbyggðar- innar um verndun hagsmuna sinna er því þjóðarnauðsyn. Fagna ber því þeirri sam- ..yinnu er náðzt hefir milli kaup- staða á Norðurlandi um eflingu atvinnu- og menningarlegrar uppbyggingar í landsfjórðungn- um. Þessi samvinna, ásamt stór- eflingu Akureyrar, sem höfuð- staðar Norðurlands, er ti'ygg- asta mótvægið gegn fólksflutn- ingunum til Faxaflóasvæðisins. Álmálið vakti fjörugar um- ræður í bæjarstjórn? Eftir málflutningi bæjai’stjórn arfulltrúa Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksins á fundi Bæjai'- stjómar Akureyrar 19. apríl sl., en þar var til umræðu viljayfii’- lýsing bæjarstjóx-nar í álmálinu, er ljóst, að þeir meta þjónustu sína við flokksstjórnjrnar ofar hagsmunum Akureyrar, lands- byggðarinnar og þjóðarinnar allrar. Því ættu kjósendur að gefa þeim vei’ðuga áminningu í kosningunum 22. maí. Ennfi’em- ur er rétt að kjósendur minnist þess að þingmaður Sjálfstæðis- flokksins frá Akureyri hafði ekki trú á því að Tækniskóli ís- lands gæti starfað eða ætti að vera staðsettur á Akureyri. Þó fékkst sett inn í lögin um Tækni skóla íslands, heimild til síðar að stofna tækniskóla eða stai-f- rækja deildir tækniskóla á Ak- ureyri. Sumir kalla það hreppapólitík, að vinna að sérstökum málum fyrir bæinn? Það helzta sem nýkjöi’in bæj- arstjórn mun þux-fa að beita sér fyrir verður það sem Sjálfstæð- ismenn kalla hreppapólitík. En það er að gera þær ki’öfur til ráðamanna að þeir taki fullt tillit til hagsmuna landsbyggð- arinnar með uppbyggingu menn ingarmiðstöðva og eflingu byggðakjarna á nokkrum stöð- um á landinu. Sem dæmi um einstök mál sem miklu vai’ða við uppbyggingu Akureyrar vil ég nefna: 1. Eflingu atvinnu í bænum með aukningu sjávarútvegs, iðn- aðar og landbúnaðar. Sam- hliða því að upp verði tekin ný launakei’fi, sem hvetja til aukinna afkasta. 2. Aukið átak í skólamálum skyldunámsins og stofnun fleiri sérskóla. 3. Bygging hagkvæms íbúðar- húsnæðis. 4. Endurskipulagning miðbæjar og hafnarsvæðisins með stór- fellda framþróun í verzlun og siglingum í huga. 5. Fullkomin uppbygging elli- heimilanna og starfræksla annarra hjúkrunarmiðstöðva 6. Áframhaldandi uppbygging sjúkrahússins og annarra heil brigðisstofnana. 7. Bygging leik- og tónlistahall- ar og stóraukin listastai-f- semi. 8. Áframhaldandi jai’ðhitaleit og athugun á stórvii’kjun Laxár með raforkusölu til upphitunar í fjarhitakerfum í hugá. Ilaukur Árnason. 9. Algjör endurskipulagning gatnagerðar og byggingafi’am kvæmda bæjarins og gerð framkvæmdaáætlunar. 10. Stórátak til áframhaldandi uppbyggingar íþrótta-að- stöðu í bænum og efling hvers konar æskulýðsstai'f- semi. Mig langar til að heyra álit þitt á byggingamálum? Lækkun byggingax’kostnaðar er raunhæfasta kjai’abót almenn ings nú. Þetta hafa launastétt- irnar komið auga á og knúðu stjórnarvöld landsins á síðasta sumri til að taka það spor, sem ínei’kast hefur vei’ið tekið í þess um málum um langt árabil. Á ég þar við tilkomu byggingaá- ætlunarinnar, en ekki sjálfsagða hækkun lána Húsnæðismála- stofnunarinnax’, sem svai’ar þó hvei’gi nærri þeim hækkunum, sem oi’ðið hafa á íbúðaverði í tíð „viðreisnarstjómarinnar". Ég er oft minntur á að hafa sagt, að hægt væri að lækka byggingakostnað um 20 til 30%, en ekki séu byggingar sem ég sjái um ódýrari en hjá öðrum. Ég fullyrði enn, að