Dagur - 25.05.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 25.05.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ------ Úrslitin á Akurevri %! Í B/EJARSTJÓRN ARKOSNIN G- UNUM á sunnudaginn var, náði Framsóknarflokkurinn þvi rnarki að verða hvortveggja í senn, fjölmenn- asti stjórnmálaflokkurinn meðal kjósenda liér á Akureyri og fjtilmenn asti flokkurinn í bæjarstjórninni. — Eyrir fjórum árum fengu Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn jafn marga fulltrúa, en sá síðar- nefndi hafði þá talsvert fleiri atkvæði 4 bak við sína fulltrúa. Nú hefur þetta hreytzt, Framsóknarflokkurinn hefur unnið á en Sjálfstæðisflokkur- inn tapað. Segja má, að úrslitin séu ekki fjarri því, sem Dagur gerði ráð fyrir og þam kom í skrifum blaðsins fyrir Eosningarnar. Hér í blaðinu var það sett fram sem markmið Framsóknar- flokksins að þessu sinni, að fá hæstu atkvæðatöluna. Það tókst. Hér í blað ipu var því einnig haldið fram, að fjórði maður D-listans, væri í bar- áttusæti, eins og sá maður var líka 1962, en þá var hann þar í fimmta sæti. Fjórða sætið reyndist fallsæti pú, eins og fimmta sætið þá. Konan í, fimmta sæti D-listans er nú nr. 2 af yarafulltrúum listans og voru, eins og hér var sagt, aldrei líkur til þess, að hún næði kosningu, en tnilegt er að hún 'hafi dregið nokkur atkvæði að listanm. Hér í blaðinu var líka á það bent, einkum eftir útvarpsum- ræðurnar, að horfur væru á, að Al- þýðuflokkurinn næði einhverju fylgi af Sjálfstæðismönnum, Sú hefur orð- ið raunin á og er fylgisaukning A- listans raunar nokkru meiri en eðli- legt var að gera ráð fyrir. Sumir skíra þetta með því, að vegur Braga hafi vaxið er hann skipti um stól. Með sömu rökum mætti þá álvkta, að tap Sjálfstæðisflokksins hefði orðið enn meira, en það varð, ef Sólnes hefði farið úr sínum stól. Slíkar ágizkanir er bezt að láta liggja milli hluta. Um Alþýðubandalagið má segja, að at- kvæðatala þess liafi staðið í stað og hefur það því ekkert fengið af aukn- ingunni eða þeim atkvæðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði. Þessa mun A-listinn hafa notið að ein- hverju leyti, þó auðvitað sé erfitt að gera sér grein fyrir því, á hvern hátt tilfærslunar milli flokka hafa átt sér stað í einstökum atriðum. Úrslitin ein liggja fyrir. I Barnaskóia Akureyrar voru 764 börn Frá Barnaskóla Almreyrar BARNASKÓLA AKUREYRAR var slitið í 95. sinn laugardag- inn 14. maí. í skýrslu skóla- stjórans Tryggva Þorsteinsson- ar kom meðal annars þetta fram: í skólanum voru 764 börn, sem skiptust í 29 bekkjardeildir. Barnapróf tóku 130 nemendur. Hæstu einkunn hlaut Aðalbjörg Helgadóttir, 9,57. Ágætis eink- unn (9—10) hlutu 16 börn, 1. einkunn fengu 82 börn og hin hlutu 2. einkunn. Nokkur börn lilutu sérstaka viðurkenningu fyrir námsafrek. Voru það gjaf- ir frá Bókaforlagi Odds Björns sonar. í september gekkst fræðslu- málastjórnin fyrir kennaranám- skeiði í Reykjavík, og var þá einn kennari skólans, Jón J. Þor steinsson fenginn til að leið- beina þar í lestrarkennslu. Hinn 29. sept. hófst hér á Ak- ureyri mót norðlenzkra barna- kennara og var það jafnframt námskeið, er stóð í fjóra daga. Leiðbeinendur voru Óskar Hall dórsson námsstjóri í