Dagur - 17.05.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 17.05.1966, Blaðsíða 2
2 FISKIÐJUSAMLAG HÚSAVÍKUR Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hefur verið vaxandi grózka í at- vinnulífi Húsavíkur, enda hefur fbúunum fjölgað ár frá ári og bærinn skipt um svip. Ymsar stoðir hafa borið uppi vaxandi velgengni í Húsavík. í því sambandi má nefna aukinn iðnað, sterkar rætur til gróður- ríkra landbúnaðarsveita, sem Finnur Kristjánsson. mjög hafa eflt Húsavík í gegnum verzlun og viðskipti, en síðast en ekki sízt er sjávarútvegur undir- stöðuatvinnugrein Húsvíkinga. Hinir eldri sjómenn í Húsavík hafa sagt mér að þeir muni tvenna tímana, í sambandi við móttöku og verkunarmöguleika fiskaflans í iandi. Þegar byrjað var að hrað- frysta fiskinn hjá Kaupfélagi Þing eyinga varð rnikil breyting til batnaðar, miðað við það sem áð- ur var. En með tilkomu Fiskiðju- samlags Húsavíkur má segja, að hefjist nýr og stórmerkur þáttur í atvinnusögu Húsavíkur. Það sam- starf, sem þá hófst, um stofnun Fiskiðjusamlagsins milli Húsavík- urkaupstaðar, Kaupfélags Þingey- inga og margra sjómanna og út- vegsbænda, hefur orðið rnikil lyltistöng fyrir útgerðina og at- vinnulífið í bænum; þá jókst út- gerðin til muna, vöxtur bæjarfé- lagsins varð meiri og atvinnulífið stórum öruggará. Á síðustu árum hefur rekstur Fiskiðjusamlagsins gengið mjög vel, jafnvel svo, að.hægt hefur verið sum árin að greiða sjómönn- um uppbætur á fiskinn fram yfir lögskráð fiskverð. Hefur þetta staf að af góðu hráefni, aukinni vinnu hagræðingu og betri vélakosti, er tekinn hefur verið í notkun. Nú stendur Fiskiðjusamlagið á nýjum vegamótum, verið er að Ijúka við mikla viðbótarbyggingu til stækkunar á gamla húsinu, og er áætlað að meginhlutinn verði tekinn í notkun á næstu vikurn. Með þessari framkvæmd aukást afkastamöguleikar frystihússins stórlega, ný vinnuhagræðing verð- ur tekin upp og öll véltækni auk- in, miðað við það sem nú er. F'ramkvæmdastjóri Fiskiðjusam- lagsins hefur verið mjög dugleg- ur að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og taka þær upp í sam bandi við hinar nýju stækkunar- framkvæmdir. Ekkert annað en aukin véltækni, meiri vinnuhag- ræðing, aukin afköst, gjörnýting aflans og heilbrigð samstaða sjó- manna við Fiskiðjusamlagið get- ur tryggt sjómönnum hæsta fisk- verð, en það er að sjálfsögðu tak- markið með hinum nýju fram- kvæmdum. Ég vona að vel takist til um reksturinn við hin nýju og glæsilegu skilyrði. HARALDUR GÍSLASON, mjólkurbússtjóri, Húsavík: Yaxandi iðnaður á Húsavík Á SÍÐUSTU ÁRATUGUM hef- ur atvinnulíf íslendinga óðum sótt í átt til iðnvæðingar. Forsenda þessarar þróunar er sú, að íslendingar hafa allt frá byrjun þessarar aldar leitazt við að tileinka sér og taka í þjónustu atvinnuveganna nútímatækni. Á einum mannsaldri hefur viðhorf íbúanna til afkomumöguleikanna, sem landið býr þeim, gerbreytzt. Miðað við legu landsins, veðr- áttu og landsgæði, var ekki ann- ars að vænta, en að þjóðin mundi um ófyrirsjáanlega framtíð verða að sætta sig við kröpp lífskjör í hrjóstrugu, einangruðu eylandi. Þetta hefur breytzt svo, að við í dag búum við lífskjör sambærileg þeim sent bezt gerast annars stað- ar, og við lítum á land okkar sem land ótæmandi tækifæra. Hér á Húsavík hefur iðnaður farið ört vaxandi ár frá ári, t. d. bygginga-iðnaður, vélvirkjun, fisk- jðnaður, mjólkuriðnaður og kjöt- iðnaður. í sumum þessum grein- um mætti gera meira og bæta ýms- um nýjum iðngreinum við. Ymis- legt mætti beuda á í jressu sam- bandi, sem grundvöllur væri fyrir hér á Húsavík, svo sem húsgagna- bólstrun. — Við kaupum öll okk- ar húsgögn írá Akureyri eða Reykjavík. Þetta er þarflaust. Hér þarf að koma verkstæði, sem sér um þessa hluti fyrir Húsavík