Dagur - 02.07.1966, Side 2
2
Fyrsta mark gert í minnmgarleikrium: Akúreyringar sóttu fast aö marki Vals og knötturinn hafn-
aði í netinu. Steingrímur, alveg upp í markinu, og skoraði. (Ljósmynd: E. D.)
Minningarleikur um Jakob Jakobsson
Akureyringar sigruðu Val með 2:1
Á FIMMTUDAGINN fór fram
á íþróttavellinum hinn árlegi
minningarleikur, sem bundinn
er nafni Jakobs Jakobssonar og
haldinn til að efla sjóð þann,
sem við hann er kenndur og
styrkir íþróttamenn til náms.
Þessi knattspyrnukappleikur
er sá þriðji í röð slíkra leikja
og voru áhorfendur fjöldamarg
ir. Lið þau, sem þarna kepptu,
Voru ÍBA og Valur í Reykja-
vík. Svo skemmtilega vill til,
að leikina alla hafa Akureyr-
ingar unnið, nú með 2 : 1 og
hefði þó munurinn átt að vera
meiri- eftir gangi leiksins.
Veður var þurrt og ekki
mjög heitt. Leikurinn var allur
hinn prúðasti og mjög spenn-
andi á köflum. Sunnanmenn
virtust orkumeiri og oft ákveðn
ari, en heimamenn leiknari.
Hér verður ekki dómur lagð-
ur á einstaka leikmenn, en að-
eins þakkað fyrir góða skemmt
un, sem um leið er verðugur
minningarleikur um einn af
drengilegustu íþróttamönnum
þessa bæjar, Jakob Jakobsson.
r-.-Jþ.-.-.
!
■1111
Drengjarneisfarðmóf Islands í frjálsum íþróffum
fer fram á Akureyri um helgina
r
Valbjörn Þorláksson og Jón Þ. Olafsson boðnir norður til keppni
1 DAG (laugard. 2. júlí) kl. 2
e. h. hefst á íþróttavellinum á
Akureyri Drengjameistaramót
íslands í frjálsum íþróttum og
sér Frjálsíþróttaráð Akureyrar
um mótið. Keppendur verða um
40 víðsvegar að af landinu.
Þá hefur Frjálsíþróttaráð boð
ið hingað tveim beztu frjáls-
íþróttamönnum landsins, þeim
Valbimi Þorlákssyni og Jóni Þ.
Ólafssyni, og keppa þeir sem
gestir á móíinu.
Búast má við skemmtilegri
keppni á móti þessu og ættu
bæjarbúar að fjölmenna á völl-
inn.
Keppnisgreinar verða þessar:
Laugardaginn 2. júlí kl. 2 e. h.
100 m hlaup, kúluvarp, há-
stökk, 800 m hlaup, spjótkast,
langstökk og 200 m grinda-
hlaup.
Sunnudaginn 3. júlí kl. 2 e. h.
110 m grindahlaup, kringlu-
kast, stangarstökk, 300 m
hlaup, þrístökk, 1500 m hlaup
og 4x100 m boðhlaup.
Jón Þ. Ólafsson og Valbjöm
Þorláksson keppa á Akureyri
imi helgina.
- Sfarfsaðsfaða
(Framhald af blaðsiðu 4).
gengt að menn, sem þannig er
ástatt um, mega alls ekki þang-
að koma fyrr en nokkuð er af
þeim runnið, enda sorgleg
dæmi um það nærtæk. En sem
betur fer eru fangageymslurnar
stundum mannlausar.
Hvenær er mest að gera hjá
lögreglunni?
Um helgar, eða frá því á föstu
dögum til mánudags. En hve-
nær sem er getum við fengið ó-
vænt Verkefni í hendur. Slíkt
gerir sjaldnast boð á undan sér
og götulögreglan t. d. hefur allt
af eitthvað að starfa við hið
daglega eftirlit.
Hvað viltu segja um áfengis-
neyzluna og störf lögreglunnar?
Áfengisneyzlan jókst veru-
lega hér á Akureyri þegar opn-
uð var útsala áfengis og óskyn-
samleg áfengisneyzla er böl ein
staklinganna, jafnframt því sem
hún færir lögreglumönnum
meiri verkefni í hendur en
nokkuð annað. Lögreglumenn
kynnast margs konar böli of-
drykkjunnar í starfi sínu, en
almenningsálitið er ekki nægi-
lega vakandi í þessum efnum —
vill naumast viðurkenna áfeng
isböl. —
Eru konur tíðir gestir ykkar á
lögregluvarðstofunni?
Það kemur stundum fyrir, að
Norrænu sundkeppn-
inni lýkur 15. sept.
FRÁ 15. maí til 15. septem- ;
n ber fer fram Norræn Sund- <
!; keppni. Aðaltilgangur henn- ;
í; ar er að fá sem flesta til þess !
;|að iðka sund og reyna sund;
!; getu sína mcð því að synda;
200 metra án viðstöðu.
;; Iðulega gerast liér þeir
!; atburðir, sem sýna nauðsyn
; góðrar sundkúnnáttu.
