Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herber9is pantanir. FerSa- elcriístolan Túngötu 1. Akureyxi, Sízni 11475 XLJLX. arg. Akureyri laugardaginn 27. ágúst 1966 — 59. tbl. FerðaskrifsíofanTún9ö,u L l Sími 11475 Skipuleggjum íerðir skauta d milli. Farseðlar með Flugfél. ísL og Loftleiðum. KJORDÆMISÞING AÐ LAUGUM 2., 3. OG 4. SEPTEMBER KJÓRDÆMISÞING Framsókn armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið að Laugum föstudaginn og laugar daginn 2. og 3. sept. Þingið hefst kl. 10 f. h. á föstudaginn. Auk venjulegra þingstarfa mun HÉRAÐSMÓT FRAM- SÓKNARMANNA Bjarni Einarsson frá Efnahags- stofnuninni í Reykjavík flytja erindi fyrri fundardaginn, er hann nefnir „Landssvæðaáætl- anir“ með sérstöku tilliti til Norðurlands. Formenn Framsóknarfélaga eru sérsíaklega minntir á þing- ið og vinsamlega beðnir að sjá um að fulltrúakjör fari fram. Kjördæmisráð. HÉRAÐSMÓT Framsóknar- KJÖRDÆMISÞING Ungra manna verður að Laugum í S,- Framsóknarmanna verður að Þing. laugardaginn 3. sept. og hefst kl. 9 e. h. Ræðumcnn verða Karl Kristjánsson og Helgi Bergs. Meðal skemmti- krafta eru Jón Gunnlaugsson, Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson. Hljómsveit leikur fyrir dansi á eftir. Aðgöngu- miðasala við innganginn. □ Laugum sunnudaginn 4. sept, n. k. og hefst kl. 10 f. h. Stjórnir félaga eru minntar á að láta kjósa fulltrúa til þings- ins sem allra fyrst, og íilkynna þátttöku til formanns sambands ins, sem er Aðalsteinn Karls- son Húsavík. Stjórnin. Mesfa afiahrofa síidveiðanna 1 VIKUTÍMA hefur vérið meiri síldarafli hér við land en nokkru sinni áður hefur feng- jzt Dagana 19,—25. ágúst veidd ust nær 66 þús. tonn af síld, sem samsvarar 500 þús. tunn- um og málum. Mikið af þessum skjótfengna afla fór i salt og er því mjög verðmikil vara, en álitið er, að aflaverðmæti síldarinnar þessa daga séu 120 millj. króna. Veiðisvæðin voru tvö, annað Frá lögreglunni AÐFARARNÓTT þriðjudags- jns 22. ágúst sl. varð það slys skammt frá Geldingsárbrú, að A-bifreið var ekið í hrossahóp á veginum og slasaðist eitt hrossið mjög mikið. Lögreglu- menn frá Akureyri komu fljót- lega á staðinn og aflífuðu hest- jnn, en ekki er vitað hvort fleiri hestar hafa orðið fyrir bifreið þessari. Ógætilegum akstri er um kennt. Hesturinn var frá Austurhlíð. Ðíll ónýttist í fyrradag í árekstri hér á Akureyri. SALTA9 í 22 ÞÚS. TUNN- UR SÍÐAN 17. ÁGÚST Raufarhöfn 26. ^gúst. Síðan 17. ágúst hefur verið saltað í 22 þús. tunnur. Hæstu söltunar- stöðvarnar eru Norðursild h.f. með 11400 tunnur og Borgir h.f. með 10228 tunnur. Samtals er söltunin hér orðin 50786 tunnur. (Framhald á blaðsíðu 5). Tunnubílar á leið frá Akureyri til Reyðarfjarðar með allt að 220 tunnur hvor. (Ljósm.: E. D.) Norðursíkl h.f. hefur saltað mest Ólafi Magnússyni frá Akureyri hlekktist á, en komst að landi með um 170 tonn af síld 140—150 mílur ANA frá Rauf- arhöfn en hitt 60—100 mílur ASA af Norðfjarðarhorni. Síld— in á þessum veiðisvæðum báð- um er góð söltunarsíld. Eins og nærri má geta fengu mörg skip hina ótrúlegustu veiði. Til dæm is um það fékk gamla Snæfell á Akureyri þrjá farma á rúm- um sólarhring samtals um 700 tonn. Síidin hefur færzt nær landi undanfarna daga. n Á miðvikudaginn lenti þriggja ára telpa fyrir bíl framan við Hafnarbúðina á Akureyri, en meiddist ekki að heitið gæti. Enn stendur'á