Dagur - 21.05.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 21.05.1966, Blaðsíða 2
2 Bæklingur Alþýðufl. ALÞÝÐUFLOKKURINN á Ak- ureyri hefur gefið út mynd- skreyttan kosningabækling og dreift honum um bæinn. Þegar að er gáð kemur í ljós, að sam- vinnuhreyfingin hefur stofnað eða stutt að stofnun allra þeirra fyrirtækja, sem þarna eru birt- ar myndir frá. Undirstrikar bæklingurinn þannig á hinn ákjósanlegasta hátt hinn mikla þátt samvinnuhreyfingarinnar í uppbyggingu atvinnulífsins hér á Akureyri. Líklega hafa orðið mistök í myndavalinu því að Alþýðu- flokkurinn vinnur það óþurftar- verk með íhaldinu, að þrengja kost samvinnufélaganna. -1 ■ 111111 ■ 1111 ■ 111 ■ 111 ■ 11 llll■l■lllll■lllllllllllllllll ■ 11111 ■ 111111111111 ■ 11 ■ 11111111 ■ 111 ■ i ■ 111 iliiilliiiilliiililiiilliliiiiiiiiiii' Eldsvoði í Víkum á Skasa UM kl. 5 á miðvikudagsmorguninn varð eldur laus í § Víkum á Skaga. íbúðarhúsið er gamalt timburhús, 1 tvær hæðir á kjallara. Það brann til grunna á hálfri i annarri klukkustund. Af efri hæðinni varð engu bjarg- \ að en nokkru af neðri hæð og úr kjallara. Áfast fjós = og útiliús tókst að verja. Bóndinn í Víkum lieitir Karl | Árnason og kona hans Margrét Jónsdóttir. Þau voru i heima ásamt 5 uppkomnum börnum. En móðir bónda i Anna Tómasdóttir var að lieiman. = Um eldsupptök er ókunnugt. Tjón þeirra hjóna er i tilfinnanlegt, því búslóð var lágt tryggð. i llll»»llll»lllll»llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ll^lllllllllllllllllllll^l^llllllllll^**ll*,■ll,• Útvarpsumræðurnar Flugfélag Islands kaupir Boeing-þotu Ný Frienship-vél tekin í notkun innan skamms AÐALFUNDUR Flugfélags ís- lands 1965 var haldinn í Atthagá- sal Flótel Sögu í Reykjavík þriðju daginn 17. þ. m. og var hann vel sóttur af hluthöfuni og starlsmönn um. Fundinn setti formaður stjórn- ar félagsins, Birgir Kjaran. Fund- arstjóri var kosinn Magnús Brynj ólfsson, stórkaupmaður, og ritari Jakob Frímannsson, framkvæmda stjóri. Formaður Birgir Kjaran og framkvæmdastjóri Örn O. John- son lögðu fram greinargóðar skýrslur um rekstur og afkomu fé lagsins á árinu 1965. Starfsemi félagsins gekk vel á árinu og flugið, bæði annanlands og til útlanda, hefur stöðugt fær^t í aukana. Merkasta framkvæmd félagsins á árinu var kaup og rekstur nýju flugvélarinnar Fokker Fr. — Blik- faxa, en þessi flugvél hefur reynzt áfburða vel, og er félagið nú að kaupa sams konar flugvél, sem bú- izt er við að geti komið til lands- ins og verði tekin í notkun í næsta •mánuði. Samanlögð flutningaaukning fé fagsins á árinu var. um 24% mið- að við fyrra ár. SÆfanýting innan- lands varð um 60%, en sætanýt- ing í utanlandsfluginu varð 64%. Á árinu flutti Flugfélagið um 30 þúsund farþega milli Reykjavíkur og Akureyrar, en ntilli landa fluttu vélar félagsins yfir 43 þús- und farþega, og í samanlögðu á- ætlunarflugi innanland og milli landa voru farþegar 88 þúsund. Félagið hefur að undanförnu haft með höndum flugferðir bæði til Grænlands og til Færeyja, og mun þeim ferðum verða haldið áfram. Innanlandsflugið hefur, eins og áður, verið rekið með halla, en utanlandsflugið hefur gefið góðan arð, þannig, að niðurstöður á rekstursreikningi sýndu krónur 8.242.935.00 í rekstrarafgang, auk binna, lögheiiniluðu afskrifta af bókfásrðu