Dagur - 17.05.1966, Page 6
6
/
- Fréltabrél Irá Húsavík
| (Framhald af blaðsíðu 1.)
ára Ólafur Jónsson, 10—12 ára
Benedikt Geirsson.
Á mánudaginn hefst vorskóli
fyrir börn á aldrinum 7—9 ára.
I haust verða tvær kennarastöð-
ur lausar við barnaskólann á
Húsavík.
Iðnskóla Húsavíkur var slitið
20. apríl. Nemendur voru 37.
Burtfararprófi luku 8, þar af
tveir í múraraiðn og 6 í húsa-
smíði. Hæstu einkun hlaut Jón
Sigurjónsson 8,30. Skólastjóri er
Sigurjón Jóhannesson magister
og aðalkennari í vetur Reynald
Jónsson tæknifræðingur.
Tónlistarskólanum lýkur um
næstu mánaðamót. Nemendur í
vetur eru 32. Aðalkennari er
Reynir Jónasson organisti og
stundakennari Ingimundur Jóns
son.
Gagnfræðaskóla Húsavíkur
var slitið í dag. Nemendur voru
110 í 6 bekkjadeildum. Nú starf
ar í fyrsta skipti sérstök lands-
prófsdeild við skólann og munu
12 nemendur þreyta landspróf.
Skólinn hefur til þessa aðeins
starfað í þrem bekkjum en unn
ið er að því, að bæta við fjórða
bekknum næsta haust. Félags-
líf í skólanum var mjög þrótt-
mikið í vetur, haldnar margar
innanskólasamkomur og kvöld-
vökur auk árshátíðar. Nemend-
ur stunduðu skíðaíþróttina mjög
vel. Nú, að loknu prófi, munu
þriðju bekkingar fara í skemmti
férð ufn Snæfellsnes. Hæstu
eipkunn í fyrsta bekk hlaut
Sigurgeir Þ'orgéirsson 9,31 og í
öðrum bekk Sigurgeir Jónsson
9,31. Við skólaslitin afhenti
skólastjórinn, Sigurjón Jóhann-
esson svonefnd Benediktsverð-
ÞINGMENN Norðurlandskjör-
dæmis eystra í neðri deild Al-
þingis flýtja lagafrumvarp svo-
hljóðandi:
Ríkisstjórninni er heimilt að
afhenda Landnámi ríkisins
prestssetursjörðina Sauðanes til
nýbýlastofnuriar og ákveða jafn
framt afhendingunni, að prest-
ur Sauðanés- og Svalbarðs-
sókna skuli hafa aðsetur í Þórs-
höfn.
í greinárgerð segja þingmenn
irnir' um þetta mál:
í Sauðanesprestakalli í Norð-
ur-Þingéyjarsýslu eru 2 kirkju-
sóknir, Svalbarðssókn og Sauða
nessókn, en í Sauðanessókn eru
laun fyrir beztan árangur í ís-
lenzku. Verðlaunin hlutu, Ingi-
björg Magnúsdóttir og Páll Þor-
geirsson, kennd við Benedikt
heitinn Björnsson skólastjóra.
í vor lætur af störfum Ingvar
Þórarinsson, sem verið hefur
fastur kennari við skólann í 20
ár. Voru honum þökkuð ágæt
störf, og skólinn færði honum
mjög vandaðan bókahníf, sem
þeir feðgar Jóhann Björnsson
og Hreinn gullsmiður, sonur
hans, gerðu úr silfri og fíla-
beini. Gamlir nemendur færðu
2 hreppar, Sauðaneshreppur og
Þórshafnarhreppur, sem er lang
fjölmennasti hreppur í presta-
kallinu. Hreppsnefnd Þórshafn-
arhrepps og borgarafundur í
Þórshöfn hafa farið þess á leit,
að prestsetur verði í Þórshöfn.
Hreppsnefnd Sauðaneshrepps
hefur óskað þess, að meiri hluti
prestssetursjarðarinnar verði af
hentur Landnámi ríkisins til ný
býlastofnunar. Fyrir íbúa Sval-
barðssóknar ætti ekki að vera
óhagræði að breytingunni, því
að Þórshöfn er nær þeirri sókn
en Sauðanes. Sauðanespresfa-
kall var auglýst en enginn sótti
um. □
skólanum gjafir. Þ. J.
VERÐUR NÝBÝLAHVERFIÁ SAUÐANESI?
SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
ing framtíðarmála kjörnum þing
nefndum sem stjórnarandstæð-
ingar eiga sæti í.