þessi árangur getur náðst, en til að svo megi verða er nauðsyn að fjármagni til bygginga verði stjói-nað betur en nú er gert. Gefa þarf nokkrum fyrirtækj- um kost á því fjármagni sem þarf til að kaupa þau tæki sem nútímabyggingatækni krefst og tryggja stöðuga og árvissa notk un þeirra. Þannig dreifist kostn aður af tækjakaupum á mai’gar íbúðir og hægt verður að koma við fullkominni áætlunagerð, sem er önnur af megin forsend- um lækkunar hins gífui’lega byggingakostnaðar. Til að fyrir byggja misnotkun fyrirtækjanna á því fjármagni sem þeim þann- ig yrði fengið í hendur, er nauð- synlegt að hafa opinbert eftirlit BYGGINGARTÆKN! með sölu og verðlagningu þeirra íbúða, sem þannig yi’ðu byggð- ar. Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar hefir fengið þessi mál til úi’lausnar og eru miklar vonir bundnar við starfsemi hennar. Við Akui’eyi’ingar þurfum að vei’a vel vakandi í þessum mál- um og gera þá kröfu að hér verði þegar hafinn undii’búning- ur að byggingu 50 íbúða ái’lega á vegum framkvæmdanefndar- innar og að fyrstu bygginga- framkvæmdir geti hafizt vorið 1967. Hvað segir Jjú um nýtt leik- hús? Nú er orðið tímabært fyrir Akureyri að hefjast handa um undirbúning að byggingu leik- og tónlistarhallar, svo hægt sé að krefjast þess að Þjóðleikhús- ið komi með möi-g leiki’it sín til sýninga hér í bænum. Ennfrem- ur þarf að vera aðstaða til að Sinfóníuhljómsveit íslands, sem kostuð er af almennafé, komi hingað nokkrum sinnum á ári til hljómleikahalds. Samhliða auknu leik- og tónlistai’lífi mundi skapast mun betri að- staða fyrir listamenn bæjarins. í sambandi við byggingu nýs leikhús vii’ðist mér sjálfsagt að gera ráð fyrir aðstöðu til sýn- inga hvei’skonar myndlistar og listiðnaðar. Akureyringar hljóta að gera þá kröfu að ríkisvaldið leysi fjár hagshlið málsins á svipaðan hátt og gert var við býggingu Þjóðleikhússins á sínum tíma Árleg skáldavika eða alhliða listahátíð? Hugmyndin um listahátíð á hverju vori hér í bænum vii’ðist mér sjálfsögð. En stórt leikhús og hljómleikasalur er forsenda fyrir því að hægt sé að halda myndai’legar fjöldasamkomur. Fyrsta skrefið gétur þó verið það, að nú þegar vei’ði útvegað hentugt húsnæði til sýninga á íslenzki-i myndlist bæjai’búum og ferðamönnum til yndisauka, og að minnast þjóðskáldanna á vei’ðugan hátt. Vonandf verður jarðliitaleit lialdið áfram? Á síðastliðnu ári voru fram- kvæmdar tilraunaboranir á veg um Akureyrai’bæjar á Lauga- landi í Hörgárdal og við Glerár- gil. Á báðum þessum stöðum vai’ð nokkur árangui’, sem þó er ekki fullkannaður. Þriðja svæð- ið sem til greina kemur til öfl- unar jai’ðhita til vai-maveitu Ak ureyrar er að Reykhúsum í Eyjafirði. það svæði hefir ekki vei-ið kannað ennþá en er talið allálitlegt. Að Laugalandi feng- ust um 10 sekúndulítrar af 70 til 90 gráðu heitu vatni sem er um áttundi pai’tur þeirrar hitaoi’ku sem bærinn þarfnast. Jafnframt því að það svæði verði kannað til hlítar álít ég að fi’amkvæma þux-fi í-annsóknir á rekstrarhagkvæmni fjax-hita- stöðva í bænum, þar sem orku- gjafinn gæti oi’ðið að meira eða minna leyti heitt vatn, olía eða í’afoi’ka sem mér vii’ðist koma fyllilega til gx-eina. Raforkuvei’ð ið ætti að geta orðið 20 til 25 aui-ar kwst. sem er tvöfalt hærra verð en það sem væntan- leg álbræðsla greiðir fyrir