íslenzku og Jón J. Þorsteinsson, einnig flutti erindi námsstjóri Norðurlands, Valgarður Haraldsson. I október bauð Zontaklúbbur Akureyrar öllum 12 ára börn- um að skoða „Nonnahúsið“ og safnið, sem þar er geymt. Við þetta tækifæri kynna félagskon ur rithöfundinn Jón Sveinsson á þann hátt að flutt er erindi um skáldið, böi-nin eru frædd um það, sem fyrir augað ber í húsinu, og eitt þeirra les valinn kafla úr verkum Nonna. Aðeins 25—30 börn eru samtímis í hús inu og er þeim skipt í tvo flokka. Nær því kynningin mjög vel til- gangi sínum. Síðar um vetur- inn var kannað hvað börnin vissu um Nonna og hvað þau hafa lesið af bókum hans. í lokahófi, sem fram fór í skólan- um 13. maí færðu Zontakonur nokkrum börnum viðurkenn- ingu fyrir góða frammistöðu við það próf. Við það tækifæri var Zontaklúbbnum þakkað þetta ágæta framtak. Um nokkur undanfarin ár hef ur Gidionfélagið gefið öllum 12 ára börnum Nýjatestamentið. Að þessu sinni afhenti Björgvin Jörgensson gjöfina. Hann er for maður Gidionfélagsins á Akur- eyri. í desember komu skátar í skólann og kynntu öllum 12 ára börnum meðferð íslenzka fán- ans og færðu þeim fánalögin, sem gefin voru út 1. des. 1965. í vetur var nokkrum 12 ára börnum gefinn kostur á að læra ensku eftir hinni svokölluðu beinu aðferð. Kennslan fór fram í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Kennari var David Rothel, sem hér dvaldi á vegum Fulbi-ight- stofnunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn, sem 12 ára börnum í bamaskóla hér í bre er kennt erlent tungumál, en erlendis er það algengt. Foreldrafundur var í skólan- um 23. nóvember og fóru þá fram 569 viðtöl milli foreldra og kennara. Gott samstarf milli skóla og heimila er ætíð til gagns fyrir alla aðila, og for- eldradagurinn er sjálfsagður, en í framtíðinni ættu þeir líklega að vera tveir, t. d. annar að loknu miðsvetrarprófi. Þrátt fyrir kennaraskort var í vetur gerð mjög rækileg til- raun til þess að hjálpa þeim 9 ára börnum sérstaklega, 1 sem eiga í örðugleikum með lestur. Kennari var Jón J. Þorsteins- son. íþróttalíf skólans var mjög vel skipulagt og hafa farið fram flokkakeppnir í sundi, svigi, skíðagöngu, fimleikum og frjáls um íþróttur auk kappleikja í handknattleik og knattspvrnu. Skólinn vill nota íþróttirnar til andlegs uppeldis ekki síður en til líkamlegrar þjálfunar. Hann vill styrkja félagsanda nemend- anna og láta þá finna til sam- ábyrgðar og þjálfa þá í þegn- skap með þessari flokkakeppni. Sýning á skólavinnu nem- enda fór fram sunnudaginn 1. maí og var fjölsótt. í sambandi við teikningu er vert að geta þess, að í mörg ár hefur sú stefna verið ríkjandi í skólan- um, að börn teikni frjálst og túlki hugsanir sínar með línum og litum, en „kóperi“ ekki mynd ir eða fáist við stækkanir, þar sem það á ekki við. Verkefnin geta verið ævintýri, þjóðsögur eða fantasíur af ýmsu tagi. Þann ig er teikningin notuð til að glæða hugmyndaflug og þjálfa persónuleika nemendanna. Vegna þessara vinnubragða hafa nemendur þessa skóla oft hlotið viðurkenningar utan lands og innan og ber það kenn urunum þeirra gott vitni. í marz dvöldu nemendur í þrjá daga við skíðaæfingar í Hlíðarfjalli. Kennt var í 15—20 manna flokkum