verði flugvélanna. Langstærsta átakið sem fram- tindan eT, nú á næstunni, er kaup •á-þötu- til millilandaflugsins. Á- kveðið hefur verið að kaupa stóra ílugvél af tegundinni Boeing 727 óg múll hún kosta með öllu til- heyrandi um 300 milljónir kr. og er ábyrgð ríkisins fengin fyrir 8Ó%- af- kaupverðinu. Þegar þcss- ar nýju flugvélar koma í notkun, er gert ráð fyrir að íélagið selji eitthvað af hinum eldri flugvél- um sínum. Fundurinn þakkaði hr. Erni O. Jolinson fyrir stjórn hans á rekstri félagsins á liðnu ári, því í starfi sínu fyrir félagið hefur hann sýnt öbilandi eljúsemi, dugnað og á- huga, er hann því verður fyllsta trausts af öllum aðilum. Svo sem kunnugt er, var Flug- félag íslands stofnað á Akureyri fyrir 29 árum eða árið 1937, og þá undir nafninu Flugfélag Ak- ureyrar. En árið 1940 var heimil- isfang félagsins flutt til Reykja- víkur og var þá nafni þess breytt i Flugfélag íslands. Á Akureyri á því Flugfélag íslands mjög sterk- ar rætur og á þar marga áhuga- menn fyrir velgengni og jtróun félagsins. Flugfélag Islands á auk jress almennum vinsældum að fagna um allt land, því það gegnir mikilvægu og ómissandi hlutverki í þágu landsmanna allra. Á fundinum var ákveðið að auka hlutafé félagsins um 40 millj. kr. og^ahun brátt hefjast sala jress- ara hlútabréfa til hluthafa. Kosningar og kjarasamningar Allir íhaldsandstæð-; ingar sameinast um B-LISTANN. SIGURÐUR JÓFIANNESSON sýndi fram á jrað í ágætri ræðu, að þeir?sem reyndu að efla D-list- ann, yúnu Jrar með að því, að veikja aðstöðu verkafólks og ann- arra launþega í kjarasamningum við ríkisstjórnina upp úr næstu mánaðamótum. Flann sagði sem er, að ríkisstjórnin hefði nú orðið mikil afskipti af; kjarasamningum og væri þar oft að ýmsu leyti beinn aðili. Þetta ér víst eitt af því, sem ís- lendingur kallar málflutning „á fölskum forsendum". En stað- reynd er það eigi að síður. Sumarið 1962 tók stjórnin „að- vörnn“ í bæjarstjórnarkosningum lil greina (fylgistap á Akureyri ca. 200 atkvæði) og hætti j>á [>eim sið, að breyta gengi ár hvert (1960 og 1961) vegna launasamninga. Hún hefur enn opin augu fyrir aðvör- un. Alþingiskosningar eru á næsta ári. (Framhald af blaðsíðu 8). ER INGÓLFUR ATVINNU- REKANDI? BJÖRN JÓNSSON sagði, að all ir efstu menn B-listans væru atvinnurekendur. Þar brást hon um bogalistin. Jakob Frímanns son og Arnþór Þorsteinsson eru launþegar í þjónustu almanna- samtaka. Hagnaður, sem KEA kynni að falla í skaut, rennur ekki til Jakobs, og Arnjrór fær ekki gróða samvinnuverksmiðj- anna, ef einhver væri. Með sama rétti gæti Björn sagt, að Ingólfur Árnason rafveitustjóri sé atvinnurekandi. Hann stjórn- ar atvinnurekstri og þiggur laun fyrir, en gróði þess atvinnu reksturs, ef einhver væri, er ekki hans gróði. — Sigurður Óli Brynjólfsson er, sem kunnugt er, gagnfræðaskólakennari hér í bænum, SJALFSTÆÐISMENN ÁMINNTIR. INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTT- IR flutti í útvarpsumræðunum stutt en skilmerkilegt erindi um barnaheimili, vöggustofur, leik- velli og fyrirhugaða stækkun Fjórðungssjúkrahússins, sem hún starfar við. Ekki lét hún í ljós skoðun á því, hvort heilsu- verndarstöð ætti að vera í . sjúkrahúsinu eða í sérstökum húsakynnum. Margir aðrir ræddu raunar um stækkun sjúkrahússins. — f