raf- oi’kuna fiá Búi’felli. Stórvii’kjun á Norðurlandi er fyllilega tíma- bær og skal unnið að því máli af framsýni og djörfung. Skipulagsmálin og bæjarfram kvæmdir? Endurskipulagning bæjarins í gatnagei’ðai’- og byggingamál- um þai’f að miða að því að vei’k- GUÐMUNDUR BÚASON er Hörgdælingur að ætt, en hefur unnið við verzlunar- og af- greiðslustörf hér í bænum síð- ustu árin, kvæntur maður, yngsti úlibússtjóri Nýlendu- vörudeildar KEA, tók við úti- búinu í Ránargötu fyrir nokkr- um dögum og hyggur á íbúðar- byggingu. Blaðið hitti hann í vikunni og bað hann að svara nokkrum spurningum. Hvernig líkar Jjér starfið, Guð mundur? Mér líkar mjög vel að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, sem er flestum fyi’ii’tækjum ti’aust- ara og stendur vel við sína hlið samninganna við okkur sem hjá því vinnum. Samhliða nokkrum efnin verði fullundix’búin af tæknideild bæjarins eða verk- fræðifyi’irtækjum áður en fram- kvæmdir hefjast. Sem allra mest verði boðið út af verkefnum bæjai'ins en með því vinnst það, að verkið hefst ekki fyrr en það hefur vei’ið fullskipulagt og fjár magn tryggt til allrar fram- kvæmdarinnar. Til að þetta megi takast munu Fi’amsóknai-menn í bæjarstjói’n leggja til að stofnaður vei’ði Framfai’asjóður Akureyi’ai’bæj- ar. Honum vei’ður ætlað að miðla fjármagni bæjarins sem varið er til uppbyggingar þann- ig, að byggingatími hinna ein- stöku verkefna styttist verulega og ekki liggi eins mikið fjár- magn í hálfgerðum framkvæmd unum og nú er. Með þessu yrðu allar framkvæmdimar mun ódýrari. Útboð bæjarins mundu ennfremur stuðla að því að hér risu upp verktakafyrirtæki sem yrðu þess megnug að taka að sér allar stærri framkvæmdir á Norðurlandi og auka þannig at- hafnalíf bæjarins. Óg að síðustu, Haukur? Akureyringar! Um leið og þið kjósið lista Framsóknarmanna á Akureyri eflið þið framfara- mátt bæjarins, aukið hagsæld ykkar og gefið stjórnarflokkun- um þarfa áminningu, segir Haukur Árnason byggingafræð- ingur að lokum og þakkar blað- ið viðtalið. □ kvíða, þá hefi ég líka gaman af að sjá um útibúið við Ránar- götu, en eftir er að sjá hvernig til tekst, og svo vona ég, að þar verði aukið húsnæði til að úti- búið geti veitt betri þjónustu og aukið verzlunina. Hvað gerirðu í tómstundun- um? Það eru bara engar tómstund- ir. Ég er að undirbúa íbúðar- Guðmundur Búason. byggingu og þá veit maður hvað það er, að hafa eitthvað að gera. Hins vegar fylgist ég með ungu fólki, því sjálfur er ég aðeins rúmlega tvítugur. En þeir, sem eru á mínum aldri og yngri, og ekki hafa fest ráð sitt eða tekið ákveðna stefnu í lífinu yfirleitt, þurfa margir á einhverskonar aðstoð að halda, sem ætlast verð ur til að bæjarfélagið veiti. En þar á ég við aðstöðu til tóm- stundastarfs og íþróttaiðkana alveg sérstaklega. Mér er knatt- spyrna efst í huga í þessu sam- bandi. Við heimtum að knatt- spyrnupiltarnir okkar standi sig vel og sjálfsagt er að gera miklar kröfur til þeirra. En það verður þá einnig að skapa þeim viðunandi æfingaraðstöðu, sem ekki er ennþá fyrir hendi. Þú varst að tala um íbúðar- byggingu? Ég er ekki byrjaður, en samt eru strax ljón á veginum. Og (Framhald á blaðsíðu 7.) SIÍRIFSTOFUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Á AIÍUREYRI SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 opin alla virka daga, nema laugardaga, kl. 10—12 f. h„ 2—6 og 8—10 e. h. Laugardaga og sunnudaga kl. 2-6 e. li. - Símar: 2-11-80 og 1-14-43. SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 (hús Jóhannesar Óla Sæmundssonar) opin öll kvöld, nema laugard., kl. 8—10. Sími 1-23-31. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING fer fram alla daga og veitir skrifstofan upplýsingar og fyrirgreiðslu. SJÁLFBOÐALIÐAR! sem lána vilja bíla á kjördag láti skrá Jjá sem fyrst. Framsóknarfólk, samtaka fram til sigurs. SAMFÉLAGIÐ VERÐUR AÐ AUÐVELDA ÍBÚÐABYGGINGAR Un a fólkié UNGT FOLK GRIPUR ALLT A L0FTI UNGFRÚ STEINUNN ÁRNA- DÓTTIR, stúdent frá M. A. á síðasta ári, vinnur nú á skrif- stofum Akureyrarbæjar. Blað- ið ræddi við hana urn stund og svaraði hún spurningum blaðs- ins góðfúslega á eftirfarandi liátt: Hvernig kanntu við starfið á skrifstofum bæjarins? Við starfið kann ég alveg prýðilega. Á bæjarskrifstofunni fara fram margháttuð störf og Stcinunn Árnadóttir. margir eiga leið þangað á degi hverjum. Maður er því alltaf að sjá ný andlit og kynnist mörgu og ágætu fólki. Einnig líkar mér vel við samstarfsfólkið. Viltu nokkuð sérstakt segja um skólamálin hér í bænum? Mér finnst þörf á að breyta öllu almenna skólakei-finu. Þeg- ar á heildina er litið finnst mér kennslan of þurr, bókstafsbund- in og fornar venjur ríkjandi um of Nemendur verða að fá að vinna sjálfir í tímunum, í stað þess að sitja og hlusta, taka meiri þátt í starfinu. En fyrsta skilyrði fyrir því, að góður árangur náist, er að kennarinn sjálfur hafi áhuga á starfi sínu og glæði hann hjá nemendun- um. Hvað kennslu í menntaskól um snertir, finnst mér mála- kennslu helzt ábótavant, því tal- æfingar vantar. Nemendur eiga í erfiðleikum með að tala málið þótt þeir hafi nokkuð mikla kunnáttu í því að öðru leyti. Úr þessu þarf að bæta. Augljóst er, að Meinntaskólinn á Akureyri er orðinn of lítill fyrir hinn stóra nemendahóp sinn. Verður því að bæta aðstöðuna þar, en jafnframt þarf að byggja nýjan menntaskóla á Vestur- eða Aust urlandi, fremur en fjölga nem- endum mjög mikið t. d. við M. A. Finnst þér rétt að færa gift- ingaraldur kvenna niður í 16 ára? Það held ég hreint ekki. Mér finnst gæta nokkurs sársauka hjá skólasystrum mínum, sem hafa stofnað heimili mjög ung- ar, yfir einhverju, kannski hluta af æsku sinni, sem þær hafi misst við það að hefja húsmóð- urstörfin snemma. En finnst þér þá rétt að færa kjólfaldinn upp, eins og tízku- kóngar segja fyrir um? Ég verð líka að svara þessari spurningu neitandi, því það fer svo fáum konum vel, finnst mér. En í sambandi við klæðnaðinn yfirleitt, er hann að ýmsu leyti skynsamlegri nú en áður. Má þar minna á síðbuxurnar og kuldaúlpurnar. Hins vegar eiga síðbuxurnar ekki við á skemmti stöðum, þótt þær séu ágætar í snjó og við margskonar grófari vinnu. En af því samtalið er komið inn á þessa braut, má benda á, að telpur á fermingar- aldri og nokkuð eldri eiga alls ekkí að mála sig eins og nú er svo algengt, þær spilla oftast útliti sínu með því og skemma húðina. Viltu nokkuð sérstakt segja um skemmtanalífið? Skemmtanalífið er á sumum sviðum á hreinum villigötum. Ungu fólki leiðist oft, ég veit ekki hvers vegna. Það er óró- legt og síleitandi, tilbúið að grípa allt á lofti. En það, sem fólkið leitar að, finnst sjaldnast