Dagur - 31.08.1966, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsiugar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
Kirkjan og áfengisbölið
SÉRA ÁRELÍUS NÍELSSON segir
m. a. í grein í Tímanum 28. ágúst:
„Eitt hræðilegasta böl, sem þjáir
þessa litlu og nú orðið annars far-
sælu þjóð er áfengisnautnin. Það er
vandamál, sem eykst með hverju ári,
með öllum sínum átakanlegu og
ömurlegu afleiðingum. Slys, harmar,
heitrof, hjónaskilnaðir, heimilis-
hrun, sviksemi, glæpir og siðleysi
sigla í kjölfar áfengisneyzlunnar.
Og nú breiðist þessi þjóðarsmán
óðfluga út meðal kvenna og barna
eða komungs fólks, svo að nú þykir
næstum sjálfsagt, að hópar æskulýðs
taki sig til og stefni líkt og engi-
sprettuhópar til fjalla og eyði feg-
urstu dögum sumarsins á fegurstu
stöðum landsins við drabb og skríls-
læti, sem nálgast algjört brjálæði.
Flestir sitja meira eða minna ráð-
þrota. Aðrir ganga framhjá og hrista
hneykslaðir höfuð sín, eða byrgja
augun fyrir þessari bölvan eins og
presturinn og Levítinn forðum.
Mér finnst því ekki fjarri, að hér
verði opinberar stofnanir að taka í
taum og takmarka á einhvern hátt
þetta misskilda frelsi, eða beina því
að minnsta kosti inn á hollari og
hættuminni brautir.
Og þar ætti kirkjan að ganga á
undan ásamt prestum sínum — þarna
erum við í stríði við einn erkióvin
ntannssálar og mannkyns, þar sem
áfengistízkan er.
Kirkjan og prestastéttin þarf að
ganga þarna einhuga og samtaka
fram undir forystu biskupa sinna,
sem talið er að verði nú bráðlega
þrír. Þar þurfa þeir að sýna hæfni
sína fremur en í endurvöktum lielgi-
siðum innan kirkjuveggjanna. Þar
er ekkert í bráðri hættu, annað en
þær sálir sem eru að steingerast og
staðna í gömlum formum. En það
gerist ekki í eins skjótri svipan og
bölvun drykkjuáhrifanna. Og auk
þess eru þar færri í hættunni.
- Kirkjan ætti fyrst og fremst að
auka og efla samtök, sem heita:
„Rindindissamtök kristinna safn-
aða“. Og slík samtök geta svo unnið
að bættu og breyttu almenningsáliti
gagnvart áfengisnautn og þá aðal-
iega áfengisþambi kvenna og barna,
ekki með dómum og fordómum held
ur með fræðslu og handleiðslu. Þá
þarf kirkjan og prestarnir að ræða
J>essi mál á fundum og synodus til
að finna úrræði.
Þá ættu prestar að verja einhverj-
um tíma fermingarundirbúnings síns
til áhrifa gegn áfengistízkunni bæði
með frásögn, sýningum og fræðslu.
Og ekki ætti rit kirkjunnar að
jiegja um J>essi vandamál. Og prest-
arnir mættu gjarnan minnast oftar á
Jrau bæði í ræðu og riti. Þeir hafa til-
tölulega greiðan aðgang bæði að
blöðum og útvarpi". O
Markvörður Vals liefur handsamað knöttinn eftir harða sókn ÍBA.
(Ljósm.: E. D.)
Akureyringar léku vel gegu Val
en urðu að láta sér
nægja
SÍÐASTI I. deildar leikurinn er
fram fer hér á Akureyri á þessu
keppnistímabili, var háður sl.
sunnudag í blíðskaparveðri. Átt
ust þar við toppliðið í deildinni,
Valur og ÍBA. Þessi leikur var
mjög þýðingarmikill fyrir Val,
því sigraði hann mátti hann
heita öruggur íslandsmeistari í
knattspyrnu 1966.
En leikurinn var eigi að síð-
ur mikilvægur fyrir ÍBA, því
gengju þeir með sigur af hólmi,
voru mestar líkur fyrir því að
liðið blandaði sér í úrslitakeppn
ina í deildinni.
