Dagur - 22.06.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1966, Blaðsíða 2
2 KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS - I. DEILD: Akureyringar töpuSu fyrir Val 3:0 AKUREYRENGAR léku við Val sl. sunnudag á Melavellinum í Reykjavík og töpuðu með 3:0. Þeir hafa því hlotið 1 stig í tveimur fyrstu leikjunum, og skorað 1 mark en fengið á sig 4. Þeir eru því neðstir í deildinni ésamt Keflvíkingum, og gefur það tilefni til umhugsunar þð’” liðið eigi eftir að leika 8 leiki í íslandsmótinu, því ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og með sömu útkomu í þessum 8 leikj- um sem eftir eru mundu Akur eyringar ekki hljóta nema 5 stig, og er vafasamt hvort það mundi nægja til áframhaldandi keppni í I. deild. Þ Svo farast sunnanblöðum orð - um leik Akureyringa og Vals: -ir af fyrri baráttugleði. í liði þeijra virtust eiga beztan leik þeir: Magnús Jónatansson og Valsteinn Jónsson. Tíminn: Fyrri hálfleikur var að mörgu leyti jafn, en Akureyringar áttu þó mun hættulegri tækifæri, sem Steinfþ'ímur og Kári sköp- úðu oltasf"*hær. En eins og fyrri daginn -gieymdu Akureyringar skotskónum fyrir norðan, og því tókst þeim ekki að skora, en einu sinni bjargaði Þorsteinn Friðþjófsson á línu. í byrjun síðari hálfleiks gerðu Valsmenn út um leik- inn með tveim mörkum. Eftir þessi tviLmörk var baráttuþrek akureyrskra leikmanna fokið út í veður og vind. í Akureyrar-liðinu voru : Steingrímur og Kári hættuleg- ustu sóknarmennirnir, en hvor ugum tókst að nýta tækifærin, sem sköpuðust. Morgunblaðið: Fyrri hálfleikur var fremur þóf kenndur framan af, bæði liðin náðu þó snöggum upphlaupum og áttu ágæt marktækifæri, sem hvorugu liðinu tókst að nýta. Lauk fyrri hálfleik því 0:0 Akureyringar voru lakir í þessum leik, liðið virðist tals- vert veikara en verið hefur und anfarin ár, þar sem baráttuvilj- inn, er verið hefur þeirra sterk asta vopn, er nú að mestu horf- inn. Aftasta vörnin er afskap- lega slök, og framlínan náði illa saman enda þótt þar séu mjög liðtækir knattspyrnumenn. Beztu menn liðsins voru þeir Magnús Jónatansson og Val- steinn Jónsson. Alþýðublaðið: Á 30. mín. bættu Valsmenn svo þriðja markinu við. Bergsveinn Alfonsson skoraði það með hörkugóðu skoti eftir horn- spyrnu. Með því marki var svo innsigluð endanleg uppgjöf norðanmanna, svo þann tíma, sem eftir var, gerðu þeir vart tilraunir til sóknar. Lið Akureyringa var all harð leikið og baráttufúst, einkum í fyrri hálfleik, en af því dró svo smám saman, þannig að síðustu 10 mín. var lítið sem ekkert eft- Þrjú tilboð bárust BLAÐIÐ hefur frétt að þrjú til boð hafi borizt í að byggja skemmu þá, er bærinn ætlar sér að láta reisa í sumar, og nota á fyrir inniíþróttir þar til nýtt iþróttahús rís. Vonandi verður hægt að hefja byggingu skemmunar mjög fljótlega. Fjölmennt sundmót UMSE á Laugalandi á Þelamörk SUNDMÓT Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var haldið sl. sunnudag að Laugalandi á Þela mörk í ágætu veðri. Mikil þátt- takævar í .mótinu og áhorfend- ur margir. Umf. Svarfdæla Dal vík vann mótið að þessu sinni og hlaut í annað sinn sundbikar UMSE, sem Kaupfélag Sval- barðseyrar gaf fyrir þremur árum. — Helztu úrslit: 100 m. frjáls aöferð mín. 1. Árni J. Gunnlaugsson M. 1.29.4 2. Hallclór Gunnarsson Sk. 1.32,8 3. Frímann Guðmundsson M. 1.36,3 4. Þórarinn Hjartarson Þ. Sv. 1.37,4 50 m. baksund. sek. 1. Jóhann Bjarnason Sv. 46,7 2. Halldór Gunnarsson Sk. 48,9 3. Daníel Björnsson Þ. Sv. 52.3 4. Frímann Guðmundsson M. 53,9 200 m. bringusund. mín. 1. Frímann Guðmundsson M. 3.28,5 2. Halldór Gunnarsson Sk. 3.37,0 3. Árni Hjartarson Þ. Sv. 3.38,5 4. Anton Þórisson Sk. 3.54,8 4x50 m. boðsund fr. aðf. mín. 1. Sveit utnf. Svarfdæla (Vil- helnt Guðmundss., Gunnar Friðrikss., Þorsteinn Skaplas., Jóhann Bjarnas.) 2.56,3 2. Sveit umf. Þorst. Svörf. 2.56,5 3. Sveit umf. Árs. Árr. 2.58,5 4. Sveit umf. Möðruvallas. 3.00,0 50 m. fr. aðfcrð kv. sek. 1. Efemía Gíslad. Árs. Árr. 41,5 Hörður Steinbergsson sigraði i keppninni um Gunnarsbikarinn I SlÐASTLIÐINNI viku var háð keppnin um Gunnarsbik- arinn, sem géfinn er af Golf- klúbbi Akureyrar til minningar um Gunnar Hallgrímsson tann læknir, sem var einn af beztu kylfingum klúbbsins. Þessi keppni er önnur stærsta keppni klúbbsins og sérstaklega vandað til hennar. Leiknar eru 72 holur á fjórum dögum með fullri forgjöf. Hófst keppnin á' fimmtudag og lauk á sunnudag. Eftir 18 holur hafði Sævar Gunnarsson tekið forustuna í 67 höggum og næstur kom Ing- ólfur Þormóðsson með 68 högg, en næstu 8 menn fylgdu fast á eftir með aðeins 2ja högga mun. En eftir 36 holur er Ingólfur Þormóðsson búinn að taka for- ustuna með 136 höggum en Hörður Steinbergsson og Sæv- ar Gunnarsson næstir með 139 högg. Er leiknár höfðu verið 54 holur virtusfþeir Hafliði Guð- mundsson og Jóhann Þorkels- son ætla að blanda sér í þessa hörðu keppni um efsta sætið. Þegar. 9 holur voru eftir hafði Sævar Gunnarsson tekið for- ustuna aftur og Hafliði einu höggi á eftir. En á síðustu hol- unum tekst Herði Steinbergs- syni að ná forústunni og sigraði örugglega með 279 höggum. Hörður -Steinbergsson er vel að sigrinum kominn. Hef ur hann a^ft ágaetlega undanfarið, enda lék hann þessa keppni af miklu öryggi, lék hann t. d. síð asta hringinn í 38 höggum, sem er 4 höggum yfir pari og af- bragðs árangur. Urslit urðu þessi: högg 1. Hörður Steinbergss. 279 2. Ingólfur Þormóðsson 282 3.-4. Sævar Gunnarsson 283 3.—4. Hafliði Guðmundsson 283 5. Jóhann Þorkelssón 291 2. Sigurlína Hreiðarsd. Árs. Árr. 44,9 3. Kristín Hjaltadóttir Þ. Sv. 45,5 4. Gunnvör Björnsd. Árs. Árr. 17,1 50 m. baksund kv. sek. 1. Anna B. Jóhannesdóttir Sv. 54,7 2. Aðalheiður Kjartansd. R. 55.9 3. Hafdís Helgadóttir Sv. 55,9 4. Svanhildur Árnadóttir Sv. 58,1 100 nr. bringusund kv. mín. 1. Hafdís Helgadóttir Sv. 1.52,6 2. Gígja Gunnarsdóttir Sv. 1.52,7 3. Efemfa Gfslad. Árs. Árr. 1.54,1 4. Fanney Theodórsd. Árs.Árr. 1.54,9 4x50 boðsund kv. fr. aðf. mfn 1. Sveit Ársól Árroðinn (Gunnvör Björnsd., Sigtir- lína Hreiðarsd., Fanney Theodórsd., Efemína Gíslad.) 3.12,0 2. Sveit Þorst. Svörfuðar 3.25,5 3. A-sveit umf. Svarfdæla 3.26,6 4. B-sveit umf. Svarfdæla 3.40,4 Stig milli félaga. stig. Umf. Svarfdæla (Sv.) 33,5 Umf. Ársól Árroðinn (Árs. Árr.) 23 Umf. Þorst. Svörfuður (Þ.Sv.) 17 Umf. Möðruvallasóknar (M.) 14 Umf. Skriðuhrepps (Sk.) 10 Umf. Reynir (R.) 2,5 Stigahæstu einstaklingar. stig, Efemfa Gfsladóttir Árs. Árr. 9 Halldór Gunnarsson Sk. 9 Hæstu útsvör og aðstöðugjöld Efdrtaldir aðilar bera útsvör yfir kr. 100.000.00. Einstaklingar: 1. Leó F. Sigurðsson..... 2. Alferð Finnbogason .. ., 3. Baldvin Þorsteinsson .. 4. Trausti Gestsson...... 5. Jóhann Hauksson....... 6. Valtýr Þorsteinsson .. ., 7. Gunnar Þorsteinsson ... 8. Steindór Kr. Jónsson ... 9. Jóhannes Baldvinsson .. 10. Ólafur Jónsson .......... 11. Eggert Ólafsson ...... 12. Brynjólfur Kristinsson .. 13. Oddur Carl Thorarensen 14. Jónas Traustason ..... 15. Baldur Ingimarsson ... 16. Árni Magnús Ingólfsson 17. Magnús Þorsteinsson ... 18. Ragnar Malmquist . ... kr. 443.700.00 — 266.800.00 — 253.700.00 — 197.700.00 — 163.400.00 — 153.800.00 — 147.700.C0 — 139.300.00 — 133.100.00 — 123.500.00 — 120.800.00 — 114.900.00 — 104.500.00 — 104.300.00 — 104.200.00 — 103.500.00 — 101.800.00 — 100.400.00 Félög: 1. Slippstöðin h.f.................................kr. 692.000.00 2. Útgerðarfélag KEA h.f............................ — 477.100.00 3. Kaupfélag Eyfirðinga............................. — 399.400.00 4. Brjótur s.f..................................... — 205.800.00 5. Súlur h.f........................................ — 194.600.00 6. Amaro h.f........................................ — 175.200.00 7. Möl og sandur h.f................................ — 159.200.00 8. Plasteinangrun h.f............................... — 122.000.00 9. Bólstruð Húsgögn h.f............................. — 100.300.00 Aðstöðugjöld: Aðstöðugjaldaskrá Akureyrar var einnig lögð fram í dag, mánu- daginn 20. júní. Álögð aðstöðugjöld nema kr. 13.532.900.00 — á 404 einstaklipga kr. 1.967.100.00 og 149 félög kr. 11.565.800.00. Aðstöðugjöldin eru miðuð við rekstrarútgjöld sl. árs og reiknast samkvæmt eftirfarandi aðstöðugjaldastiga: 0,5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, fiskvinnsla, nýsmíði skipa, búrekstur. 0,8% Heildsala. 1,0% Rekstur farþega- og farmskipa, matsala og hótelrekstur, tryggingastarfsemi, útgáfustarfsemi, verzlun ót. annarsstað- ar, iðnaður og iðja ót. annarsstaðar. 1,5% Sælgætis-, efna-, öl- og gosdrykkjaverksmiðjur. Rekstur vinnuvéla. 2,0% Leigu- og umboðsstarfsemi, lyfjaverzlun, snyrtivöruverzlun, sportvöruverzlun, leikfangaverzlun, hljóðfæraverzlun, blóma verzlun, minjagripaverzlun, klukku- úra- og skartgripa- verzlun, gleraugnaverzlun, ljósmyndavöruverzlun, listmuna- verzlun, gull- og silfursmíði, sælgætis- og tóbaksverzlun, kvöldsöluverzlanir, kvikmyndahúsrekstur, fjölritun, forn- verzlun, bifreiðarekstur, rakara- og hárgreiðslustofur, per- sónuleg þjónusta, ennfremur hverskonar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Eftirtaldir aðilar bera yfir kr. 100.000.00 í aðstöðugjald: 1. Kaupfélag Eyfirðinga ....................... kr. 3.633.900.00 2. Samband ísl. samvinnufélaga................... — 1.448.200.00 3. Útgerðarfélag Akureyringa h.f................. — 607.400.00 4. Amaro h.f..................................... — 281.800.00 5. Valtýr Þorsteinsson........................... — 214.800.00 6. Bilasalan h.f................................. — 211.000.00 7. Slippstöðin h.f............................... — 210.500.00 8. Byggingavöruverzlun T. Björnssonar h.f...... — 205.900.00 9. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f.............. — 193.700.00 10. Kaffibrennsla Akureyrar h.f................... — 193.400.00 11. Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f................ — 184.600.00 12. Valgarður Stefánsson ......................... — 150.200.00 13. Kaupfélag Verkamanna ......................... — 124.500.00 14. Valbjörk h.f.................................. — 124.400.00 15. Vélsmiðjan Oddi h.f........................... — 123.200.00 16. Sana h.f..................................... — 122.700.00 17. Útgerðarfélag KEA h.f......................... — 120.300.00 18 K. Jónsson & Co. h.f....................... — 114.900.00 19. Prentverk Odds Björnssonar h.f.............. — 112.000.00 KJORFUNDUR vegna hreppsnefndar-og sýslunefndarkosninga í Öng- ulsstaðahreppi til næstu fjögurra ára, verður haldinn að Freyvangi sunnudaginn 26. júní n.k. og liefst kl. 10 f. h. 1 hreppsnefnd verða kosnir 5 aðalmenn og jafnmarg- ir menn tí 1 vara. í sýslunefnd verður kosinn 1 aðalmaður og 1 mað- ur til vara. Að kosningu lokinni fer fram talning atkvæða. KJÖRSTJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.