á skemmtistöðum, því það býr í því sjálfu og finnst þar fyrr eða síðar. Það, sem miður fer í skemmtanalífinu er e. t. v. vegna þess hve mörgu ungu fólki er þvert um geð að vera eitt út af fyrir sig og hugsa rólega. Lestu mikið? Töluvert, fyrrum Guðrúnu frá Lundi, nú Kiljan og Davíð. Ég hefi dálæti á ýmsum bókum Nóbelsverðlaunaskáldsins, en af öllum skáldum er Davíð frá Fagraskógi mér kærastur. Ljóð hans snerta mig og mörg þeirra eru auðug af lífsspeki. Ég kynnt ist skáldinu aldrei persónulega, en ég mætti honum stundum á götu, sá hann í margmenni og heyrði hann flytja ræður og kvæði. Það er ógleymanlegt, því maðurinn hafði óvenjulega per- sónutöfra. Mér finnst ég stund- um heyra hina óviðjafnanlegu rödd hans, þegar ég les í ljóða- bókum hans. Bænum ber skylda til að heiðra minningu hans á hinn veglegasta hátt, sem unnt er, svo mikið stækkaði skáldið staðinn — svo mikið stækkaði hann okkur sjálf, segir ungfrú Steinunn Árnadóttir að lokum og þakkar Dagur svör hennar. STARFS- OG LÍFSGLEÐIER DÝRMÆTT HNOSS ÁRNI SVERRISSON er 21 árs prentnenii, starfar mikið fyrir ungt íþróttafólk í tómstundum sínum, sem þjálfari og dómari, en á sér einnig ýmis önnur áhugamál. Blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir liann og fer samtalið hér á eftir. Hvað áttu mikið eftir af prent náminu, og hvernig líkar þér það? Ég lýk því í haust, en auðvit- að er hægt að halda námi áfram í þessari iðngrein, bæði innan- lands og utan. Mér fellur vel að vinna óg nema hér í Prentverki Odds Björnssonar h.f. Að vísu langar mann stundum á sumrin í góðu veðri til þess að vinna úti. Yfir veturinn metur maður svo hlýjuna og bjartan vinnu- stað að verðleikum. Oft er mik- ið að gera, stundum unnið fram á nótt, sérstaklega fyrir kosn- ingar og fyrir jólin. Prentarar þurfa held ég ekki að óttast at- vinnuleysi. Hvernig eyðir þú tómstund- um þínum? Það er nú enginn vandi að eyða þeim, því þær eru of fáar og stuttar fyrir allt það, sem maður gæti gert. Mestur tíminn fer í innanhússíþróttirnar. Við þær starfa ég um flestar helgar og mikið á kvöldin. Bæði er gaman og gagn að því að starfa með og fyrir unglingana. Og að fylgjast með framförum þeirra nefur þegar vel gengur, er skemmti- legra en flest annað. Ég hef það á tilfinningunni og hefi í því efni eigin reynslu, að það sé blátt áfram nauðsynlegt fyrir unglinga, allt niður á fermingar aldur, að stunda einhverjar íþróttir. Það er svo fátt annað nema meira og minna misheppn aðar skemmtanir, sem laðar að 'ryí'"', Árni Sverrisson. sér unga fólkið hér í bænum. Taka drengir betur tilsögn- inni en telpur? Miklu betur, svona yfirleitt. Kannski er það klaufaskapur. En reynslan er sú, að margar telpurnar hætta fljótlega af æfa sig, gefast upp. Þær þola verr tilsögn og finnst það persónu- leg lítilsvirðing við sig, þegar að er fundið. Þeim finnst stund- um, að þær séu að æfa sig fyrir okkur Nokkuð um unglingana al- mennt, Árni? Ég er nú ekki maður til að taka mér í munn orð predikara yfir ungu fólki. En það sem mér oráiá finnst alveg nauðsyn fyrir alla unglinga, pilta og stúlkur, er að eiga sér einhver áhugamál og leggja sig fram við að stunda þau. Það skiptir sennilega minna máli hver viðfangsefnin eru. Þeir sem eiga ekki áhuga- mál, eru illa staddir. Við viljum öll gera eitthvað, sem við sjálf