Fyrri hálfleikur.
Valur átti markval og kaus
að leika á móti hægri norðan
golu. Akureyringar hófu strax
sókn, er var hrundið og Vals-
maður, Ingvar að ég held, rak
knöttinn á undan' sér upp
vinstramegin. Knötturinn var
kominn inn á markteig, Jón
Friðriksson ætlar að spyrna frá
en Samúel ætlar að grípa knött
inn, þeir hlaupa saman þannig
að báðir lágu á vellinum, Vals-
maður kom aðvífandi og gaf
knöttinn til baka fram í teiginn
og þar var Reynir er átti auð-
velt með að skora 1:0 fyrir Val
og tvær til þrjár mín. af leik.
Þetta voru herfileg mistök hjá
heimamönnum. En Akureyr-
ingar létu þetta ekki á sig fá og
sóttu fast, nær linnulaust allan
fyrri hálfleikinn. Á 38. mín. gaf
Steingrímur góðan „stungu-
bolta“ inn fyrir Björn Júlíusson,
Kári rauk innúr eins og eldi-
brandur og skoraði mjög lag-
j lega 1:1. .Eftir þetta sóttu Akur
eyringar mjög fast, áttu skot
■ bæði í markstöng og slá, en
■ ekki tókst að skora.
1 Ég tel sanngjarnt að staðan
hefði verið 3:1 Akureyringum í
vil í hálfleikslok.
Síðari hálfleikur.
Síðari hálfleikur var jafnari
en sá fyrri. Akureyringar áttu
að vísu meira í leiknum, en hin
snöggu upphlaup Valsmanna
voru oft hættuleg. En hvorugu
liðinu tókst að skora svo leiks-
lok urðu jafntefli 1:1.
Liðin.
Lið Vals er nokkuð leikandi
og gott. Þó virðist það vera í
tvennu lagi. Vörnin er sterk,
Sigurður í markinu á góð út-
hlaup ög virðist hafa auga fyrir
að grípa inní á réttu augna-
bliki. Björn Júl. er sterkur mið
vörður, en nokkuð grófur leik-
maður. Bakverðirnir eru líka
góðir, Árni og Halldór, sérstak-
lega fannst mér Halldór eiga
góðan leik, hann skilaði bolt-
anum oft mjög vel fram lcant-
inn. Svo er það framlínan. Þar
virðist vera hver púðurtunnan
annarri hættulegri. Piltarnir
eru eldfljótir að hlaupa og hafa
gott vald á knettinu, sérstak-
lega Reynir og Hermann. Það
er engin fúi í löppunum á Her-
manni þó hann sé kannski ökla
brotinn, eins og sagt var frá í
blöðum í síðustu viku. En tengi
liðirnir Sigurjón og Hans finnst
mér notast frekar illa, eru þetta
þó sprækir leikmenn.
Akureyrarliðið lék að mörgu
leyti vel þennan leik. Samúel
var góður í markinu, þó reyndi
ekki mikið á hann. Jón Friðriks
son var eitthvað miður sín eftir
höggið á móti Samúeli, Ævar
stóð vel fyrir sínu eins og jafn-
an áður, Jón Stefánsson lék nú
sinn bezta leik á sumrinu og
virðist nú vera kominn í sitt
trausta góða form. Framverð-
irnir Magnús og Guðni skiluðu
sínum hlutverkum mjög vel,
voru sívinnandi og áttu miðju
vallarins oft. En framlínan er
oft misbrestasöm. Kári er nokk
urskonar eldflaug hennar, hann
er sprettharður í meira lagi og
fyrir það skoráði hann þetta
eina mark. En það er eins og
framlínan sé stöð. Piltarnir
leika sig ekki fría, þegar fram-
vörður eða útherji hefir. tæki-
færi til að mata þá, svo er
spyrnt inn að marki kannski í
10 manna þvögu og þar lendir
allt í fumi og pati. Pétur, sem
látinn er leika allar stöður vall-
arins ef með þarf, enda er hann
fjölhæfur og ágætur leikmaður,
lék nú innherja. Hann van-
treystir um of sjálfum sér til
markskota. Valsteinn hefir ekki
verið í formi nú um sinn, en
náði sér töluvert á strik í þess-
um leik. Steingrímur er fljótur
og fylgir fast upp að marki.