og gönguferðir farnar daglega. Árangur af þessu skíðanámskeiði var undra AÐALFUNDUR Akureyradeild ar KEA fór fram að Hótel KEA 20. þ. m. Deildarstjórinn, Ármann Dalmannsson, ' flutti skýrslu deildarstjórnar og gerði grein fyrir 'fjárhag deildarinn- ar. Deildin stóð fyrir einum fræðslufundi á árinu og mætti þar fræðslufulltrúi SÍS, Páll H. Jónsson, og flutti þar erindi. Samkvæmt skýrslu deildar- stjórnarinnar hafði mjólkurinn- legg til Mjólkursamlags KEA verið frá Akureyrardeild á ár- inu 862,385 lítrar og er það 12,9% aukning frá fyrra ári. Var mjólkurmagn þetta frá 14 framleiðendum. — Meðalfita mjólkur frá Akureyrardeild var 3,912. Heildargreiðslur fyr- ir mjólk frá Akureyrardeild var á árinu kr. 4.692.225,00. — Slátrað var s.l. haust frá Akur- eyrardeild á 13. hundrað fjár og var meðalvigt 13,38 kg eða nokkru minni en heildarmeðal- vigt á sláturhúsinu, sem varð 13,93 kg. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastj. KEA flutti skýi'slu um rekstur kaupfélagsins 1965 og var hún mjög samhljóða yf- irliti því, er hann gaf á síðasta félagsráðsfundi og áður hefur verið getið, nema hvað nú lágu fyrir endanlegar niðurstöðutöl- ur reikninga, sem lagðir verða fyrir aðalfund KEA. Viðskipta- verður. Þess má geta að þegar íþróttafulltrúi ríkisins fékk skýrsluna um skipulag skíða- útilegunnar hjá Barnaskóla Ak- ureyrar veturinn 1964—1965 lét hann gefa það út, öðrum skól- um til fyrirmyndar. (Fréttatilkynning) KOSIN Á KENNARA- ÞING Á ÞING Sambands íslenzkra barnakennara hafa verið kosnir eftirfarandi menn, sem fulltrú- ar fyrir Norðurlandskjördæmi eystra, og fer þingið fram í núní n. k.: Aðalfulltrúar: Björn Stefáns- son Olafsfirði. Gísli Bjai'nason Akureyri. Indriði Úlfsson Akur eyri. Jóhann Sigvaldason Akur- eyri. Kári Arnórsson Húsavík. Páll Gunnarsson Akureyri. Tryggvi Þorsteinsson Akureyri. Valgarður Haraldsson Akur- eyri. Varafulltrúar: Árni Rögn- valdsson Akureyri. Eiríkur Sig- urðsson Akureyri. Edda Eiríks- dóttir Eyjafirði. Baldvin Bjarna son Akureyri. Birgir Helgason Akureyri. Jónas Jónsson Akur- eyri. Sigurður Flosason Akur- eyri. Þráinn Þórisson Mývatns- sveit. □ veltan hafði aukizt verulega á árinu, en misjafnlega mikið í hinum einstöku deildum. Kosnir voru í stjórn deildar- innar til þriggja ára tveir menn. Var Tryggvi Þorsteinsson skóla stjóri endurkosinn, en í stað Haralds Þorvaldssonar var kosinn Jón Aspar loftskeyta- maður. Haraldur baðst eindi’eg- ið undan endurkosningu og ávarpaði Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri hann að lok- inni kosningu og þakkaði hon- um störf hans og traust fylgi við samvinnustefnuna. Einnig flutti deildarstjóri Haraldi þakk ir fyrir ágætt samstai'f, en Har- aldur hefur verið í deildarstjórn inni á annan tug ára og taldi deildarstjóri, að Haraldur hefði aldrei látið sig vanta á fundi deildarstjórnarinnar frá því að hann tók þar sæti. Kjörnir voru á fundinum 83 fulltrúar á aðalfund KEA og auk þess er deildarstjóri sjálf- kjörinn. Félagsráðsmaður var endurkjörinn Erlingur Davíðs- son ritstjóri. f sambandi við fulltrúakjör urðu nokkrar umræður um skip an fulltrúalista og voru þeir, sem til máls tóku, á einu máli um, að ástæða væri til að gefa