HVER VERÐUR ÁRANGUR-
INN
Ef meta skal líkur til árangurs
af hinum nýju lögum um at-
vinnujöfnunarsjóð, er margs að
gæta. Atvinnubótasjóðurinn
gamli er lagður niður, en á það
hafði jafnan verið lögð áherzla
í málflutningi stjórnarvalda, að
fjármagn hans, sem raunar var
lítið, gengi til jafnvægisfram-
kvæmda. Því ber heldur ekki
að neita, að Framkvæmdabank-
inn liefur veitt þó nokkuð af
lánum, sem höfðu áhrif í sömu
átt, en nú verður hann lagður
niður. Hitt skiptir svo einnig
miklu máli, hvort tilvera og
starfsemi Atvinnujöfnunarsjóðs
á næstu árum verður látin hafa
þau áhrif á starfsemi þeirra
lánasjóða, sem fyrir eru, og á
framlög ríkissjóðs vegna lands-
byggðar, að úr verði dregið og
reynt að koma yfir á Atvinnu-
jöfnunarsjóðinn einhverju af
þeirri fjármagnsdreifingu, sem
liinir eldri lánasjóðir og ríkis-
sjóður liafa liaft á sinni könnu.
Niðurskurður rikisframlaga í
fyrra og nú til liafna, vega,
skóla, sjúkrahúsa o. s. frv. má
raunar teljast byrjun í þá átt
eða a. m. k. illur fj’rirboði. Hér
þarf Iandsbyggðin að vera vel á
verði, því að í lögin vantar, því
miður, ákvæði til að hindra, að
þannig verði’ að farið.
„KLOFINN HUGUR“
Þegar frumvarpið um atvinnu-
jöfnunarsjóð var til umræðu í
efri deild Alþingis, sögðu þeir
Karl Kristjánsson og Helgi
Bergs m. a. í nefndaráliti:
„Hvert athafnaleysisár af hálfu
ríkisins í því að vinna af alefli
á móti öfugþróun byggðajafn-
vægismálanna, veldur óútreikn
anlegu tjóni----. Af framan-
sögðu gefur að skilja, að við
FramsóknarmenU hljótum að
styðja framgang þessa frum-
varps-----og fagna því, það
sem það nær. Hinsvegar teljum
við, að frumvarpið gangi of
skammt og þurfi breytinga með,
ef að sæmilegu gagni á að
koma. Frumvarpið ber það með
sér, að það er flutt af KLOFN-
UM HUG, eins og oft vill verða
hjá þeim, sem ganga nauðugir
til athafna“.
HVERS VEGNA VARÐ AT-
VINNUBÓTASJÓÐUR SAM-
FERÐA ÁLMÁLINU?
Ekki skal í efa dregið, að sum-
um í hópi stjórnarþingmanna
og jafnvel ráðherra hafi undan-
farin ár verið ljós sú hætta, seni
yfir landshyggðinni hefur vofað,
og ekki viljað sitja auðum hönd
um. En það er ekki tilviljun, að
er breytt í lög um Atvinnujöfn-
unarsjóð ejnmitt nú, samtímis
því, að lög eru sett um hina út-
lendu stóriðju á höfuðborgar-
svæðinu. Þeirri fráleitu ráðstöf-
un til að auka nú stórum ójafn-
vægið milli Iandshlutanna, er
víða fálega tekið, sem von ■. er,
Trúlega hefur þess verið vænzt,
að sú viðleitni, sem í Atvinnu-
jöfnunarlögunum felst, dygði til
að milda hugi bandvanra flokks
manna eins og t. d. Iiér á Ak-
ureyri, og sogdælan mikla syðra
yrði ekki eins óvmsæl, ef lofað
væri að verja, cr stundir líða,
hluta af skattpeningum hennar
til jafnvægismála. Það var því
vel að orði komizt í nefndaráliti
þeirra K. K. og H. B., að á bak
við Atvinnujöfnunarsjóðinn só
„klofinn hugur“, . |
Verzliá í
Hin stöðuga fjölgun félagsmanna er vott-
ur þess, að menri sjá sér hag í því að vera
í félaginu.
Sá hagur er tvíþættur: Annars vegar hin-
ar miklu endurgreiðslur af ágóðaskyld-
um viðskiptum,
EN AF VIÐSKIPTUM. ÁRSINS 1964
NÁMUÞÆRÁ
SJÖTTU MILLJÓN KRÓNA.
Hins vegar hin margþætta þjónusta, er
félagið veitir, bæði á sviði verzlunar og
á margvíslegan annán hátt.
Því meira, sem félagsmenn verzla við fé-
lagið, því öflugia vérður það og að sama
skapi færara um að auka þjónustu sína
við félagsmenn og bæta hag þeirra.
Munið að halda saman arðmiðunum.
MUNIÐ YKKAR EIGIN BÚÐIR.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA