Dagur - 18.05.1966, Page 8

Dagur - 18.05.1966, Page 8
8 Slarfsemi KEA og SlS á Akureyri er slyrkasla stoð ðlvinnulifsins í bænum Ræða Jakobs Frímannssonar efsta manns á lista Framsóknarflokksins í Akureyrarkaupstað Á ALMENNUM kjósendafuntli Framsóknarmanna í Borg- arbíói sl. laugardag flutti Jakob Frímannsson framkvæmda- stjóri og efsti maður B-listans ræðu þá, sem hér fer á eftir. En hann gat ekki vegna ákveðinna fundarhalda utanbæjar í þessari viku tekið þátt í útvarpsumræðum þeim, sem fram fóru hér á Akureyri í gærkveldi. Háttvirtir kjósendur! ÞAÐ FER NÚ að líða að loka- átakinu í yfirstandandi kosninga- tmdirbúningi og treystum við því allir, áhugasamir kjósendur Fram- sóknarflokksins, að þessir fáu dag- ar, sem eftir eru fram að kosning- um, verði notaðir til hins ýtrasta af öllum stuðningsmönnum B-list- ans til öflugs starfs, flokki okkar til framdráttar og eflingar. Eins og við munum allir eldri kjósendur, var hér áður eitt mest notaða kosninga- og áróðursefni gegti Framsóknarflokknum á Ak- ureyri, það, að hann styddi Kaup- félag Eyfirðinga og samvinnusam- tökin hér í bæ, sem annars staðar á landinu. A þeim árum voru f gildi ska.ttafög, sem að nokkru veitti samvinnufélögum sérrétt- indi í skatta- og útsvarsmálum og byggðust á því, að löggjafinn taldi á þeim tíma, að félög sem opin væru öllurn almenningi til inn- göngu og úthlutuðu öllum rekstrarafgangi til sinna félaga eftir hvert ár, ættu ekki að bera sömu skatta og þeir, sem engar slíkar skyldur heíðu við sína við- skiptamenn. Nú er öldin önnur í þessum efpum. Samvinnufélögin *— ------------------------f Dagskipan Sjálfstæðis-j manna er þessi: Sköp-j um ,pólilískt mófvægf j gegn samvinnusamfök-j unum og látum Reykja-j vík ráða. Leigjum iðn-j aðarhúsnæði undir j bílasölur að sunnan. j *■•—■■—.........—4 lúta nú sömu lögum í skatta- og útsvarsmálum sem hlutafélög og einstaklingsrekstur og má raunar segja að í þeim málum sé þó mik- Jakob Fríntannsson, framkvæmdastjóri. ið á samvinnufélögin hallað hvað qp.inber gjöld snertir, þar sem söluskattur og aðstöðugjöld eru orðin verulegur þáttur af skatt- innheimtu rfkis gg bæja, en hins yegar vitanlegt, áð skattar þessir eru greiddir að fullu af samvinnu- félögunum en vafalaust mikið sem á vantar, að þeir skili sér frá einka-verzlunum og viðskiptum. En nú hafa sem sagt andstöðu- flokkar okkar misst glæpinn sinn, og ekki íundið upp nýja áróðurs- stefnu gegn samvinnufélögunum. Enda mun það vera komið svo, að það telur enginn þeirra lengur heillavænlegt fyrir sig, minnsta kosti ekki við bæjarstjórnarkosn- ingar, að ráðast á samvinnurekst- ur í þessum bæ. Ég álít því, að okkur beri nú að leggja ríka áherzlu á að skýra fyr- ir kjósendum gildi samvinnu-verk- smiðjanna og samvinnu-verzlunar, samvinnu-þjónustu og samvinnu- framleiðslu fyrir þetta bæjarfélag. Við vitum öll, að Akureyri hef- ur hvað þetta áhrærir, mjög sterka vígstöðu. Um mörg ár hefur Ak- ureyri verið talinn mesti sant- vinnubær á Norðurlöndum og íbúar Akureyrar taldir öðrum til fyrirmyndar í traustum samtökum samvinnufélagsskaparins. Er