og Þingeyjarsýslu. Prentsmiðja ætti að hafa nóg verkefni hér, fyrir bæ og hérað, við prentun og útgáfustarfsemi. Efnagerð — jtar blasa verkefnin alls staðar við. Ef komið er inn í verzlun sjást alls konar efnagerð- arvörur, sem framleiddar eru allt frá Selfossi og austur á Seyðisfjörð. Þetta getum við framleitt hér á Húsavtk, ef framtak er fyrir hendi. Slíkt þarf ekki stórt húsnæði né mikinn vélakost. UHarþvottastöð er tímabært fyrirtæki hér í héraði í sambandi við heitt vatn og þá helzt í Mývatnssveit. Hrognasölt- un er mikil hér við Skjálfanda og Haraldur Gíslason. hrognin seljast háu verði úr landi sem hráefni. Öllum er þó ljóst, að við fáum aðeins örlítið brot af því sem þessi vara gerir, væri hún full- unnin. Nú er spurningin þessi: Á að láta Þjóðverja lialda áfram að lullvinna þessa vöru og selja til Ameríku, eða geturn við gert Jsað sjálfir? Vissulega getum við ]>að, og að því ber að stefna í framtíð- inni. Þetta er ekki tæmandi upptaln- ing á verkefnum, sem til greina koma, en Húsvíkingar þurfa að véra vel á verði í öllu sem fram horfir í þessum málum. Iðnaðar- og framleiðslu-uppbygging er meirj lyftistöng fyrir bæ og hérað, en þó við fjölgum búðum -og „sjoppum" um helming. Unglingafræðsla á Húsavík Stækkun síldarverksmiðjunnar, sem gerð var fyrir tveimur árum, hafði mikla þýðingu, sérstaklega fyrir síldarsöltunarstöðvarnar í Flúsavík, og var ekki vanjiörf að bæta þar um. Á síðasta kjörtímabili var haf- izt lianda um byggingu verbúða neðan við bakkann á Húsvík. Það hefur verið gömul venja, að að- búnaður sjómauna við vinnu sína í landi hefur í mörgum tilfellum verið mjög lélegur, enda sumir beituskúrarnir ekki mannsæm- andi vinnustaðir, vegna kulda og slæmra vinnuskilyrðá. Ég fagna því, að allmargir sjómenn hafa nú getað flutt aðstöðu sina í hiria nýju verbúðabyggiugu og lít svo á, að Jiannig byggingarfram- kvæmd þurfi nauðsynlega að stór- auka sem allra fyrst, enda tel ég að sjómannastéttin í Húsavík, er stundar undirstöðuatvinnuveg okkar bæjarfélags, eigi og þurfi að fá betri og nýtízkulegri vinnuað- stöðu í landi og gömlu beituskúr- arnir eigi að heyra fortíðinni til. Finnur Kristjánsson. ÁRIÐ 1906 tók til starfa á Húsa- vík unglingaskóli, er nefndur var Lýðskóli Benedikts Bjiirnssonar. Skólastjóri var Benedikt Björns- son, frá stofnun til 1940. Hann var einnig skólastjóri barnaskól- ans frá 1914 til 1940. I-Iúsnæði var þröngt 2 fyrstu ár- in. Kennt var í litlu timburhúsi, svonefndu Blöndalshúsi, sem stendur við Garðarsbraut. Árið 1908 hófst kennsla í. ný- byggðu, og á þeirrar tíðar mæli- kva’rða, glæsilegu barnaskolahúsi. Þáð var þrjár hæðir ög kjallari. Á efstu hæð var íbúð skólastjóra. Á neðri hæðunum voru kennslu- stófurnar, fjórar alls. I kjallaran- um var m. a. kennd léikfimi, og Jrar var einnig samkomustaður Jjorpsbúa er Jreir vildu gera sér glaðan dag, og stíga daris. í Jressu húsi starfaði unglinga- skólinn til 1945, en Jxá var hann lagðttr tiiður. Fimm síðustu árin var skóla- stjóri hans Sigurður Gunnarsson, er einnig var skólastjóri barna- skólans frá 1940 til 1960. Ingimundur Jónsson. SIGTRYGGUR ALBERTSSON, Husavík: UM ÞAU er }>etta helzt að segja: Hinn 24. jan. 1924 opnuðu hjón- in Ása Stefánsdóttir og Hjalti 111- ugason hótel í Húsavík, er ]>au nefndu Hótel Húsavík, og ráku það til ársins 1949 og alltaf í sama húsnæði. Síðan hafa eigendaskipti orðið nokkur, en alltaf hefur reksturinn íarið fram á sama stað, J>ó ofurlítið endurbættur. Þegar ég tók við rekstri hótelsins 1961, sá ég strax hve ófullnægjandi lnis- næðið var, og hóf Jjví fljótlega að kynna mér hver möguleiki væri til bættrar aðstöðu. Ekki kom til greina að stækka á sama stað, þar sem húsið stóð inni í væntanlegri breikkaðri götu. Þegar ég