Hann skiptir oft skemmtilega
út á kantana, en þá vantar hina
inn á miðjuna, svo oft eru þar
aðeins varnarleikmenn þegar
gefið er fyrir. Þormóð ætti að
hvíla nokkra leiki og reyna
aðra, hann er svo gjörsamlega
úrræðalaus þegar hann fær
knöttinn, að raun er á að horfa.
Það er hart að þurfa að láta
mann eins og Skúla Ágústsson
verma varamannabekk, en
hann mun ekki hafa æft um
sinn og er því rétt að láta hann
sitja hjá. En lítið mundi hann
þurfa að sprikla á æfingum, til
þess að verða góður styrkur fyr
ir liðið.
Dómari var Magnús Péturs-
son og mættu aðrir dómarar
taka hann sér til fyrirmyndar.
Leikurinn virtist ætla að verða
nokkuð harður í seinni hálfleik,
en Magnús hélt honum niðri af
festu og öryggi.
Að leikslokum.
Dómarinn: Mér fannst Akur-
eyringar vera betra liðið og
hefði því verðskuldað sigur.
Óli B. þjálfari Vals: Það var
gott að fá þetta eina stig, ég er
ánægður, eti kvíði meira fyrir
leiknum úti í Belgíu á miðviku
daginn, .en við fljúgum til
Belgíu á þriðjudag og leikum
seinni leikinn við Belgi í bikar-
keppninni é miðvikudagskvöld
á flóðlýstum velli.
Góða ferð Óli, með þitt lið og
gangi ykkur vel.
Þegar ég kem inn í búnings-
herbergi Akureyringa var
skvaldur þar nokkurt og voru
menn á einu máli um það, að
betra hefði nú verið að fá bæði
stigin. Þökk fyrir skemmtunina
í spennandj og fjörugum leik.
S:B;
Saltað á Dalvík
Á DALVÍK hefur verið saltað
í 3350 tunnur, sem skiptast
þannig milli söltunarstöðva:
Söltunarstöð Dalvíkur hefur
saltað 1690 en Norðurver li.f.
1660. J. H.
F jórðungss júkrahúsið
Akurevri
j
Á FYRRI HLUTA líðandi árs
andaðist í Reykjavík góður vin
ur og unnandi Fjórðungssjúkra
hússins á Akureyri, kominn á
níræðisaldur.
Þessi velunnari, sem megin-
hluta ævi sinnar bjó á Akur-
eyri, hafði í hyggju skömmu fyr
ir andlát sitt að gefa sjúkrahús-
inu fjárhæð nokkra, sem verja
skyldi á einhvern tiltekinn hátt
í þágu þess.
Honum entist þó ekki aldur
til að kveða nánar á um þetta.
Nú liefur eftirlifandi eigin-
kona hans og börn afhent
sjúkrahúsinu að gjöf kr. eitt-
hundrað þúsund, og skal fénu
varið til tækjakaupa fyrh' barna
deild sjúkrahússins.
Fyrir þessa einstæðu fórn
aldraðrar ekkju og barna henn
ar, þakkar stjórn sjúkrahússins
af alhug. Nafn framliðins vinar
okkar er órofatengt því starfi,
sem hér fer fram. Þess var ósk-
að að nöfn gefenda yrðu ekki
birt.
Fyrir hönd F. S. A.
Torfi Guðlaugsson.
7 If
*I|
Akureyringar létu sig ekki vanta á íþróttavöllinn á sunnudaginn.
(Ljósm.: E. D.)
9
Halldór G. Sigurjónsson
fyrrum bóndi frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi
Fæddur 30. ágúst 1880 — Dáinn 8. júlí 1966
KVEÐJA
Nú er mildur blámi yfir minning hæðuni
í morgunsins björtu sól.
