Dagur - 21.05.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1966, Blaðsíða 8
8 Námsnieyjar Húsmæðraskólans á Laugalandi, Iiinn íríðasti hópur. Sjá viðtal við forstöðukonu skólans í opnunni í dag. (Ljósmynd; E. D.) SMÁTT OG STÓRT xB SKRIFSTOFA BLISTANS xB verður að Hótel KEA - stóra salnum. SÍMAR: 118 02 - 118 03 - 117 17 - 2 14 35 STARFSMENN mæti kl. 9.30 f. h. STUÐNINGSMENN! Hafið samband við skrifstofuna og veit- ið upplýsingar og aðstoð. - KJÓSIÐ SNEMMA. Samtaka fram til sigtirs xB ÚTVARPSUMRÆÐURN4R Á AKUREYRI TVÆR SVEFNPILLUR ÞAÐ er á orði haft eftir útvai-ps umræðurnar hér í bæ, hvað dauft hefði verið yfir fyrstu ræð um kvöldsins, en það voru ræð ur þeirra Jóns Sólnes og Árna Jónssonar. Gamansamur maður sagði: Á meðan ég hlustaði á Jón, leið mér eins og ég væri búinn að taka svefntöflu, og meðan ég hlustaði á Árna, leið mér eins og ég væri búinn að taka aðra svefntöflu, og ég svaf á meðan fulltrúar Alþýðuflokks ins, sem komu næst á eftir, héldu ræður sínar. GÍSLI OG BRAGI PEXA GÍSLI JÓNSSON og Bragi Sig- urjónsson leiddu nokkuð sam- an hesta sína í umræðunum og lítur helzt út fyrir, að sá fyrr- nefndi sé hræddur um, að sá síðarnefndi sé að reyna að kroppa í fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í því skyni, að bæta sér upp það fylgistap, sem Alþýðuflokk- urinn sennilega verður fyrir vegna þátttöku flokksins í nú- verandi stjórnarstefnu. En Bragi varð reyndar fyrir að- kasti ur fleiri áttum, sem sízt mátti vænta, þ. e. a. s. frá ræðu mönnum síns eigin lista, sem deildu á hann, a. m. k, óbeint, með því að ráðast á ákvarðanir, sem Bragi hefur samþykkt í bæjarstjórn eða jafnvel verið upphafsmaður að. Mörgum mun hafa fundizt pex þeirra Gísla og Braga benda til þess, að þeir hefðu ekki síður áhuga á pexi en bæjarmálum. KVENNAGABBIÐ JÁTAÐ í myndskreyttri forsíðufrétt sl. finimtudag, telur fslendingur kvennasamkomuna, þar sem Ingibjörg talaði, beinlínis með „bæjarmálafundum D-listans“, þ. e. Sjálfstæðisflokksins. Þá vita þær það, konurnar, sem boðaðar voru á þennan fund, undir öðru yfirskyni. — Upp- lýst er að ungir Sjálfstæðis- menn hafi lialdið „kveldverðar- fund“, en láðst hefur að birta matseðilinn! — í kaffiboði kvenna, á „kvöldverðarfundin- um“ og hinum grímulausa kjós- endafundi án veitinga, segir ís- lendingur að hafi mætt samtals finim liundruð manns, og eru þá þeir 117, sem á kjósendafund inum voru, að meðtöldum tveim teljurum, sem þar voru frá Degi, gerðir að 160—180. Aðrar tölur ER ÞETTA ÞAÐ, SEM KOMA SKAL? UPPHAFIÐ á ræðu Þorvaldar Jónssonar, hins nýja forystu- manns Alþýðuflokksins, var eins og það væri lesið upp úr Morgunblaðinu. Hann sagði, að hér hefði fyrrum verið þjóðfé- lag hafta og banna og slíkt mætti aldrei aftur verða. Þegar Morgunblaðið talar á þessa leið, á það við það, að heildsalar eigi að fá ótakmarkað frelsi til að kaupa inn vörur, óþarfar sem þarfar, til að hagnast á og verja til þess þeim gjaldeyri, sem þjóðin aflar í sveita síns andlit- is, og að verðbólguframkvæmd- ir fésýslumanna skuli blómgast án tillits til þess, sem þjóðina og atvinnuvegi hennar vanhag- ar mest um. Einkennilegt hefði orðið upplitið á Jóni Baldvins- syni og öðrum brautryðjendum Alþýðuflokksins, ef þeir hefðu heyrt þennan tón í sinu liði, meðan Alþýðuflokkurinn hét og var. (Framhald á blaðsíðu 2.) kannski eitthvað hækkaðar til samræmis og er gaman að þessu öllu saman. RE YKJ AVf KURSTEFNU- SKRAIN Sjálfstæðisbroddunum hér er bersýnilega meinilla við, að Stefán Reykjalín skyldi minn- ast á það í útvarpinu, að íslend- ingur sá, er birti stefnuskrá þeirra, hefði verið prentaður í Reykjavík og stefnuskráin því trúlega athuguð í höfuðstöðv- um flokksins þar syðra. Sjálf- sagt hefði verið leyft, að prenta þetta stefnuskrárblað í Dags- pressunni eins og önnur blöð af íslendingi, ef um Iiefði verið beðið og pappír til reiðu líka. Dagur hefur ekkert á móti því, að íslendingur komi út. ÍSLENDINGUR KLÓRAR I BAKKANN f öngum sínum út af þessu, halda sunnanpiltarnir, að þeir geti gert veður út af því, að tveir Framsóknarflokksþing- menn, sem heima eiga hér í kjördæminu, annar kjósandi á Akureyri, hafi slegizt í för með félögum sínum, sem töluðu í út- varpið, og dvalið um hríð í húsi Gríms Sigurðssonar. Eru þeir búnir að gleyma því, að þing- menn og varaþingmenn, sem set ið hafa á Alþingi, voru meðal ræðumanna þarna frá öilum flokkum? En meðal annarra orða: Ilv'ar í „iðrum jarðar“ höfðust þeir við, Magnús ráð- herra í Reykjavík og Jónas (Framhald á blaðsíðu 7.) ............................ Í Enginn er bundinn af j I því loforði um kosn- [ | ingu, sem hann hefur | I verið fenginn fil að [ | gefa í sambandi við | [ fjárhagsleg viðskipti. | '"•nimiiiiiiiiiiimimiiimmimmmiimimimmm* Laxá eða dieselstöðvar og „náðarspeni” Úr greinargerð fækninefndar ríkissfjómarinnar í nóv. 1964 „EF RÁÐIST er í Búrfellsvirkjun við Þjórsá, sýna þær áætl- anir, sem nú liggja fyrir, að hentugasta lausnin á raforku- málurn Norðurlands sé, AÐ STUÐST VERÐI VIÐ OLÍU- STÖÐVAR FRAMUNDIR 1974. ÞÁ YRÐI LÖGÐ LÍNA FRÁ BÚRFELLSVIRKJUN TIL AKUREYRAR“. (Orðrétt). Það er eins og hér má sjá, alls ekki að ástæðulausu, að Sig- urður Óli Brynjólfsson sagði, að Gísli Jónsson og fleiri af D- listanum ættu að hafa sig hæga, þegar Dagur varar við því, að „hlýðnir Sjálfstæðismenn“ kunni að sætta sig við disilraf- magn á Norðurlandi. Það var línan hingað frá Búríelli, sem ýmsir hér kölluðu „náðarspena“. Vill svo Gísli Jónsson og Co. enn neita disilrafstöðvarhug- myndinni að sunnan?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.