fleiri konum tækifæri á að vera fulltrúar á aðalfundum KEA og (Framhald á blaðsíðu 7) Aðalfundur Akureyrardeildar KEA Þórður Pétursson refastytta á Húsavík og tveir félagar lians sniíðuðu í vetur vélsleða. Verkinu var ekki Iokið fyrr en snjó var farið að leysa. Þó var þá enn nægur snjór til að hægt væri að prófa sleðann. Hann reyndist vel í reynsluferðum og gat farið með allt að 80 km. hraða á klst. Meðfylgjandi mynd tók Páll A. Pálsson af sleðanum og tveim ökumönnum. VERIÐ AÐ OPNA FJALLVEGI Á AUST- URLANDI Egilsstöðum 24. maí. Illa lítur út með kornrækt að þessu sinni vegna þess hve seint vorar. Sán ingstími byggsins er að líða en jörð enn víðast of blaut til vinnslu. Oddsskarð var opnað í dag og er vegurinn jeppafær. Þar voru 8 metra þykkir skaflar. Verið er að ryðja snjó af vegum Breið- dalsheiðar og Fjarðarheiðar. Hreindýr voru í vor heim við bæi í Skriðdal og hópar, um 20 dýr í Fagradal en eru nú víst horfin. Gæsir gerðu hér engan usla í vor, enda enginn gróður þegar þær voru á ferðinni, og. nú eru þær komnar inn á varpstöðvar sínar. (Framh. á bls. 2) Brautskráðir iðnnemar á Akureyri L966 SKÓLASLIT Iðnskólans á Ak- ureyri fóru nýlega fram í Hús- mæðraskólanum eins og að und anförnu. Skólastjóri, Jón Sigurgeirs- son, skýrði frá starfinu á liðn- um vetri. Nemendur voru 210, 15 fleiri en 1964—65. Skipta varð 4. bekk í 3 deild- ir í fyrsta sinn, og var einni þeirra kennt árdegis, bóklegar greinir. Rúnar Sigmundson, viðskipta fræðingur, kenndi reikning og bókfærslu í morgundeildinni. Fjölmennustu iðngreinir: Húsasmiðir 55, Bifvélavirkjar 24, rafvéla- og rafvirkjar' 24, ket ilsmiðir 16, húsgagnasmiðir 15 og vélvirkjar 15. Við skólann starfaði, auk skólastjóra, einn fastur kennari, Aðalgeir Pálsson, verkfræðing- ur, en stundakennarar voru 17. Frú Bodil Höyer frá Kaup- manahöfn kenndi dönsku í 3ja bekk, 2 stundir á viku; las m. a. dagblöð með nemendum. Hæstu einkunnir á burtfarar- prófi hlutu: Hermann Eiríksson, húsasmiður, I. eink. 8.92. Björn Helgason, húsgagna- smiður, I. eink. 8.87. Tryggvi Valdimarsson, bif- vélavirki, I. eink. 8.74. í þriðja bekk: Jóhannes Garðarsson, renni- smiður, I. ág. eink. 9.25. Jón Þórisson, húsasmiður, I. eink. 8.75. Eðvald Magnússon, rifvirki, I. éink. 8.74. Námskeið haldin á vegum skólans: Ljóstækninámskeið 28/9— 3/10 1965. Leiðbeinendur: Aðal- steinn Guðjohnsen, verkfr., Reykjavík og Aðalgeir Pálsson. Þátttakendur 33, flestir rafvirkj ar og meistarar héðan úr bæ, en nokkrir frá Sauðárkróki og Húsavík. í sept. sl. námskeið í notkun reiknistokks. Þátttakendur 36, flestir iðnnemar og sveinai'. Kennari Aðalgeir Pálsson. Eins og undanfarin ár voru haldin kvöldnámskeið í ensku og stærðfræði (39 manns) kenn ari Aðalsteinn Jónsson efna- verkfi'., en um áramótin hófst námskeið í bókfærslu og sóttu það 14 manns. Kennari var Hall dór Helgason bankafulltrúi. Alls voru skráðir á námskc’ð um I.A. 122. Fóllc á aldrinum 16 ára til sextugs. Áður en skólastjóri aflienti hinum nýbrautskráðu iðnnem- um skírteinin, skýrði hann frá því að Indriði Helgason raf- virkjameistari hefði falið skól- anum til varðveizlu og umsjár sjóð, sem hann hefur stofnað og nefnist „Minningarsjóður Paul laCour, prófessors“. Er hann stofnaður í tilefni af 100 ára af- mæli Askov-lýðháskóla 16. nóv- 1965. „Tilgangur sjóðsins er að verðlauna nemendur í rafvirkj- un og rafvélavirkjun við Iðn- skólann á Akureyri fyrir góða frammistöðu í rafmagnsfræði; eigi síður í verklegu en bók- legu,“ eins og segir í meðfylgj- andi skipulagsskrá. Skólastjóri þakkaði hina rausn ai'legu gjöf og þann hlýhug, er henni fylgdi. Að lokum ávarpaði skóla- stjóri hina verðandi iðnaðar- menn og kvaðst vænta að þeir ynnu vel heimili sínu og fóstur- jörð um ókomin ár. Samt mætti ekki gleyma sér í vinnusemi, svo ágæt dygð, sem hún ei'. Ekki mætti heldur gleyma skyldunni við sjálfan sig. „Sí- fellt er verið að minna á skyld- urnar við föðurlandið, þjóðfé- lagið, flokkinn og náungann. Allt er það góðra gjalda vert. En skyldum við ekki reynast betur náunganum og þjóðfélag- inu, ef við sinntum sjálfum okk ur ögn betur, á réttan hátt? Gæfum okkur oftar næði til að íhuga hvar við erum á vegi staddir og til hvers og fyrir hverju sé barizt. Hin sönnu verðmæti mega ekki gleymast í dagsins önn og tímaleysi, og háskalegt er að bindast um of hlutum og eignum. Verum minnugir hins sígilda heilræðis meistarans: Leitið fyrst ríkis guðs og réttlætis hans, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Fréttatilkynning. Brautskráðið iðnneniar 1966: Aðalsteinn Jónasson, húsasm. Árni Sverrisson, prentari. Baldur Sæmundsson, húsg.sm. Baldur Tómasson, húsgagnasm. Bjarni Kristmundsson, vélvirki. Björn Einarsson, múrari. Björn Iielgason, húsgagnasm. Eiríkur Kristjánsson, rafvirki. Eysteinn Reynisson, bifvélav. Gauti Valdimarsson, skipasm. Guðjón Oddsson, bifvélavirki. Guðm. Omar Guðmundsson, húsasm. Guðm. Óskar Guðmundsson, húsasm. Gunnar Gunnarsson, bifvélav. Gunnar Helgason, rafvélavirki. Gunnbjörn Jensson, rennism. Gunnl. Á. Ingólfsson, húsasm. Halldór Friðjónsson, húsg.sm. Hafsteinn Jóhannesson, vélv. Halldór Pétursson, rafvirki. Hannes Gunnarsson, bifvélav. Haraldur Ásgeirsson, prentari. Herbert Ólason, húsgagnasm. Hermann Eiríksson, húsasm. Hólmsteinn R. Snædal, húsasm. Ingimar Aðólfsson, rafvirki. Ingólfur Ingólfsson, rafvélav. Jakob’ Jóhannesson, bifvélav. Jóhann Jóhannsson, húsasm. Jóhann Már Jóhannss., skipasm. Jóhann K. Sigurðsson, húsasm. Jón Dan Jóhannsson, ketil- og plötusmiður. Jón M. Óskarsson, rafvélavirki. Júlíus Björnsson, pípul.m. Kristinn H. Jóhannss., bifvélav. Kristján Jóhannesson, bifvélav. Kristján Karlsson, bifvélavirki. Magnús A. Ottósson, rennism. Númi Friðriksson, húsasmiður. Ófeigur Jóhannesson, rafvirki. Páll A. Alfreðsson, húsasmiður. Páll Pálsson, húsasmiður. SÝSLUFUNDUR Suður-Þing- eyjarsýslu var haldinn í Húsa- vík dagana 25.—28. apríl sl. Á fundinum var endanlega ákveðin samvinna sýslunnar og Húsavíkúrkaupstaðar um eign og rekstur héraðsskjalasafns og náttúrugripasafns og um undir- búning áð byggingu safnahúss, í Húsavík. Svo og um samvinnu beggja sýslnanna og Húsavíkur um að reisa Einari Benedikts- syni, skáldi, minnisvarða í hér- aðinu. Helztu fjárveitingar eru: Til menntamála kr. 400.000.00 Til heilbrigðism. kr. 462.000.00 Til búnaðarmála kr. 145.000.00 Til vegamála kr. 1.240.000.00 Helztu stofnanir sýslunnar eru: Héraðsskólinn