Hún ljómar og skín yfir litla bænum,
þar sem lífstrúin átti sitt skjól.
Þar vitnar liver blettur um vinnuliendur,
sem vermdu hinn kalda svörð;
um hann, sgm að erjaði í önnum dagsins
og elskaði græna jörð.
Nú fækkar þeim óðum, sem gróandinn gleður
og gefa jörðinni allt,
sem leggja sinn draum að landsins lijarta
og lifa ’ann, þó stundum sé kalt;
sem helga moldinni sína sögu
í sigrandi þakkargjörð,
og skrá liana glaðir með grænu letri
á grúndir, hóla og börð.
Þú varst vordagsins bam og blómansvinur
af bernskuunar fyrstu þrá.
Þú eygðir þitt' land í fjarlægri fegurð
og fjöllin bín voru svo blá.
En takmarkið náðist, með traustri hendi
og trú, sem var heilög sýn.
Því eru svo full af gjöfulli gleði
og gróanda, sporin þín.
Þú áttir svo mikið af mildi lijartans,
sem mótaði líf þitt allt.
Þú miðlaðir öðrum af auðlegð þinni
svo engum varð hjá þér kalt.
Þú hlúðir að öllu því viðkvæma og veika
og veittir því lífsþrá á ný,
þó höndin þín væri oft vinnulúin
þá var hún SAMT mjúk og lilý.
Nú er dagurinn liniginn að djúpi sínu
og döggvaðar liæðir og grund.
Og sólþeyrinn vermir af mýkt og mildi
þína minning og kveðju stund.
í heiðríkju kvöldsins er fagnandi friður
yfir fegurð þíns sólarlags.
Og varpinn er grænn þar sem vinimir bíða
í veröld hins nýja dags.
Valdimar Hólm Hallstað.
Ólafur Try»2vasoii:
MINNI
Ræða flutt á fimmtugsafmæli Kristjáns frá
Djúpalæk 16. júlí síðastliðinn
Siglunes var hlýrra en Portúgal
Siglufirði 29. ágúst. Veðurblíða
hefur verið hér undanfarna
daga. Á föstudag og laúgardag
fór hitinn upp í 18 stig. Á föstu-
daginn 26. ágúst var Siglunes
heitasti staður í Evrópu. Aðeins
í Portúgal komst hitinn upp í
17 stig og gekk næst Siglunesi!
En í dag er þoka og aðeins 5—6
stiga hiti. Þannig hafa hitabreyt
ingar oft verið í sumar, enda
jafnan kalt ef blæs af norðri.
Hafliði er að landa 150 tonn-
um fiskjar af Norðurlandsmið-
um. Ufsaveiði hefur hér engin
vex-ið síðan um miðjan júlí.
Tjaldur er því hættur þeim
veiðum og fór á reknet. Lét
hann fyrst reka vestur á Skaga
grunni og fékk hálfa tunnu, síð
an út við Kolbeinsey og fékk
eina síld! Nú er hann kominn
austur fyrír land.
Margir smábátar stunda hand
færaveiðar og er afli góður og
veiðiveðui' á hvei'jum degi.
Búið er að talta 17152 tunnur
á 10—11 söltunarstöðvum.
Stöðvarnar eru alls um 20.
Hæst er ísafold s.f. með 3938
tunnur. Mestöll söltunin fór
fram frá 19.—24. ágúst.
Eftir er að sprengja 35 metra
af Strákagöngum. Bergið er
mjög seinunnið, þar sem nú er
unnið, en vonast er til að kom-
ast í gegn um fjallið fyrir sept-
emberlok. Sl. liálfan mánuð
voru unnir 32 metrar, 20 m.
aðra vikuna en 12 hina og sýnir
þetta hve bergið er breytilegt.
Gert er ráð fyrir að fóðra þurfi
50 m. inni í miðjum göngunum
og allt útlit fyrir að fóði’a þui-fi
allan þann kafla, sem eftir er.
Fari svo, seinkar vei'kinu um
óákveðinn tíma. Hvenær göng-
in verða tekin í notkun, er ekki
enn hægt um að segja. J. Þ.