eigum frumkvæði að og enginn hefur sagt okkur að gera. Þetta sækir stundum fast á hið innra með okkur og verður að fá út- rás. Þetta ættu þeir eldri líka að skilja ef þeir eru ekki búnir að tapa minni. En þeir þurfa helzt, auðvitað með okkar hjálp, að skapa okkur betri íþrótta- aðstöðu. Mér finnst ég stundum verða var við svartsýni og ein- hverja óeðlilega deyfð hjá sumu ungu fólki. Starfsgleði og lífs- gleði er auðvitað það dýrmæta hnoss, sem allir þurfa að njóta. Ungt fólk hefur mörg tækifæri til starfs og skemmtana, og óþarfi að láta sér leiðast á með- an beðið er eftir íþróttahúsi. Hefurðu áhuga á bæjarmál- unum? Víst hefi ég það, enda snerta þau alla bæjarbúa. Sárt þykir mér að sjá göturnar og hafa það á tilfinningunni, að bílamir, þessi dýru tæki, verða ónýtt járnarusl á skömmum tíma vegna þess að götur og vegir eru eins og vegleysur. Svo furða ég mig stundum á vinnufram- kvæmdunum hjá bænum, en nóg um það. Kosningarnar eru líka bæjarmál og ég hef áhuga á þeim og mun varla verða síð- astur á kjörstað. Ég held að mjög margt af ungu fólki vilji taka þátt í kosningunum að þessu sinni, þó ég ætli ekki að ræða það sérstaklega, segir Árni Sverrisson að lokum, og þakkar blaðið viðtalið. Q FRAMSÓKNARMÖNNUM BEZT TREYSTANDI EÐVARÐ ÓLAFSSON blikk- smiður, vinnur á Sameinuðu verkstæðunum Marz, og hefur unnið þar sl. 8 ár, lauk sveins- prófi fyrir 3 árum. Hann er borinn og barnfæddur Akur- eyringur og býr nú með fjöl- skyldu sinni í Glerárliverfi. Dag Eðvarð Ólafsson. ur lagði fyrir hann nokkrar spurningar og fer viðtalið hér á eftir. Hvernig eru kjör járniðnaðar nianna, Eðvarð? Kjör járniðnaðarmanna eru fremur bágborin, og er útilokað að lifa sómasamlegu lífi af 8 tíma vinnu. Menn verða því að vinrta eins mikla aukavinnu og hægt er að fá, ekki sízt þeir, sem eru að koma sér upp þaki yfir höfúðið eða stofna heimili, og finnst mér menn fá lítið fyi’- ir laun sín nú, í því dýrtíðar- flóði, sem dynur yfir þjóðina. Gleggsta dæmið um of lág laun tel ég, að menn hafa ekki einu sinni efni á því að taka sér sumai'frí. Er blikksniíði vaxandi iðn- grein á Akureyri? Já. Hún er það. Þegar ég hóf nám árið 1958 unnu 6 menn við blikksmíðina, en nú erum við 14, og hefur hún vaxið mjög síðan Pétur Valdimarsson tók við stjórninni. Það sem við fram leiðum helzt er: Hitalagnir í hús, stór og smá, loftræstingar- kerfi, þakrennur, og fleira. Hver eru helztu áhuganial þín utan vinnutímans? Það eru fyrst og fremst íþrótt ir, en menn hafa yfirleitt, því miður, lítil tækifæri til að sinna slíku, vegna hins óhæfilega vinnudags. Leggur þú stund á einhverja íþróttagrein sérstaklega? Nei, en það er ósk mín að á Akureyri væru til góð og fjöl- breytt lyftingatæki, sem hægt væri að fá afnot af, sérstaklega þeir, sem hafa lítinn tíma, en vilja halda líkama sínum í þjálf- un, og er von mín að slík að- staða skapist með'tilkomu nýja íþróttahússins. Þá mætti stofna hér klúbb líkan þeim, sem er starfandi í Reykjavík. Hvað vilt þú segja um bæjar- málin? Mér finnst bæjarstjórnin hafa sýnt of mikið tómlæti í sam- bandi við íþróttaaðstöðuna í bænum undánfarin ár. En það stendur til bóta er nýtt íþrótta- hús ris, og með miðstöð skíða- íþi'óttai'innar í Hlíðarfjalli, auk ýmislegs fleira sem er í undir- (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.