ræðulok beindi Ingibjörg tveim áskorun- um til Sjálfstæðismanna hér í bæ. í fyrsta lagi bað hún þá „standa saman“ í kosningunum og bendir það á, að nokkur tví- skinnungur sé í liði þeirra. í öðru lagi réð hún þeim frá því að „kasta auri“ á aðra. Var það ekki tilefnislaust, því að Jón Sól nes var þá nýbúinn að brigzla Framsóknarmönnum um illt innræti, þó ræða hans væri að öðru leyti bragðlítil. Sjálfur er Jón eflaust vel innrættur mað- ur eins og fólk er flest og ístöðu leysi þeirra félaga gagnvart Reykj avikurvaldinu þarf ekki að rekja til innrætis. Gagnrýni og aurkast er tvennt ólíkt. Q VISTASKIPTI. UNGUR maður á snærum Al- þýðubandalagsins flutti snotra ræðu í útvarpsumræðunum. Reiknaði út meðalaldur bæjar- fulltrúa og þótti þeir, að því er virtist, flestir of gamlir. Ekki er vitað hvernig Jón Ingimarsson og jafnaldrar hans hafa tekið hugleiðingu þessari. Bragi upp- lýsti síðar, að þessi ungi maður hefði a. m. k. til skamms tíma verið skrásettur í félagi ungra Sjálfstæðismanna. Ekki var því mótmælt, að svo væri. UTAN GATTA JON INGIMARSSON flutti gamla skáldsögu þess efnis, að Hermann Jónasson hefði rofið samstarfið í vinstri stjórninni í desember 1958. Einkennilegt, ef honum hefur ekki enn skilizt, svo „fulloi'ðnum" manni, hvern- ig stjórnarskiptin bar að. Man hann ekki, þegar um vorið sama ár, greiddi Einar Olgeirsson at- kvæði gegn vinstri stjórninni á Alþingi? Eftir það upphófst sam starf svonefndra Moskvukomm- únista og Sjálfstæðismanna um að koma henni fyrir kattarnef. Hannibal fékk ekki rönd við reist. Væri ekki hollt fyrir Jón, að bera saman kaupmátt tíma- kaupsins haustið 1958 og síðar? Slíkar staðreyndir jsarf formað- ur verkalýðsfélags að þekkja. Annars var það áberandi í ræð- um hans og annarra Alþýðu- bandalagsmanna, að þeir búast við að fleiri verkamenn og laun- þegar en nokkru sinni fyrr, fylgi nú Framsóknarflokknum að málum. ÓHEPPILEG SAMFYLGD EF Ingibjörg Magnúsdóttir hef- ur áhuga á að hraða stækkun sjúkrahússins, sem hún sjálf- sagt hefur, hefir hún nú vahð óheppilega leið. Eftir að. hafa gerzt venzlamaður Sjálfstæðis- flokksins verður hún trúlega að taka sérstakt tillit til núverandi kringumstæðna ríkisstj ói'narinn ar í sjúkx-ahúsmálum, ef dæma skal eftir því, serri hér tíðkast hjá Sjálfstæðismönnum. En þar hefur óneitanlega vei'ið um seinagang að ræða. Þegar núver andi stjórnarflokkar tóku við, var aðalbygging Landspítalans komin undir þak. Nú, eftir sjö ár, er þessari bráðnauðsynlegu framkvæmd enn ólokið. Borgar spítalinn r Rcykjavik er búihn að vera í smíðum í 13 ár og að- eins röntgendeildin nýlega tek- in til starfa. Núverandi stjórn hefur ef- laust hug á, að greiða skuld sína við þann spítala, En ríkis- framlag tii sjúkrahúsa í heild hefur hún skorið niður um 20%. RÍKISSTJÓRNIN KIPPTI AÐ SÉR HENDINNI ÞAÐ var ppplýst í útvarpsum- í'æðunum hér, að bæjarsjóður hefði lagt frám eina milljón kr. og verið reiðubúinn að útvega aðra milljón til sjúkrahússbygg ingarinnar á þessu ári. í sam- ræmi við landslög var farið fram á þi'jár milljónir króna úr ríkissjóði. í stað þriggja millj. kom 1/30 þeirrar upphæðar, þ. e. 100 þúsund krónum í fjárlög- in fyri 1966. Stuðníngsmenn B-listans. Leggi 5 skerf í KOSNINGASJÖÐINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.