DAGLEGA BIFREIÐA-
ÁREKSTRAR
SAMKVÆMT upplýsingum
yfirlögregluþjónsins á Akur-
eyri eru nær daglega bifreiða-
árekstrar í bænum og nágrenni
hans, stundum margir á dag. í
fyrrakvöld voru fjórir útlend-
ingar á ferð í Landx’overbíl í
Öxnadal. Bíllinn valt út af all-
háum vegarkanti hjá Neðsta-
landi og skemmdist, enda fór
hann heila veltu. En mennirnir
meiddust ekki og tjölduðu á
staðnum. Piltur á Þrastarhóli í
Arnarneshreppi lenti undir
dráttarvél á sunnudaginn en
slapp að mestu ómeiddur. □
ÞAÐ er mál manna, er þekkja
Kristján skáld frá Djúpalæk, að
hann sé gáfaður maður, skáld
gott, skemmtilegur félagi og
di-engur góður. En einn er sá
þáttur í eðlisfari hans, er ýmsir
kunna lítil skil á, og gjöra mann
inn dálítið séfstæðan og sér-
kennilegan, það er hið dulspaka
viðhorf hans gagnvart tilveru-
undrinu, og örlögum einstakl-
inga.
Nokkrir brosa að þessu dular
fulla horfi eins og glettni augna
bliksins. Aðrir undrast það sem
lítt skiljanlega veilu í fari svo
gáfaðs og menntaðs manns. En
margir gleðjast yfir þessari fjöl
vísi hans til allra átta. Finna
ljúfan skildleika með skáldinu
og dulspekingnum.
Kristján er „bara hversdags-
maður í öllu, sem hefur aðeins
í'eynt að lifa ofurlitlu andlegu
lífi eftir beztu föngum“. Rót-
tækur jafnaðarniaður, það er
djarfur réttlætis-hyggju-mað-
ur. í fremstu röð þeirra manna,
er finna til, þegar aðrir þjást.
íslendingur í orðsins björtu
merkingu. Bjartsýnneinstakling
ur smá-þjóðai', sem dáir og virð
ir rótfastan menningararf henn
ar, er nútíð og framtíð ber
skylda til að veimda, að hans
dómj, — smá-þjóðar, sem á
allt sltt undir sól og regni sem
og trúmennsku einstaklingsins
við heildina. Rökvís í bræðra-
lagshugsjón sinni. Maðut', sem
„þekkir, að formið er fjötur
krafts, sem frjálsan sig reyrir í
böndin". Veit, að bræðralagið,
einingin og frelsið geta verið
eitt og eiga að vera eitt.
Það er ekki eins langur veg-
ur á milli dulspekingsins og
jafnaðarmannsins sem mai'gir
ætla. Möi’g hundruð árum fyrir
Krist, fluttu dulspekingar Aust
ui’sins þau lífssannindi, að ljóð-
ið, sem hver maður yrði óhjá-
kvæmilega að læra, til þess að
geta valdið örlögum sínum,
væru sannindin um einingu alls
lífs. Þeir staðhæfðu, að í þeirri
fullvissu fælist allt annað, sem
máli skipti. Nú blasa þessi sann
indi við augljósari en áður: Að
án einingar — án bræðralags,
eru öll félagsmálafonn og kerfi
dauðadæmd. Milli einingarinn-
ar og hins framkvæmanlega
náttúi’lega réttlætis — liggur
hinn hreini, duldi þráður
bræðralagsins. Án hans er „vor
aldar veröld“ stétta og þjóða
„það sem víðsýnið skín“ —
óljós draumsýn, en hvorki raun
veruleiki né staðfesta.
Kristján er að upplagi félagi
og vinur. Óbrotinn, sannur og
einlægur eins og bezt gjörist.
Barnið, sem kemur ævinlega
til dyranna eins og það er klætt.
Barnsins örugga einkunn, er
geislabjört sýn inn í heimana
dulu. Meðan sálin er hrein og
tungan talar fátt, brosir lífið
við því sem eining.
Kristján var blaðamaður um
skeið. Félögum hans sumum
hverjum fannst hann ekki nógu
harðhentur í baráttunni. En
Kristján er barngóður maður.
Og þar sem hann veit, að mann
kynið er á bernskuskeiði, hefur
hann glöggan skilning á því,
að löðrungar hafa yfirleitt ekk-
ei't gildi á leiksviðinu.
Einar skáld Benediktsson
tjáði eitt sinn viðhorf sitt til
noi-sku skáldanna, Björnssons
og íbsens á þann veg, að Björns
son hefði verið hjartans maður
en íbsen andans. Þannig eru
skáld „sálgreind“ af ^skáldum.
Kirstján skáld frá Djúpalæk er
andans- og hjartansmaður í
senn. Heili hans mun þó greina
skemmra en taugin nemur. 1
Hann er dulhyggjumaður
miklu fremur en. dultrúar. Hug
ariir hans eru skárpar og-skynj
un hans djúp. Hann hefur lifað
dulhyggju sína, skáldsýn . og
heimspeki. Hugsýn hans og við
horf eiga rætur sínar í fortiman
um en brum sítí í framtíman-
um.
Af mörgum markverðum líf-
ernisþáttum mennskunnar, er
sá einna markverðastur, að geta
flutt vitund sína og skynjun
fram og aftur í rás þróunarinn-
ar. Að skynja hið liðna og verð
andi sem heild. Þróunin er eilíf.
En eilífðin er ekki afmarkað
svæði einhverstaðar úti í fjarsk
anum. Nei, eilífðin er andar-
takið, sem við lifum nú og hér.
Strikið milli þess sem var og
þess sem verður. Sá einn, sem
kann að lifa andartakið sem er,
lifir eilífðina. í skini hins tæra
andartaks skynja menn minnis
þráð sinnar fyrri tilveru, og
horfa fram í bylgjuskugga eða
bylgjuskin þess, sem koma skal.
Þetta hygg ég mestu sæmd
Kristjáns. Hann þorir að vera
barn meðal hinna stoltu. Hann
lifir andartakið vel, einstaklega
vel. Skynjar hin dulu vegljós
þess.
Róttækar spurningar dulspek
ingsins og skáldsins eru hinar
sömu: Hvar eru rætur tilveru
minnar? Hvar eru upptök vit-
undar minnar? Hvar eru tak-
mörk skynjunar minnar? Dul-
spekingarnir og skáldin hafa
löngum verið vinir, og samherj
ar í leitinni að algildum sann-
indum, og fundvísari en aðrir.
Viðleitni skáldsins, eins og dul-
spekingsins, er að greina gildi
lífs síns. Leitast við að skilja
stöðu sína í tilverunni sem
heild, finna tengsl sinnar eigin
veru við alheiminn, sem hann
er hluti af. — Allt er andi, geisl
un, ljóð og líf, var upphaf
fornra dulspekifræða. Og í dag
staðhæfa lærðustu eðlisfræðing
ar, að elekttrónurnar séu ekki
agnir, heldur sveiflur. Og pró-
fessorar í efnafræði fullyrða, að
atómin séu músík. Áð sveiflu-
skin atómanna séu í innsta eðli
sínu sinfónísk bygging, með
samhljóm, laglínu og kontra-
punkt. — Að rnúsík allra atóma
renni saman í einn samhljóm —
samhljóm alls sem er — það er
hin æðsta afls-sveifla, einnig
allra krafta.
Þessi nýju raunvísindi sanna
fagurlega, að dulspekingarnir
og skáldin hafa frá upphafi vega
haft rétt fyrir sér. Dulspeking-
arnir og skáldin efast ekki um,
að ódauðleikinn býríöllum veru
leika. Á þeirri staðreynd er
hver innsýn og yfirsýn byggð.
Slíkir menn virða anda sann-
leikans öllu öðru fremur. Þeir
vita, að andi ljóðsins er geisli
frá anda sannleikans. Að andi
einfaldleikans er einnig gneisti
af hans sál. Og að andi rétt-
lætisins, er ennfremur dropi af
hans dýrð.
