Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 8
8 Selórfoss, en vinstra megin sézt þar sem búið er að sprengja fyrir laxastiga. Veiðimaður stendur á kletti við fossinn og rennir fyrir lax. ;r , (Ljósm.: E. D.) Nýr Hellisheiðarvegur slyffir leið milli Héraðs og Vopnafjarðar um 70 km. SMÁTT OG STÓRT Vopnafirði 25. ógúst. í Vopna- firði hefur verið brakandi þurrkur 5—6 síðustu daga. Fyrri sláttur er allsstaðar orð- inn þurr og viðast hirtur í hlöð- ur. Heyverkunin í sumar er misjöfn á bæjum en útlit er fyr ir, að heyfengur verði í meðal- lagi að magni. Háarspretta er fremur lítil og seinní sláttur á sumum bæjum er hafinn. < Hina nýju hreppsnefn skipa sjö menn í Vopnafjarðarhreppi og er Páll Methúsalemsson bóndi á Refstað oddviti hennar pg í fyrsta sinn var hér ráðinn pýr sveitarstjóri, Guðjón Ingi Sigurðsson frá Hafnarfirði. íbúar Vopriafjarðar eru nú r úmlega 800, þar af býr um helmingur í Vopnafjarðarkaup- túni. Við búum svo vel um þess ar mundir, að hafa bæði lækni, Magnús Stefánsson, og prest, Rögnvald Finnbogason, en slíka menn hefur stundum vantað hér, jafnvel Ijósmóður líka. t Laxveiði hófst hálfum mán- uði seinna í hinum góðu laxám í Vopnafirði en venja er og er laxveiðin því minni en á sama tíma undanfarin ár. En laxinn er stór, allt upp í 26 pund. En einn slíkan veiddi Magnús Odds son frá Akureyri um síðustu helgi. Sprengt var í fyrrahaust i Fjölsótt héraðsmót Framsóknarmanna HÉRAÐSMÓT Framsóknarfé- laganna í Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri, sém haldin voru um síðustu helgi í Freyvangi og á Dalvík, voru fjölsótt og fóru mjög vel fram, að sögn þeirra er þar voru. ? í Freyvangi fluttu ræður al- þingismennirnir Einar Ágústs- son og Ingvar Gíslason og á Dal vík á sunnudagskvöldið Einar og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn. í? í Freyvangi komust færri að en viklu og á Dalvík var aðsókn góð, þrátt fyrir óvenjulega mik- ið annríki vegna síldarsöltunar. fyrir laxastiga við Selárfoss og verður stiginn steyptur næsta sumar. Við þann fiskveg leng- ist veiðisvæði Selár um 21 km. og verður veiðisvæðið allt þá 29 km. að lengd. Sleppt hefur verið laxaseiðum í ána í sumar. Það er Oddur Ólafsson læknir og fl., sem standa að fram- kvæmdum við Selárfossinn. Hinar laxárnar í Vopnafirði eru Vesturdalsá og Hofsá. Verið er að byggja brú yfir Vesturdalsá nálægt Vakurstöð- Langanesi 16. ágúst. — Eftir tveggja til þriððja vikna ótíð birti upp fimmtudaginn 11. ágúst og komu fjórir til fimm allgóðir þurrkdagar, en í kvöld fór aftur að rigna. Mikil hey náðust inn þessa daga, sumt nokkuð hrakið eða skemmt í sæti,- annað nýslegið og grænt af Ijánni. Þá er enn víða nokk- uð hey útí og talsvert óslegið. Há mun verða með minna móti. Enn einu sinni kemur í Ijós að- stöðumu'hur ’þéirra, sem hafa súgþurrkun og hinna, sem ekki hafa fengið hana ennþá. Nýja síldarverksmiðjan á Þórshöfn er tekin til starfa og búin að bræða um 700 tonn. Talsvert er búið að kljúfa af rekaviði hér á fjörum, og hefir nokkuð verið flutt burt af girð ingastaurum í sumar, en reka- viðastáurar þykja betri en út- leridir staurar. Sagt er að mikið sé að rekaviði á floti um allan sjó bg hafa sum veiðiskip orðið fyrir skráveifum af völdum hans. Eftir messu á Svalbarði í Þist ilfirði, sunnudaginn 7. ágúst, bauð Kvenfélag Þistilfjarðar öllum kirkjugestum til kaffi- drykkju í samkomuhúsi sveitar innar og minntist á þann hátt 50 ára afmælis síns, en félagið tók til starfa á jóladag 1915, og voru stofnendur 25 að tölu. For maður félagsins, Sigríður Jó- um og verður hún mjög til hags bóta fólki þar í nágrenni. í sum ar er unnið að því að ýta upp síðasta vegarspottann á Sand- yíkurheiði. Búið er að ryðja jeppafæran veg yfir Hellisheiði. Liggur sá vegur upp úr Héraði skammt utan við Ketilsstaði í Jökulsár- hlíð og yfir til Eyvindarstaða í Vopnafirði. Fjallvegur þessi er stuttur én mjög brattur, eink- um Vopnafjarðarmegin og mun (Framhald á blaðsíðu 5.) hannesdóttir húsfreyja á Gunn arsstöðum, bauð gesti velkomna og ræður voru fluttar. Á eftir var skemmtun fyrir börn. Kirkjusókn var mikil þennan dag, enda nýi presturinn að heilsa söfnuðinum. Vandamenn sr. Hólmgríms sál. Jósefssonar afhentu kirkjunni áletraðan silf urskjöld til minningar um sr. Hólmgrím og prestsþjónustu hans í Svalbarðssókn. Friðrik Sveinssyni fráfar- andi héraðslækni á Þórshöfn og fjölskyldu hans var haldið fjöl- mennt kveðjusamsæti í félags- heimilinu á Þórshöfn föstudags kvöldið 12. ágúst, en hann starfaði hér í nálega 9 ár og naut mikilla vinsælda. Eggert Briem, ungur læknir, er settur hér fyrst um sinn, og eru menn því fegnastir, að ekki skildi verða læknislaust að sinni. □ EINS og kunnugt er af fréttum hefir fjöldi manns farist, aðrir .slasast og misst heimili sín í hryllilegum jarðskjólftum í Austur Tyrklandi. Alþjóða Rauði krossinn hefir beðið Rauða kross íslands að veita systurfélagi sínu í Tyrklandi aðstoð við kaup á lyfjavörum og öðrum nauðsynjum fyrir íbúanna á jarðskjálftasvæðun- um. Að sjálfsögðu vill Rauði kross MIKIL IÐNSÝNING f haust verður mikil iðnsýning í Reykjavík, sem undirbúin er af kappi. Sýningarstúlkur verða allt að 140 talsins. En liúsnæðið er íþróttahöllin í Laugardal. FISKIRÆKT AÐ HEFJAST fslendingar eru seinir að átta sig á því, að það skuli þurfa meira fyrir laxfisk að gera en að veiða hann og selja. f landi okkar eru ótæmandi skilyrði til fiskiræktar, fiskeldis og fisk- veiða í fersku vatni. Enn telja flestir slíka hluti fjarlæga, en smám saman breytast viðhorf- in. Vart munu enn mörg ár líða þar til litið verður búmanns- augúni á skilyrði til hinnar nýju búgreinar, og munu möguleik- arnir reynast margir og víðar en menn láta sig enn dreyma. Gildir það bæði um aðstöðu til að örva göngu lax og silungs í veiðiár og fiskeldi í vötnum, tjörnum og heimatilbúnum fisk eldistjörnum. RÆJARLÆKUR OG JARÐÝTA Með nokkrum sanni má segja að undirstaða til fiskeldis í tjömum sé tvíþætt. Það þarf bæjarlæk og jarðýtu, en á sum- um stöðum aðeins fiskstofn og fóður, þar sem heppilegar tjarn ir eru til frá náttúrunnar hendi. Mætti álíta, að dugmiklir íslend ingar ættu erindi til erlendra fiskiræktarmanna í leit að þekk ingu á þessu sviði, til þess að hagnýta síðar liér heima. HVER ER AFSTAÐA ÞEIRRA? Ýmsir spyrja: Hver er afstaða þeirra þingmanna stjórnar- flokkanna, sem hingað til hafa talið sig vilja stuðla að jafn- vægi í byggð landsins? Er kannski búið að telja þeim trú um að fækkun strandferðaskipa sé jafnvægisráðstöfun? Eða halda stjórnarherrarnir syðra, að strandferðirnar séu fyrst og fremst fyrir sumarleyfisfólk úr höfuðborginni og því skaðlaust að fækka þeim með haustinu? Er það sanngjarnt, að hinni dreifðu landsbyggð blæði, þeg- ar ríkissjóður er illa staddur? INNFLUTT HÚS Við Reykjahlíð í Mývatnssveit hafa þrjú íbúðarhús risið nú í suinar, í sambandi við Kísiliðj- una. Þau eru norsk og innflutt tilbúin, grunnur steyptur undir þau og síðan eru þau sett sam- an á -staðnum. Þessi hús eru úr íslands verða að sem mestu liði og leyfum vér oss því fyrir hönd Hjálparsjóðs Rauða kross ins að leita til almennings um fjárstyrk í þessu skyni. Fjársöfnun er þegar hafin og mun standa til 10. sept. n. k. Blöð bæjarins munu góðfúslega veita viðtöku framlögum manna. Stjórn Rauða kross deildar Akureyrar. timbri, ein hæð. Margir hafa áhuga á þessum og öðrum inn- fluttum verksmiðjuhúsum, í von um minna kostnaðarverð. Þau vekja til umhugsunar um fjöldaframleiðshi innanlands eða breytta byggingarliáttu, á þarin veg, að það sé reiknings- lega kleift venjulegu fólki að eignast eigið húsnæði, án þess að verðbólgan greiði það niður. En í byggingarmálum eru íslendingar eftirbátar annarra, og langt á eftir öðrum þjóðum í tæknilegum framförum cg hverskonar vinnuhagræðingu og stjórn byggingarmála. PLASTHÚS í Svíþjóð vakti trefjaplasthús mikla athygli á byggingasýn- ingu í Málmey nú fyrir skömmu. Þyrla flutti húshlut- ana á sýningarstaðinn. Saman- sett var það eins og hálfkúla. Danskur arkitekt, sem hug- myndina á að húsi þessu, held- ur því fram, að það sé fráleitt að binda sig við köntuð íbúðar- hús, endá sé hringlaga hús í flestu hagkvæmari. Arkitekt- inn, Cadovius að nafni, hefur þegar stofnsett verksmiðju til að framleiða slíkar byggingar. Hús af þessari gerð, ætluð sem sumarbústaðir, 50 fermetrar að flatarmáli, kosta 130—140 þús- und íslenzkar krónur. „STRÁKSLEGAR AÐDRÓTTANIR“ Alþýðumaðurinn á Akuréyri kallar það „strákslegar aðdrótt- anir“ og fl. í þeim tón er Dagur minnti bæjarstjórann á skyldur sínar sem formaður í tilteknum norðlenzkum samtökum. Það gerði Dagur lireinlega og á kurteisan hátt, enda sýndisí það bera skjótan árangur. Þvaður Alþýðumannsins um þetta mál í fleiri blöðum er því marklaust með öllu, en bæjarstjórinn hef- ur aftur á móti lofað-Degi grein argerð um Fjórðungssamband Norðurlands, norðurlandsáætl- unina svonefndu, þátt Samb. ísl. sveitarfélaga í norðurlands- áætluninni, endurskipulagningu Fjórðungssambandsins o. fl. Verið að mai- bika Akiireyr- arflugvöll FYRIR rúmri viku hófust mal- bikunarframkvæmdir á Akur- eyrarflugvelli og er unnið að þeim af kappi. Hinn nýi þurrk- ari malbikunarstöðvarinnar er loks kominn til bæjarins og er unnið að uppsetningu hans. Er búist við, að malbikunin gangi allt að helmingi fljótar með til- komu þurrkarans. Eins og fyrr sagði hér í blaðinu, er það Akur eyrarkaupstaður, sem verk þetta vinnur fyrir flugmála- stjórn. O ÞORSHAFNARVERKSMIÐJAN ER TEKIN TIL STARFA HJÁLPARBEIÐM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.