!; Vilduð þér með aðild fé-
; Iags yðar Ieggja því lið að
i; sem flestir íslendingar séu
1: vel syndir og að þeir full-
;! vissi sjálfa sig um sundfærni
;;sína með því að synda „200
;! mctrana“? —
!; — Ef svo, fáið félaga yðar
!| nú um hásumarið til þess að
; iðka sund og synda „200
!; metrana“.
;! Nú er sá tími, sem allar
;;sundlaugar eru starfræktar,
!!veður bezt og því hentugast
; ölluni að njóta sunds, Ioft-
! og sólbaða.
j! Takmarkið er að 58 þús.
i; fslendingar hafi fyrir 15.
ilseptember sýnt, að þeir hafi
;jsundfærni til þess að synda
!;„200 metrana".
!; Með virðingu og
kærri kveðju,
!; Landsnefnd Sundsambands
J; íslands vegna Norrænu
!; Sundkeppninnar.
lögreglunnar
við verðum að hýsa konur og
einu sinni tvær í einu. Annars
er það fremur fátítt að þær
þurfi að sæta slíkri með'ferð,
enda munu þær taka fangavist
miklu nær sér en karlmenn. En
í sambandi við geymslu fólks í
fangaklefum er margs áð gæta.
Þörfin er oft alveg brýn, þegar
um er að ræða einstaklinga,
sem sýnilega geta farið sér að
voða eða verið öðrum hættu-
legir. Og stundum er þessi þörf
svo brýn, að yvið höfum óða
fanga inni hjá okkúr á varð-
stofunni, sem beita verður hk-
amlegu ofbeldi en ekki er rúm
fyrir í fangaklefum.
Þið liafið áhuga á bættum
vinnuskilyrðum, lögreglu-
menn-
Já, vinnuskilyrðin eru alveg
óþolandi. Sem dæmi um það
hefur yfirlögregluþjónninn
stundum þurft að fara með fólk
út í bíl sinn til yfirheyrslu.
Enda er það óforsvaranlegt
með öllu að taka skýrslur af
vitnum á varðstofunni þegar
svo stendur á, að órólegir fang
ar eru þar, svo mjög er þar
hljóðbært og ekkert afdrep til
að vinna slík störf í næði. Við
tökum það stundum til bragðs,
að hækka í útvarpinu til þess
að sá, sem yfirheyrður er og
sá, sem bíður yfirheyrslu heyii
ekki hvor til annars.
Eru menn hættir að brugga,
Árni?
Það held ég. Það er langt síð-
an lögreglan hefur fengizt við
bruggmál hér um slóðir. Á tím
um hins mikla hraða nennir
víst enginn að liggja yfir því að
brugga áfengi, enda er það auð
fengið og kaupgetan mikil.
Eru slagsmál ekki á hröðu und-
anhaldi, sem íþrótt hinna
ölvuðu?
Þau eru enn tíðkuð. Þegar
ölvunin er mikil geta þau bloss
að upp og hæglætismenn orðið
viti sínu fjær. Vissum mönnum
vill oft verða laus höndin, en
þess utan getur slíkt breiðzt út
í fjölmenni og orðið til vand-
ræða.
Hvemig líkar þér lögreglu-
mannsstarfið?
Þetta er ekkert skemmtistarf
þótt þaS sé nauðsynlegt. Það er
hart að þurfa að hafa fjölda
manns við löggæzlu, einkum
vegna þess að margir hinir al-
mennu borgarar kasta fram af
sér beizlinu öðru hverju og
geta farið sér að voða. En þann
ig er það samt sem áður, og verð
ur lögreglan þá að grípa til sinna
ráða til að afstýra vandræðum.
Samvinna hinna almennu borg
ara og lögreglumannanna er_ yf
irleitt mjög góð ■ og léttir það
starf okkar til muna, segir Árni
Magnússon að lokum, og þakk
ar Dagur svör hans.
Skemmfileg unglingakepprti í golfi
1 SL VIKU var háð unglinga-
keppni í golfi á golfvelli klúbbs
ins. Leiknar voru 9 holur með
íullri forgjöf. í þessari fyrstu
keppni drengjanna á sumrinu
var mikil barátta um fyrsta sæt
ið, enda eru drengirnir í góðri
þjálfun og má búazt við góðum
árangri á íslandsmátinu, sem
háð verður hér í sumar.
Strax í upphafi tók Björgvin
Þorsteinsson forustuna, en bróð
ir hans Viðar fylgdi fast á eftir.
En er líða tók á hringinn, virt-
ist sem Gunnar Þórðarson, sem
hefur tekið miklum framförum
****■'£ »3'rnW
frá því í fyrra, ætla að sigra, en
á síðustu holunni tókst Viðari
að halda jöfnu og luku þeir
keppninni í 37 höggum. Annars
var röðin þessi: högg
1.—2. Gunnar Þórðarson 37
1.—2. Viðar Þorsteinsson 37
3. Þengill Valdimarsson 38
4. Björgvin Þorsteinsson 39
5. Hermann Benediktss. 41
í kvöld hefst svo keppnin um
Olíubikarinn, sem gefinn er af
Olíufélagi íslands, og er út-
sláttarkeppni og verða leiknar
18 holur í kvöld. □