Þegar Kristján „hékk á fót-
unum“ með hinum alvarlegu af
leiðingum þarna einhverstaðar
fyrir austan, fyrir um það bil
tvöþúsund árum, var konan
hans, frú Unnur ung og falleg
stúlka austur í Egyfptalandi. Þó
ekki eins fögur og hún er nú.
Því þrátt fyrir öll heimsins él
er fegurðin fegri en áður.
í annálum framþróunarafl-
anna er saga þeirra geymd, og
að mestu hulin um alda bil. Að
eins greinanleg hinni dulspöku
vitund. — En svo mætast þau
í nýrri æsku, á framhalds ævi-
skeiði — á Eiðum. — Á eiðinu
milli draumsins og veruleikans.
Á landamærum draumsins og
raunveruleikans, þar, sem ljóð-
ið fæðist, þar, sem hið sanna,
tæra ljóð sprettur frarn. Hanu
frá Djúpalæk. Hún frá Staðar-
tungu. Bæði þessi nöfn eru óð-
fögur orð. Tunga eigi síður
ljóðrænt oi'ð en lækur.
Þau festa síðar ráð sitt og
bæta bæði tvö. Þegar lánið
hafði leikið Kristján svo fagur-
lega — fest honum þessa góðu,
fögru, greindu og tónelsku
konu, óx hann af vizku og
mætti í ríki spekinnar — í Ijóði,
sögn og list. Djúpt í vitund
slíkra elskenda býr ávallt lýs-
andi lotning fyrir hinu algilda
óræða lífi, er við nefnum guð-
dóm. Enda veit skáldið frá
Djúpalæk flestum skáldum bet
ur: að í fögru ljóði er sýnin
aldrei tálsýn, að í sönnu Ijóði er
spáin aldrei fölsk.
Lifðu heill og lifðu vel — „til
frægðar skal konung hafa meir
en til langlífis“. Q
- GRÆNT GRAS ...
(Framhald af blaðsíðu 8).
sambandi við súgþurrkunina,
og þá að votheysgerð hafi um
nokkra áratugi orðið mörgum
að liði.
Vornóttin er hér björt og gras
ið hvergi grænna en á íslandi.
Þær sex þúsundir sléttaðra
túna, 15 ha. hvert að meðaltali,
sem nú.er búið að rækta í land
inu, gefa í lok júnímánaðar eða
byrjun júlímánaðar ár hvert
glæsileg fyrirheit um uppskeru,
sem ætti að jafnast á við inn-
flutt fóðurkorn, sem e. t. v. er>
orðið nokkurra ára gamalt. Þeg
ar þetta góða gras kemst
óskemmt í hlöðu, segir næring-
argildi þess til sín. En rýrnun
og efnistap töðunnar vegna
hraknings eða ofsprettu í mis-
jafnri tíð er mikil sogarsaga.
Tapið, sem hér er um að ræða
t. d. á þessu sumri, er sjálfsagt
hægt að áætla í peningum,
sennilega er þar um háa upp-
hæð að í-æða.
Ymsar ráðagerðir eru uppi:
Um hraðþurrkun með hitalofti
— um geymslu heys í heljar-
stórum plastbelgjum — um hey
mjölsverksmiðjur, sem jafn-
framt væru fóðurforðabúr —<
o. s. frv. Sumir álíta að hey-
verkunartæki framtíðarinnai'
verði að staðsetja á fáum stöð-
um, aði'ir að flest eða öll sveita
býli muni geta tileinkað sér
hana, er stundir líða. En hvað,
sem því líður, er sú staðreynd
augljós, að næst á eftir ræktun
og gróðri, er fóðurverkunin
aðalundirstaða landbúnaðarins
á komandi tímum. Að því þarf
að stefna, jafnvel þótt það taki
tíma og kosti fjármuni, að bónd
inn geti, er tími uppskerunnar,
hefst, gengið að heyskap sín-
um eins og iðnaðarmaðurinn í
verksmiðju að sinni vinnu,
þannig að verðmætið eyðist
ekki í höndum hans og að verk
ið, sem hann vann í dag, verði
ekki ónýtt á morgun. Að því
mun líka koma, þó að bið'.
verði á. q