þvf full ástæða fyrir okkur, Akureyringa, að hugleiða, hvað samvinnan hefur fært okkur í at- vinnitvog framfaramálum og fræð- ast um þau grundvallar skipulags- atriði þessarar merkilegu Jjjóð- málastefnu, sent er viðurkennd um allan hinn menntaða heim, senr sú stefna, sem mest áhrif hef- ur haft til aukinnar velntegunar Jjjóðanna á undanförnum 100 ár- um. í 3. grein samvinnulaganna eru aðaleinkenni á skipulagi sam- vinniifélaganna talin vera þessi: 1. Aðgangur frjáls fyrir alla, er fullnægja ákveðnum skilyrð- um. 2. Atkvæðisréttur jafn, Jjannig að hver félagsmaður hafi eitt at- kvæði, án tillits til eigna eða viðskipta við félagið. 3. Tekjuafgangi á rekstrarreikn- ingi hvers árs skal úthlutað eft- ir viðskiptamagni félagsmanns. 4. I stofnsjóð leggist sem séreign hvers félagsmanns nokkuð af tekjuafgangi Jteim er kernur í hans hlut við reikningslok, 5. Innstæðufé í óskiptilegum sam- eignarsjóðum eða öðrurn sam- eiginlegum eignum sé ek’ki út- borgað við félagsslit, lieldur skal það að loknum öllum skuldbindingum, sem á félags- heildinni hvíla, ávaxtað undir umsjón hlutaðeigandi héraðs- eða þæjarstjórnar, unz sam- vinnufélög með sama mark- miði taka til starfa á félags- svæðinu. Fær það félag eða þau félög, þá umráð sjóðseignarinn- ar að áskyldu samjjykki sýslu- nefndar eða bæjarstjórnar og a t v i n n u m ál ar áðh erra. Af þessum 5 atriðum, er ég hefi nefnt um aðaleinkenni og skipu- lag samvinnufélaga, má ljóst vera, hver reginmunur er á samvinnu- félagi og einstaklingsrekstri. í samvinnufélagi ræður fjármagnið ekki lyrst og fremst stjórn fyrir- txkisins, hehlur atkvæði einstakl- (Framhald á blaðsíðu 2.) SMÁTT OG STÓRT DREGH) FYRIR GLUGGA Þess hefur ekki orðið vart hér um slóðir, að fyrirtæki sam- vinnusamtakanna hafi dregið fyrir glugga vegna gjaldþrots og milljónataps af almannafc. „Mót vægisfyrjrtæki" Sjálfstæðis- rnanna geta orðið almenningi dýr um það er lýkur. „SMJÖRFJALLIГ Bændur hafa verið hvattir til þess í ræðu og riti og nú síðast í útvarpsumræðum frá Alþingi, að stækka bú sin, auka vél- tækni og framleiðslu búvara. Nú hafa safnazt um eitt þús. tonna smjörbirgðir í landinu og vegna dýrtíðarinnar hrökkva hinar lögleyfðu útflutningsupp- bætur ríkisins ekki til að bæta upp útflutningsverðið, eins og til var ætlast. Stjórnin telur sér ekki fært að auka útflutnings- uppbæturnar og ekki vill hún kaupa „smjörfjallið" á sama hátt og Bandaríkjastjórn kaupir umframframleiðslu bænda síns Iands. Hið eina sem liún var reiðubúin til að gera, var að leyfa bændastéttinni að Ieggja á sjálfa sig 80 millj, kr. dýrtíðar skatt til að leysa málið. Jafn- framt hefur hún lækkað smjör- verðið niður í 65 kr. pr. kg. Rík- isstjórnin tók 80 millj. kr. af matarpeningum heimilanna (verðhækkun á fiski o. fl.) til að mæta auknum dýrtíðarkostn aði útgerðarinnar. Þetta þýddi 3.8 stiga hækkun framfærslu- vísitölunnar. Bændur verða sjálfir að leysa sín mál með því að fórna 80 millj. kr. af árstekj- um sínum. ÞEIR MISSTU GLÆPINN Sjálfstæðismenn hér á Akur- eyri hafa oft ráðizt á samtök samvinnumanna fyrir kosning- ar