á Laugum, sem hún rekur með ríkinu. Hús- mæðraskólinn á Laugum, sem hún rekur með ríkinu og Húsa- Pétur Pétursson, skipasmiður. Reynir Brynjólfsson, múrari. Sigtryggur Benediktss., húsasm. Sigurður Jakobsson, húsasm. Smári Sigurðsson, múrari. Snæbjörn Þórðárson, prentari. Stefán Árnason, húsasm. Stefán Baldursson, húsasm. Stefán Stefánsson, bifvélav. Sveinn Ríkarðsson, rafvirki. Sverrir V. Pálmason, húsgagnasm. Sævar Jónatansson, húsasm. Sævar G. Kristjánsson, húsgagnasm. Sævar Sæmundsson, rafvirki. Tómas Sæmundsson rafvirki. Tryggvi Valdimarsson, bifvélav. Tryggvi D. Friðriksson, húsasm. Valur Baldvinsson, rafvirki. Viðar Daníelsson, húsasm. Þorsteinn Þorsteinsson, skipasm. Þórarinn Kristjánsson, vélv. Þórhallur Ægir, skipasmiður. Ævar Jónsson, múrari. Örvar Kristjánsson, bifvélav. Brautskráðið úr 3ja bekk: Dagur Hermannsson, kj ötiðnaðarmaður. Ragnheiður Ólafsdóttir hárgr.m. Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, hárgr.m. víkurkaupstað. Sjúkrahúsið í Húsavík, sem hún rekur með Húsavíkurkaupstað, og allmörg- um hrepppum héraðsins. Hér- aðsbókasafnið, héraðsskjalasafn ið og náttúrugripasafn í stofn- un, sem hún rekur ásamt Húsa víkurkaupstað, Byggðasafnið á Grenjaðarstað og Myndasafnið á Laugum. Sýslan gefur út ársrit, Árbók Þingeyinga, ásamt Norðursýsl- unni og Húsavíkurkaupstað og hún er að láta gera kvikmynd af héraðinu. Á sl. ári gaf hún út vandað afmælisrit um Jónas Jónsson frá Hriflu í tilefni áttræðisaf- mælis hans. í lok sýslufundarins lýsti sýslunefndin því yfir, að hún teldi nauðsynlegt, að strand- ferðum yrði við haldið í svip- uðu formi sem að undanförnu. (Frétt frá skrifstofu Þingeyj- arsýslu, 30. apríl 1966.) Aðalsýslufundur S.-Þing. 1966 Afmæliskveðja til Laufeyjar Sigurðardóffur ÞANN 1. maí sl. var gestkvæmt í Hlíðargötu 3 hér í bæ, á hinu fallega heimili þeirra hjóna frú Laufeyjar Sigurðardóttur og Björgvins Jónssonar, málara- meistara. Húsfreyjan átti þá 60 ára afmæli og vildu margir minnast þeirra tímamóta í ævi hennar með því að þrýsta hönd hennar og óska henni heilla. Mun Laufey hafa reynt það þennan dag, sem oft áður, að hún á víða vini góða, sem vildu mega vera með vorinu í því að græða blóm á vegi hennar. Þessi afmæliskveðja er hugs- uð í þeim anda og enda þótt hún sé svo síðbúin, sem raun ber vitni, vona ég samt að hún eigi rétt á sér og nái tilgangi sín um. Laufey Sigurðardóttir er fædd í Torfufelli í Eyjafirði, dóttir hinna ágætu hjóna Sigrúnar Sigurðardóttur og Sigurðar Sig- ui'ðssonar frá Leyningi. Áhrif menningarheimilis móta þegn- ana með varanlegum hætti. Syst kinin frá Torfufelli bera ætt- mönnum sínum og æskuheimili það vitni, sem bezt verður fund- ið. En menningararfur, sem vel er ávaxtaður, er vissulega virk- ur þáttur í auðnu ævidagan-na. Þetta mun vaka mjög ljóst í vitund Laufeyjar frá Torfufelli, hvar sem spor hennar liggja. Hún ann af einlægum huga þeim stöðum þar sem barns- skónum var slitið og áhrif þeirr ar menningar, sem þar þróaðist og mótuðu hana unga munu ætíð ná að einkenna orð hennar og athafnir. Frá því að Laufey stofnaði sitt eigið heimili hefir hún verið búsett á Akureyri og mun hafa fest mikla tryggð við þann fal- lega bæ, sem