liafði kynnt mér kostnað við byggingu nýs hótels, kont í ljós að kostnað- urinn við slíkar framkvæmdir var ofviða cinum mánni í mínum sporum. En rétt um ]>að íeyti, sem ég var hættur að hugsa um ný- byggingu, sá ég nýja hlið á rnál- inu. Bygg‘ng nýs félagsheimilis var haíin. Því ekki að byggja saman hótel og félagsheimili. Þegar ég fór að athuga málið og tala við sérfræðinga, fékk ég mjög góðar undirtektir, og kom þá í ljós að sú bygging sparaði allt að einum þriðja í byggingarkostnaði, og yrði allavega hagkvæmari í rekstri fyrir báða aðila. Þetta mál er nú það á veg komið, að allar líkur benda á að framkvæmdir hefjist í vor. Teikningar flestar liggja fyr- ir í dag og fjármagn þegar nokk- uð. Hvað höfum við svo með nýtt og myndarlegt liótel að gera, kann einhver að spyrja. er síður nauðsynlegt en fjárhags- legur ágóði. Höldum því áfram að bæta bæ- inn okkar, stöndum saman um íegrun og og vinsæld Húsavíkur. Höldum áfrant þeirri uppbvgg- ingu, sem verið helur á síðasta kjörtímabili. Látum hagsmuni Húsavíkur sitja fyrir. Leggjum dægurþrasið á hilluna. Þá mun Húsavík vel farnast. Að lokum vil ég aðeins senda minar beztu kveðjur til allra Hús- víkjnga, og óska Húsavík og íbú- um hennar farsælda unt ókomin ár. Einnig vil ég þakka bæjar- stjórn Húsavíkur og öllum þcini, sem hafa .sýnt góðan skilning á hótelbyggingarmálinu, ckki sízt Félagsheimilisfélaginu. Gagnfræðaskóli var stofnaður á Húsavík árið 1945. Skólastjé>ri hans var Axel Bene- diktsson, frá stofnun til 1957. Húsnæðið var gamalt timbur- hús við Garðarsbraut, er áður hafði verið hótel og þá hlotið nafnið Garðarshólmi. Árið 1957 tók við skólastjórn Gagnfræðaskólans Sigurjón Jó- hannesson núverandi skólastjóri hans. Haustið 1960 hófst bókleg kennsla í nýbyggðu og viinduðu barnaskólahúsi, og lékk gagn- fræðaskólinn til afnota elri hæð ]>ess, enda var orðið mjög J>röngt um hann í gamla húsinu. Árið áður var tekin í uotkun íþrótta- og verknámsaðstaða, sem er sameign barna- og gagníræða- ské>lans. Nú er farið að þrengja að í hin- um nýju húsakynnttm, eins og eðlilegt er í ört vaxandi bæ. Það er því orðið tímabært, og raunar brýn þörf, að byggja hús yfir unglingalræðsluna á Húsavík. Það mál er nú komið af stað. Frumteikningar hafa verið gerðar, og skólanum Valinn staður við rætur Húsavíkurfjalls, skammt frá Barnáskétlanum. Það er trú ntín, að J>rátt fyrir oftast érfiðar aðstæður hafi ung- lingaskólarnir á Húsavík komið mörgum nýtum ]>jóðfélagsborg- urum til nokkurs þroska. Skólarnir á Húsavík hafa skip- að háan sess í hugum Húsvíkinga, og allir skólastjórar ]>eirra unnið byggðarlagi sinú mikið og gott starf í J>águ skólamála og annarra félags- og menningarmála. Það er ósk mín og von, að þann- isr verði ávallt búið að skólunum á Húsavík, að ]>eir verði færir um að gegna hlutverki sínu með sæmd. IngimUndur Jónsson. Eins og allir vita, er ferða- mannastraumur um Húsavík geysi mikill allt sumarið, en yrði )>ó meiri, ef hér væri gott hótel, J>ar á ég einkum við erleitda ferða menn. Ég tel Húsavík svo vel í sveit setta hvað ]>að snertir, að varla verði á betra kosið, að öðr- um stöðum ólöstuðum. Augljé>s er sá hagnaður, sem Húsavík og Hús- víkingar munu hafa af ferðamönn um beint eða óbeint. Það er sama hvort um bíl, skij> eða mann er að ræða, allir skilja þeir eitthvað eftir. Það er keyj>t benzín á bíl- inn. Skipið borgar hafnargjöld, maðurinn kaupir gistingu og mál- tíð, svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta aukin velta hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, auknar tekjur fyrir bæjarfélagið. Húsavík fær mjög góða dóma hjá ferðamönnum sem hingað hafa komið -v þrifalegúr bær — vinalegur bær — hvað ekki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.