vegarkanti á Öxnadalsheiði R-bíll frá í vor, nú sundurskotinn og úr honum stolið því sem unnt er að stela. Jafnvel hjólin eru horfin. □ Á MÁNUDAGINN var saltað í tíu þúsundustu síldartunnuna hjá Norðursíld h.f. á Raufar- höfn. En stöð þessa á Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður á Akureyri og aðra á Seyðisfirði. Það var „nafnlaus" stúlka, sem saltaði í umrædda tunnu, þ. e. söltunnarstöðin óskaði ekki að hafa verðlaunaveitingu eða „til stand“ af þessu tilefni þar sem söltunin byggist á vinnu og miklum afköstum fjölmargra síldarstúlkna og margra manna, sem að síldarsöltuninni starfa. En um 90 manns störfuðu við síldarsöltunina um þetta leyti. Valtýr Þorsteinsson er nú mesti síldarsaltandi landsins, hefur saltað um 14000 tunnur á Raufarhöfn og Seyðisfirði, auk þess að reka mikla útgerð á hin um þekktu og aflasælu skipum sínum. Fulltrúi Valtýs og aðalfram- kvæmdastjóri er Hreiðar sonur hans. Það bar til á Ólafi Magnús- syni kl. 8—9 á fimmtudagsmorg unin, að skilrúm bilaði milli aðallestar og frystilestar, en skipið var þá á leið til lands í vondu veðri með 160—170 tonn af síld. Áður hafði nokkuð af síldarfarminum verið varpað fyrir borð vegna sjógangs. Við bilun skilrúmsins rann síldin fram í frystilest skipsins og seig það mjög í sjó að framan. Guðbjörg frá Sandgerði fylgdi Ólafi Magnússyni til lands, enn fremur var Sigurey tilbúin til aðstoðar ef með þyrfti. Ferðin til lands sóttist seint og var komið til Seyðisfjai'ðar kl. 1.30 í fyrrinótt. Þar var landað áður nefndu magni, veiddu á norður- svæðinu. Skipstjóri á Ólafi Magnússyni er eins og áður Hörður Björnsson frá Dalvík. Mörg skip áttu í erfiðleikum (Framhald á blaðsíðu 5). KROSSANES Erlend skip hafa landað 17 förmum á Hjalfeyri SÍLD ARVERKSMIÐ JURN AR við Eyjafjörð, í Krossanesi og á Hjalteyri hafa samtals tekið á móti rúmlega 20 þús. tonnum síldar. á Hjalteyri hafa 11 skip landað 17 förmum síldar. Þar af hefur verið saltað í 1100 tunn- ur. Afli hinna erlendu skipa nernur nálega helmingi þeirrar síldar, sem til Hjalteyrar hefur borizt, En þar nálgast bræðslan nú 8 þús. tonn. Krossanesverksmiðja hefur tekið á móti 12814 tonnum síld- ar. Síðast kom Snæfell með slatta og Oddgeir með 138 tonn. Nýju verksniiðjuliúsin í Mývatnssveit eru mörguni umliugsunarefni. (Ljósm.: E. D.) Sirion er rétt búinn að landa 1000 tonnum. □ IBA-VAIUR Á MORGUN, sunnudag, kl. 4 leika Akureyringar sinn 9. lcik í I. deildarkeppninni á íþrótta- vellinum á Akureyri og mæta nú Val. Eins og menn vita, er keppni nú með harðasta móti í I. deild og hafa 4 lið enn mögu- leika á sigri, þó segja megi að möguleikar Vals séu einna mestir. Stigin standa þannig: Valur 11, Keflavík 10, Akur- eyri 9, KR 8, Akranes 7 og Þróttur 3 stig. Ekki er að efa að Akureyringar og nærsveita- menn fjölmenna á völlinn og hvetja lið sitt til sigurs. □ GÓÐIR ÞURRKAR GÓÐUR heyþurrkur hefur víð- ast verið á Norður- og Norð- austurlandi þessa viku. Eru hey skaparhorfur því mun betri en áður. En víða er kvartað um lélega háarsprettu og hætt er við, að á stórum svæðum lands- ins, einnig á Suðurlandi, verði heyöflun nokkru minni en í fyrra og færri gripir settir á vet ur að þessu sinni en ætlað var. Spretta garðávaxta er víðast minni en á sama tíma í fyrra. En þar ræður úrslitum hversu viðrar hér eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.