með því að bera þeim „skatt- fríðindi“ á brýn. Nú hefur sam- vinnulöggjöfinni verið breytt þannig, að sömu reglur gilda um skatta samvinnufélaga og annarra fyrirtækja. Þannig hef- ur íhaldið misst glæpinn sinn og ekki fundið annan í staðinn. En skrif Halldórs Blöndals Heimdellings og annarra slíkra um samvinnufélögin nú í vor sýna, að samvinnumenn eiga enn mikið fræðslustarf fyrir höndum. HÖRÐUR OG ARNFINNUR KVEÐJA Verkamaðurinn virðist vera vængbrotinn um þessar mundir og nær ekki fluginu í kosninga- baráttunni. Fyrir nokkrum dög um birti hann viðtal við Hörð Aðólfsson og Arnfinn Arnfinns- son og ber jafnframt til baka frásögn annars bæjarblaðs af því, að þeir væru gengnir af trúnni. í þessum viðtölum Iýsa þeir því báðir yfir, að þeir tækju ekki þátt í kosningabar- áttunni en kvöddu með kurteisi. VIÐVÖRUN ER EINA RÁÐIÐ I síðustu bæjarstjórnarkosning- um missti Alþýðuflokkurinn 10% af því fylgi, sem hann áður hafði og lá Bragi þó ekki á liði sínu. Alþýðuflokksmenn, marg- ir hverjir, sjá það nú beíur og betur, að með Iengri þjónustu við íhaldið á flokkurinn sér enga framtíð, en er á vegi til grafar. Það, sem helzt getur forðað honum frá þessari grafar göngu, er áminning frá fyrrver- andi kjósendum hans á kjördegi. Alþýðuflokksmenn (eða Sosial- demokratar) annarsstaðar á Norðurlöndum eru vanir að láta segja sér það tvisvar, áður en þeir trúa, að „fIokksbræður“ þeirra hér á landi hafi nú þjón- að sínum gamla erkióvini í sjö ár. VORU KONUR GABBAÐAR? Nýlega gengust Sjálfstæðis- menn hér í bæ fyrir því að fá konur á fund í Sjálfstæðishús- inu í því skyni að láta konur á D-listanum halda ræður og helga sér þar með fundinn í blaði sínu, sem og gert var með myndskreyttri frásögn. Ýmsar konur voru boðaðar á þennan fund, sem félagskonur hinna ýmsu samtaka, og vissu þær ekki befur en að þar ætti „eng- in pólitík“ að vera. í ræðu, sem Ingibjörg Magnúsdóttir flutti á þessum fundi, ræddi liún jöfn- um liöndum um sjúkraliús- og líknarmál bæjarbúa og framboð sitt til bæjarstjórnar á vegum Sjálfstæðismanna. Og íslending ur dregur þá ályktun af fundar- sókninni, að akureyrskar konur ætli að fylkja sér um íhaldið vegna Ingibjárgar og líknarmál- anna. Eins og hún, þótt unnið hafi gott starf á þcssu sviði, sé eina konan með hið rétta lijarta lag í þessum málum. •F"—■■—■■—■■—"■—■■—"■—■■—■■—■"—»<fr Kaupsýslumenn, sem hagnazt hafa á við- skiptum hér á Akur- eyri. hafa margir flutt burí með allt sitt úr bænum. Hvenær hefur slíkf átf sér sfað um fyrirfæki kaupfélaga? »n—«■—>bm—a»-—n—iib—h> » GÓÐUR ÞORSKAFLI Á FÆRI Raufarhöfn 17. maí. Nú eru menn farnir að ræða um síld, þótt ekkert af henni sé komið hingað. Hins vegar una mehn við þorsk og grásleppu, fá ágæt- an afla á færi og af grásleppu einnig mikið, þótt veiðin sé held ur minnkandi. Jörð er örlítið farin að skipta um lit og snjóa leysir nú ört úr fjöllum. Verksmiðjan er að verða til- búin að taka á móti síld og bú- izt er við, að hún geti hafið bræðslu með hinum nýja véla- kosti eftir svo sem vikutima. H. H.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.