höfuðstaður Norð- urlands er. En löngum mun hug ur hennar þó leita dalsins inn milli fjallanna, taugin, sem teng ir við æskuheimili og æskuum- hverfi er traust — allt á þeirn stöðvum — landið, fólkið, sag- an, minningarnar, skapar sinn sérstaka hugblæ og kallar með þeirri raust, sem heyrist jafn- skýrt, hvert sem för er beint. Laufey frá Torfufelli hefir á liðnum árum orðið vel við því ákalli lífsins að rétta samferða- fólkinu hlýja hönd og skilja kjör þess. Af áhuga og velvild, en oft af veikri orku, hefir hún unnið ágætt starf á sviði ýmissa félagsmála t. d. verið í hópi þeirra kvenna í Hlíf, sem bezt hafa unnið fyrir félagið og ötul- legast stuðlað að stofnun og vexti barnaheimilisins Pálm- holts, sem óumdeilanlega er þörf stofnun í bæjarfélaginu og eftir því vinsæl. Þá hefir Laufey einnig starfað í Orlofsnefnd kvenna á Akur- eyri og stjórnað hvað eftir ann- að orlofsvikum á Löngumýri í Skagafirði við ágætan orðstír. Mikið veltur á að þessar orlofs dvalir megi vel takast og er því hlutverk bæði stjórnanda og gestgjafa þýðingarmikið og vandasamt. En þær Laufey frá Torfufelli og Ingibjöi'g á Löngu- mýri kunna að vinna saman og hafa innt þetta hlutverk af höndum með alveg sérstakri sæmd. Fleira mætti telja af góð um málefnum, sem Laufey Sig- urðardóttir hefir sýnt áhuga og lagt lið, en það er ekki nauð- synlegt. Góður þegn mælir með sér sjálfur, ósjálfrátt. Verk hans og framkoma vitna um jákvæða þjónustu hans við lífið. Þegar ég hugsa um margra ára kynni okkar Laufeyjar sem löngum hafa fjölgað ljósunum á vegi mínum, verður mér ríkust í huga lotning hennar fyrir líf- inu, þegar það fellur í tærum straumi og næmleiki hennar fyrir öllu, sem. fagurt er, hvort heldur það er blómið, sem vex við götuna, tign fjallsins, sem hillir uppi í fjarska, lindin sem niðar með ljúfum hreimi, mynd- in sem pensill málarans mótap, ómurinn frá hörpu skáldsins eða heiðríkja hugans. Laufey er bókhneigð mjög og mótuð af lestri góðra bóka. Hún hefir næma tilfinningu fyrir máli og stíl og dáir orðsins list. Hún hrífst af fallega orðaðri hugsun og vel kveðinni vísu og er glöð og skemmtileg í viðræð- um. Margir sækja hana heim og kunna vel að meta gestrisni hennai'. Þeim fjölgar jafnt og þétt, sem er það vel-kunnugt, að í Hlíðargötu 3 fer jafnan saman góð risna og glaðar við- ræður og minningarnar um heimsóknina verma löngu eftir að lokið hefur verið úr bollan- um og þarf ekki stórt erindi til þess að aftur sé kvatt dyra. Því að hver er sá, sem ekki vill njóta yls frá glöðum arni góðs heimilis, sem gjörir honum með áhrifum sínum léttara að feta eigin götu? Á ungu vori lögðu gæfudísir gull í lófa lítillar meyjar í eyfirzkum dal. í sextíu ár hefii’ hún ávaxtað þetta gull sér og öðrum til ávinnings og gleði. Vinir hennar óska þess ein- huga að alltaf verði bjart á vegi hennar vegna verðleika þessar- ar vöggugjafar. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Kröftug ganga? Húsavík 24. maí. Suma daga hafa bátar héðan fengið góðan afla, allt upp í 18 tonn á línu. Eru menn að vona, að nú sé veruleg vorganga þorsks á ferð inni, kröftug, eins og í gamla daga um þetta leyti árs. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.